Dagblaðið - 21.03.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979.
f" '' '
Alagning smásöluverzl-
unar aldrei lægri en nú
— sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra á fundi með kaupmönnum
„Álagning hjá smásöluverzluninni
hefur ekki í annan tíma verið lægri en
nú,” sagði Svavar Gestsson
viðskiptaráðherra í ræðu er hann hélt
á aðalfundi Kaupmannasamtakanna
í gær. Kvað hann 30% regluna svo-
kölluðu hafa gert þetta að verkum.
„En álagningartalan ein út af fyrir
sig mælir ekki ágóða verzlunarinnar.
Magnbreyting hefur orðið veruleg og
kemur á móti skertri álagningu.
Þannig telur Þjóðhagsstofnun að
magnbreytingin milli ára 1977 og
1978 hafi bætt kaupmönnum upp
65% af þeirri álagningarskerðingu
sem varð 1977.
Ráðherrann sagði að verzlunar-
álagning í landinu hafi numið 46
milljörðum króna 1978. Ef 30%
reglan hefði ekki verið í gildi hefði sú
upphæð orðið 5-4 milljörðum kr.
hærri en vegna magnbreytingar milli
ára í verzluninni hefðu tekjur kaup-
manna ekki skerzt nema um 1.9
milljarða.
Enn vitnaði ráðherra í skýrslur og
sagði að 6.9% smásöluverzlana
hefðu verið reknar með 10% halla
eða minna en það árið 1977. Sjö af
hundraði smásöluverzlana hefðu hins
vegar verið reknar með 14% hagnaði
eða meiri. Meðaltölur kvað hann því
ekki einhlitar varðandi hag verzlana.
í svari við fyrirspurnum kom fram
að ráðherrann er andvigur því að
verzlunarleyfi verði háð uppáskrift
Kaupmannasamtakanna og séu
bundin aðild að samtökunum en
hann kvað nauðsynlegt betra eftirlit
með útgáfu slíkra leyfa en gilt hefði.
Svavar kvað það eðlilegt að Kaup-
mannasamtökin ættu fulltrúa í
verðlagsnefnd og þyrfti þar um að
breyta. Hann kvaðst mundu beita sé
fyrir því að könnun verðlagsstjóra á
álagningu í smásölu á Norðurlöndum
yrði flýtt og einnig að hagur dreif-
Svavar Gestsson vlðskiptaráðherra.
býlisverzlunar, sem oft væri eins
konar þjónustumiðstöð í héruðun-
um, yrði kannaður með lagfæringu í
huga á högum hennar, t.d. með lána-
aðstoð. -ASt.
„ÚT VIL EK”
—þó miður marz sé
Folaldið að tarna var ákveðið í því
að koma núna í heiminn en láta það
ekki bíða betri tíðar. Þó kalt væri úti
og mamma gamla á beit lét það ekki
aftra sér frá því að skjótast út og líta
dagsljósið. Enda sýndi það fljótt að
töggur var í þvi og kuldinn virtist ekki
hafa nein áhrif á það. Bæring frétta-
ritari DB á Grundarfirði skrapp í
heimsókn til folaldsins unga og eiganda
þess, sem er Hreinn Bjarnason bóndi á
Berserkseyri í Eyrarsveit, og fékk að
festa á mynd folaldið og móður þess.
-DS.
„Ekki meira áfengi”
— Landssambandið gegn áfengisböli
vill frekari rannsóknir
Landssambandið gegn áfengisböli
álítur að frumvarp Vilmundar Gylfa-
sonar og fleiri um breytingar á áfengis-
lögum kunni að valda aukinni áfengis-
neyzlu. Skorar Landssambandið á
Alþingi að rannsaka málið vel þvi
reynsla annarra þjóða af tilraunum í
þessu máli haft oft verið dýru verði
keypt.
Stjórn Landssambandsins bendir á í
samþykkt sinni frá 12. marz að hvar-
vetna í heiminum hafi rýmkun á
áfengissölu leitt til aukinnar drykkju og
aukningar á því böli sem af henni
leiðir. Til þess að svo verði ekki með
frumvarp Vilmundar ef að lögum
verður, býður sambandið fram aðstoð
sína við að mynda starfshóp til að
rannsakamálið.
