Dagblaðið - 13.02.1979, Síða 2

Dagblaðið - 13.02.1979, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979. Á AÐ BIRTA HVAÐA BULL SEM ER? H. Kr. skrifan „Einn sem reykir ennþá” skrifaði niður „hugleiðingar” á reyklausum degi” og fékk þær birtar í Dagblaöinu 30. janúar. Ekki er mér fyllilega ljóst sumt sem fram kemur í reikningum hans. - Hann hefur eftir útvarpsmanni að íslendingar eyddu 25 milljónum króna á dag i sígarettur. Siðan segir hann: „Samkvæmt þessu eru brúttótekjur ríkisins af tóbakssölu 912 millj. Nettó yrðu þær líklega um 750 milljónir.” Mér reiknast nú að 365 sinnum 25 milljónir séu 9.125 milljónir — tíu sinnum meira en stóð í Dagblaðinu. Hins vegar er sú tala ekki byggð á rétt- um forsendum. öll tóbakssala ÁTVR árið 1978 nam 8,3 milljörðum svo að tóbakskaupin í heild 'náðu ekki 25 milljónum á dag. Mér sýnist að þau hafi verið sem næst 22,8 milljónir og mun flestum þykja nóg. Þó að mestur hlutinn séu sígarettur eru aðrar teg- undir með í dæminu. Einkasalan segir mér að innkaups- verð tóbaks sé sem næst 29% af út- söluverðinu. Munur á innkaups- og út- söluverði ætti þá að hafa verið nálægt 5,9 milljörðum. Auðvitað er raun- verulegur hagnaður verzlunarinnar eitthvað minni því að hún ber vitan lega kostnað af mannahaldi, húsnæði o.s.frv. Talaðer um að það kosti 17 milljón- ir að hafa einn mann árlangt á sjúkra- húsi. Þetta mun ekki ofreiknað ef miðað er við hæstu daggjöld. Hins vegar er mér ómögulegt að skilja hvernig 750 milljónir eiga að endast til að borga 17 milljónir fyrir 440 menn. Ég held að 17 sinnum 440 sé 7480. En vel má vera að þessum tölum hafi verið hagrætt eitthvað í meðferð blaðsins. Þó ætti hver blaðamaöur að sjá á svipstundu að tíu sinnum 400 er meira en 750, hvað þá 17 sinnum 440 sem ætti að vera auðskilið að er eitt- hvað meira. Nú lætur nærri að ríkissjóður hafi fengið 17 milljónir til jafnaðar á dag af tóbakssölu. Eftirtekjan nálgast þá aö dagurinn borgi fyrir einn mann ár- langt á dýru sjúkrahúsi. Meira er ómögulegt að reikna það. Hámark vitleysunnar í þessari grein í Dagblaðinu er þó þegar á að fara að reikna hvað kostaði þjóðina ef allir hættu að reykja. Þar segir svo: „Þá væru til að byrja með nettótekj- urnar, 750 milljónir, og sjálfsagt dveldist jafnmargt fólk á sjúkrahúsum vegna eftirstöðva af reykingum, Hef ur þjóðin efniáþvíað hætta að reykja? Nú hefur mikið veriö utað um re,k.np..mir c* Ofl tiluek r*ð n«u0 „1 *ð fá fölk til *ö luetu *t> rtyk)». Allt er þ*ö |Otl o* bletuö o* t»ö KJk jem .ð þeuum áröðn «e«lur i ekkert nem. *ott Uiliö. En þö »0 þetu turf 11 öllum Undunönnum til *öð» er |»ð ekki h.rið yf« *“* IMnrýni Þ»5 verð. þeu *l mun. »n •» !*»»" turftemi iund.. Aö «jálf«0*ðu á .0 uka tillit til þeirr. lem teykj. ekki. en er hae*t >ö *er* meir.? Nei. Þ«ö hefur h.oru*ur rfilinn rétt til aö úukúf* ‘ t«ð hlýiur *ö »er* hverjum m.nm i sjálfsv.ld sett hverni* h*nn fer meö heilsu sliu. En þé kemur »ftur i möt. að reykin(.menn spilli heihu »niun». Hver (trir t-ö ekki’ þú sem reykir o* þú sem rtykir etki. Cortínu stolðúr Meira popp í sjónvaipið ....,i*_. tw Om Andv fiMl ji .; I' i ■ U 1 !] a.m.k. fyrstu árin, þá eru það aðrar 750 milljónir.” Þetta er miklu verra en að marg- falda skakkt. Hér er sjúkrakostnaður vegna þeirra sem orðnir eru heilsu- lausir af reykingum talinn tjón af því að menn hætti að reykja. Er nú furða þó spurt sé: Eru engin takmörk fyrir því hvað blöð taka ,til birtingar? Er þá enginn svo vitlaust að honum sé hlíft við að afhjúpa sig á al- mannafæri? Svo finnur þessi stórmeistari Dag- blaðsins í tölfræði það út að þessar 1500 milljónir nemi 8000 króna hækk- un á skattbyrði hvers mannsbarns í landinu, en tekur þá að vísu fram að hann reikni mannsbörnin 200 þúsund. Mér var kennt að sannprófa deilingu með því að margfalda saman deili og deilistofn. 