Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 3
íslenzk listasmíð Hvernig lízt þér á hugmyndir um næturútvarp? Sveinn Sæmundsson, blaöafulltrúi Flugleiða, skrifar: Að undanförnu hafa veðurguðirnir verið harðhentir á okkur lslendingum og hafa flugið og ferðamálin ekki farið varhluta af erfiðleikum sem því eru samfara. Af og til hafa flugvélar i Norður-Atlantshafsflugi orðið að fljúga yfir Keflavíkurflugvöll. Flug- ,vélar frá Evrópu hafa ekki komist heim né heldur frá íslandi á réttum timum og hér innanlands hefur flug legið niðri vegna óveðurs dögum saman til ýmissa staða. Svipaða sögu má segja frá ýmsum stöðum sem Flug- leiðir fljúga til erlendis og má nefna að Luxemborgarflugvöllur hefur óvenju oft verið lokaður í vetur og flugvélar félagsins því þurft að leita annað. Einnig hafa óveður gengið yfir mið- vesturríki Bandarikjanna og flugvöll- urinn í Chicago lokast af og til. Veðrið sem gekk yfir lsland 12. og 13. janúar olli miklum truflunum á áætlunarfluginu. Þotur sem voru á leið frá Evrópu til New York og Chicago um morguninn urðu aö fara fram hjá lslandi vegna þess að ekki var hægt að lenda hér. Aðrar þotur sem áttu að koma ti! landsins frá Kanarí- eyjum, Kaupmannahöfn og Glasgow að kvöldi 12. jan. urðu aö stansa er- Iendis, önnur beið I London, hin I Glasgow. Innanlands var ekki hægt að hreyfa vél. í Reykjavík og nágranna- bæjum var illfært um götur og svo mun reyndar einnig hafa verið víðar á landinu. Samkomur féllu niður, leikhús aflýstu sýningum og svo mætti lengi telja. Við slíkar aðstæður gæti maður hugsað sér að Islendingar og reyndar lallir sem vanir eru ferðalögum skildu |að hér er um ástand að ræða sem ihvorki starfsfólk né stjórn Flugleiða fær við ráðið. Furðuleg skrif Skrif tveggja bréfritara í Dagblað- inu 24. janúar eru þvi næsta furðuleg hvað þetta atriði áhrærir. Þar eru starfsfólk og stjórn Flugleiða borin þungum sökum og vart verða skrif Auðar Styrkársdóttur skilin öðruvísi en að stjórnendur félagsins beri ábyrgð á hinum djúpu vetrarlægðum og óveðrum og töfum sem af hljótast. Laugardagsmorguninn 13. janúar reyndist ekki unnt að iáta þotur frá Bandaríkjunum lenda á íslandi og fóru þær því áfram til Luxemborgar án viðkomu. Tvær þotumar sem áttu að fara áætlunarflug frá íslandi til Evrópulanda voru sem fyrr segir í Bretlandi vegna óveðurs og ófærðar hér heima. Farþegar sem ætluðu til út- landa þennan morgun urðu þvi fyrir töfum. Undir kvöld hafði veðrið skánað og Slökkvilið Keflavíkurflug- vallar vann þrekvirki við hreinsun brauta. Því varð að ráði að freista þess að láta flugvélamar koma til Kefla- víkur, en með Akureyri sem varaflug- völl, og þar var sæmilegt veður. I ráði var að báðar vélarnar færu utan um kvöldið ef veður leyfði. Hringt var I alla farþegana sem skráðir voru til flugsins, útvegaðir fjallabílar til þess að flytja farþega milli Reykjavíkur og Keflavíkur og snjóplógur fenginn til þess að fara fyrir bilalestinni. Flugvél- in sem kom frá Glasgow var mun fyrr á ferðinni og gat lent í Keflavik. Veðrið batnaði ekki, eins og vonast hafði verið eftir, heldur hélst svipað. Tafsamt reyndist að koma flugvélinni af stað aftur til Kaupmannahafnar og reyndist ekki unnt fyrr en kl. 23.00 um kvöldið. Farþegar I báðar vélamar höfðu verið sendir með bílalestinni DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979. Meira skApa og HILLUSAMSTÆÐUR OfJlld SVEFNBEKKIR Borðstofusett kr. 399.500.