Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979. ! 11 fiskveiðilögsögu okkar og verndun fiskstofnanna eru annars ávallt mjög mikilvæg umfjöllunarefni í íslenzkum stjórnmálum. — I Noregi hefur verið fullyrt að íslendingar muni tengja öryggis- og varnarmál inn í viðræðurnar um 200 mílna efnahagslögsögu umhverfis Jan Mayen? — Við teljum þetta mál vera efna- hagslegs eðlis og ekki snerta nein önnur vandamál, — er haft eftir ráðherranum. — Hvenær verðið þið tilbúnir að hefja samningaviðræður? —Ákvörðun um það er kominn undir ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar. Við íslendingar höfum hvorki reynt að flýta eða seinka viðræðum um málið, segir íslenzki utanríkisráðherr- ann, Benedikt Gröndal, í viðtali við Nordlands Framtid. ,v| l) S HRI VSW Á myndinni sést hvernig efnahagslögsaga tslands og hugsanleg efnahagslögsaga Jan Mayen skerast. Heila línan er lögsaga tslands en brotna Unan norður af landinu sýnir hvernig hún mundi minnka ef miðUna á milli tslands og Jan Mayen mundi ákvarða stærð hennar. þess að stefna að ómannúðlegu „ 1984” (miðstýrðu lögregluríki). Hingað til hafa Sjálfstæðisflokks- menn ávaUt reynt að færa sér i nyt þá lýðræðisstrauma sem blásið hafa og þar er gildra sem þarf að varast. Menn verða að hætta að hlaupa eins og þeir eigi Uf sitt að leysa til Sjálfstæðis- flokksins þegar ábyrgðar- og sjálfsvirð- ingarleysi Alþýðubandalagsins gengur fram af þeim. Því að þótt Sjálfstæðis- Kjallarinn flokkur leiki þann leik að vera traust og traustvekjandi þrautalending er það „frelsi” sem þeir bjóða upp á heldur brogað og skrítið, jafnréttis- áhugi þeirra er lítill í orði og vart nokkur á borði og orðið bræðralag er þeim sennilega álika torskilið og vé- fréttin i Delfí var mönnum forðum. Ég leyfi mér að fullyrða að spillt pólitík Sjálfstæðisflokksins hafi ekki leyst áðurnefndan lýðræðisáhuga úr læð- ingi. Ef ætti að reyna að feðra hann flokkspólitískt mætti einna helst minnast á órólegu deild Alþýðuflokks- ins (sem hefur innan við 10 menn á þingi af 60) en ekki er gott að segja um hvort sú deild er orsök eða afleiðing þessara straumhvarfa. Vegna þessa hversu gírugur Sjálfstæðisflokkurinn er þessa dagana langar mig að vara við þeim mönnum sem skortir getu og sanna reisn og gripa til þess óyndis- úrræðis að kenna sér afkvæmi annarra og ennfremur langar mig að benda þeim sem líta á pólitik fyrst og fremst sem trúarbrögð eða jafnvel sem knatt- spyrnukeppni milli tveggja klassiskra erkifjenda á að þeir eru báðir löngu dauðir, grafnir og famir að rotna vel og vandlega í gröfum sinum þeir Adam og Karl. HilmarS. Karlsson Hilmar S. Karlsson stúdent f heimspekideild. / Fleiri eru sauðir en sauðkindin í tilefni af grein Reynis Hugasonar íDagblaðinu nýlega Þessa dagana setjast íslendingar að sérdeilislega girnilegu matborði í öll- um byggðum landsins. Þar er á matseðli hangikjöt, svið, lundabaggi, kæfa og döndull að ógleymdum hrúts- pungum, svo nokkuð sé nefnt af hnossgætinu, og allt af sauðkind komið. 1 heimahúsum og á veitingastöðum setjast menn niður að annars konar kræsingum sömu ættar, saltkjöti og baunum eða rifjasteik eða steiktu lambslæri. Á vinnustöðum, stórum og smáum allt i kringum iand, situr fólk hundruð- um og þó iíklega frekar þúsundum saman og vinnur dýrmæta út- flutningsvöru úr ull og skinnum. Og i heimahúsum sitja aðrar þúsundir og prjóna og hekla i fristundum sínum ullarflikur til heimanota og til sölu innan- og utanlands. Á stjórnarskrifstofum og á ráðstefn- um sitja landsfeður og sérfræðingar með sveittan skallann við að leysa þá torráðnu þraut, hvernig tryggja megi blómlegt efnahagslíf þjóðarinnar, draga ofurlítið úr verðbólgunni án þess aö skapa um leið meira eöa minna atvinnuleysi I landinu. Og uppi á 5. hæð í húsi Kristjáns Siggeirssonar að Laugavegi 13 í Reykjavik situr maður að nafni Reynir Hugason. Hann tekur laun hjá Rannsóknaráði ríkisins og hugsar upp djúp ráð þjóð sinni til bjargar. Hugsanir sínar birtir hann alþjóð við og við í blaðagreinum. Eitt þjóðráð hans kom fram í kjallaragrein Dag- blaðsins mánudaginn 29. janúar.. Það ráð er i stuttu máli svo: Leggj- um niður sauðfjárrækt í landinu, því hún er arðlitil og óhagkvæm ofj skemmir auk þess landið. Kjöt getum við fengið úr 20 kjúklingaverksmiðj- um á hafnarbakkanum i Reykjavík. Reynir Hugason segist vilja beita breytta mat, sem hún hefur lært að búa til úr sauðkindinni? Hvers vegna vill hann endilega, að fólk i þessu kalda landi afklæðist fötum úr íslenskri ull og gærum? Hvers vegna er það svo eftirsóknarvert að leggja helftina af byggðum landsins í auðn, þ.