Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.02.1979, Blaðsíða 10
10 BIAÐW Útgefandt DagMaðMhT Framkvmmdastlóri: Svalnn R: Eyjólfsson. RKstjóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Blrglr Pótursson. RltstjómarfultrúL- Haukur Hslgason. Skrifstofustjóri rttstjómar Jóhannas RaykdaL Iþróttk: Halur Slmonarson. AÖstoAarfréttastjórar Attt Stsinarsson og Ómar Valdl- marsson. Msnnlngarmál: Aöalstainn Ingólfsson. Handrit Asgrimur Pábson. Blaðamsnn: Anna Bjamason, Asgsir Tómasaon, Bragl Blgurösson, Dóra Stafánsdótdr, Qtosur Slgurðs* son, Gunnlaugur A. Jónsson, Halur HaMsson, Hslgi Pátursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Qalrsson/ ólafur Jónsson. Hónnun: Quðjón H. Pálsson. Ljósmyndir Ami Pál Jóhannsson, Bjamlslfur Bjamlslfsson, Höróur VMhJálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Svslnn Þomióösson. Skrtfstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þrálnn ÞorisHsson. Sölustjóri: Ingvar Bvslnsson. Drslflng- arstjóri: Már E.M. Haldórsson. Rhstjóm Slöumúla 12. Afgralðsla, áskriftadslld, augtýsingar og skrifstofur Þvsrholtl 11. Aðatoknl blaöslns er 27022 (10 Ifnuri. Askrift 2500 kr. á máruiði Innanlands. i lausasölu 126 kr. slntaklð. Sstning og umbrot Dagblaðið hf. Stðumúla 12. Mynda- og plötugsrð: HBmlr hf. Blöumúia 12. Prsn^un* Árvakur hf. Sketfunnl 10. Engin mæða á mánudögum Morgunblöð, sem nærri eingöngu eru seld í áskriftarformi, hafa jafna sölu alla daga vikunnar. Síðdegisblöð, sem seld eru jöfnum höndum í áskrift og stökum eintökum, hafa misjafna sölu og mesta á mánudögum. Samkvæmt fjölmiðlakönnun Hagvangs hefur Dag- blaðið stungið litlu blöðin af í sölu og lestri án þess að ná Morgunblaðinu. Dagblaðið situr í öðru sæti, mitt á milli Morgunblaðsins og Vísis, og hefur smeygt sér rétt fram úr sjónvarpinu. Dagblaðið hefur að jafnaði 82% af útbreiðslu Morgunblaðsins miðað við lestur. Þetta bil mjókkar hins vegar verulega, ef bezta sölublað Dagblaðsins er miðað við Morgunblaðið. Mánudagsblað Dagblaðsins selst nefnilega allt að því eins vel og Morgunblaðið. í skýrslu Hagvangs eru því miður ekki upplýsingar um lestur mánudagsblaða, aðeins um sölu þeirra. Sam- kvæmt þeim kemst Morgunblaðið til 70% þjóðarinnar og Dagblaðið á mánudögum til 63% þjóðarinnar. Þann dag hefur Dagblaðið 90% af venjulegri sölu Morgun- blaðsins. í öðrum töflum skýrslunnar kemur í ljós, að Morgun- blaðið hefur lægri lestrartölur en sölutölur, meðan Dag- blaðið hefur hærri lestrartölur. Munurinn á Morgun- blaðinu og Dagblaðinu minnkar yfirleitt um fimm pró- sentustig, ef borinn er saman lestur í stað sölu. Full ástæða er til að ætla, að þetta gildi jafnt um mánudaga og aðra daga, þótt slíkt verði ekki endanlega sannað fyrr en í næstu könnun. Ef þetta er rétt, hefur Dagblaðið á mánudögum 95% af venjulegum lestri Morgunblaðsins. Fróðlegt væri að geta borið saman lestur Morgun- blaðsins og mánudagsblaðs Dagblaðsins. Þar sem þess er ekki kostur, verðum við að sætta okkur við að bera saman söluna, þótt hún sé hvorki eins hagstæð Dagblað- inu né eins góður mælikvafði á mikilvægi fjölmiðla og lesturinn er. Aldursflokkurinn 20—29 ára hefur þá sérstöðu að kaupa mikið af tízkuvörum og vera að stofna heimili, með öllum þeim innkaupum, sem því fylgja. Af þessum aldursflokki kaupa 73% Dagblaðið á mánudögum, en aðeins 59% aldursflokksins kaupa Morgunblaðið. Samkvæmt töflum Hagvangs kaupa 10% aldurs- flokksins Morgunblaðið í lausasölu, 49% í áskrift eða samtals 59%. Samkvæmt töflunum kaupa 35% aldurs- flokksins Dagblaðið í lausasölu á mánudögum, 38% í áskrift eða samtals 73%. Þetta eru áreiðanlega fróðlegar upplýsingar fyrir marga auglýsendur og margar auglýsingastofur, sem ekki höfðu áttað sig á þessu áður. Það er líka athyglis- vert, að 62% húsmæðra kaupa Morgunblaðið, en á mánudögum kaupa 65% húsmæðra Dagblaðið. Áfram má tína tölur úr töflum Hagvangs um hina miklu mánudagssölu Dagblaðsins. 61% sjávarútvegs- fólks kaupir Morgunblaðið, en á mánudögum kaupa 80% sjávarútvegsfólks Dagblaðið. Ef allir kaupstaðir landsins eru teknir saman, hefur Dagblaðið yfirburði vegna mánudagsins. í kaupstöðun- um kaupa 54% manna Morgunblaðið, en 65% kaupa Dagblaðið á mánudögum. Á mánudögum er Dagblaðið yfir venjulegri Morgun- blaðssölu í Reykjaneskjördæmi, Suðurlandi, Austur- landi, Norðurlandi eystra og vestra, svo og Vesturlandi. Aðeins í Reykjavík og á Vestfjörðum hefur Morgun- blaðið enn yfirhöndina. