Dagblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979.
5
Nýjustu
skólarnirleka
líka:
Nýbygging grunnskólans í
Þoriákshöfn ekki vatnsheld
„Það sem á sér stað er það að þegar
hrímið þéttist og verður að vatni þá
kemst það ekki út af þakinu heldur fer
það inn í vegginn og þannig inn í
skólann.” Það er Gunnar Markússon,
skólastjóri grunnskólans i Þorlákshöfn,
sem hefur orðið og lýsir ástandinu á
nýbyggingu skólans sem tekin var í
notkun í haust og sýndi sig fljótlega að
vera ekki vatnsheld.
ibúar þorpsins hafa að vonum verið
miður ánægðir með þetta ástand og
hafði sveitarstjórinn i Ölfushjreppi sam-
band við Rannsóknastofnun byggingar-
iðnaðarins. Tveir fulltrúar þeirrar
stofnungr hafa nú skoðað bygginguna
og sent sveitarstjóranum skýrslu um at-
huganir sinar. í skýrslunni segir m.a.:
„Þakrennur hússins eru þannig gerðar
að leki getur átt sér stað þegar þær
fyllast af is. Þetta á sér stað í miklum
snjóum og frostúm eins og verið hefur
að undanförnu. Af lýsingu á lekanum
sem fram hefur komið i jafnúar virðist
aðallega vera um að ræða leka af þessu
tagi.
Við sérstök veðurskilyrði gæti hrímað
á neðri hlið álklæðningarinnar. Þegar
hrímið bráðnar á rakinn að renna eftir
þakpappanum og niður í rennu. Ef
pappinn er ekki þéttur gæti komið fram
leki af þessum sökum.
Frágangur á samskeytum þaks og
veggja sem ná uppfyrir það er alltaf
vandasamur og slikir staðir eru algengir
lekastaðir."
Þarna eru nefndar líklegustu orsakir
lekans en í skýrslunni segir einnig frá því
að hafin hafi verið breyting á
þakrennum, sem miðaði að því að vatn
rynni úr þeim og inn í húsið. Þá segir að
loftun á þakinu sé ábótavant.
Gunnar sagði að ekki hefði komið til
þess að felld væri niður kennsla í
skólanum vegna leka en það hefði orðið
að flytja börnin milli stofa. Hann sagði
að ekki væri hægt að benda á ákveðna
staði þar sem vatnið kom inn heldur hafi
það seitlað viðs vegar í gegnum vegginn.
Ekki hefði heldur orðið um skemmdir að
ræða af völdum lekans en menn gerðu
sér I hugarlund að einangrunin hefði
ekki haft neitt gott af volkinu. „En nú
bíðum við bara eftir næstu hláku til að
sjá hvort tekizt hefur að Lomast fyrir
lekann,” sagði Gunnar að lokum.
-GAJ-
Tónabær:
Hvað verður um
vandræðabarnið
— Æskulýðsráð mælir með félagsmiðstöð
— of dýrt segir meirihluti borgarráðs
Ekki hefur verið tekinaftsaða til
þess hvað gert verður við Tónabæ.
Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur rekið
húsið en undanfarið hefur engin starf-
semi verið í húsinu.
A borgarráðsfundi sl. föstudag voru
tillögur meirihlutaflokkanna til' fjár-
hagsáætlunar til umræðu og voru þær
afgreiddar til borgarstjórnarfundar
næsta fimmtudag. Þar var ekki tekin
afstaða til þess hvað gert verður við
Tónabæ.
Dagblaðið ræddi við Kristján Bene-
diktsson borgarráðsmann Fram-
sóknarflokksins og sagði hann að ýms-
ar hugmyndir væru uppi um starfsemi
i húsinu og Ijóst væri að eitthvað verði
að gera við húsið á næstunni. „Þessar
hugmyndir eru þó ekki það mótaðar
að hægt sé að greina frá þeim ennþá,”
sagði Kristján. „Æskulýðsráð leggur
til að Tónabæ verði breytt í félags-
miðstöð en það verður ekki gert í bráð
þar sem það er dýr framkvæmd. Ég ef-
ast um að málefni Tónabæjar verði
tekin fyrir á borgarstjórnarfundinum á
fimmtudag,” sagði Kristján.
Davið Oddsson borgarstjórnar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á sæti í
Æskulýðsráði. Hann sagði að lögð
hefði verið fram samhljóða tillaga 5—
6 manna í Æskulýðsráði um að breyta
Tónabæ i félagsmiðstöð. Sú tillaga
hefur ekki fengið afgreiðslu i borg-
arráði og „virðist svo", sagði Davið,
„a§ nýi vinstrimeirihlutinn veigri sér
við aðafgreiða málið.
Við vildum á sinum tíma selja húsið
en þá fengust ekki kaupendur,” sagði'
Davíð.
-JH.
Akureyringur diskó-
dansaði til sigurs
Jón R. Kristjánsson fékk veglega styttu
að launum fyrir sigur sinn i ísiands-
mótinu í diskódansi. Dagblaðið Vísir
stóð að mótinu i samvinnu við veitinga-
húsið Óðal sem hefur réttinn til aö halda
slík mót. Visismynd: Gunnar.
Akureyringurinn Jón R. Kristjánsson
telst með réttu vera íslandsmeistari í
diskódansi árið 1979. Hann bar sigur úr
býtum i úrslitakeppni sem fram fór í Há-
skólabíói á laugardaginn. I öðru sæti I
keppninni varð Þorgerður Gunnarsdótt-
ir og númer þrjú varð Ævar Birgisson
Olsen.
Það er veitingahúsið Óðal sem hefur
réttinn til að útnefna íslandsmeistarann
I diskódansi. Dagblaðið Vísir tók að
þessu sinni þátt I valinu með Óðals-
mönnum. Undanfarin sunnudagskvöld
hafa dansarar verið valdir í úrslita-
keppnina. A laugardaginn var loka-
orrustan síðan háð.
Samhliða keppninni um Islands-
meistarann hefur farið fram söfnun, sem
ber nafnið Gleymd börn '79. Sú söfnun
mun haida áfram um nokkurt skeið þó
að meistarinn hafi verið valinn.
Auk þess að Akureyringar eiga nú
Íslandsmeistarann í diskódansi er
maraþonmeistarinn i sömu grein jafn-
framt frá höfuðstað Norðurlands.
ÓV.
BLAÐIÐ
frfálst, áháð dagblað
Það er frjálslegra andrúmsloftið i skólanum í Þorlákshöfn en við eigum að venjast. Þarna ærslast börnin með litinn hund á
gangi skólans.
DB-myndir Ragnar Th. Sig.
Grunnskólinn i Þorlákshöfn.
Finlux
Litsjónvörp
. |—
m
FISHER
Hljómtæki
OCOSIIMA
Myndavélar
TSIGmfl
Linsur
sunpflh
Flöss
MAGNON
Kvikmynda
sýningavélar
HOYR
Ljósmynda
filterar
MallorY
Rafhlöður
ZENITH
ZORKI — KIEV
MYNDAVÉLAR
SEKON/C
Flash
og
Ijósmælar
Ljósmyndatöskur
í miklu
úrvali
SJÓNVARPSBðMN
BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI 27099
SEKONIC
Ljósmælar
W audio
technica
Pickup
Heyrnartól
Astra Music
Útvarpsklukkur
iBfiecta
Kvikmyndatöku
Ijós og
Sýningartjöld
Þrífætur
GINO
Ljósmynda
töskur
SPECTRUM
Sjónvarps
leiktæki
SUPER ZENITH
Sjónaukar