Dagblaðið - 21.03.1979, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1979.
róttir
, ‘y- - ■:
iþróttir
iþróttir
Iþróttir
fþróttir
Iþróttir
iþróttir
Iþróttir
i
Alan Simonsen
Spánska tiflifl fræga, Barcelona, bauð Borussia
Mönchengladbach 570 milljónir íslenzkra króna i
danska landsliðsmanninn Alan Simonsen — og Dan-
anum 100 milljónir króna i kaup á ári. Alan Simon-
sen hcfur samþykkt afl ræða við Barcelona fyrst
allra félaga, en hvort af samningi verður er ekki gott
að segja á þessu stigi málsins.
Rcal Madrid hefur einnig mikinn áhuga á Alan
Simonsen og þar er Gunther Netzer, framkvæmda-
stjóri Hamburger SV, milligöngumaöur. Hann lék
áður með Real Madrid. Liverpool-liflifl Everton
hefur einnig mikinn áhuga á Alan Simonsen og
hefur boðið Borussia 800 þúsund sterlíngspund eða
rúmlcga 500 milljónir íslenzkra króna. Það tilboð
hefur einnig verið rætt hjá Borussia án þess að
nokkur ákvörðun hafi veriö tekin. Simonsen, sem
var knattspyrnumaður Evrópu 1977 og er eínn
minnsti leikmaður, sem um getur — innan við 1.70
metra — sagflist hafa áhuga á tilboði Everton. Þaö
væri létt fyrir hann afl fara lil Englands og leika þar.
Enskukunnátta sin værí ágæt.
Það er greinilegt að stórliflin keppast um litla
Danann og Borussia getur nú ekki haldifl honum
öllu lengur.
Ármann féll
á Akureyri
Úrslitaloikur 3. deildar á morgun
Þór, Akureyri, sló Ármann út í bikarkeppni HSÍ
á Akureyri í gærkvöld 24—23 — og það var mark-
vörflur Þórs, Tryggvi Gunnarsson, sem skoraöi
sigurmarkið sekúndu fyrir leikslok. Hafði rétt áður
varið skot Ármanns og sendi svo knöttinn yfir allan
völlinn i markifl. Leikurinn var jafn mestallan
timann — Ármenningar þó oftast yfir. Sigurður
Sigurðsson 7 og Sigtryggur Guðlaugsson 6/3,
skoruðu flest mörk Þórs — Pétur Ingólfsson 9/5 og
Friðrik Jóhannsson 9 flest mörk Ármenninga.
Leik Týs og ÍA, sem vera átti í Vestmannaeyjum í
gær í 3. deild var frestað. Akurncsíngar komust ekki
til Eyja. Afturelding sigrafli Gróttu 20—18 í
dcildinni nýlega og er efst mcð 20 stig eftir 12 leiki.
Týr hefur 19 stig eftir 10 leiki og þessi lið eiga að
leika 1 Vestmannaeyjum á morgun, fimmtudag. Þá
er fyrirhugað að Þór og Ármann leiki þar i 2. deild á
föstudag.
Dinamo Kiev
slegið ut
Sovézku meistararnir í knattspymu — og hand-
hafar sovézka bikarsins — Dynamo Kiev var slegið
út í sovézku bikarkeppninni i gær. Tapaði þá fyrir
liði hersins í átta liða úrslitum. Hermennirnir skor-
uðu eitt mark í leiknum og það nægfli. Moskva
Dynamo, Dynamo Tbilisi og Karpaty Ivov komusl
einnig i undanúrslit bikarkeppninnar. Úrslit:
Moskva Dynamo—Moskva Spartak 3—0
Tbilisi Dynamo—Vængirnir 2—0
Karpaty Ivov—Pamir Dushanbe 3—1
Partizan vann í
Korac-bikarnum
Partizan Belgrad, Júgóslavíu, hélt Evróputitli
sínum i körfuknattleik, þegar liðið sigraði Sebastian
Arrigoni Rieti 108—98 í úrslitum Korac-bikarsins i
Belgrad i gær. Staðan í hálfleik var 54—54. Partízan
var sterkara Uflið nær allan leikinn og júgóslavneski
landsliðsmaðurinn Dragan Kicanovic átti hreint frá-
bæran leik. Skoraði 41 stig fyrir lið sitt.
