Dagblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979. Veðrið A Hœgviðrí 6 Norfluríandi, en austan 3—5 vindstíg Sunnanlands. Viflast skýjafl vifl sjóinn, en bjart mefl köfl- um til landsins einkum 6 Norfluríandí. Frostíaust vifl ströndina, en vifla 5— 10 stíga frost fyrir norflan. Voflur kl. 6 i morgun: Roykjavik austnorflaustan 2, lóttskýjafl og —2 stíg, Gufuskóiar suflaustan 4, skýjafl og —2 stig, Galtarvrti iogn, alskýjafl og —2 stíg, Akureyrí suflsuðaustan 2, skýjafl og —9 stig, Raufaríiöfn suö- suflvestan 3, skýjafl og —7 stíg, Dala- tangi logn, aiskýjafl og — 1 stig, Höfn Homafirfli austnorflaustan 4, alskýj- afl og —1 stig og Stórtiöffli í Vest- mannaeyjum austan 7, skýjafl og 2 stig. Þórshöfn í Fœreyjum skýjafl og 3 stig, Kaupmannahöfn skýjafl og —1 stig, Osló skýjafl og —4 stig, London súld og 2 stíg, Madríd 7 stig og rign- I ing ó siflustu klukkustund og Now 1 Yort< léttskýjað og -11 stig. , Jóhannes Laxdal bóndi á Svalbarðs- strönd.lézt laugardaginn I0. feb. Hann var fæddur 5. júlí 1891. Jóhannes var kvæntur Helgu Níelsdóttur frá Hal- landi, þau eignuðust 7 börn. Jóhannes gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir byggðalag sitt, var m.a. formaður Fram- farafélags Svalbarðsstrandar í tíu ár, Ungmennafélags Æskunnar um skeið og i fimmtán ár var hann formaður Búnað- arfélags Svalbarðsstrandar. Hreppstjóri var hann 1931—1973 og sat lengi i sýslunefnd. mt t Áslaug M. Ólafsdóttir hárgreiðslumeist- ari lézt 3. feb. Foreldrar hennar voru Ólöf J. Ólafsdóttir og Ólafur Árnason sjómaður og síðar yfirfiskmatsmaður. -Áslaug stundaði nám við Iðnskólann i Reykjavík í hárgreiðslu á árunum 1943—1946. Eftir að hún útskrifaðist vann hún hjá ýmsum meisturum. Árið 1952 stofnaði hún sína eigin stofu á Miklubraut l. Áslaug verður jarðsungin frá Fossvogskapellu i dag þriðjudag 13. feb. kl. 3. Þórhildur Helgason hjúkrunarkona lézt á Landspítalanum 5. feb. Hún var fædd í Reykjavík 9. júni 1901. Foreldrar hennar voru dr. Jón biskup Helgason og Marta María Licht. Þórhildur hóf nám við barnaskólann við Tjörnina og síðar i Kvennaskólanum. Hún fór til Kaup- mannahafnar árið I922 í hjúkrunarnám við Frederiksborgspítalann. Varð hún að hætta námi eftir tvö ár vegna veik- inda. Þórhildur hóf nám í smábarna- kennslu og kom heim árið 1926. Stofn- aði hún fyrsta smábarna- og leikskóla, sem rekinn var á íslandi. Þórhildur hóf hjúkrun í heimahúsum. I kringum árið 1950 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg. Hún gerðist hjúkrunarkona Liknar og stundaði hjúkrun á vegum hennar í heimahúsum. Þórhildur verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykjavik i dag þriðjudag 13. feb. kl. 1.30. í. Gisli Finsen fyrrverandi verzlunar- stjóri lézt sunnudaginn 11. feb. Guðmundur Marínó Ingjaldsson, Sól- vallagötu 35 ( lézt í Landakotsspítala sunnudaginn 11. feb. Kristinn Pálsson, Njarðvikurbraut 31, Innri-Njarðvík