Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.03.1979, Qupperneq 8

Dagblaðið - 21.03.1979, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979. „Flýtum okkur hægt í minnkun flotans —segir Alexander Stef ánsson (F) „Það er skoðun flutningsmanns að við eigum að flýta okkur hægt í að minnka fiskiskipaflota okkar,” segir Alexander Stefánsson (F) um þings- ályktunartillögu um úttekt á fiskiskipa- flota landsmanna. Alexander segir að með tilliti til alvarlegs ástands fiskstofna við landið hafi umræður gengið inn á það svið að fiskiskipaflotinn sé of stór og óhag- kvæmur. Háværar raddir heyrist um að tafarlaust verði að minnka flotann um 20—30 þúsund lestir, sumir telji um helming. Þvi sé nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvernig flotinn er samsettur í dag. Slíkar upplýsingar hljóti að vera grundvallaratriði þegar rætt sé um tak- mörkun veiða. Fram eigi að koma stærð og gerð skipa, aldur og afkasta- geta fyrir hvers konar veiðar, úthaids- dagar á ári og á hvaða landssvæðum skip eru skráð. 2—5 milljónir á mann Mestur hluti útflutningsframleiðsl- unnar fer fram í hinum mörgu sjávar- þorpum og bæjum víðs vegar um landið. Víða er framleiðslan svo mikil að hægt er að nefna útflutningsverð- mæti upp á 2—5 milljónir á hvern íbúa staðarins. Því er ekki ofmælt að tilvera og framtíð þessara byggðarlaga stendur og fellur með fiskveiðunum og er um leið undirstaða efnahags þjóðarinnar, segir Alexander -HH Fundur i Prestafélagi Suðurlands: Rætt um aðskilnað ríkis og kirkju Á fundi í Prestafélagi Suðurlands, sem haldinn var á Hrafnistu í Hafnar- firði í síðustu viku, ræddu prestar um sambúð ríkis og kirkju. Frummæl- endur voru sr. Kristján Róbertsson, frí- kirkjuprestur í Reykjavík, og sr. Árni Pálsson í Kópavogi. Kom fram í ítar- legu erindi sr. Kristjáns að hann er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju. Fjallaði hann um þau atriði sem virtust mæla gegn aðskilnaði og sýndi síðan hvernig sér virtust þessi atriði ekki þurfa að standa í veginum. Sagði hann að samband ríkis og kirkju væri mis- fellulaust á yfirborðinu en sá friður væri of dýru verði keyptur. Sr. Árni fjallaði um sambúð ríkis og kirkju án þses að fjalla um aðskilnað sérstaklega. Hjá flestum fundarmanna kom fram að ýmislegt væri að sambúð ríkis og kirkju og kirkjan þyrfti meira sjálf- stæði gagnvart ríkinu en fæstir voru á því að aðskilnaður væri tímabær. Fundurinn var vel sóttur og urðu miklar umræður. -GAJ- DB-mynd Bjarnleifur. „Lagfærð- ir” menn- ingar- dagar Herstöðvaandstæðingar halda þessa dagana menningardaga að Kjarvalsstöðum í Reykjavik. Að sögn þeirra hafa dagarnir verið vel sóttir af áköfum stuðnings- mönnum. En eins og greinilega sést á þessari mynd er stuðningur- inn ekki alger. Einhverjir náungar sáu ekki ástæðu til þess að hcrstöðvaandstæðingum væri leyft að auglýsa á almannafæri. Þeir gripu því til málningardollu og pensils og lagfærðu það sem þeim þótti betur mcga fara. -DS. WM&i * -vi' | V 1 ifi B Hefurðu heyrt það nýjasta??? Hann Siggi kyssti hana Binu í frímínútunum áðan. Hi, hi, hi. DB-mynd Hörður. „ÓSIÐSAMLEGUR” MINNIS- PENINGUR NÚ FÁANLEGUR Á 50 ÞÚSUND KRÓNUR Minnispeningur gullsleginn, sem gerður i tilefni af 25 ára afmæli Flugfélags íslands 1962 en var eyði- lagður vegna þess hve „ósiðsamur” hann þótti, fæst nú í minnispeninga- verzlun í Reykjavík og er verð hans 50 þúsund krónur. Peningurinn er gullfallegur á forhlið- inni. Þar er áletrun með upphleyptum stöfum, Icelandair með stórum stöfum en Flugfélag íslands með minna letri. Þar er og faxamerki Flugfélagsins og ártölin 1937 og 1967 en þau marka stofndag og 25 ára tímamótin. Bakhlið peningsins er nokkuð vafa- samari en þar er kattarrass og uppspert kattarrófa. Þar eru og áletranirnar „O.K.