Dagblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 13
12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRUAR 1979.
„
fflTnnnr TTirTiiiiTiiiF8*——1
Afturnýtt
heimsmet
f þrfstökki
— þrír menn stukku yfir 17
metra á meistaramótinu í Minsk
Hinn tvitugi, sovézki þrístökkvari Gennady Val.vu-
kevich, sem setti nýtt heimsmct i þristökki innanhúss á
sunnudag, stökk þá 17,18 metra, lét ekki þar við
standa. Á lokadegi sovézka meistaramótsins innan-
húss i frjálsum iþróttum i Minsk i gær, bætti hann
aftur heimsmetið. Stökk 17,29 metra. Eldra heimsmet-
ið, 17,16 metra, átti frægasti þrístökkvarí heims,
Viktor Saneyev.
Milljón fyrir
ellefurétta
Á laugardag var frestáð 3 leikjum i 1. deildinni
ensku og varð að grípa til teningsins enn einu sinni.
Enn sem fyrr er teningurínn mjög andsnúinn Liverpoo!
og ekki er Nottingham Forest i náðinni, svo að vinn-
ingsröðin varð þessi: X21—2X1—X22—313.
Þátttakandi á Hólmavík var einn með 11 rétta og
varð vinningur hans kr. 1.040.500.- en með 10 rétta
voru 7 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 63.700.-.
Fjögurra stiga
forusta Milano
AC Milano hefur nú náð fjögurra stiga forustu í 1.
deildinni á ítaliu. Sigraði á útivelli á sunnudag. Úrslit
þá urðu þessi:
Ascoli — AC Milano 0-1
Atlanta — Lazio 0-0
Avellino — Torino 1-1
Firoentina — Pcrugia 1 -1
Inter — Vcrona 4-0
Juventus — Catanzaro 3-1
Vicenza — Bologna 2-2
Roma—Napoli 0-0
Staða efstu liða er nú þannig:
ACMilano 18 13 3 2 30-9 29
Perugia 18 7 11 0 21-10 25
Inter 18 7 10 1 27-13 24
Torino 18 8 8 2 26-13 24
Juventus 18 8 7 3 24-13 23
vann Connors
Fjórir beztu tennisleikarar heims, Björn Borg, Sví-
þjóð, Jimmy Connors, Bandaríkjunum, Guillermo
Vilas, Argentinu, og John McEnroe, Bandaríkjunum,
léku á stórmóti i Boca West i Florida um helgina.
Verðlaun voru mjög há — 300 þúsund dollarar sam-
tals.
í undanúrslitum á laugardag sigraði Borg Viias
með 6-3 og 6-3 og Connors, sigraði hinn 19 ára landa
sinn 6-3 og 6-4.
Til úrslita á sunnudag léku þvi Borg og Connors —
og sigraði Sviinn mjög auðveldlega að sögn BBC.
Hins vegar var ekki getið um úrslitatölurnar. Fyrir
sigurinn hlaut Björn Borg 150 þúsund dollara i fyrstu
verðlaun. Þetta var í sautjánda sinn, sem þcir Björn
Borg og Jimmy Connors mætast á tennisvelli. Sjöundi
sigur Borg — en meðan hann var kornungur leik-
maður tapaði hann oft fyrir Connors, sem er nokkrum
árum eldri. Þcir Connors, Vilas og McEnroe eru allir
örvhentir.
Wellertil
Bandaríkjanna
Tveir kunnir leikmenn voru í gær seldir frá féiögum
sínum á Englandi. Keith Wellcr, sem um árabil hefur
verið einn alskemmtilegasti leikmaður i enskri knatt-
spyrnu og lcikið i enska landsliðinu var scldur til
Bandarfkjanna, Nýja Englands fyrir 40 þúsund pund.
Keith Weller var orðaður við tvö ensk félög i 1. deild,
Chelsea og Norwich en Weller er ekki sami leikmaður
og áður — hefur þyngst.
Þá var Ray Lewington seldur frá Chelsea til
Vancouver, einnig fyrir 40 þúsund pund. Hann mun
koma i haust og lcika með Wimbledon en það er hluti
af samningi hans.
Guðgeir — með sinni nettu leikni — leikur á norskan leikmann i landsleik fslands og Noregs á Laugardalsvelli 1977. tsland
vann 2—1. Lengst til hægri er Matthias Hallgrímsson, sem leikið hefur flesta landsleiki íslendinga i knattspyrnu.
Dýrlingamir og Man.