lézt að heimili sínu sunnudaginn 11. feb. Axel Pálsson forstjóri, Vatnsendavegi 13, Keflavík lézt á Landakotsspítala föstudaginn 9. feb. Sigrún Björgúlfsdóttir lézt i San Franciscolaugardaginn I0. feb. Sæmundur G. Sveinsson, Vallargötu 25, Keflavík lézt í Borgarspítalanum sunnu- daginn 11. feb. Geir Magnússon steinsmiður lézt föstudaginn 9. feb. Jóhanna Ólafsdóttir frá Breiðholti lézt að Hátúni lOB,föstudaginn 9. feb. Valborg Elisabet Gröndai lézt í Land- spítalanum sunnudaginn 11. feb. Guðbjartur Þorgilsson, Sörlaskjóli 92 lézt í Landspítalanum laugardaginn I0. feb. Lúðvik Magnússon lézt að Hátúni ÍOB laugardaginn 10. feb. Eggertina Sigurðardóttir frá Ertu í Sel- vogi verður jarðsungin frá Fríkirkjunni i Hafnarfirði í dag þriðjudag 13. feb. kl. 2. Ingimar Baldvinsson var jarðsunginn frá Sauðaneskirkju miðvikudaginn 7. feb. Magðalena Bjarnadóttir, Baldursgötu 28,verður jarðsungin frá Frikirkjunni í Reykjavik miðvikudaginn 14. feb. kl. 1.30. ÍlÍÍillK LITLA SVIÐ ÞJÖÐLEIKIlOSSINS: Hcims um ból kl. 20.30. HOLLYWOOD: Diskótek, kynnir Gisli Sveinn Loftsson. ÓÐAL: Diskótek. SIGTÍJN: Bingókl. 21. Kjell Johanson heldur fyrirlestur í Norræna húsinu Norræna húsið hefur i samvinnu við Æskulýðsráð Reykjavíkur boðið Kjell Johanson, deildarstjóra Æskulýösráðs Stokkhólmssvæðis, til aö ræða um æskulýðsvandamál I stórborgum, þar sem fjölskyldan sem slík stendur ekki jafnföstum fótum og fyrr og þar sem aukinn frítími og atvinnuleysi skapa ungu kyn- slóðinni ærinn vanda. Hann heldur fyrirlestur í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 14. febrúar kl. 20.30 um æskulýðsvandamál I stórborgum. öllum er heimill að gangur. Aukatónleikar Sinfóníuhljómsveit Islands heldur aukatónleika í Há- skólabiói nk. fimmtudag og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Verkefni á þessum tónleikum er aðeins eitt, óratorian Sköpunin eftir Joseph Haydn. Flytjendur eru Söngsveitin Filharmónía og einsöngvararnir Ólöf K. Harðardóttir, Halldór Vilhelmsson og Sigurður Björnsson. Stjórnandi er Martcinn H. Friðriksson. Óratórian Sköpunin var fyrst flutt árið 1798 i Vín og síðan hefur hún farið sigurför um allan heim. Hún var flutt h6r siðast i febrúar 1973 fyrir réttum 6 árum undir stjórn Róberts A. Óttosonar. Sköpunin er fyrra verkefni Söngsveitarinnar Fílharmoniu á þessu starfsári en 7. og 9. júni nk. flytur Söngsveitin ásamt Sinfóniuhljómsveit Islands 9. hljómkviðu Beethovens. Söngsveitina skipa nú um lOOmanns. Sieglinde Kahmann og Reykjavík Ensemble flytja verk eftir Schubert Þriðju Háskólatónleikar í vetur verða laugardaginn 17. febrúar kl. 17.00 i Féiagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Aðgangur er öllum heimill og kostar 1000 krónur. Á tónleikunum flytja Sieglinde Kahmann, sópran, og Reykjavik Ensemble verk eftir Franz Schubert. Á sfnisskránni eru trió nr. 2 í Bdúr fyrir fíðlu. lágfiðlu og hnéfiðlu, Der Hirt auf dem Felsen