-YOU PAY” annars vegar og hins vegar „ÞÚ BORGAR”. Peningur- inn er þannig að honum verður auðveldlega snúið á borðplötu eins og skopparakringlu og kattarrófan á þá að skera úr um veðmál sem undir er lagt fyrir snúning peningsins. Einn af fyrrverandi starfsmönnum Fí hefur tjáð DB að peningur þessi hafi verið gerður sem gjafapeningur og hafi aldreiátt að koma til sölu. Kvað hann danskan listamann hafa átt hugmyndina að bakhlið peningsins en það var hún sem ekki hlaut sam- þykki ráðamanna Flugfélagsins eftir að gjafapeningurinn hafði verið sleginn og upplagið var komið til íslands. Tóku ráðamennimir þá afstöðu að peningn- um skyldi eytt og var svo gert — nema hvað nokkur eintök komust undan. Eitt af því sáum við i minjapeninga- verzlun í Reykjavík með verðmiðanum 50þúsund krónur. Ástæðan fyrir eyðileggingu penings- ins var sú, að sögn áðurnefnds fyrrver- andi starfsmanns FÍ, að bakhliðin væri svo „ósiðsamleg” að ekki hæfði Flug- félaginu að gefa slíkan minnispening. Þeir sem nú eiga eintak ættu þvi að geta fengið vel fyrir peninginn ef þeir vilja selja. -ASt. Deildakeppni Skáksamband íslands: TR MEÐ ÖRUGGA FORYSTU Fimmta deildakeppni Skáksam- bands íslands hefur staðið yfir að undanförnu. Meðal síðustu úrslita má nefna að TR vann Austfirði með 8—0 Mjölnir vann Hreyfil með 7—1, TR vann Hafnarfjörð með 6,5—1,5 Mjölnir vann Kópavog með 5,5—2,5 og Akureyri vann Kópavog meö 5,5—2,5 og Keflavík með 5—3. Staðan er nú sú að TR er efst með 36,5 vinninga, Mjölnir hefur 29,5. Akureyri 27, Kópavogur 22, Hafnarfjörður 19, Keflavík 18, Hreyfill 8,5 og Austfirðir 7,5. í 2. deild hefur Seltjarnarnes örugga forystu með 27,5 vinning . B- lið TR er í 2. sæti með 21 vinning og Vestfirðingar í 3. sæti með 17.5 vinning . -GAJ- tók áskor- uninni — þóttseintsé Eyjólfur Konráð Jónsson (S) hefur tekið áskorun Erlends Einarssonar forstjóra SÍS sem sagði fyrir allmörgum árum: „Hér verður því að breyta lögunum og ég veit að Eyjólfur Konráð Jónsson verður mér hjálplegur, ég vona það, þegar að því kemur að fá lagabreyt- ingar um þetta.” Þetta sagði Erlendur 2. septem- ber 1972. Eyjólfur hefurnúborið fram þingsályktunartillögu um að rikisstjórninni sé falið að láta hefja undirbúning nýrrar lög- gjafar um samvinnufélög og sam- vinnusambönd. Eyjólfur Konráð segir að eigi samvinnufélög að dafna sé þörf verulegra umbóta. Lögin um samvinnufélög séu að ýmsu leyti ófullkomin. -HH. Dýraraað kveikja Ijósin Alltaf hækkar orkuverðið og þá ekki bara á olíunni frá íran. Iðnaðarráðuneytið hefur auglýst að frá og með 16. marz hækki raforkuverð til íslenzkra neytenda um 4.51%. Er þetta vegna hækk- unar áverðjöfnunargjaldi úr 13% í 19% samkvæmt lögum númer 6 frál3.marz. -DS. Ferða- félagið hyggst reisa ný sæluhús Ferðafélagið hyggst næsta sumar reisa eitt eða tvö sæluhús á Syðri-Fjallabaksleið og er þá talin hæfileg gönguleið þar á milli húsa. Einnig stendur til að stika alla gönguleiðina inn í Þórsmörk. Þetta kom m.a. fram á aðal- fundi félagsins um daginn. Einnig kom fram að stærsta átakið á liðnu ári var göngubrú yfir Syðri- Emstruáen með henni var rutt úr vegi síðustu hrindruninni á gönguleiðinni milli Landmanna lauga og Þórsmerkur. Einnig var í sumar stikuð leiðin milli Land- mannalauga Og Hrafntinnuskers. I stjórn Ferðafélagsins voru endurkjörnir þeir Davíð Ólafs- son, Böðvar Pétursson og Grétar Eiríksson en í stað þeirra Lárusar Ottesen og Eyþórs Einarssonar, sem ekki gáfu kost á sér, voru kosnir Sveinn Jakobsson og Baldur Sveinsson. -DS.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.