-DS.
„Ríkisstjórnin víki”
— segir í samþykkt SUS
„Ríkisstjórn sem misst hefur þing-
meirihluta og nær ekki samstöðu um
lausn mikilvægustu þjóðmála á að
fara frá.” Svo segir í samþykkt
stjórnar SUS, Sambands ungra sjálf-
stæðismanna.
í samþykktinni segir ennfremur:
„Það er fráleitt og fordæmanlegt að
forsætisráðherra skuli ekki biðjast
lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, um
leið og formaður stærsta stjórnar-
flokksins lýsir því yfir í fjölmiðlum að
hann styðji ekki stjórnina. Aðfarir
stjórnmálamannsins Ólafs Jóhannes-
sonar virðast í þessu efni ekki fara
saman við skoðanir fræðimannsins.
Samkvæmt íslenzkri stjórnskipan er
það Alþingi sem endanlega segir til um
gengi ríkisstjórna en ekki formaður
Verkamannasambands íslands eða
aðrir slíkir.”
-JH.
Týndi veski með miklum fjármunum
Ungur maður frá Keflavík var á ferð
í Reykjavík í gær og varð þá fyrir því
óhappi að týna seðlaveski sínu með um
180 þúsundum i peningum, ávísana-
hefti og skilrikjum. Veskið er svart og
áritað og hefur að öllum líkindum týnzt
í miðbænum.
Tjón unga mannsins er að sjálfsögðu
bagalegt og heitir hann fundarlaunum
hverjum þeim sem getur fært honum
veskið aftur.
-JH.
Ný lyf jadeild WHO íKaupmannahöfn:
Islendingur forstöðumaður
— Almar Grímsson deildarstjóri íTryggingaráðuneytinu
Almar Grímsson lyfjafræðingur
hefur verið ráðinn til þess að veita for-
stöðu nýrri lyfjadeild í Kaupmanna-
höfn, á vegum Alþjóða heilbrigðis-
stofnunarinnar WHÓ. Almar hefur
gegnt embætti deildarstjóra lyfjamála-
deildar Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytisins og hefur honum verið
veitt leyfi frá störfum i ráðuneytinu í
tvö ár, frá 1. apríl nk.
Alþjóða heilbrigðisstofnunin er ein
af sérhæfðum undirstofnunum Sam-
einuðu bjóðanna með höfuðstöðvar í
Genf. Auk þess eru starfandi sex
svæðisskrilsiofur fyrir hina einstöku
heimshluta.
Svæðisskrifstofa WHO fyrir Evrópu
er i Kaupmannahöfn og þar hefur nú
verið stofnuð hin nýja lyfjadeild er
Almar mun veita forstöðu til tveggja
ára.
Almar Grímsson er fæddur 16. apríl
1942 og lauk hann kandidatsprófi frá
lyfjafræðiháskólanum í Kaupmanna-
höfn 1965.
-JH.
VIÐ FLYTJUM
frá Nýbýlavegi 2 að Skemmuvegi 6
Um leið og ég þakka viðskiptavinum mínum
samstarflö síöastliöin 15 ár býö ég ykkur áfram-
haldandi viöskipti í nýjum og stórglæsilegum
húsakynnum aö
SKEMMUVEGI6, KÓPAVOGI
Viö veitum eftirtalda þjónustu:
• Dekkjasala, ný og sóluö dekk
• Negling í notuö og ný dekk
• Jafnvœgisstilling
• Alhliða dekkjaviðgeröir
-líSS^teLk
£
"1
Hj ólbarða viðgerð ■
Kópavogs, Skemmuvegi 6
ú
• Öllþjónusta
fer fram innandyra.
BREYTT SÍMANÚMER 75135
Hjólbarðaviðgerð Kópavogs
Skemmuvegi 6 - Sími 75135, Kóp.
Bryngeir Vattnes - (Binni)