Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979. G Útvarp t ' \ ÚTVARPSLEIKRITIÐ - í kvðld kl. 21.20: SONURINN GIFTIST - FORELDRARNIR Hin- AST Á NÝJAN LEIK Þegar sonurinn giftir sig kemur pabbi heim eftir langa fjarveru og fer þá margt öðruvisi en ætlað var. Útvarpsleikrit kvöldsins greinir frá hjónabandsmálum Petersonfjöl- skyldunnar. Margrét Peterson hyggst gefa son sinn, Richard, ungri stúlku. En jafnframt verður þetta brúðkaup henni tækifæri til þess að reyna að ná sam- bandi við fyrrverandi eiginmann sinn, Adrian. Þó hún hafi brúðkaupið sem af- sökun langar hana undir niðri að hitta Adrian sjálfrar sín vegna. Margrét veit ekki hvar Adrian muni helzt niðurkominn og hefst nú mikil leit að kappanum. Að lokum finnst hann en endurfundir þeirra Margrétar verða ekki nákvæmlega eins og hún hafði hugsaðsér. Leikritið sem nefnist Hjónaband er eftir Bretann John Whitewood. Þýðandi þess er Ásthildur Egilson og leikstjóri Herdís Þorvaldsdóttir. Með stærstu hlutverkin fara okkar góðkunnu og reyndu leikarar, svo sem Helgi Skúlason sem leikur Adrian, Sigríður Þorvalds- dóttir, sem leikur Margréti, Guðmundur Magnússon sem leikur Tom Randall og Jónína H. Jónsdóttir sem leikur Phyllis Randall. En við fáum líka að heyra í ungum og lítt reyndum leikurum, svo sem Gunnari Rafni Guðmundssyni sem leikur brúðgumann Richard, Tinnu Gunnlaugsdóttur sem leikur Heather og Emil Guðmundssyni sem leikur Kevin Randall. John Whitewood er einn af mörgum höfundum sem skrifa að staðaldri fyrir brezka útvarpið. Leikritið Hjónaband, sem á frummálinu heitir Home is the Sailor, var fyrst flutt þar árið 1976 og vakti mikla athygli. íslenzka útvarpið hefur áður flutt eitt verk eftir White- wood, Júlíu Summer, í fyrra. -DS. V______________________________________________t t----------------------------------------------'k GLERBROTIÐ - smásaga f kvöld kl. 20.05: Smásaga eftir færeyskan ráðherra „Hann er einn af þekktustu höfundum Færeyinga,” sagði Einar Bragi, þýðandi sögunnar „Leikapettið”, eftir Karsten Höydal, sem á íslenzku hefur hlotið nafnið Glerbrotið. Höfundur er fyrrverandi lögþings- maður og ráðherra en veitir nú forstöðu opinberri fiskveiðistofnun í Færeyjum. Áður ritstýrði hann tímaritinu „Varðin” sem er eitt þekktasta bókmenntatímarit Færeyja í dag. Hann er mikill málamað- ur og hefur ferðazt mikið. Hann hefur skrifað margar Ijóðabækur en aðeins eina bók í óbundnu máli og úr henni er Einar Bragi. þessi saga tekin. Sagan verður flutt í út- varpi í kvöld kl. 20.05. Þýðandi les. G.G. h Útvarp _________/ Fimmtudagur 8. febrúar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir. Fréttir Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. ^ f4.30 Einangrun húsa. Hallgrímur Axel Guðmundsson tekur saman þáttinn og ræðir við Hörð Ágústsson listmálara og Jón Sigur- jónsson verkfræðing. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Neytendamál. Umsjónarmaður: Ámi BergurEiríksson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (10.15 Veður- fregnir). 16.20 Tónleikar. 16.40 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.20 ÍJtvarpssaga barnanna: „Saga úr Sand- hólabyggðinni” eftir H.C. Andersen. Steingrimur Thorsteinsson þýddi. Axel Thor- steinsson les (5). 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Ámi Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.Ó5 „Glerbrotið”, smásaga eftir Karsten Höydal. Einar Bragi les þýðingu sína. 20.30 Frá tónleikum Sinfónkiffljómsveitar Íslands i Háskólablói; fyrri hluti. 21.20 Leikrit: „Hjónaband” eftir John White- wood. Þýðandi Ásthildur Egilson. Leikstjóri: Herdís Þorvaldsdóttir. Persónur og leikendur Adrian Peterson ...........Helgi Skúlason Margrét Peterson . . Sigríður Þorvaldsdóttir Richard Percrson... Gunnar R. Guðm.son Phyllis Randall......Jónína H. Jónsdóttir Tom Randall.... Guðmundur Magnússon Kevin Randall........Emil Guðmúndsson Heather............Tinna Gunnlaugsdóttir Aðrir leikendur: Valgerður Dan, Sólveig Hauksdóttir, Guðbjörg Þorbjamardóttir og KlemenzJónsson. 22.20 Gísli Magnússon leikur tvö píanóverk eftir Jón Þórarinsson. a. Sónatína. b. Alla marcia. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morg-, undagsins. 22.50 Viðsjá: Friðrik Páll Jónsson ræðir við Þórarin Þórarinsson ritstj. um utanríkis- stefnu Carters Bandaríkjaforseta. 23.05 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.50 Dagskrárlok. Lmrtenition YFIR 5000 BÍLAR Á 3 árum hafa selzt yfir 5000 LUMENITION kveikjur á íslandi. Þetta væri óhugsandi, nema ánægðir kaupendur hefðu mælt með ágæti búnaðarins. Hefur þú kynnt þér kosti LUMENITION platínulausu kveikjunnar? WÍÍÍ<ib8 r, iiSunni 3e-Sími 3'3J45 Lumeniti fr VILTU BENSÍN- AFSLÁTT? LUMENTION kveikjubúnaðurinn nýtir benzínið betur. _____ Mælingar staðfesta, að benzínsparnaðurinn er á bilinu 9—16%, að meðaltali. Miðað við að benzínlitrinn kosti kr. 240 sparast þannig, að meðaitali, kr. 30 á hvern líter. ttttitt<«gS ri HABERGhf iiSunni 3e-Simi 3*33*45 Til sölu Benz árg. '76 Þessí glæsilegi og vel með farni Mercedes Benz árg. ’76, dísil 300 er til sölu. Upplýsingar í síma 41394. KVEMSKOR FRÁ KR. 2.500, SKÓBÚÐIN 00 SNORRABRAUT JO SÍM114190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.