Dagblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.02.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1979. 7 Erlendar fréttir Kanada: Fengu tíu ár fyrir þrettán tonn af marijuana Tveir menn hafa viðurkennt að hafa reynt að smygla inn til Kanada þrettán tonnum af marijuana í júli síðastliðnum. 1 gær voru þeir dæmdir í þyngsta fíkni- efnadóm sem felldur hefur verið í Kanada til þessa. Hlutu mennirnir tíu ára fangelsi hvor. Mennirnir voru handteknir á Van- couvereyju ásamt þrettán öðrum og tókst að ná nær öllu því marijuana sem smygla átti til landsins. Hinir ellefu hafa ekki viðurkennt sig seka og er dómur ekki fallinn í máli þeirra. Frakkland: Vilja meiri tengsl við f ranska hluta Kanada Raymond Barre, forsætisráðherra Frakklands, sem ræddi við forustumenn franskra aðskilnaðarsinna i Kanada i gær, tilkynnti þeim að franska stjórnin hefði mikinn áhuga á að tengjast þeim hluta Kanada þar sem franska væri töluð meir en verið hefur. Barre tók þó fram að stjórn hans mundi þó algjörlega halda sér innan þess ramma sem kanad- ísk lögkvæðu á um. Menn Khomeinys traustir í sessi — Moskva og Washington viðurkenna hina nýju stjórn Barzargans — Baktiar sagður lifandi en í felum Orðró'mur um að Baktiar forsætis- ráðherra fráfarandi rikisstjórnar i Iran hafi framið sjálfsmorð mun ekki hafa verið á rökum reistur. Aftur á móti er nú orðið fullljóst að Khomeiny og for- sætisráðherra hans Bazargan hafa töglin og hagldirnar í landinu og and- staða gegn þeim virðist að engu orðin. Síðustu leifar virkrar andstöðu munu hafa verið frá lífverði keisarans en þær sveitir munu hafa verið einna síðastar til að hlýðnast yfirmönnum hersins sem kvöddu alla hermenn til búða sinna í gærmorgun. Sovétmenn og Bandaríkin hafa viðurkennt hina nýju stjórn og Jimmy Carter Bandaríkjafprseti tilkynnti í gær að stjórnin i Washington væri til- búin til að vinna með henni. Vonir hafa aftur vaknað um að olí- an muni aftur fara að streyma frá Íran á heimsmarkaðinn. Tilkynnt var í höfuðstöðvum Khomeinys að verkföll þau sem lamað hafa alla olíuvinnslu í landinu um margra mánaða skeið, mundi brátt Ijúka. Strangtrúaðir Shitar i Teheran steyta hnefana upp til formælingar á herþotum, sem fljúga yfir Teheran í sama mund og mikil ganga og fundur fór þar fram skipu- lagður af stuðningsmönnum Khomeinys. Dr. Mehdi Ba/argan, hinn nýi forsætisráðhcrra íran, ávarpar hóp stuðnings- manna Khomcinys. Svo virðist sem fyrrum stuðnings ntenn keisarans innan hers og lögreglu keppist nú við að koma sér i mjúkinn hjá nýju ráðamönnunum. Nokkuð mun hafa verið um handtökur fyrrum yfirmanna i báðum liðum. Fyrrum yfirmaður Savak, hinnar illræmdu leynilögreglu keisarans, og fyrrum for- sætisráðherra írans ásökuðu hvorn annan opinberlega í gærkvöldi fyrir að bera ábyrgð á illverkum þeirrar stofn- unar. Talið er að Teheran hafi ekki verið fyrr komin í hendur fylgismanna Khomeinys, sem fögnuðu mjög á götum borgarinnar, en Bazargan hinn nýi forsætisráðherra hafi snúið sér að viðræðum við áhrifamenn bæði innan hersins og á öðrum sviðum. Dr. Mehdi Bazargan hinn nýji for- sætisráðherra er 73 ára gamall. Hefur hann lengi verið þátttakandi i stjóm- málum í Íran. Hann gegndi áður starfi forstjóra rikisolíufé'ags Irans. Bazarg- an hefur lengi ve: ð andstæðingur keisarans. Líkur fyrir þvi að keisarinn snúi nokkurn tíma aftur til Iran virðast nú orðnar harla litlar. Vitað er að hann dvelst enn i Marokkó ásamt fjölskyldu sinni og hefur að sögn fylgzt náið með gangi mála í fyrra riki sinu. Landsins stærsta bfla- og bátasala Líttu til okkar Opið 9-7 / Sýningahöllmni Flugmenn - flugnemar - flugáhugamenn! Sameigin/eg ÁRSHÁ TÍD VVFÍ og flugskólanna á Reykjavíkurflugvelli veröur haldin föstudaginn 16. febrúar og hefst kl. 19 í Víkingasal á Hótel Loftleiðum. Miðar fást hjá flugskólunum og í flugstöðinni. Flugtak hf. - Flugskóli Helga Jónssonar - Vélflugfélag Islands

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.