Hjá ítalska liðinu bar mest á bandarísku ieik-
mönnunum Meely og Sojuner, en þeim tókst þó ekki
að hamla gegn slórleik júgóslavneska liðsins. Mcely
var stigahæstur með 30 stig en Sojuner skoraði 29
stig. Íþróttuhöllin í Belgrad var þéttskipuð — sex
þúsund áhnrfendur.
Staðan í 1. deild
Slaflan í 1. deildinni er nú þannig eftir sigur Vals-
mannu i gærkvöld.
Valur 11 10 1 0 206-
Vikingur 11
FH 12
Fram 12
Haukar 11
ÍR 12
HK 12
Fylkir 11
Markhæstu leikmenn:
Geir Hallsteinsson, FH, 83/29
HörðurHarðarson, Haukum, 71/25
Stefán Halldórsson, HK, 63/17
Gústaf Bjömsson, Fram, 63/30
* Atli Hilmarsson, Fram, 62/8
Næsti lcikur er á laugardag kl. 14.00 að Varmá.
Þá leika HK og FH. ■ Víkingur-Haukar leikar á
sunnudag ki. 19.00 i Laugardalshöll — Valur-ÍR á
mánudagkl. 21.
164 21
9 1 1 269—215 19
6 1 5 255-245 13
5 1 6 241—270 11
4 2 5 226—233 10
3 1 8 214—236 7
2 2 8 187—211 6
1 3 7 194—217 5
Þafl var mikil keppni i ýmsum flokkum i Víðavangshlaupi Islands á Miklatúni á sunnudag. Hér eru strákar að leggja af stað — og áhuginn geislar af andlitum þeirra.
DB-mynd Bjaraleifur.
Leikmenn Vals tóku litla
bróðurinn í kennslustund
—Valur vann auðveldan sigur á Haukum í Hafnarfirði í gærkvöld, 27-18
Sterkur varnarleikur — frábær
markvarzla, einkum Ólafs Benedikts-
sonar í siðari hálfleik — og mikil
markaskorun Jóns Péturs og Jóns
Karlssonar lögðu grunn að stórsigri
Vals gegn Haukum í 1. deild íslands-
mótsins í handknattleik i Hafnarfirði í
gær. Lokatölur 27—18 fyrir Val og eins
og Valsmenn léku i síðari hálfleiknum
verður erfitt að ná íslandsmeistara-
titlinum af þeim. Þeir tóku litla bróður
í kennslustund í íþróttahúsinu i
Hafnarfirði — þar var ekkert sameigin-
legt með félögunum nema það að þau
eru bæði stofnuð út frá KFUM — félög
með ránfuglanöfnum. Og Valur rændi
senunni i gær.
Þó svo Valsmenn skoruðu tvö fyrstu
mörkin i leiknum voru þeir þó heldur
lengi að hita sig upp í haminn, sem átti
eftir að koma. Haukar jöfnuðu og
komust yfir, 3—2, síðan 6—4, og þar
var aðeins stórgóð markvarzla Brynjars
Kvaran í marki Vals, sem kom í veg
fyrir að forusta Hauka yrði meiri.
Hörður Harðarson var Valsmönnum
erfiður — skoraði fjögur af sex fyrstu
mörkum Hauka. En Valsmenn sáu
fljótt við þeim leka — Bjarni
Guðmundsson tók Hörð úr umferð,
það svo, að Hörður kom lítið við sögu
það sem eftir lifði leiksins. Valur
jafnaði i 7—7 og síðan sáust allar jafn-
teflistölur upp í 12—12 í fyrri hálf-
leiknum. Brynjar dalaði talsvert í
markvörzlu sinni, þegar leið á hálf-
leikinn.
í síðari hálfleiknum kom Óli Ben í
mark Vals — og lokaði marki sínu.
Valsmenn skoruðu þrjú fyrstu mörk
hálfleiksins, og þó varði Ólafur
Guðjónsson, bezti maður Hauka í
leiknum, viti frá Jóni Karlssyni. Hauk-
ar brotnuðu algjörlega — leikur þeirra
var ákaflega slakur. Sendu jafnvel
knöttinn oftar beint til mótherja eða
útaf en til samherja. Það kann ekki
góðri lukku að stýra gegn jafn sterku
liði og Valur hefur á að skipa. Mörkin
hlóðust líka upp — Valsmenn höfðu
gífurlega yfirburði. Fyrstu 22 mín.
hálfleiksins þurfti Óli Ben. aðeins að
hirða knöttinn tvívegis úr marki sínu,
eftir víti Harðar og línuskot Árna
Sverrissonar.