- • Sófasett • Sófaborð • Forstofuspeglar • Skrifstofuskrifborð o. rn.fl. BERIÐSAMAN VERÐ OG GÆDI! Á.GUÐMUMDSSOM HF Húsgagnaverksmiðja Skemmuveg 4, Kópavogi — Sími 73100 Mir Haukur Guðjónsson málari: Mér lízt vel á þær. Ég hef yfirleitt opið útvarpið þegar ég er að vinna og það kemur fyrir að ég vinn fram eftir nóttu. Ég hlusta ekki á kanann, m.a. vegna þess að hann spilar alltaf sama lagið. Björn Bjarman lögfræðingun Mér lízt ekki illa á þær. Ég hlusta mikið á útvan en ég sef á næturnar og vaki á dagiu: . En ég lit á þetta sem þjónustu við þá st hafa áhuga og getu til að hlusta á |r., vm tíma. Kristin Guðmundsdóttir afgreiðslu- stúlka: Mér lízt vel á þessar hugmyndir. Sjálf hlusta ég á útvarp svona þegar ég get og mundi hlusta eitthvað að nætur- lagi ef upp á það væri boðið, a.m.k. um helgar. Ásdls Kristinsdóttir húsmóðir: Mér lizt mjög vel á þær. Eflaust mundi ég hlusta á nóttunni ef ég væri vakandi, a.m.k. frekaren á kanaútvarpið. Jóhann Jósepsson afgreiðslumaður: Mér llzt mjög vel á þessar hugmyndir. Það væri sannarlega timi til kominn. Ég tel að það væri mjög gott fyrir fólk sem er i næturvinnu og að það mundi auðvelda því vinnuna. Ég hef reynslu af því sjálfur að slikt kæmi sér vel. Þórunn Magnúsdóttir leikkona: Mér lizt alveg ljómandi vel á þær. Ég held að það sé alltaf eitthvað af fólki sem þarf að hlusta á næturnar. Sjálf hlusta ég jjó ekki mikið á útvarn. suður eftir en þar sem Lundúnavélin var langt á eftir og óvíst nema hún þyrfti að fara til Akureyrar ákvað flug- stjórinn, sem skráður var á það flug, að fara ekki til Lundúna um kvöldið heldur bíða morguns. Farþegunum, sem þá voru komnir suður undir Hafnarfjörð, var þá snúið við til Reykjavíkur. í Reykjavík gerði flugaf- greiðsla Flugleiða allt sem I mannlegu valdi stóð til þess að aðstoða farþeg- ana. Fjallabíll var hafður til taks til að aka þeim heim sem jjess óskuðu, öðrum var boðin gisting að Hótel Loftleiðum. Þegar þetta gerðist var enn ekki vit- að hvort flugvélin frá London myndi ' lenda í Keflavík eða yrði að leita til Akureyrar. Brottför var því ekki hægt að ákveða að sinni. Á ellefta tímanum um kvöldið þótti sýnt að vélin frá London myndi geta lent i Keflavík og Raddir lesenda var þá ákveðin ferð til Lundúna kl. 10.00 morguninn eftir. Milli kl. 22.00 og 23.00 um kvöldið hringdi af- greiðslufólk í uppgefin símanúmer allra hinna verðandi Lundúnafarþega og var jseim sem náðist í sagt að farið yrði frá flugafgreiðslunni kl. 08.00. Ekki náðist til allra en haldið var áfram að hringja til fólksins fram eftir kvöldi og allt fram yfir miðnætti. Morguninn eftir voru flestir farþeg- anna mættir kl. 08.00. Ýmsir áttu samt í erfiðleikum að komast um bæ- inn og misstu þannig af bílnum og fyrir þá var settur upp annar bíll kl. 09.00. Því miður náðist ekki samband við alla farþegana um kvöldið og harmar félagið það. Greinarhöfundur þakkar í lokin starfsfólki Flugleiða fyrir lipurð og elskulega framkomu. Þarna kveður við annan tón en fyrr i greininni þar sem stjórn og starfsfólki er margt fundið tilforáttu. Flutningur okkar atvinna Það liggur I hlutarins eðli að flutn- ingaaðili gerir allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að greiða fyrir farþegum sinum. Afkoma fyrirtækis- ins, atvinna starfsfólksins og greiðar samgöngur byggjast á því að flutn- ingar séu fyrir hendi og farþegar fluttir. Þvi er það keppikefli okkar sem 'við Flugleiðir störfum að flugið og flutningamir gangi sem greiðast, að haldið sé uppi auglýstri þjónustu. Að farþegar komist leiðar sinnar án tafa. Stundum taka höfuðskepnurnar af okkur ráðin eins og gerðist i þessu til- felli. Þannig var sem sagt ástandið sem Auður Styrkársdóttir skrifar um. Veðrahamur hafði truflað samgöngur. Flugvélar komust ekki milli landa og fólk vart milli húsa. „Kóngur vill sigla, en byr hlýtur að ráða” var einu sinni sagt. Stjórnendur og annað starfsfólk Flugleiða harmar þau tilfelli sem far- þegar félagsins verða fyrir töfum. Enn- fremur ef mistekst að tilkynna verð- andi farþegum og öðrum viðskiptavin- um ófyrirséðar breytingar. Á þvi biðjum við viðkomandi afsökunar. Vegna bréfs Þ.B. i sama tölublaði um sama tilfelli er rétt að taka fram að algjör misskilningur er að flugstjóri hafi verið veikur enda engum tilkynnt um slíkt. Spurning dagsins Dropa skApa- og HILLUSAMSTÆÐUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.