Utd. í fimmtu umferð
— en Tottenham tókst ekki að sigra Wrexham í Lundúnum
Dýrlingarnir frá Southampton og
Man. Utd. tryggðu sér rétt í fimmtu um-
ferð ensku bikarkeppninnar i gærkvöld,
þegar liðin sigruðu mótherja sína úr 2.
deild, Preston og Fulham. Hins vegar
var Tottenham heppið að ná jafntefli i
hörkuskemmtilcgum leik við Wrexham
á White Hart Lane 1 gær 3—3 og liðin
leika aftur á miðvikudag til að fá úr þvi
skorið hvort liðið leikur við Oldham eða
Leicester i 5. umferð á laugardag.
Aðeins þrír bikarleikir voru í gær en
margir verða í kvöld og á miðvikudag.
Úrslit í gær.
Enska bikarkeppnin
Preston—Southampton 0—I
Tottenham—Wrexham 3—3
Man.Utd.—Fulham 1—0
öllum öðrum leikjum, sem fara áttu
fram í gærkvöld var frestað.
Skozka bikarkeppnin
Rangers—Motherwell 3—1
Rangers—Motherwell 3— 1
Hibernian—Ðunfermline 2—0
Queens Park—Clydesbank 0—1
Ayr—Queen of South 4—0
f fimmtu umferð á laugardag leikur
Southampton við annað hvort Leeds eða
WBA á útivelli — Man. Utd. leikur á
útivelli í elztu borg Englands, Colchest-
er.
Leikmenn Wrexham komu til White
Hart Lane rétt áður en leikur þeirra við
Tottenham átti að hefjast vegna þess, að
bílstjóri þeirra ætlaði aldrei að finna
völlinn. Það hafði ekki áhrif þegar leik-
urinn byrjaði. Eftir aðeins 9 mín. náöi
Bobby Shinton forustu fyrir 2. deildar-
liðið. Það hafði algjöra yfirburði fyrstu
20 mín. og greinilegt að Tottenham
saknaði Argentinumannsins Ardiles,
sem lék ekki með liöinu í fyrsta skipti á
leiktímabilinu vegna meiðsla. Á 26. mín.
var Tottenham mjög heppið, þegar John
Roberts skallaði í eigið mark eftir mistök
markvarðar Wrexham, Dai Davies.
Báðir hafa leikið í landsliði Wales. Á 41.
mín. náði Tottenham forustu með marki
Glen Hoodle en það stóð aðeins i tvær
min. John Lyons jafnaði. Á 66. min.
náði Srewham forustu — Lyons skoraði
úr vitaspyrnu. Chris Jones kom inn sem
varamaður hjá Tottenham og skoraði í
fyrsta sinn, sem hann kom við knöttinn.
Skallaði i mark eftir aukaspyrnu Hoodle
á 82. mín.
Man. Utd. hafði mikla yfirburði gegn
Fulham, sem lék upp á að reyna að
halda jafntefli. Skotin dundu á mark
Lundúnaliðsins en Gerry Peyton var þar
frábær i marki. Fimm sinnum varði
hann á hreint undraverðan hátt. Hins
Í/S
HALLUR
SlMONARSON
V2
vegar þurfti markvörður United, Bailey,
aðeins að verja eitt skot í leiknum. En á
65. mín. tókst Jimmy Greenhoff loks-
ins að brjóta ísinn. Sendi knöttinn fram-
hjá Peyton í mark Fulham. í leikhléi
voru áhorfendur beðnir um að hvetja
leikmenn Man. Utd. betur — slikt er
nýtt á þeim velli siðustu áratugina.
Tveir leikmenn komu Southampton í
fimmtu umferð með snilldarleik — Alan
Ball og markvörður Gennoe, sem var
frábær í marki Dýrlinganna, þegar
Preston sótti mjög allan siðari hálfleik-
inn. Bail skoraði eina mark leiksins á 20.
mín. — fyrsta mark hans síðan í ágúst
— og hann átti sinn bezta leik á keppnis-
tímabilinu.
Guðgeir leikur á knattspymuvelli
með Goklen Gate brúna í baksýn!
— landsliðsmaðurinn kunni, Guðgeir Leifsson, mun leika með bandaríska knattspyrnufélaginu Oakland ísumar—sem
lánsmaður frá svissneska félaginu Bulle. Eigandi Oakland býður 2.8 milljarða íFC Liege—íslendingar f sviðsljósinu í Belgfu
„Þaö var júgóslavneskur vinur minn,
sem ég kynntist þegar ég lék fyrsta árið
með Charleroi í Belgiu, sem spurði mig
að þvi hvort ég hefði áhuga á að leika i
Bandaríkjunum — leika með Oakland
Footbal Club í Oakland í Kaliforniu.