fyrir sópran, klarinettu og píanó og Salve Regina fyrir sópran og strengjakvartett. Hljóðfæraleikaramir eru Ásdis S. Þorsteinsdóttir, fiðla; Guðrún A. Krístinsdóttir, pianó; Helga Hauksdóttir, fiðla; Helga Þórarinsdóttir, lágfiðla; Sigurður I. Snorrason, klarínetta; og Vicotira Parr, hnéfiðla. Þetta mun vera i fyrsta sinn sem Salve Regina er flutt á lslandi í fyrra voru liðin 150 ár frá dauða Schuberts. Der Hirt auf dem Felsen var saminn dauðaár Schuberts, 1828, og var annað tveggja siðustu verka, sem hann lauk við. Samtök sykursjúkra SkemmtL og fræðslufundur Félags- og fjárhagsnefnd samtakanna býður yður með til fyrsta fræðslu- og skemmtikvölds félagsins á þessu ári i kvöld, þriðjudag 13. febr., i húsakynnum Domus Medica kl. 20.15. Dagskrá: 1. Stutt ferðakynning frá Ferðaskrifstofunni Úrval. Sýndar myndir og fyrirspurnum svarað. 2. Bentina Björgólfsdóttir, snynisérfræðingur frá Snyrtihúsi Bentinu, mun leiðbeina um fótsnyrtingu. 3. Opnar umræður. 4. Kaffiveitingar. 5. Spilað bingó (góðir vinningar). Verði á veitingum mun verða stillt í hóf, svo og verði á bingóspjöldunum. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og mega gjarnan taka með sér gesti. Hér verður því hægt að slá tvær flugur i einu höggi, njóta fræðslu og leiðbeiningar og skemmta sér hressilega í góöum hóp. Fundur hjá Foreldrafélagi Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands Foreldrafélag Æfinga- og tilraunaskóla Kennarahá skóla Islands gengst fyrir almennum fundi i skólanum i kvöld (þriðjudagskvöld) þar sem ræddar verða fram- komnar tillögur stjórnvalda um að skólinn verði lagður niður og nemendum skipt á nærliggjandi skóla. Fundurinn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Hvítabandskonur Afmælisfund halda Hvítabandskonur i kvöld, þriðju daginn .13. febrúar, i Snorrabúð við Snorrabraut. Hefst fundurinn kl. 20. Kvenfálag Neskirkju Fundur verður haldinn í félaginu miðvikudaginn 14. febrúar kl. 20.30 i safnaðarheimili Neskirkju. Venju- leg fundarstörf. Skemmtiatriði. Kvöldverflarfundur Junior Chamber Vík, Reykjavík verður miðvikudagskvöld 14. febr. að Hótel Loft- leiðum kl. 19.30. Gestur fundarins verður Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður. Sálarrannsóknarfélag Suðyrnesja heldur fund næstkomandi miðvikudag í Framsóknar- húsinu i Keflavik kl. 20.30. Erindi: Gunnar Dal rithöf- undur. Kvennadeild Flugbjörgunarsveitarinnar Aðalfundur deildarinnar verður haldinn miðvikudaginn 14. feb. kl. 20.30. Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins verður haldinn þriðjudaginn 20. febrúar 1979, kl. 20.30 i fundarsalnum, Langholtsvegi 124. Venjuleg aðalfundarstörf. Ennfremur minnum við á spilakvöld- ið i Lindarbæ, n.k. föstudag. Slysavarnardeildin Hraunprýfli f Hafnarfirði heldur aðalfund þriðjudaginn 13. febrúar kl. 8.30 i húsi félagsins Hjallahrauni 9. Spilað verður bingó. Konurfjölmennið. Kvenfélagið Hrund, Hafnarfirfli heldur aðalfund þriðjudaginn 13. febrúar kl. 8.30 i Fé- lagsheimili iðnaðarmanna að Linnetstig 3. Fundar efni: Venjulegaðalfundarstörf. Bingó. Kaffi. Fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna í Keflavík heldur fund i Sjálfstæðishúsinu Keflavik, miðviku- daginn 14. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Fjárhags- áætlun Keflavikurbæjar. Heimdallur og Hvöt halda sameiginlegan fund miðvikudaginn 14. febrúar kl. 20.30 i Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundarefni: Friðhelgi einkalifs með sérstöku tilliti til foreldra og barna. Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður flytur framsögu og að þvi búnu verða frjálsar umræður og siðan pallborðsumræður. Allir velkomnir. Farsóttir í Reykjavík vikuna 14.—20. janúar 1979, samkvæmt skýrslum 8 (8) lækna: Iðrakvef 25 (11), Kighósti 7 (0), Skarlatssótt 1 (0), Heimakoma 1 (0), Hlaupabóla 3 (8), Ristill 1 (1), Rauðir hundar 40 (54), Hettusótt 12 (14), Hálsbólga 21 (27), Kvefsótt 104 (109), Lungnakvef 36 (29), Inflúensa 5 (2), Kveflungnabólga 5 (3), Dilaroði 1 (0), Vírus 12(24). Ferflaáætlun Ferflafélags íslands 1979 Út er komin Ferðaáætlun Ferðafélags íslands fyrir 1979. í henni eru auglýstar um 220 ferðir, sem skipast i dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og kvöld- ferðir. Einnig auglýsa deildir FÍ sínar ferðir í áætlun inni. Margar ferðanna eru svipaðar frá ári til árs. Á það bæði við um sumarleyfisferðir og styttri ferðir. Að þessu sinni eru þó nokkrar nýjungar, má þar nefna m.a. „Göngudag F.í” sem verður 10. júní, þá verður efnt til hópgöngu 15—20 km langrar. Til minja um þátttökuna í göngunni munu allir fá merki göngudagsins. Þá er einnig nýjung, sem boðið er uppá, en það er útilega í Marardal 23.-24. júni. Þessi ferð er hugsuð sem æfing fyrir þá sem ætla að ferðast fót- gangandi meðallan útbúnað. sumarleyfisferðum eru gönguferðirnar á milli 'Landmannalauga og Þórsmerkur nýjung. En á sl. sumri var sett göngubrú á Syðri-Emstruá og þar með var siðustu hindruninni rutt úr vegi á þessari leið. Þá er einnig áætlað að setja niður nýtt sæluhús á leiðinni, það er á Syðri-Fjallabaksleið i námunda við Hvanngil. Þegar það hús verður komið upper hæfileg dagleiö á milli sæluhúsa á leiðinni. Þá eru einnig fyrirhugaðar Homstrandaferðir með svipuðu sniði og sl. ár en Homstrandaferðir eru mikið eftirsóttar og vel þess virði að gefa þessum landshluta meiri gaum en verið hefur. Að venju eru fastar helgarferðir i Þórsmörk, Land mannalaugar og á Kjalaveginn og getur fólk dvalið á milli ferða á þessum stöðum. „Fjall ársins" hjá F.í. verður að þessu sinni Esjan og verða farnar 10— 15 ferðir þangað. Árið 1978 var gott ferðaár hjá F.í. Alls voru farnar 236 ferðir með 6803 farþega eða 29 að meðaltali, sem má teljast mjög gott og er von okkar að 1979 verði ekki eftirbátur fyrri ára. ískappreiðar laugardaginn 17. febrúar nk. kl. 14 er áformað að halda fyrstu ískappreiðar á íslandi á Rauðavatni (ef aðstæöur leyfa). Keppnisgreinar: 1. 