Dagblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979. (3 Útvarp 23 Sjónvarp KAMMERTÓNLIST - útvarp í kvöld kl. 20.05: Kvartett eftir vanrækta tónskáldið Haydn Strauss-kvartettinn leikur í kvöld Keisarakvartettinn eftir Haydn í útvarp. Haydn er óvenju mikiö í íslenzku sviðsljósi þessa dagana því til stendur að flytja óratóriuna Sköpunina eftir hann á fimmtudagskvöldið. Það er söngsveitin Filharmónía og Sinfóníuhljómsveit Islands, sem flytja verkið undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Haydn, sem var uppi á árunum 1732—1809, var einn almesti höfundur tónlistar á þvi tímabili sem nefnt hefur verið klassíski tíminn. Þegar Haydn var að byrja að semja var Barrokk tímabilið með þeim Handel og Bach að liða undir lok og þegar Haydn dó tók við rómantíski timinn með þeim Beethoven og Mozart. Haydn var þó ekki sá sem segja má að hafi fundið upp hið klassíska form. En snilligáfa hans og hugmyndaflug í því hvernig raða mætti saman hljóðfærum á nýjan og spennandi hátt markaði hástig þessa tímabils. Haydn er oft nefndur faðir sinfóníunnar og strengjakvartetts- ins þó tónlist hans sé lítið leikin nú á dögum. Haydn var geysilega afkastamikill. Hann samdi 25 konserta fyrir einleiks- hljóðfæri, 35 píanótríó, 52 píanósónötur, 175 dívertimentó, tvær óratóríur, 19óperur, Mmessur, ogfjöld- ann allan af sönglögum. Mjög lítið af öllu þessu er leikið, helzt má nefna örfá einleiksverk og Sköpunina. Sönglög hans eru nær aldrei sungin og aðeins ein eða tvær af óperunum. Ástæðan til þessa er ef til vill sú að tónlist Haydns er mjög leikandi létt og einföld. Finnst líklega mörgum tónlistarmanninum hann niðurlægja sig með þvi að leika svona létt ogeinföld verk. Áhrifa Haydns gætir mjög í þeim tónskáldum sem á eftir honum koma, Beethoven var nemandi hans og þeir Mozart, Cherubini, Shubert og Brahms hafa allir mótazt verulega af þessum vanrækta meistara. -DS. Franz Joseph Haydn. V J Þriðjudagur 13. febrúar 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á frí- vaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.25 Miólun og móttaka. Annar þáttur Emu Indriðadóttur um fjölmiðla. Fjallað verður um útgáfu dagblaða og rætt við blaðamenn. 15.00 Miðdegistónleikar: Hljómsveitin „Har- monien” í Björgvin leikur „Zorahayda prins- essu" sinfónískt Ijóð op. 11 eftir Johann Svendsen; Karsten Andersen stj. / Fílhar- moníusveitin í Vín leikur Sinfóniu nr. 6 í C- dú’r eftir Franz Schubert; Istvan Kertesz stj. 15.45 Til umhugsunar. Karl Helgason tekur saman þáttinn, sem fjallar m.a. um áfengis- lausa dansleiki. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.20 Popp. 17.20 Tónlistartími barnanna. Egili Friðleifs son stjórnar tímanum. 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Steyttur hnefi í Paiis. Dr. Gunnlaugur Þórðarson fly tur erindi. 20.05 Kammertónlist. Strauss-kvartettinn leikur Kvartett í C-dúr op. 76 nr. 3, „Keisarakvart- ettinn”, eftir Joseph Haydn. 20.30 (Jtvarpssagan: „Eyrbyggja saga”. Þor- varður Júlíusson les (3). 21.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur: Ólafur Þor- steinn Jónsson syngur við pianóundirleik Ólafs Vignis Albertssonar. b. Sagan af Lykla- Pétri og Magellónu. Séra Sigurjón Guðjóns- son fyrrum prófastur les þýðingu sína á gam- alli sögn, sem kynjuðer frá Frakkiandi. Baldur Pálmason les brot úr rímum, sem séra Hail- grimur Pétursson orti út frá sömu sögu. c. Til sjós á striðsárunum. Jón Gislason póstfulltrúi talar við Áma Jón Jóhannsson sjómann, m.a. um minnisverða ferð með Goðafossi vestur um haf. d. Kórsöngur. Kór Söngskólans í Reykjavik syngur undir stjórn Garðars. Cortes; Krystyna Cortes leikur á píanó. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Lestur Passiusálma (2). 22.55 Víðsjá: ögmundur Jónasson sér um þátt- inn. 23.10 Á hljóðbergi. Umsjónarmaður: Bjöm Th. Björnsson listfræðingur. „The Hobbit” eftir J.R. Tolkien: Orustan um Arknastein; Bilbo Baggins snýr heim frá afrekum. Nicol William- son les siðari lestur. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 14. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 LeikGmi. 7.20. Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson (8.00 Fréttir). 8.I5 Veðurfregnir. Fomstugr. dagbl. (útdr.). Þriðjudagur 13. febrúar 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Járnbrautin mikla. s/h. Ungversk mynd um rúmlega 3000 km langa járnbraut, sem verið er að leggja i Austur-Síberiu. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 21.00 Umheimurinn. Fjallað verður um efna hagsástandið og verkföllin í Bretlandi og rætt við Sigurð Stefánsson hagfræðing. Umsjónar maður ögmundur Jónasson. 21.40 Hættuleg atvinna. Norskur sakamla- myndaflokkur. Þriðji og siðasti þáttur. Þriðja fórnarlambið. Efni annars þáttar: Helmer lög- reglumanni verður lítið ágengt I leitinni að morðingja Benediktu. Hann handtekur þó vinnuveitanda hennar, blaðaútgefandann Bruun. Lik annarrar ungrar stúlku fmnst. Lög- reglan sætir harðri gagnrýni I dagblöðunum. Einkum er blaðamaðurinn Sommer harðorður. Yfirmaður Helmers hugleiðir að fela öðrum lögreglumanni rannsóknina. Þýöandi Jón Thor Haraldsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 22.30 Dagskrárlok. tvcim dögum TIL HAMINGJU... Hér eftir veröur þáttur- inn Til hamingju á hverjum degi i DB. Ákveðið hefur verið að færa hann á öft- ustu opnu. Ef þið óskið eftir að fá myndirnar endursendar sendið þá frimerkt umslag með heimilisfangi með kveðjunni. Með kveðjunni og þeirri undirskrift sem á henni á að vera biðjum við ykkur að gefa upp á hvaða degi þiö óskið að hún verði birt i DB. Við munum reyna að fara eftir þvi eftir þvi sem kostur er. Með kveðjunum þarf að gefa upp nafn, heimili og simanúmer sendanda. Ef óskað er þá verða þau ekki birt, en munið að við getum ekki birt kveðjur nema upplýsingar um sendanda berist okkur. ...með nýja Trabantinn, Anna min. Starfsfélagar. ... Brynjar Kvaran með frábæra markvörzlu i leik Vals og FH á sunnudag- inn. Valsáhangendur. * ... með afmælið. Pabbi, mamma og systkini. ... með 22 ára afmælið 8. febrúar, Maggi minn. Þin mágkona Magga. ... með afmælin 11. og 13. febrúar, elsku mamma og pabbi. Freyja. ... með 25 ára afmælið, Birna min (okkar). Strákarnir. ... með lífið og daginn 8. febrúar, gangi þér allt i haginn, Dagmar Gunnars- dóttir. Saumaklúbburinn sísaumandi. ... Edda og Kristjana, með afmælisdagana 1. og 2. febrúar. Bekkjarfélagar 5-X. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 15. febrúar. Ber þá að skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið, 9. febrúar 1979 SÍÐUMÚLA 31 - SlMI 84850 Ullarteppin fást hjá okkur mmmmmmmmmmmmJmmmmmmmmmmm—m^mmS L«menition YFIR 5000 BÍLAR Á 3 árum hafa selzt yfir 5000 LUMENITION kveikjur á íslandi. Þetta væri óhugsandi, nema ánægðir kaupendur hefðu mælt með ágæti búnaðarins. Hefur þú kynnt þér kosti LUMENITION piatinulausu kveikjunnar? H ABERG h£ ifuiuil 3e Simi 3*33*45

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.