Valsmenn skoruðu og skoruðu.
Komust úr 12—12 í 20—14, síðan 23—
15. Lokakaflinn var mjög kæruleysis-
lega leikinn af báðum liðum. Valsmenn
slökuðu á — skemmtu sér — og
skoruðu fjögur mörk gegn þremur
mörkum Hauka Iokakaflann. Haukar
misnotuðu þrjú víti í hálfleiknum.
Þegar á heildina er litið voru Vals-
menn mjög sterkir í þessum leik. Mark-
vörzlu Óla bar hæst og vömin var þétt
fyrir—enda erfitt að komast í gegnum
hálft tonn! — Fyrsta stundarfjórðung
leiksins var þó ekki meistarabragur á
leik Vals en það breyttist mjög til hins
betra, þegar Jón H. Karlsson kom inn.
Þá fór spilið að fljóta. Jón skoraði líka
grimmt — ekki nein hörkuskot en ná-
kvæm, og hann var jafnvígur á báðar
hendur. Um leik Hauka að þessu sinni
er bezt að hafa sem fæst orð — jafnvel
ÓliJó varekkisjálfumsérlíkur.
Mörk Vals í leiknum skoruðu Jón
Pétur8/1. Jón Karlsson 7/1, Þorbjörn
Guðm. 5, Bjarni 3, Steindór Gunnars-
son 2, Stefán Gunnarsson og Brynjar
Harðarson eitt hvor. Mörk Hauka.
Hörður 6/2, Árni 3, Andrés Kristjáns-
son 2, Júlíus Pálsson 2, Jón Hauksson
2/1, Þórir Gislason, Ingimar Haralds-
son og Ólafur Jóhannesson eitt hver.
Dómarar Björn Kristjánsson og Karl
Jóhannsson. Haukar fengu sex víti —
misnotuðu þrjú — Valu.r þrjú víti, eitt
misnotað. Einn leikmaður Hauka,
Ingimar Haraldsson, rekinn af velli.
Þrír Valsmenn, Þorbjörn, Jenss., Þor-
björn Guðm. og svo Stefán Gunnars-
son tvívegis. -hsím.
Enn styrkir liverpool
stöðu sína í 1. deild!
—Sigraöi Úlf ana 2-0 á Anfield í gærkvöld
Liverpool styrkti enn stöðu sina á
toppi 1. deildarinnar ensku, þegar liðið
vann auðveldan sigur á Úlfunum, 2—0,
á Anfield i gærkvöld. Það var sjötti
tapleikur Úlfanna i röð á útivelli. Terry
MacDermott skoraði fyrra mark
Liverpool á 36. min. og eftir fallegt
upphlaup skoraði David Johnson
síðara mark Liverpool á 49. minútu.
Margir leikir voru háðir í ensku
knattspyrnunni í gærkvöld. Úrslit urðu
þessi:
l.deild
Aston Villa-QPR 3—1
Coventry-Manc., Utd. 4—3
Liverpool-Wolves 2—0
2. deild
Bristol Rov.-Brighton 1—2
Cambridge-Millwall 2—1
Orient-Charlton 2—1
Preston-Oldham 1 — 1
3. deild
Blackpool-Shrewsbury 5—0
Bury-Oxford 1 — 1
Carlisle-Peterbro 4—1
Swansea-Watford 3—2
Swindon-Colchester 1—2
Walsall-Gillingham 0—1
4. deild
Aldershot-Bournemouth 1—0
Keppendur 82 frá sjö félögum
á unglingameistaramoti TBR
Helgina 17.—18. marz var meistara-
mót TBR i unglingaflokkum haldið i
TBR húsinu við Gnoflarvog. Mótið er
eitt stærsta unglingamótið á árinu og
voru keppendur 82 frá 7 félögum: 41
frá Tennis- og badmintonfélagið Rvk.,
5 frá badmintondeild KR. 1 frá bad-
mintondeild Vals, 21 frá Tennis- og
badmintonfél. Akraness, 5 frá Tennis-
og badmintonfél. Vestm., 8 frá Stjörn-
unni og 1 frá Tennis- og badmintonfél.
Hafnarfjarflar.
Á laugardeginum var spilaö fram í úrslit i öUum
greinum, en úrslitalcikirnir voru svo leiknir á sunnu-
dag.
Voru margir lcikjanna mjög spennandi, og var
mikið um oddaleiki.