150 m skeið þar sem þátttaka miðast við reynda skeiðhesta. 2. 150 m skeið (nýliða) en þar geta keppt allir vekring ar sem ekki hafa unnið til verðlauna i 250 m skeiði. 3. Töltkeppni skv. keppnisreglum iþróttadeildar. Þátttaka tilkynnist skrifstofu Fáks, simi 30178 fyrir fimmtudagskvöld. Ath. Dansleikur um kvöldiö sam- kvæmt nánari tilkynningu síðar. Færeyskur námsstyrkur Á fjárlögum Færeyja 1979—80 eru veittar kr. 15.000.- færeyskar, sem nota skal til að styrkja stúdenta eða unga kandidata, sem hafa hug á að stunda rannsóknir eða nám við Fróðskaparsetur Foroya. Umsóknir, ásamt meðmælum frá háskóla eða vísinda- stofnun, skulu hafa borizt Fróðskaparsetri Feroya, Þórshöfn, i síðasta lagi 1. april 1979. Umsóknir skulu vera á sérstöku eyðublaði, sem fæst hjá Fróðskapar- setrinu. Ritgerðarsamkeppni Ríkisútvarpsins Rikisútvarpið hefur framlengt til 1. marz skilafresti ritgerða um efnið Kynni min af hernáminu. Fyrirsögnin bendir jafnt til hernámsins sjálfs i mai 1940 og áranna sem á eftir fóru. Ritgerðir skulu miðast við 20—30 min. lestrartima og skal senda þær Rikisútvarpinu, Skúlagötu 4, 101 Reykjavik, fyrir 1. marz. Æskilegt er að ritgerðirnar séu vélritaðar. Þriggja manna dómnefnd metur ritgerðir til verðlauna, sem gert er ráð fyrir að verði þrenn: 100 þúsund, 75 þúsund og 50 þúsund krónur. Þar við bætist venjuleg dagskrárgreiðsla. Áskilinn er réttur til að lesa i útvarpið fleiri ritgcrðir en verðlaunaðar verða. Ritgerðir skulu merktar dulnefni, en rétt nafn höfundar skal fólgið i lokuðu umslagi, sem fylgi. Gengið GENGISSKRÁNING Forðamanna- NR. 28 — 12. febrúar 1979 gJakJeyrir Ekiing KL 12.00 Kaup Sala Kaup Sala 1 Bandaríkjadolar 322,50 323,30* 354,75 355,63 1 Staríingspund 648,75 650,35* 713,63 715,39* 1 KanadadoAar 269,90 270,60 296,89 297,66 100 Danskar krflnur 6318,90 6334,60* 6950,79 6968,06* 100 Norskar krónur 6371,65 6387,45* 7008,82 7026,20* 100 Sssnskar krónur 7432,95 7451,35* 8176,25 8196,49* 100 Fkmsk möflt 8160,45 8180,65* 8976,50 8998,72* 100 Franskir frankar 7617,80 7638,70* 8379,58 8400,37* 100 Baig. frankar 1109,80 1112,50* 1220,78 1223,75* 100 Svissn. frankar 19465,25 19513,55* 21411,78 21464,91* 100 Qylini 18187,30 16227,50* 17806,03 17850,25* 100 V-Þýzk mörít 17491,50 17534,90* 19240,65 19288,39* 100 Lkur 38,69 38,79* 42,56 42,67* 100 Austurr. Sch. J 2389,80 2395,70* 2628,78 2635,27* 100 Escudos . s 685,80 687,50 754,38 756,25* 100 Pasatar 467,80 * 162,81 469,00* 514,58 515,90* 100 Yan 163,02* 178,87 179,32* * Broyting (rá síflustu skráningu. . " Sfmivarivsgna genglsiktinlnga 22190. Framhaldaf bls. 19 Tökum að okkur innheimtu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Reynið okkar innheimtuaðferðir. Opið frá kl. 10 til 12 og 13 til 18. Innheimtuþjónustan, Njálsgötu 86, sími 29440. Húsaviðgerðir — breytingar. Standsetningar á íbúðum, breytingar, glerísetning og fleira. Húsasmiður, simi 37074. Hreingerningar Hreingerningastöðin hefur vant og vandvirkt fólk til hreingerninga. Einnig önnumst við teppa- og húsgagnahreinsun. Pantið, i síma 19017.