Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.04.1979, Qupperneq 6

Dagblaðið - 03.04.1979, Qupperneq 6
DAGBLADIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979. IMI Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar ^ | p Vonarstraeti 4 sími 25500 C auglýsir eftirtaldar stöður , lausar til umsóknar: 1. Stöðu deildarsálfræðings við fjölskyldudeild stofnunarinnar, a.m.k. 3ja ára starfsreynsla skilyrði. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirmaður fjölskyldudeildar. 2. 70% staða ritara, sem staðsettur verður í útibúi stofnunarinnar í Asparfelli 12. 3. 50% staða skrifstofumanns hjá Heimilis- hjálp og þjónustu, Tjarnargötu 11. I Upplýsingar um tvær síðastnefndu stöðurnar 1 veitir skrifstofustjóri. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist skrifstofustjóra fyrir 22. apríl nk. ________________________________________________J LEIKLISTARSKÓLI ÍSLANDS auglýsir inntöku nýrra nemenda sem hefja nám haustið 1979. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingum um inntökuna og námið í skólanum liggja frammi á skrifstofu skólans, Lækjargötu 14B. Sími 25020. Skrifstofan er opin frá kl. 9 til 15 alla virka daga. Hægt er að fá öll gögn send í pósti ef óskað er. Umsóknir verða að hafa borist skrifstofu skólans í ábyrgðarpósti, eða skilað þangað fyrir 15. maí nk. Sk6.a,«i6n. Sportúlpurnar vin- sœlu komnar aftur. Póstsendum. Laugavegi 66, sími 12815. Melissa börnin: Olpur, buxur, margar gerðir, peysur, vesti, kjólar, pils og mittisjakkar, margar gerðir og litir. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Nýir kjólar, pils, peysur, vesti, huxur og mittisjaki.ar, margar gerðir. Harrisburg: £r kjamorkuver- ið taliö ónýtt? —óvíst að viðgerð borgi sig á hinu þrjú hundruð milljarða orkuveri en hætta á geislavirkni nú talin mjðg í rénun Ekki er talið ljóst hvort muni borga sig að gera við skemmdirnar á kjarnorkuverinu við Harrisburg sem mest hefur veriö í fréttum að undan- förnu vegna bilunar í öryggisbúnaði. Kom þetta fram í tilkynningu fráeig- endum versins, sem er almennings- hlutafélag í Pennsylvaníufylki og heitir Metropolitan Edison Ljóst er að skemmdir hafa orðið mjög miklar á orkuverinu, sem talið var nærri þrjú hundruð milljarða virði, talið í íslenzkum krónum. Á miðvikudaginn var bilaði kælikerfi við kjarnaofn og fór að bera á leka á geislavirkum efnum, sem mjög erfitt var að geyma eöa losna við án þess að hleypa út i andrúmsloftið. Munu stjórnendur orkuversins hafa gert það án þess að gefa um það nokkra tilkynningu áður og hafa hlotið mikla gagnrýni fyrir. Einnig hafa þeir verið gagnrýndir harðlega fyrir að hafa reynt að leyna biluninni í lengstu lög og gera sem minnst úr henni í byrjun. Sérfræðingar segja að nú hafi mjög dregið úr allri hættu af geisla- virkum efnum og hitinn á kjarna- ofninum hafi minnkað mjög. Gera menn sér vonir um að mesta hættan af biluninni á orkuverinu sé nú liðin hjá. Nokkur hópur þungaðra kvenna og barna var fluttur frá svæðum næst kjarnorkuverinu. Er þeim talin geta stafað sérstök hætta af geisla- virkninni einkum þar sem afleiðingar hennar geta dulizt í mörg ár og að því er sumir segja í marga ættliði. f Fjölmargir leggja leið sina á hverju ári til Sviss til að stunda þar skiðaiþróttina. Hafa Svisslendingar af þvi göðar tekjur en munu nú nokkuð áhyggjufullir vegna þess að gestum hefur nokkuð fækkað þó þeir gefi enn af sér drjúgar tekjur. Spánn: Vinstri mönnum spáð bætt- um árangri í bæ jarstjórnar- kosningum i dag Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér nýjar bæjar- og sveitarstjómir. Eru það hinar fyrstu slíkar kosningar síðan borgara- styrjöldinni lauk í landinu árið 1939 og Franco hershöfðingi komst til valda. Kosnir verða átta þúsund borgarstjórar og sextíu og fimm þúsund sveitarstjómarfulltrúar. Þeir hafa nú um langt árabil veriö valdir af stjóm Francos, sem stjómaði ríkinu meö opinberum embættis- mönnum, sern fylgdust náið með lífi hins almenna Spánverja og stjórnaði því í umboði stjórnar Francos í Madrid. Kosningarnar i dag koma í kjölfar almennra þingkosninga á Spáni, sem haldnar vom í síðasta mánuði. Þar bar Miðdemókratasamband Adolfo Suarez forsætisráðherra sigur úr býtum gegn flokkum sósíalista og kommúnista. Búizt er við þvi að vinstri flokkarnir tveir nái betri árangri í kosningunum í dag. Adolfo Suarez forsætisráðherra mun tilkynna breytingar á stjórn sinni í dag. Er talið að það verði gert áður en úrslit sveitarstjómarkosning- anna liggja fyrir. Ekkert hefur verið látið uppi um fyrirhugaðar breyt- ingar en ekki er búizt við að þær verði verulegar.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.