200.000 skrifum við með 5 núllum og 8.000 með þremur núllum. Það verða 8 núll samtals. 2 x 8 er víst 16 og þegar núllin átta bætast við lítur það svona út 1.600.000.000. Hver les 15 milljónir úr þessari tölu? Hverjum er gagn í þeirri fræðslu sem hér var til umræðu? Frá ritstjórn DB: Dagblaðið er opið og frjálst blað eins og stendur í haus þess daglega. Hér eru greinar manna úti í bæ ekki ritskoðaðar ef þær eru skrifaðar undir fullu nafni og særa engan. Mönnum er síðan velkomið að svara á sama vett- vangi séu þeir ósammála. „íþróttum fylgir metingur, sigur- löngun, æsingur og bardaganautn" — gagnrýni á af reksíþróttir Þorsteinn Eggertsson skrifar: Af öllum þeim heilaþvotti sem ég hefi kynnst hér á landi finnst mér íþróttaáróðurinn hvað skæöastur. Ég hef ekkert á móti líkamsrækt í sjálfu sér — þvert á móti. Ég tel hana hverjum manni mjög gagnlega í alla staði ekki aðeins fyrir líkamann heldur einnig fyrir sálina. Hins vegar hef ég aldrei skilið ágæti keppnisiþrótta. Hinn „sanni íþróttaandi” á að byggjast á drengskap. tillitssemi og bræðralagi. Þvílik öfugmæli. iþróttum fylgir metingur, sigurlöngun, æsingur og bardaganautn. Einn boxari drepur ekki annan í hringnum af bróðurkær- leika einum saman. Þegar skákein vígið fræga milli Fischers og Spasskys fór fram hérlendis þá litu margir á það sem smækkaða styrjöld milli Banda ríkjanna og Sovétríkjanna. Ég efast um að þetta hefði orðið eins spennandi ef keppendurnir heföu t.d. verið frá Burma og Hondúras. íþróttamenn eiga að vera tillitssam- ir bindindismenn. Það er nefnilega það. Ég ætla að búa til örlítið dæmi (að visu ætla ég að alhæfa litils háttar) sem ég vona að komi ekki að sök. Hugsum okkur miðlungsstóra borg, einhvers staðar á Norðurlöndum. Þar standa yfir 2 þing: 100 manna þing norrænna bókavarða og 100 manna þing norrænna fótboltamanna. Hugs- um okkur að þessir tveir hópar ætli að fara út á laugardagskvöldi og skemmta sér ærlega ... Það getur hver sem er reiknað það dæmi út sjálfur en ég minni á fréttir af drykkjulátum ís- lensks fótboltaliðs í útlöndum fyrir skömmu. Tökum Ólympíuleikana. Þeir eiga að vera hátið friðar og sameiningar. Þeir væru það eflaust ef engir íþrótta- menn væru þar, heldur vísindamenn, listamenn eða bændur. Hvenær hafa Ólympíuleikar farið friðsamlega fram? ÍNú hefur verið lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að | se’ja eigi lágmarkstölla á allar íþrótta- I vörur og afnema algerlega vörugjald af þeim. Hvað er átt við? Á nú að fara að venja alla þjóðina á að ganga á skíðaskóm allt árið? Á nú að fara að setja fótbolta inn á hvert heimili í staðinn fyrir áhöld til að bursta i sér tennurnar? Mér finnst sjálfsagt að lækka vöru- verð — ef því verður við komið — en til hvers að lækka það á einskisnýtu drasli eins og t.d. á alls kyns boltum sem nota skal til að sparka í nælon- þorskanet sem ég held að hljóti að vera til annarra hluta nytsamlegri, málm- kúlum í ákveðinni þyngd, trékringlum til að þeyta út í loftið eða guð veit hvað. Og hvað á að ganga langt? Á kannski að lækka verð á vopnum lika? Eða á að gera öllum landsmönnum kleyft að kaupa sér kappakstursbila sem mega þó ekki aka hraðar en 45 km/klst innanbæjar? Ég veit ekki h'vort gerter ráð fyrir tjöldum og reiðhjólum í þingsályktun- artillögunni en mér finnst að svoleiðis Hringið í síma 27022 millikl. 