En úrslit fóru sem hér segir;
Hnokkar, einliöa.:
Árni Þór HaJlgrímsson ÍA sigraði Ingólf Helgason
ÍA 11—7,8—11 og 11—4.
Tátureinlíða!.:
Guðrún Ýr Gunnarsdóttir ÍA sigraði Guörúnu
Júliusdóttur TBR 4—11, 11—7, 12—11.
Hnokkar tviliðal.:
Árni Þór Hallgrímsson og Valdimar Sigurðsson, ÍA,
sigruðu Snorra Ingvason og Pétur Lentz TBR 15—2,
18—5.
Tátur, tvUiðal.:
Guðrún Júliusdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir TBR
sigruðu Ástu Sigurðardóttur og Maríu Finnboga-
dótturÍA, 15—7, 15—6.
Hnokkar—tátur tvenndarl.:
Arni Þór Hallgrímsson og Ásta’ Sigurðardóttir ÍA
sigruðu Ingólf Helgason og Maríu Finnbogadóttur
ÍA 18-15,7-15, 15—12.
Sveinar einliðal.:
Indriði Björnsson TBR sigraöi Pétur Hjálmtýsson
TBR 11—5,5—11 og 12—10.
Meyjareinliðal.:
Inga Kjartansdóttir TBR sigraði Þórdísi Edwald
TBR 12—10, 11—6.
SveinartvUiðal.:
Indriði Biörnsson og Fritz Bcrndsen TBR sigruöu
Pétur Hjámtýsson og Kára Kárason TBR 15—9,
15—5.
MeyjartvUiðal.:
Þórdís Edwald og Inga Kjartansdóttir TBR sigruðu
Elísabetu Þórðardóttur og Elínu Helenu Bjamadótt-
urTBR 17—14, 15—8.
Sveinar—meyjar tvenndarl.:
Pétur Hjálmtýsson og Inga Kjartansdóttir TBR sigr-
uðu Indríða Bjömsson og Þórdisi Edwald TBR 13—
18, 15—6, 15—7.
Drengir einliðal.:
Þorgeir Jóhannsson TBR sigraði Þorstein Pál
Hængsson TBR 11—5, 11—4.
Telpur einliðal.:
Bryndis Hilmarsdóttir TBR sigraði Þórunni Óskars-
dóttur KR 11—2,11—3.
Drengir tvUiðai.:
Þorgeir Jóhannsson og Þorsteinn Páll Hængsson
TBR sigruðu Gunnar Björnsson og Hauk Birgisson
TBR 15-2, 15-9.
TelpurtvUiðal.:
Hafdis Georgsdóttir og Ágústa Kristjánsdóttir TBV
sigmðu Jóhönnu Gunnlaugsdóttur og ósk Friðriks-
dóttur TBV 15—2, 15—10.
Drengir—telpur tvenndarl.:
Þorgeir Jóhannsson og Bryndís Hilmarsdóttir TBR
sigruðu Þorstein Pál Hængsson TBR og Þórunni
Óskarsdóttur KR 15—1, 15—7.
Piltareinliðal.:
Guðmundur Adolfsson TBR sigraði Óskar Bragason
KR 15—2, 15—7.
Stúlkureinliðal.:
Kristín Magnúsdóttir TBR sigraði Sif Friðleifsdóttur
KR 11—1, 11—2.
Viltar tvíliðal.:
Skarphéðinn Garðarsson TBR og Guðmundur
Adolfsson TBR sigmðu óskar Bragason og Friðrik
HalldórssonKR 15—9, 15—4.
StúlkurtvUiðal.:
Kristin Magnúsdóttir og Bryndis Hilmarsdóttir TBR
sigmðu Sif Friðleifsdóttur og örnu Steinsen KR 9—
15, 15—4, 15—9.
Piltar—stúlkur:
Guðmundur Adolfsson og Kristín Magnúsdóttir
TBR sigruðu Óskar Bragason og Sif Friðleifsdóttur
KR 15—2, \é—10.
Doncaster-Reading 2—2
Scunthorpe-Northampton 0—3
Wimbledon-Grimsby 0—1
York-Newport 1—2
Liverpool hefur nú fjögurra stiga
forustu í 1. deild. Hefur hlotið 46 stig
úr 29 leikjum. Everton er í næsta sæti
með 42 stig úr 31 leik. Eina liðið, sem
virðist geta ógnað sigri Liverpool er
WBA, sem aðeins hefur tapað tveimur
stigum meir en Liverpool. Hefur 38 stig
úr 26 leikjum. Aston Villa færðist upp í
sjöunda sæti eftir sigurinn á QPR í gær
— hefur 31 stig úr 27 leikjum og hefur
aðeins tapað einu stigi meira en
Arsenal og Leeds, sem eru í 4.-5. sæti
með 38 stig úr 30 leikjum.