Þessi Júgóslavi lék með Oakland i fyrra-
sumar og likaði þar frábærlega vel.
Málið þróaðist þannig, að ég fór til
Belgiu og komst þar í samband við eig-
anda bandaríska félagsins. Samningar
tókust og ég mun leika með Oakland i
sumar — sem lánsmaður frá svissneska
félaginu Bulle,” sagði Guðgeir Leifsson,
landsliðsmaðurínn kunni i knattspyrn-
unni, en Guðgeir er kominn heim aftur
eftir samningaförína til Belgiu og heldur
til Bandaríkjanna fyrst i marz. Guðgeir
hefur leikið með Bulle frá þvi haustið
1977 og líkað vel þar.
„Eigandi bandaríska félagsins
Oakland — hann er einnig stærsti hlut-
hafi i öðru knattspyrnufélagi I Banda-
rikjunum — var í Belgíu um síðustu
mánaðamót í leit að nýjum leikmönnum
ásamt þjálfara Oakland, Hollendingnum
Hans Krei, sem er einn kunnasti þjálfari
Hollands. Hefur m.a. þjálfað hjá Ajax
og AZ ’67 og fleiri hollenzkum félögum.
Ég ræddi við þá og þeir buðu mér mjög
hagstæðan samning — samning, sem
beinlínis var ekki hægt að neita. Ég hef
skrifað undir og verð lánsmaður Oak-
land næsta leiktímabil — en um sölu til
félagsins var ekki að ræða. Þeir hjá Bulle
vildu fá það mikið fyrir mig en félagið
fær greiðslur fyrir lánið.
Þeir félagar náðu í sex aðra leikmenn í
Belgiuför sinni — fjóra Hollendinga,
einn Þjóðverja og einn Belga. Ekki
kannast ég við nöfn þcssara leikmanna
eða hef haft af þeim kynni i knattspyrn-
unni. Fyrir hjá Oakland eru tveir Júgó-
slavar þannig að á bókum félagsins
verða níu erlendir leikmenn næsta
sumar. Mega vera mest 10.
Golden Gate
í baksýn
Borgin Oakland er austan við San
Francisco flóa íegnt San Francisco og
telur um 400 þús. íbúa. Hún er útborg
San Francisco, en með útborgum eru
um tvær og hálf milljón á þessum
slóðum. Oakland er þar eina knatt-
spyrnufélagið og var stofnað i fyrra. Það
á nýjan, glæsilegan völl. sem rúmar 60
þúsund áhorfendur. Allt sæti og völlur-
inn er stórglæsilegur eftir því, sem hinn
júgóslavneski vinur minn sagði mér.
Hann leikur með liðinu aftur í sumar og
er mikið að hugsa um að flytja frá Belgíu
til Bandarikjanna. Á leikvellinum sést
Golden Gate brúin fræga í baksýn — og
fegurðerþarmikil.
Ég fer með fjölskyldu mína, sennilega
1. marz, til Oakland, og við fáum þar
góða ibúð I raðhúsi með sundlaug, bif-
reið og fleira. Æfingar byrja þá fljótt en
keppnin hefst fyrst i apríl og lýkur í sept-
ember.
Annar háttur er nú en áður á deilda-
keppninni í Bandaríkjunum. 28 félög i
einni deild og það verður því mikið um
ferðalög til fjarlægra staða eins og New
York, Ford Lauderdale á Florida svo
nokkrar borgir séu nefndar. Yfirleitt eru
tveir útileikir í þessum ferðum. Keppnis-
tímabilið er sex mánuðir og hvað tekur
við hjá mér eftir það er ekki gott að spá í.
Reyndar hafði ég hugsað mér að flytjast
heim aftur nú í haust — en kannski
breytist það.
Kom róti
á hugi Belga
Hinn bandariski eigandi Oakland
knattspyrnufélagsins kom miklu róti á
hugi Belga, þegar hann var þar á dögun-
um. Hann gerði tilboð í að kaupa FC
Liege — völl liðsins i Liege og alla leik-
menn félagsins og bauð 250 milljónir
belgískra franka I það heila — eða tvo
milljarða og 800 milljónir islenzkra
króna. FC Liege er botnlið I 1. deildinni
belgísku — en um þetta tilboð hafa verið
mikil skrif í belgisk blöð. Síðast þegar ég
frétti voru eigendur FC Liege að ræða
tilboð þess bandariska — og ekki gott að
vita hver niðurstaðan verður. Ef af
verður hefur sá bandariski hugsað málið
þannig, að FC Liege verði nokkurs
konar móðurfélag hinna tveggja banda-
risku knattspyrnufélaga, sem Banda-
ríkjamaðurinn á að miklu leyti — og
leikmenn myndu þar flytjast milli félaga
eftir árstiðum.