13 og 15 Raddir lesenda „Enginn boxarí drepur annan f hríngnum af bróðurkærleika einum saman,” segir Þorsteinn. Við berum ekki slfkt upp á Ali en óhætt er að segja að hann sé einn þekktasti boxari f heimi og um ieið einn þekktasti atvinnufþróttamaðurínn. vörur mættu lækka í verði. Þær er hægt að nota bæði til likams- og heilsuræktar — en mér líst ekki á blik- una ef aðeins er átt við vörur fyrir keppnisíþróttir. Ég veit ekki til þess að íslendingar keppi í hjólreiðum og svo er það þetta með tjöldin. Hvernig er hægt að nota þau í keppni? Stökkva yfir þau?? Nota þau fyrir fallhlifar??? Synda í þeim ???? Mig skiptir engu máli hver er ts- landsmeistari i bridge eða heimsmeist ari í olsel-olsen. Ég hef einfaldlega ekki áhuga á keppnisíþróttum og get ekki komið auga á að þær hafi æskileg áhrif á nokkurn hátt — en mér er sosum sama þótt gamlir fitukeppir sem stund- uðu fótbolta fyrir 20—30 árum eða svo skreppi endrum og eins á „völlinn” og fái sér neðan í því. Áhugamál eru nauðsynleg. Það er bara þessi þingsályktunartil- laga um ódýrar íþróttavörur sem ég er ekki alveg sáttur við. Mér finnst að ótal aðrir vöruflokkar mættu vera ódýrari í staðinn. Hugmynd að olíusparnaði: RAFMAGN í BÁTANA — þegar þeir liggja við bryggjur 2709-7979 skrifan Nú þegar fyrir liggur stórhækkun á olíu og þar með til útgerðarinnar eins og annarra, vil ég benda á eitt atriði til olíusparnaðar fyrir útgerðina, þótt það virðist ekki stórt atriði i fyrstu. Þegar bátar liggja við bryggjur, jafnvel svo tugum skiptir, eru jafn- margar ljósavélar keyrðar, eða ein í hverjum bát, aðeins til að halda þar hita. Við slikar aðstæður eyða þær mun meiri olíu en þörf krefur enda eru þær yfirleitt nægilega öflugar til að knýja ýmsan búnað um borð ef verið er að vinna um borð í bátunum við bryggjur. Þannig gæti t.d. ein ljósavél framleitt nægilega orku til að halda hita í nokkrum bátum í einu. Ekki sýnist mér það hins vegar vel framkvæmanlegt, en annað er vel framkvæmanlegt og reyndar fram- kvæmt i höfnum víða erlendis. Það er að leggja rafleiðslur í bryggjurnar með mörgum úttökum. Þannig gæti hver bátur tekið sér leiðslu og tengt við raf- kerfi sitt og væri þar gjaldmælir svo ekki færi milii mála hvað hver bátur notar. Slíkt ætti að vera jafn fram- kvæmanlegt þar og í heimahúsum. Nú hef ég engar tölur um eyðslu meðalljósavélar t.d. yfir sólarhringinn, en hverjum leikmanni má vera ljós sú eyðsla, þegar t.d. nokkur hundruð bátar liggja inni sólarhringum saman vegna brælu. Rafmagnið er líka dýrt en miðað við spár mun það brátt teljast ódýrt miðað við olíu og er auk þess innlendur orku- gjafi. Ekki mega menn vera svo bjartsýnir að halda að með tilkomu raflagna í bryggjur sparist fjárfesting í ljósavél- um. Þær verða áfram að vera um borð sem nauðsynlegt öryggistæki, t.d. ef aðalvél bilar. Þá þarf bæði Ijós og yl meðan á viðgerð stendur og ef til vill til að knýja ankerisvindur, svo eitt- hvað sé nefnt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.