Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979. Blýteinninn hefur valdið byltingu hjá bátaflotanum: Veröur heildarþorsk- aflamagnið fengið úr sjó þegar í maímánuði? Sjómenn eru nú mjög uggandi um sinn hag eftir aö Hafrannsóknarstofn- unin hefur gefið út þann boöskap að ekki megi veiða meira af þorski í ár en sem nemur 250 þúsund lestum. Er það aflahámark 80 þúsund lestum minna en ársaflinn var i fyrra og ef farið verður að ráðum sérfræðinganna, sem flestir telja aö gera þurfi ef byggja á upp stofninn að nýju, er hér um 25% veiðitakmarkanir að ræða frá því á fyrra ári, með öll þau veiðibönn er þá giltu. Sjómenn lita svo raunsæjum augum á hlutina að þeir sjá i hendi að heildar- aflanum sem sérfræðingar telja að taka megi.verði náð fyrir mitt ár ef svo fer sem horfir. Vetrarvertíðin nú hefur víðast á landinu verið góð, bátaaflinn ágætur víða og togaraaflinn sæmilegur. 1 fyrra var heildarafli bátaflotans af þorski á tímabilinu janúar til júní 170.696 lestir. Togaraaflinn var á sama tíma 133.018 lestir eða samtals þorskafli á sex mánuðum 303.712 lest- ir. Þetta er 53 þúsund lestum meira en sérfræðingar leggja til að veitt verði allt þettaár. Togaramenn óttast mjög um sinn hag í ár. Benda þeir á stórum betri afla á vertíð bátaflotans nú en í fyrra. Telja þeir eina ástæðuna vera að i fyrra hafi nokkrir bátar búið net sín blýteini í stað steina sem tiðkazt hefur. Varð afli blýteinabátanna sex sinnum meiri en hinna sem steina notuðu á netin. Nú hafa aUir bátar tekið upp blýteininn og varpað steinunum fyrir róða — og afl- inn er mun betri en var í fyrra. Svo kann því að fara að við vertíðar- iok verði heildaraflamagnið, sem sér- fræðingar telja forsvaranlegt að veiða, uppurið. Stendur þá flotinn frammi fyrir þeirri staðreynd þegar i maí að þorsk má ekki draga úr sjó við lsland. Ábyrgir sjómenn telja veiðar neta- báta óhóflegar. Skýrslur sýni og sanni að aðeins 50% netafisks komist í 1. flokk, 30% í 2. flokk og 20% fari í þriðja flokk sem ónýtt hráefni. Telja —!—rn Margir sjó- menn telja netaveið- arnar óhóf- legar því aðeins 50% aflans komist í gæðaflokk þeir nauðsynlegt að huga að betri nýt- ingu, eins og fáist í dragnót og botn- vörpu, i stað þess að draga ónýtanlegt hráefni úr sjó, þegar eins illa horfir með þorskstofninn og nú gerir. _______ -ASt. J SÍR mótmælir jöfnunargjaldi: 600 MILUÓNIR TIL RARIK Á LÁNS FJÁRÁÆTLUN „Þetta er gert til þess að reyna að hamla gegn og a.m.k. stöðva aukningu þess verðmismunar sem er á rafmagns- verði og þessi 60% eru fyrst og fremst ætluð til verðjöfnunar á heimilis- og iðnaðartöxtum,” sagði Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra í við- tali við Dagblaðið. Stjórn Sambands Islenskra rafveitna hefur sent frá sér mótmæli „gegn framlengingu verð- jöfnunargjaldsins á raforku og ekki sízt fyrirhugaðri hækkun þess úr 13% í 19%. Stjórnin telur, að leysa beri fjárhagsvanda RARIK á annan hátt, m.a. með beinum framlögum úr rikis- sjóði”. Fulltrúar Orkubús Vestfjarða og RARIK taka fram í bréfi frá SÍR, að þeir treysti sér ekki til þess að mót- mæla gjaldi þessu á meðan önnur lausn er ekki fundin. „Þessi 6% eiga að gefa á ársgrund- velli um 700 milljónir króna sem skipt- ast þannig að Orkubú Vestfjarða fær 20% en RARIK 80%,” sagði Hjör- leifur ennfremur. „Ég er þvl ekki hissa á að fulltrúar þeirra vilji ekki mót- mæla því. Fyrireru 13% eðaum 1500 milljónir, sem skiptast í sömu hlutföll- um. Ég vil svo upplýsa hér að ég von- ast til að 600 milljóna framlag rikis- sjóðs til handa RARIK verði sam- þykkt á lánsfjáráætlun, en því fram- lagi ríkissjóðsér ætlað að létta skulda- byrði RARIK, sem töluvert var til um- ræðu á síðasta ári.” -HP. Skipt um galla eftir rúm 20 ár Slökkviliðsmaðurinn til hægri er i nýrri bandariskri slökkviliðsmannakápu, hcið- gulri að Ut. Hjálmur hans er af sænskrí gerð. Kápan þoUr eld betur en önnur kápuefni og kemur til greina hjá slökkvi- Uði Reykjavikur. Vinstra megin sjáum við gaUann kunna sem slökkríliðsmenn hafa klæðzt f yfir 20 ár. DB-mynd Sv. Þorm. Innan skamms munu slökkviliðsmenn í Reykjavík klæðast nýjum búningum, enda ekki vanþörf á því, þeir hafa klæðzt sömu kápunum í yfir 20 ár, að sjálf- sögðu með nokkrum endurnýjunum. Gunnar Sigurðsson varaslökkviliðs- stjóri tjáði DB að verið væri að reyna ýmsa búninga með kaup í huga. Liðið þyrfti 60—70 búninga en fengi það varla allt á þessu ári. Búningur, þ.e. kápa, hjálmur, buxur, stigvél og vettlingar, kostar allt upp í 150 þúsund kr. á hvern slökkviliðsmann. Er því vandi að velja þvi einnig þarf að hugsa til lengri tíma í vali búninga. Liðið er nú með enskar, norskar og bandariskar kápur til prófunar, sænska hjálma og ameríska, einnig nokkrar gerðir af buxum, stígvélum og vettling- um. -ASt. HEFUR 420 KLST. AÐ BAKI OG ER ELDHRESS OG í GÓÐU FORMI. I Muniö söfnunina ’GLEYMD BÖRN 79„ , 1 [ÚRSLITAKEPPNIN fer fram í HÁSKÓLABÍÓ nœstkomandi laugardag kl. 222 e.h. Aógöngumióar seldir í hljómdeild FACO VÍdeO KONSERT Penthúsió VERÐUR MEÐ KAFFI Á BOÐSTÓLUM í KVÖLD BROOKS O.FL.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.