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1979. Lögsaga Noregs við Jan Mayen hagur íslands — hef ur norska blaðið Fiskaren ef tir íslenzka utanríkisráðherranum — Þeir eru margir á Islandi sem telja að það vaeri kostur fyrir okkur ef Noregur hefði lögsögu yfir 200 milunum umhverfis Jan Mayen. — Þetta er haft eftir Benedikt Gröndal utanríkisráðherra tslands í viðtali við blaðið Nordlands Framtid. Viðtalið birtist einnig í norska blaðinu Fiskaren. — En íslendingar halda því fram að Noregur hafi ekki rétt á að helga sér 200 mílna lögsögu umhverfis Jan Mayen þar sem hún sé óbyggð eyja? Núverandi uppkast að hafréttarsátt- málanum sem unnið er að gerir ráð fyrir að Noregur hafi slíkan rétt. Aftur á móti er annað mál hve mikla áherzlu a að leggja á sérstakar aðstæður í saro- skiptum tveggja landa á þessu sviði, þegar um er að ræða hluta lögsögu sem aðeins skiptir viðkomandi tvö riki máli, er haft eftir ráðherranum. Benedikt Gröndal. — Jan Mayen er eyja og efnahagur hennar er ekki tengdur auðæfum hafsins. Island er aftur á móti nær algjörlega háð þeim. — Eiga samningaviðræður um Jan Mayen bæði að fjalla um oliu og fisk? — Við íslendingar teljum að þarna sé um tvö aðskilin málefni að ræða. Ef svo reynist að olia finnist á hafsvæðinu á milli Jan Mayen og íslands er hún svo djúpt að ekki verður hagkvæmt að vinna hana fyrr en eftir langan tíma. Varðandi hafrétt- armál, þá þarf fremur að ræða um fiskveiðar, rannsóknir, umhverfis- varnir og mengunarmál. — Eru umræðumar um Jan Mayen á milli Norðmanna og íslands alvarlegt vandamál í íslenzkum stjórnmálum? —-Ég vil ekki kalla það vandamál, heldur mál sem við viljum finna lausn á með vinsamlegum viðræðum. öll málefni sem varða undirstöðuatriði í „bænum” Olonkin á Jan Mayen búa 20 til 30 manns sem aðallega stunda veðurathuganir. Ef Norðmönnum tekst að fá eyjuna viðurkennda sem byggða er það á grundvelli þessarar byggðar. RAUNRÓTTÆKNI Allsnarpir lýðræðisvindar blása nú um landið, einkum og sér i lagi um Stór-Reykjavikursvæðið. Yngri rót- tæklingar eru um þessar mundir að gera upp hug sinn og þegar eru farnar að sjást umtalsverðar áherslubreyt- ingar og einstaka hefur kúvent. Það yngra fólk sem telur sig varða baráttu fyrir betra lifi í mannúðlegra samfélagi hefur i æ ríkara mæli beint kröftum sínum frá þeim þreytta marxisma og að annarri og sennilega vænlegri leið. Þetta fólk er orðið langþreytt á þeirri rökleysu að lógísk afleiðing spillingar og máttleysis innan lýðræðiskerfisins sé sú að steypa lýðræðinu og setja á stofn „föðurstjóm” þar sem öllu er . stjórnað markvisst „að ofan”. Skóla- blöð framhaldsskólanna eru farin að bölsótast út í tvenns konar íhald: hið sama gamla og hið marxíska. „Frasa- ljóð” Mokkaskáldanna þess efnis að orsakir mannúðarsnauðs samfélags okkar séu svo einangraðar að þær rúmist I þeirri samlikingu: að Geir Hallgrímsson snæði steik á Mallorka og sú steik sé þjóðin þykja nú orðið billegur kveðskapur og er þá af sem áður var. Róttækt yngra fólk er nú vegna endurtekinna vonbrigða einnig að fá sig fullsatt á manngerðinni „ábyrgðarþrunginn kommúnisti”. Sú ! manngerð hefur eins og menn vita lag á að daga uppi I Alþýðubandalaginu. Enginn yngri en þrítugur held ég trúi því að Lúðvík Jósepsson sé í nokkrum órjúfanlegt náttúrulögmál að róttækni og marxismi fylgist að mætti kalla „róttæka lýðræðissinna”. Þessi nýi skoðanahópur litur svo á að ekki sé hve minnst þörf barátta að berjast fyrir því að þetta lýðræðisklám skilningi róttækur, enn síður Ólafur Ragnar, tækifærissinnaður slagorða- safnari haldinn sýniþörf I þágu auglýs- ingar, og þeir „tveir geðþekku og myndarlegu” Svavar og Ragnar virðast fyrst og síðast geðþekk myndarmenni en verka varla róttækir. Þetta fólk sem komist hefur að þeim stórmerku sannindum að það er ekki sem við búum við verði að raunlýð- ræði. Vandamálið sé ekki það að við búum við of mikið lýðræði heldur að við búum við of litið Iýðræði I raun. Barátta þessa hóps (sem enn að minnsta kosti er gjörsamlega ósam- taka og óskipulagður) hlýtur að verða meðal annars að efla siðþrek sam- félagsins og þar með raunfrelsi (ekki áróðurslamað gervifrelsi), raunjafn- rétti og bræðralag (líka í raun) i stað

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.