Spenna er nú mikil á botninum. Þar
er staðan:
Derby 29 8
Bolton 27 7
QPR 31 5
Wolves 29 8
Chelsea 30 4
Birmingham 29 4
Coventry vann sinn fyrsta heima-
sigur á árinu — vann Man. Utd. Barry
Powell skoraði strax á 1. mínútunni og
Garry Thompson kom Coventry í 2—0
eftir 8. mínútur. Steve Coppell
minnkaði muninn í 2—1 en Tommy
Hutchison og Bobby MacDonald komu
Coventry í 4—1 með mörkum rétt fyrir
og eftir hálfleikinn. Coppell skoraði
aftur og Sammy Mcllroy þriðja mark
United beint úr aukaspyrnu.
Brighton jók forustu sína í þrjú stig
í 2. deild — og hefur nú hlotið sjö stig
úr síðustu fjórum útileikjum sínum.
Peter Ward skoraði bæði mörk liðsins í
Bristol. Efstu liðin í 3. deild töpuðu
bæði. Swansea vann Watford og þar
var miðvörður Watford, Steve Sims,
rekinn af velli. Shrewsbury steinlá í
Blackpool.
6 15 30—52 22
7 13 34—49 21
10 16 30—49 20
4 17 26—51 20
7 19 30—61 15
5 20 25—43 13
Loks tókst Borussia Mönchen-
gladbach að sigra enskt lið!
— Borussia sló Man. City út í UEFA-keppninni íknattspymu ígær
Borussia Mönchengladbach,
Vestur-Þýzkalandi, tryggði sér í gær
rétt í undanúrslit UEFA-keppninnar
eftir auðveldan sigur, 3—1, á Manch.
City í Mönchengladbach i síöari leik
liðanna. Samanlagt þvi 4—2 því fyrri
leik liðanna á Maine Road lauk með
jafntefli 1—1.
Það merkilega er að þetta er í fyrsta
skipti, sem hið kunna þýzka lið slær
enskt lið út í Evrópukeppni — ensk lið:
hafa ávallt sigrað það áður m.a.
Liverpool, sem sigraði Borussia í úr-
slitum Evrópubikarsins — keppni
meistaraliða fyrir tveimur árum — og
sló Borussia út í undanúrslitum þeirrar
keppni í fyrra. Borussia sigraði í
UEFA-keppninni 1975.
Það var aldrei vafi á því hvort liðið
var sterkara í gær í Mönchengladbach.
Þýzka liðið komst í 3—0 áður en
Pólverjinn Deyna skoraði eina mark
Man. City. Rétt fyrir hálfleik skoraði
Christian Kulik fyrsta mark leiksins —
og Hans-Giinter Bruns kom Borussia í
2—0 í byrjun síðari hálfleiks. Á 70.
mín. hurfu allar vonir enska liðsins um
björgun. Karl DeFHaye skoraði þá
þriðja markið. EUefu mínútum fyrir
leikslok skoraði Deyna eina mark City
en hann hafði komið inn sem vara-
maður. Þeir Colin Bell og Brian Kidd
voru ekki valdir í lið Manch. City —
sátu á varamannabekkjum, en tveir
kornungir leikmenn voru í City-liðinu.
Sóknarmenn Borussia léku varnar-
menn City oft grátt í leiknum og 35
þúsund áhorfendur voru heldur betur
með á nótunum.
Þetta var eini leikurinn í
Evrópumótúnum í gær en í kvöld verða
margir leikir í þeim. Þá leika Rangers
og Köln í Glasgow, Grasshoppers og
Nottingham Forest i Zurich, og Malmö
FF og Wisla Krakow, Póllandi, i
Malmö í Evrópubikarnum, keppni
meistaraliða.
12. tbl. 41. árg. 22. mars 1979
Verðkr.700
L0G L0I
ER BAI
EFTR
DEYJA
B/aöamaður
Daytop Vi/lage
í New York,
en þaðan
snúa um 90% ehuriyfja-
sjúkiinga aftur tH heilbrígðs fífs