Ásgeir hafði áhuga
Ásgeir Sigurvinsson hafði mikinn
áhuga á því að leika I Bandaríkjunum I
tvo mánuði í sumar — eins og svo marg-
ir leikmenn frá Evrópu gera. Hann færði
það i tal við eiganda og framkvæmda-
stjóra Standard, Petit, en fékk algjöra
neitun, svoekkert verður af því.
Þegar ég var I Belgíu um daginn —
var þar í rúma viku — sá ég leik
Standard og Waterschei I Liege.
Leikmenn Standard voru klaufar að
sigra ekki í þeim leik — jafntefli varð 0-
0. Standard var miklu betra liðið en leik-
menn óheppnir. Til dæmis átti Ásgeir
skot bæði í þverslá og stöng marks
Waterschei. Hann er frábær leikmaður
— ég hef ekki séð hann svo góðan fyrr.
Sendingar hans snjallar og hann hefur
aldrei verið betri en nú.
Þá las ég dóma um Þorstein Bjarna-
son, Karl Þórðarson hjá La Louviere, og
um Arnór Guðjohnsen hjá Lokeren i
blöðunum. Þar var sagt, að Þorsteinn
heföi verið heldur taugaslappur í byrjun
I leiknum gegn Courtrai — en hins vegar
náð sér vel á strik í leiknum. Er hælt
mjög fyrir þá markvörzlu, sem hann
sýndi I siðari hálfleik. Karl fékk ekki
nógu góða dóma — sagt að hann hafi
enn ekki nægan hraða eða úthald í 1.
deildar-knattspyrnu Belgíu. Það kemur
áreiðanlega fljótt hjá honum.
Arnór er talsvert í sviðsljósinu. Hefur
staðið sig vel með Lokeren og fær góða
dóma. Þá hefur það vakið mikla athygli í
Belgiu að Arnór, sem ekki er nema 17
ára, er þegar orðinn faðir og með kon-
una hjá sér í Belgíu. Talsvert skrifað um
það. Hann er greinilega mjög efnilegur
knattspyrnumaður og sorglegt að hann
skyldi ekki fá betri samning við Lokeren.
Þar hafa mikil mistök átt sér stað.
Gott að vera í Sviss
Það var mjög gott að vera i Sviss —
Bulle stórkostlegur staður í um 800
metra hæð yfir sjávarmáli. Mikil skiða-
borg — og þvi litil knattspyrna þar á vet-
urna. Miklu minni pressa þar en til
dæmis i Belgíu í sambandi við knatt-
spyrnuna. Okkur leið þar mjög vel — en
ég var hins vegar heldur óheppinn í sam-
bandi við meiðsli. Missti úr marga
mánuði af þeim sökum. Hins vegar lék
ég alla leiki siðasta mánuðinn á keppnis-
timabilinu 1978 og vona að ég sé nú
orðinn góður eftir þessi þrálátu meiðsli i
ökkla. Forráðamenn Bulle vildu allt
fyrir okkur gera. Liðiö er nú í 3. deild en
hefur allgóða möguleika að vinna sæti á
ný i 2. deild. í janúar i fyrra fór Bulle-
liöið i mjög góða ferð til Mexikó —
keppnisferð.
Ég hef æft allvel að undanförnu — fer
éinn á æfingar á morgnana en fram að
þeim tíma, sem ég fer til Bandaríkjanna,
mun ég æfa með Nemes, hinum ung-
verska þjálfara Vals, og þá fara eftir æf-
ingaprógrammi hins hollenzka þjálfara
Oakland. Þvi er ekki að neita að ég er
spenntur og hlakka til að leika í sumar í
bandariskri knattspyrnu,” sagði Guðgeir
Leifsson að lokum.
Þess má geta, að Þórólfur Beck, KR-
ingurinn kunni, lék um tíma með banda-
risku knattspyrnufélagi, svo Guðgeir er
annar Islendingurinn, sem leikur at-
vinnumannaknattspyrnu í Bandaríkjun-
Marteinn Geirsson, Ásgeir Sigurvinsson og Guðgeir Leifsson i Belgiu sem atvinnu-
menn. DB-mynd Bjarnleifur.
um. Guðgeir hefur leikið 38 landsleiki
fyrir Ísland i knattspyrnunni — aðeins
Matthias Hallgrímssón og Marteinn
Geirsson hafa leikið fleiri landsleiki. 45
og 39.
- hsím.
Sími 29330