Ólafur Hólm. Þrif. Tökum að okkur hreingerningar á íbúð- um, stigahúsum, stofnunum og fl. Einnig teppahreinsun með nýrri djúp- hreinsivél. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. í sima 33049 og 85086. Haukur og Guðmundur. Ávallt fvrstir. Hrcinsum tcppi og húsgögn með há þrýstitækni og sogkrafti. Þesi nýja að- ferð nær jafnvel ryði, tjöru. blóði o.s.frv. Nú eins og alltaf áður tryggjum við fljóta og vandaða vinnu. Ath. 50 kr. af- sláttur á fermetra á tómu húsnæði. Erna og Þorstcinn, sími 20888. Nýjung á tslandi. Hreinsum teppi og húsgögn með nýrri tækni sem fer sigurför um allan heim. önnumst einnig allar hreingemingár. Löng reynsla tryggir vandaða vinnu. Uppl. og pantanir i síma 26924. Teppa- og húsgagnahreinsun, Reykjavik. Hreingerningar-teppahreinsun. Hreinsum íbúðir, stigaganga og stofn- anir. Símar 72180 og 27409. Hólm- bræður. Önnumst hreingerningar á íbúðum, stofnunum, stigagöngum og fleira. Vant og vandvirkt fólk. Uppl. í síma 71484 og 84017. Gunnar. I ökukennsla Ökukennsla-æfingatírnar. Kenni á japanskan bil. Ökuskóli og próf- 'gögn ef þess er óskað. Aðstoða við cndurnýjun ökuskirteina. Jóhanna' Guðmundsdóttir, sími 30704. ökukennsla—æfingatimar. Kenni á Cortínu 1600. Ökuskóli og próf- gögn ef óskað er. Guðmundur Haralds- son.sími 53651. Ökukennsla. Get nú aftur bætt við mig nokkrum nemendur, kenni á Mazda 323, ökuskóli og prófgögn fyrir þá sem þess óska. Hall- fríður Stefánsdóttir, sími 81349. Ökulennsla-Æfingatímar. Kenni á Mazda 323 alla daga. Engir skyldutímar. Greiðslufrestur 3 mánuðir. Útvega öll prófgögn. Ökuskóli ef óskað er. Gunnar Jónasson, sími 40694. ökukennsla-bifhjólapróf-æfingtímar. Kenni á Cortinu i 600, ökuskóli og próf- gögn ef þess er óskað. Hringdu í sima 44914ogþú byrjarstrax. Eiríkur Beck. Ókukennsla-æfingartfmar endurhæfing. Lipur og góður kennslubíll. Datsun 180 B árg. 78 Umferðarfræðsla í góðum ökuskóla. Öll prófgögn ef óskað er. Jón Jónsson öku- kennari. simi 33481. Ökukennsla — æfingatímar. Kenni á Datsun !80Bárg. 78. Sérstak lega lipran og þægilegan bíl. Útvega öll prófgögn. ökuskóli. Nokkrir nemendur geta byrjaðstrax. Grciðslukjör. Sigurður Gislason ökukennari. simi 75224. Kenni á Toyotu Cressida árg. ’78, útvega öll gögn. Hjálpa einnig þeim sem af einhverjum ástæðum hafa misst öku- leyfið sitt til að öðlast það að nýju. Geir P. Þormar ökukennari, símar 19896 og 21772. Ökukennsla — æfingatímar. Kenni akstur og meðferð bifreiða. Kcnni á Mözdu 323 árg. 78. Ökuskóli og öll prófgögn ásamt litmynd i ökuskirteinið' ef þess er óskað. Helgi K. Sesseliusson, simi 81349.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.