Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 1
2 ARA MATARLÉIFUM STAFLAÐ UPP í LOFT 5. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 8. FEBRÉAR 1979 - 33. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11,—AÐALSÍMI 27022. ■ .I( — svo erff itt var að komast að sveff nstæðinu — Ruslið í herbergjunum fyllti f jóra sendibfla „Seinni partinn í gær var búið að fjarlægja um fimmtiu teningsmetra af þessu rusli í fjórum sendibílum og þá var mikið eftir. Ég vil endilega ýta á eftir því núna, að herbergin veröi sótt- hreinsuð og á von á að það verði gert í dag,” sagöi Jón Fannberg kaupmaður í samtali við DB í morgun um ástandið í kjallara hússins Garðastræti 2, sem hann á. í gær kom lögregla, heilbrigðis- eftirlit og aðstoðarborgarlæknir á staðinn og báru út leigjanda Jóns. Jafnframt voru fluttir I burtu margir farmar af ótrúlegasta rusli. „Þetta gerðist nú vegna þess, að það var svo mögnuð ólykt á ganginum að aðrir leigjendur í húsinu áttu orðið erfitt með að ganga þar um,” sagði Jón Fannberg. „Við vorum búin að reyna að hreinsa loftið þarna með ýmsum aðferðum en það gekk svona heldur misjafnlega. Leigjendurnir óskuðu þvi eftir þvi við yfirvöld að bætt yrði úr þessu. Þegar farið var að skoða herbergin tvö, sem þessi maður hafði á leigu, þá kom i ljós að hann hafði staflað þau bæði svo troðfull af rusli — aðallega matarúrgangi í plastpokum, sem ég veit ekki hvaðan er kominn — aðefitt var að komast inn. Þetta er áreiðan- lega einsdæmi í öllum heiminum. Hann var búinn að stafla alveg upp undir loft og þurfti meira að segja að skáskjóta sér að dívaninum, sem hann svafá.” Þórhallur Halldórsson, heilbrigðis- fulltrúi, vildi í morgun ekkert tjá sig um málið: sagði það verða að biða þar til það hefði verið lagt fyrir á fundi heilbrigðismálaráðs borgarinnar á miðvikudag i næstu viku. Ríkis- stjórnin grípur inn íflug- manna- deiluna — málið afgreitt á ríkisstjórnarfundi ídag „Ég lagði fram ákveðna tillögu á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag um aðgerðir vegna flugmannadeil- unnar", sagði Magnús H. Magnús- son félagsmálaráðherra í morgun. „Ég reikna með þvi að þessi tillaga verði afgreidd á ríkisstjórnarfundi nú árdegis i dag. Ég get ekki sagt annað um þessa tillögu en að gera má ráð fyrir að hún sé í svipuðum anda og sáttatil- laga sáttanefndarinnar, sem lögð var fram um síðustu helgi.” Sáttatillaga sáttanefndari»«af. gerði ráð fyrir að laun yrðu jöfnuð á tveimur árum milli flugmanna Boeing 727 og DC-8 og næðist jöfnuðurinn i þremur áföngum. Kaup Fokkerflugmanna yrði 94%—95% af kaupi Boeingflug- manna. Þá gerði sáttatillagan og ráð fyrir þremur möguleikum varðandi lausn á samræmingu starfsaldurslista með aðstoð Hæstaréttar. - JH Viðtal við Gröndal um Jan Mayen BROSIR SÍNU BLÍÐASTA Við sjáum ekki betur en hann brosi sinu blíðasta brosi selurinn á myndinni. Hann virðist una hag sínum vel í Sædýrasafninu og lætur kuldann ekkert á sig fá enda vanur misjöfnum veðrum. Nú . hefur hins vegar hlýnað um hríð en útlit er fyrir að þau hlýindi verði skammvinn og spáð er kólnandi veöri á nýjan leik. v - GAJ / DB-mynd Hörður Embættismaður í Indónesíu í viðtali við DB f morgun vegna rannsóknar á Sri Lanka slysinu: „Fáum ekkert aö vita frekar en þið” „Við erum á sama báti og þið, við vitum ekkert,” sagði Supartolo, for- maður sendinefndar Indónesíu i rann- sóknarnefnd flugslyssins á Sri Lanka, er DB ræddi við hann I Indónesíu í morgun. Kemur svar hans heim og saman við fréttir DB af árangri annarra rann- sóknaraðila, sem virðast óhressir með vinnubrögð heimamanna í málinu og nú siðast að fresta um óákveðinn tíma sameiginlegri ráðstefnu allra rann- sóknaraðila til að freista þess að komast að lokaniðurstöðu. Flugmálastjóri Sri Lanka, Athullath Mudali, hefur mikilla hags- muna að gæta í málinu þar sem hann hafði á sinum tíma umsjón með tækni- væðingu flugvallarins á Colombo, þar sem slysið varð. Setti hann hæstarétt- ardómara einn yfir rannsóknina, en sá var látinn víkja viku síðar er í ljós kom að hann var tengdafaðir Mudali og ekki talinn eiga erindi í þetta starf með tilliti til þekkingar sinnar á þessu sviði. Þá hefur sú brotalöm komið i Ijós þegar við frumrannsókn, að flugleið- sögutæki vallarins voru ekki rannsök- uð strax eftir slysið, eins og viðtekin venja er. í viðtalinu við Supartolo i morgun kom í Ijós að þeir Indónesar, sem komust af í flugslysinu eru allir á lifi enn og hinir slösuðu á batavegi. •GS/HP Álsland rétt til setlaga langt suður íhafi? — bls. 8 Leikur Ólafur H. Jónsson ekki á Spáni? — Skýrist um helgina, sagði Ólafur við DB í morgun. Ólafur Einarsson, Víking, tekur ekki þátt í B-keppninni. Axel Axelsson hættir hjá Dankersen í vor og Einar Magnússon byrjar að leika með Vfkingi á ný. Sjá íþróttir í opnu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.