Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979. 7 Erlendar fréttir REUTER Ný olíu- kreppa í uppsiglingu? Ráðgjafar Carters Bandaríkjaforseta óttast að sá olíuskortur, sem verður i Bandaríkjunum vegna stöðvunar oiíu sölu frá írari eigi eftir að hafa jafnve! al- varlegri afleiðingar heldur en olíusölu- bann arabaríkjanna árið 1973. Bretland: Ríkisreknar bifreiða- verksmiðjur stöðvast? — verkfallsmenn ætla að drekkja kjördæmi Callaghans í sorpi en hann segir að ekki verði boðin meiri launahækkun Enn eitt áfallið riður nú yfir minnihlutastjórn Verkamanna- flokksins í Bretlandi. Verkamenn í hinum ríkisreknu Leyland bifreiða verksmiðjum hóta nú að leggja niður vinnu i dag. Eru þeir samtals eitt hundrað þúsund að tölu en ekki Ijóst hvort allir muni taka þátt í verkfalli. Tuttugu þúsund verkamenn hjá verk- smiðjunum lögðu niður vinnu í gær vegna deilu um kaupaukakerfi. Stjórnendur Leyland verk- smiðjanna hafa lýst því yfir að ef komi til verkfalls meirihluta starfsmanna þeirra sé ekki víst að fyrirtækið risi undir sliku. Afkoma og sala Leyland hefur stöðugt farið versnandi undan- farin ár og raunar tók ríkið yfir rekstur þeirra þegar allt var komið i óefni. Viðræður við starfsmenn skóla, sjúkrahúsa, sorphreinsunar og líkhúsa fóru út um þúfur í gær, þegar leiðtogar þeirra höfnuðu 8.8% launa- hækkunartilboði. Segjast þeir ekki semja um minnaen 15% hækkun. Ætlunin mun vera að herða verk- föllin og þá sérstaklega i kjördæmum ráðherranna. 1 kjördæmi Callaghans forsætisráðherra i Wales er ástandið í sorphreinsunarntá' im mjög slæmt og er ætlunin að leggja cnn meiri áherzlu á framgang vinnustöðvunarinnar þar. Meira en eitt þúsund skólum hefur verið lokað í Bretlandi og helmingur af sjúkrahúsum landsins tekur aðeins við neyðartilfellum. Callaghan forsætisráðherra hefur meiri launahækkun en þegar hafi lýst þvi yfir að ekki muni verða boðin veriðgert. « Axlabreiðar ungfrúr Er þetta sem koma skal? Svo segir Pierre Cadin hinn frægi tizkukóngur I París. Konurnar eiga að vera meö breiðar axlir og hatta sem minna okkur á fyrri tið. Cardin ætlar að sýna þennan klæðnað á fcrð sinni um Klna en þar kemur hann meðal annars til Peking ogSanghai. Chicago: Verðbréfasalamir smygluðu kókaíni — voru gripnir með eitrið í kauphöllinni Bandaríska alríkislögreglan truflaði viðskiptin í kauphöllinni í Chicago hressilega í gær, þegar fimmtiu lög- reglumenn ruddust þar inn og hand- tóku átta manns. Er mönnunum gefið að sök að hafa stundað kókaínsölu. Þrír hinna handteknu voru löggiltir verðbréfasalar en hinir lægra sett starfsfólk. Nokkurt magn af kókaíni var gert upptækt í kauphöllinni. sem er á sjöundu hæð byggingar verzlunarráðs borgarmnar. V Tðbréfasölum og öðrum kunnugum í kauphöllinni í Chicago var að vonum illa brugðið við fregnirnar af ákærunum á starfs- bræður sína. Einnig var kvartað yfir þvi að handtökurnar, sem gætu minnkað orðstír kauphallarinnar, hefðu farið fram þar innan dyra. Lög- regluyfirvöld segja að þær hafi farið fram jafnskjótt og handtökuheimild fékkst gefin út. Málið mun hafa verið i rannsókn i um það bil eitt ár. Hinir ákærðu eiga yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi og allt að 25 þúsund dollara sekt, sem jafngildir um þaðbil niu milljónum íslenzkra króna. Smurbrauðstofon BJORNINN Njálsgötu 49 — Sími 15105 1X2 1X2 1X2 24. leikvika — leikir 3. febr. 1979. Vinningsröð: 011-112-2X2-210 1. vinningur: 9 réttir — kr. 47.500.- 1527 6681(1/8) 31528 35656(2/9) 40861(2/9,6/8) 5080 7055 32811(1/8) 40249(2/9,6/8) 42267(4/8) 6274 7381 + 35189(1/8) 40663(4/8) 42542(4/8) 2. vinningur: 8 réttir — kr. 1.500.- 189 3695 6232 8232 32331 34554 + 36249 277 3709 6297 8847 32379 34590 + 36781 + 361 3717 6353 9231 32469 + 34611 36851 567 3722 6354 9421 , 32560 34722 36852(2/8) 810 4164 6430(3/8) + 9461 32812 34726 36862 1125 4206 6532 30180 33030 34899 + 40259 1377 4222 6683 30230 33034 34935 40264 1431 4347 6780 30390 33167 35120 40480(2/8) 1469 4536 7008 30467 33168 + 35180 40860(2/8) 1478 4545 7254 30527 33323 35181 40951(2/8) 1665 4594 7255 30542 33518 35339 40998(4/8) 1765 4775 7270 30782(2/8) 33568 35461+ 11230(4/8) 2207 4876 7303 30785 33601 35587 41305 2097 4910 7304 30955 33604 35692(2/8> 41495 2458 4921 7330 3096« 33627 35695 + 41579(2/8) 2494 4944 7359 31107 .33629 35*V37<2 8) -* 4153 2516 4964 7441 31138 33630 3^743(2/8)4 41737(2 'K) 2524 4973 7530 31141 33730 35744(2/8)+ 41901(2/8) 2538 5031 7765 31464 34287 (35)747 42047(2/8) + 2555 5070 7786 31497 + 34460(2/8) 35886 + 42334(2/8) 2556 5093 7833 31703 34-T2í3'8) 35897 + 42341(2/8)+ 2578 5372 7964 31719(3/8) + 34524 35926 42342(2/8)+ 2645 5513 8049 31725 34526 36053 42443 2731 5598 8130 31812 34529 36058 42547 3381 6162 8158 32208 + 34548 + 36168 1780’V? 8) S752V Kærufrestur er til 26. febrúar kl. 12 á hádegi. Kæi ur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðs- mönnum og á aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK ÍSLENZKIR SJÁVARRÉTTIR I Haldið jjölskyldunni síldarveizlu Kaupa má vítamín í pilluformi... .... EIM VIÐ BJÓÐUM FJÖLBREYTTUSl VÍTAMÍN í HVERJU SÍLDARFLAKI Vörukynning á föstudag kl. 4—7 / Fjarðarkaup, Hafnarfírði. ÍSLENZKIR SJÁVARRÉTTIR - SMIÐJUVEG118 - SÍMI76280

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.