á m. marga álitlegustu byggðar- kjarnana þar sem fólki þykir svo gott að búa. Hvers konar mannvonska er þetta eiginlega? Of dýrt, of dýrt, segir Reynir Huga- son. Kjúklingar eru miklu ódýrari og Kjallarinn „Hver skrambinn sjðlfur ætli gangi að mönnum eins og Reyni Hugasyni? Hvers vegna vill hann endilega hafa af þjóðinni allan þann góða og fjöl- breytta mat, sem hún hefur lært að búa til úr sauðkind- inni?" „Að fara svo langt úrleiðis til að fó óhagkvæman sam- anburð, og nota hann eins og Reynir Hugason gerir, er meira en meðalfúl- mennska." /* Hjörtur E. Þórarinsson nýsjálenskan mælikvarða, minna má nú gagn gera, en á evrópskan mæli- kvarða, og það er það, sem máli skiptir. Að fara svo langt úrleiðis til að fá óhagkvæman samanburð, og nota hann eins og Reynir Hugason gerir, er meira en meðalfúlmennska. Sauðfjárrækt hefur frá upphafi íslandsbyggðar verið undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar öllum öðrum fremur. Hún skipar ekki þann sess nú á dögum, það má vel viðurkenna. Samt er hún ennþá undirstöðuat- vinnuvegur a.m.k. i fernum skilningi: Sem starfs- og atvinnuvettvangur fjöl- mennrar stéttar, sem veitandi einnar aðalfæðutegundar þjóðarinnar, sem trygging fyrir viðhaldi hefðbundinnar byggðar, en þaö er almennt samþykkt þjóðfélagsmarkmið, og að lokum er hún undirstaða afar þýðingarmikils úrvinnsluiðnaðar. Það eru meiri blessaðir sauðirnir, sem ekki sjá og skiija svona augljósan hlut. ... „kaldri skynsemi i atvinnumálum okkár en ekki tilfinningasemi, eigin- girni og rányrkju.” Og siðan líka orðrétt: Við megum til með að hætta að trúa í blindni á ágæti sjávarútvegs og landbúnaðar. Við verðum að læra að hugsa og höndla eins og við höfum menntun til, eins og siðmenntað og tæknivætt þjóðfélag.” Reynir Hugason er kaldrifjaður herramaður. Tvö þúsund sauðfjár- bændur, segir hann, mundu missa at- vinnu sina og flosna upp. En það er ekkert sérstakt vandamál. Þeim má hæglega koma fyrir annars staðar og við önnur störf. Hvar? Hvaða störf? spyr ég. Og hinn hópurinn, sem líklega er talsvert stærri og hefur atvinnu af að vinna úr sauðfjárafurðum. Hvað á hann að gera? Úr hverju á hann að vinna, kannskiflðri? Hver skrambinn sjálfur ætli gangi að mönnum eins og Reyni Hugasyni? Hvers vegna vill hann endilega hafa af þjóðinni allan þann góða og fjöl taka ekki svo sem neinn vinnukraft. Sjálfvirkar vélar sjá um það. Island er ekki gott landbúnaðar- land, segir Reynir Hugason. Það er ekki gott til sauðfjárræktar. t Nýja- Sjálandi er framleiðni i sauðfjárrækt 2—3 sinnum meiri en hér. Það kom fram í skýrslunni um þróun sauðfjár- ræktar, sem Rannsóknaráð rikisins gerði og gaf út 1976. (Sjálfur var R.H. einn af höfundunum). Satt getur það verið, enda er N-Sjá- land besta sauðfjárræktarland í heimi. En hvers vegna þarf endilega að bera okkur saman við það? Er ekki réttara að bera okkur saman við lönd, sem nær okkur eru, eins og t.d. Noreg eða þó öllu heldur Skotland, eitt mesta sauðfjárræktarland i Evrópu? Væri það ekki eðlilegri og gagnlegri saman- burður. Ég fullyrði að íslensk sauðfjárrækt þolir vel samanburð við þessi lönd og þar með öll Evrópulönd, enda er ísland fyrsta flokks grasland og þar með sauðkindarland, ekki á Sauðfjárræktin, eins og allir at- vinnuvegir, hefur alltaf átt og á enn við vandamál að glíma, og þau eru alls ekki auðleyst. Þar er við dálitla þver- stæðu að striða: Sauðfjárræktin er of mikil með hliðsjón af innlendum kjöt- markaði. Hún er of mikil með tilliti til beitarþols i sumum héruðum landsins. En á hinn bóginn er hún of lítil sem tekjugrundvöllur sumra sauðfjár- bænda. Og hún er of lítil með tilliti til þarfa iðnaðarins fyrir ull og gærur. Þetta er ógerlegt að láta ríma vel saman, en mikið má laga með meira skipulagi og betri stýringu á fram- leiðslunni. Þessi vandamál eru viðurkennd af öllum og menn reyna af fremsta megni að finna á þeim bestu lausnir. Og þau réttlæta það engan veginn að angurgapar vaði fram á ritvöllinn og hrópi, bla, bla um að leggja niður sauðfjárrækt í einu besta sauðfjár- ræktarlandi í þessum heimshluta. Hjörtur E. Þórarinsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.