Dagblaðið - 21.03.1979, Side 1

Dagblaðið - 21.03.1979, Side 1
5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979 — 68. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11,—ADALSÍMI27022. Reykjanes í morgun: SKÚRAKLAKKARNIR SÝNDUST ELDGOS —hillingar og veðrabrigði villtu mönn- umsýn Snemma í morgun virtist nokkrum Suðurnesjabúum sem neðansjávareld- gos væri byrjað svo sem fimm til tíu mílur út af Stafnesi. Þannig sá Jón Borgarsson á Jaðri í Höfnum sérkenni- legt fyrirbrigði á sjónum, án þess að vilja þó slá föstu um að þar væri gos á ferðinni. Sagði hann í viðtali við DB í morgun að svo virtist sem einn til tveir strókar stæðu upp úr sjónum, en fjar- lægð og veðrabrigði kynnu að villa sér sýn. Miklar hillingar voru í morgun. Þá náði blaðið tali af Kristjáni Sveinssyni, skipstjóra á björgunarskip- inu Goðanum, er lónaði á Kirkjuvogi í morgun. Ekki hafði hann orðið var við neitt er hann taldi eldgos. Hins vegar sagði hann mjög háa skúraklakka með eldingum þarna á ferðinni. Af og til hafði verið mjög gott skyggni hjá honum í morgun og hafði hann m.a. séð Eldey í 14 mílna fjarlægð. Klukkan 10 í morgun hafði flugvél Landhelgisgæzlunnar flogið yfir svæð- ið út af Kirkjuvogi þvers og kruss og einskis orðið vör. Sagði Þröstur Sigtryggsson í stjórn- stöð Gæzlunnar að þarna á svæðinu væru nokkur skip og ekkert þeirra hefði orðið vart við nokkuð óeðlilegt. Hins vegar væru þarna éljabólstrar og sólskin á milli og kynni það að skýra á einhvern hátt það sem fólk teldi sig sjá úr landi. Skömmu síðar var það að frétta frá Almannavömum, að athuganir þeirra í morgun hefðu ekki leitt neitt í ljós, er benti til eldgoss. Ekki er þó óeðlilegt að fólki hafi virzt svo úr landi, því veður- skilyrði voru mjög óvenjuleg í morgun. Dagblaðið flaug yfir svæðið í morgun en sá ekki merki um neitt gos. Hins vegar voru þarna él sem úr fjar- lægð litu út eins og reykur, og kann það að hafa verið skýringin á „gos- inu”. GS/ASt./GAJ. Þetta er frægt svæði fyrirgos oghræringar — sagði Sigurður Þórarinsson í morgun ,,Ég hef ekki haft spurnir af neðansjávargosi þarna síðan 1926, en þá varð sjómaður var við ólgu og dauða fiska á þessum slóöum,” sagði Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og eldgosasérfræðingur í morgun. „Hins vegar er þetta mikið gos- svæði og í sögum er fyrst getið um gos þarna 1211 og þá fundust Eldeyjar. Eftir það gekk þarna mikil goshrina og sögur eru um gos veturinn 1226/1227, árið 1231 og 1238. Siðan kemur hlétil 1422. Aftur gýs á þessum hafsbotni um 1580 og á korti Guðbrands biskups frá 1590 eru merktar Gígeyjar á þessum slóðum. Mikið gos varð þarna Skaftárelda- árið 1783 og þá myndaðist eyja sem skirð var Nýey. Til stóð að setja á hana stein með mónógrafi kóngsins en þegar til átti að taka var eyjan horfin og hefur ekki sézt síðan. 1830 er líka getið þarna um gos og átti það þátt 1 endanlegri útrýmingu geirfuglsins og síðustu heimildir um gos þarna eru frá árinu 1879, ef sleppt er sögu sjómannsins um ólgu og dauða fiska sem áður er getið,” sagði Sigurður Þórarinsson. Sigurður sagði að ef gos kæmi upp fyrir yfirborö sjávar þá væri nokkuð mikið búið að ganga á áður. T.d. væri talið að Surtseyjargosið hefði veriö búiö að standa í að minnsta kosti viku áður en nokkur varð þess var. Neðansjávargos verða að byggja sig verulega upp úr áður en þeirra gætir á haffletinum. ,,Ég er þakklátur blaðamönnum fyrir það hve þeir eru snöggir af stað ef fréttist af eldgosum,” sagði Sig- urður Þórarinsson jarðfræðingur. ,,Ég vil heldur vera plataður 50 sinn- um en verða of seinn einu sinni,” bætti jarðfræðingurinn við. -ASt. Óhagstæð olíukaup Flugleiða?: „TÓMUR RANGSNÚNINGUR” — segja Flugleiðamenn „Við riftum þessum kaupum alls ekki. Skiptanefnd sem sett var til yfir- stjórnar í olíuhreinsunarstöðinni þegar hún var tekin til skiptameðferðar, neit- aði að afhenda eldsneytið í nóvember,” sagði Guðmundur Vilhjálmsson, inn- kaupastjóri Flugleiða í viðtali við Dag- blaðið, en Þjóðviljinn birtir frétt í dag þess efnis, að Flugleiðir hafi tapað hálfum milljarði á óhagstæðum kaupum á eldsneyti af olíuhreinsunar- stöð á Bahamaeyjum. Hafi þeir rift Lagfærðir menningardagar — bls.8 samningi við hreinsunarstöðina og nú orðið að kaupa olíuna á mun hærra verði. „Þetta eru tómir rangsnúningar og við munum senda frá okkur yfirlýsingu um málið,” sagði Guðmundur enn- fremur. „Þá er látið að því liggja, að við.séum ábyrgir fyrir því, að olían, 6600 tonn sé fiutt hingað til lands með gríðarstóru skipi, eða 34 þús. tonna, en það er heldur ekki rétt, seljendur selja oliuna á cif-verði, eða afhenta á losun- arstað.” „Þetta eru í hæsta máta eðlileg kaup á olíu á því verði sem hún er nú,” sagði önundur Ásgeirsson forstjóri OLÍS í viðtali við DB. „Ég veit ekki betur en Flugleiðir hafi sloppið ákaflega vel út úr þeirri oliukreppu sem verið hefur. Það, að þeir fengu ekki þessa olíu frá hreinsunarstöðinni, enda fór hún á hausinn, er eina áfallið sem þeir hafa orðið fyrir og víst er að flutningana hingað til lands borga seljendur.” -HP. Boölegurskúlptúr í kvæði Tómasar urðu gamlir símastaurar aftur grænir, en símastaurum fækkar nú ört og arftakar þeirra meðal straura eru Ijósastaurar úr málni. Þeir geta tekið á sig ýmsar myndir, rétt eins og bræður þeirra simastaurarnir. Þessi ágæti ljósastaur var mjög skreyttur á Húsavík á dögunum og þætti víst boölegur skúlptúr á hvaða listsýningu sem væri. DB-mynd Einar Ólason Húsavík. ^^^^mmmmmmmmm>m^m* Ósiðsamlegur minnis- peningurnú fáanlegurá50 þúsund krónur - bls. 8 Álagning smásöluverzl- unaraldrei lægri en nú — segirviðskipta- ráðherra — sjá bls. 5 Eykon tók áskoruninni ^ — bls.8 Seyðisfjörður: PéturJónsson náðistáflot ^^--sjábaksíði^

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.