Dagblaðið - 03.04.1979, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979.
Rektorskjör við Háskóla íslands:
ÚRSUTIN RÁÐAST
Kjör rektors við Háskóla íslands
fer fram í hátíðasal Háskóla íslands i
dag kl. 9—18. Kjörgengir eru allir
skipaðir prófessorar háskólans, 72 að
tölu.
Atkvæðisrétt eiga allir prófessorar-
ar, dósentar og lektorar og auk þess
allir háskólamenntaðir starfsmenn
háskólans og stofnana hans sem fast-
ráðnir eru eða settir til fulls starfs.
Eru þeir 286 talsins.
Allir stúdentar, sem skrásettir voru
í háskólann tveimur mánuðum fyrir
kjördag, hafa atkvæðisrétt. Eru þeir
2871 að tölu. Atkvæði stúdenta gilda
1/3 af heildaratkvæðamagni en at-
kvæði annarra atkvæðisbærra
manna 2/3. Breytir hér engu hversu
ÍDAG
margir stúdentar kjósa. Hlutur þeirra
verður alltaf 1/3 af heildaratkvæð-
um.
Dagblaðið hafði samband við þá
tvo prófessora sem efstir urðu í próf-
kjörinu 1. marz síðastliðinn og
spurði þá hvaða mál þeir mundu
helzt leggja áherzlu á næðu þeir
kjöri. Fara svör þeirra hér á eftir.
-GAJ
Að auka sjálfstæði skólans
— segir Guðmundur Magnússon
prófessor
„Ég tel að þarna sé verið að kjósa
framkvæmdastjóra sem eigi að hafa
skoðun og áhrif á stefnumótun og sé
eins og fremstur meðal jafningja,”
sagði Guðmundur Magnússon prófess-
or.
,,Ég legg áherzlu á að áframhald
verði á byggingarframkvæmdum, sem-
þarf að koma í verk á næstu árum, og
eflingu vísindalega þáttarins í starfinu
en hann hefur orðið meira útundan en
ástæða er til. Þá tel ég þýðingarmikið
að auka sjálfstæði skólans í fram-
kvæmdum og notkun fjár. Félagslega
aðstöðu kennara og nemenda þarf að
bæta og ekki má heldur gleyma iþrótta-
málunum alveg,” sagði Guðmundur
Magnússon að lokum.
- GAJ
Guðmundur Magnússon, prófessor í
viðskiptafræðideild.
Að ef la rannsóknar-
— segirSigurjón
Björnsson prófessor
,,Það eru að sjálfsögðu mörg mál
sem ég hef áhuga á. Næði ég kjöri
mundi ég eins og hver annar rektor
vinna áfram að skipulags- og bygg-
ingarmálum. Það eru þau mál sem
verið er að vinna að,” sagði Sigurjón
Björnsson prófessor.
„í öðru lagi er það mikið áhugamál
mitt að efla rannsóknastarfið innan
Háskólans verulega og í þriðja lagi tel
ég mjög nauðsynlegt að taka upp
ákveðna stefnu gagnvart ríkisvaldinu í
fjárveitingarmálum og efla sjálfstæði
Háskólans um notkun fjárveitinga. Þá
tel ég nauðsynlegt að auka sjálfsfor-
ræði deildanna bæði í sambandi við
nýtingu fjármagns, skipulagsmál og
stjórnun almennt séð. Það tel ég mjög
æskilegt,” sagði Sigurjón að lokum.
- GAJ
Sigurjón Björnsson, prófessor i félags-
vísindadeild.
Stundakennarar
fá ekki að
Vegna rektorskjörs við Háskóla
íslands vekja samtök stundakennara
athygli á því að stundakennarar hafa
ekki atkvæðisrétt í kosningum þessum
kjósa
eins og aðrir kennarar, starfsfólk og
stúdentar í skólanum. Stundakennarar
annast meira en helming allrar háskóla-
kennslu. - GAJ
Skólahljómsveit Hafnarfjarðar
AF ÁHUGA EINUM SAMAN
Oft hafa menn getað hnakkrifist
um það, hvort taka beri iðkun tón-
listar áhugamanna jafnhátíðlega og
ef um atvinnumenn er að ræða. Er
virkilega hægt að leggja svipaðan
dóm á það fólk sem kemur saman
einu sinni til tvisvar í viku að „æfa
saman lítið lag” og þá sem fremja
kúnstina á hverjum degi og þiggja
laun fyrir? Flestir þessara hópa halda
hvort eð er ekki nema eina hljómleika
á starfsári, nema þeir þurfi að vera til
taks þegar halda á hátíð, og þá skulu
þessir hópar kvitta fyrir bæjarstyrk-
inn með pompi og prakt. En — það
er einmitt þetta fólk sem leggur
grunninn að hinu göfuga tónlistarlífi
þjóðarinnar. Um þetta gildir ná-
kvæmlega það sama og i íþróttum,
að því fleiri sem iðkendurnir eru því
meiri von er að eignast afreksmenn á
heimsmælikvarða. Ef mér verður það
á að ætla að gera lítið úr framlagi
þessa fólks og því sem það leggur á
sig, án þess að fá krónu fyrir, þá
kemur mér alltaf í hug smáatvik sem
snýr mér frá villu míns vegar. Það var
vinur minn túpuleikarinn sem kom
aðeins of seint á æfingu og bað mig
innilega afsökunar; honum hafði
dvalist við að beita siðasta bjóðið og
leyfði sér að gleypa í sig matarögn á
meðan hann skrúbbaði af sér. Þetta
eru mínir menn og slíkir eiga allt gott
skilið.
Tveir af þessum áhugamannahóp-
um héldu hljómleika nú um helgina;
Samkór Kópavogs og Lúðrasveit
Hafnarfjarðar.
Með nóturnar
í hausnum
Samkór Kópavogs þrítók sína tón-
leika á föstudag og laugardag i
Félagsheimili Kópavogs. Salur
Félagsheimilisins er steindautt
kramarhús og til allt annarra hluta
brúklegur en að fremja í honum
hljómlist, allra síst af veikradda kór.
Bæjaryfirvöldin ættu því til dæmis
að hafa í huga hvort ekki mætti reyna
að koma fyrir skikkanlegri hljóm-
leikaaðstöðu þegar þeir fara að
byggja yfir gjöf Gerðar heitinnar
Helgadóttur. En fieira hrjáði en
hljómburðarleysi í salnum. Efnis-
skráin í sinni smekklegu prentun leit
svo sem nógu sakleysislega út en var
því miður kórnum fullerfið. Fyrri-
hlutinn, sem samanstóö af íslenskum
sönglagaperlum í útsetningum
meistaranna Jóns Ásgeirssonar, Jan
Moraveks og Jónasar Tómassonar,
sannaði aðeins, sem vitað var fyrir,
að ekkert vantaði upp á kunnáttu
þeirra þriggja í sínu handverki.
Seinni hlutinn var svo af erlendum
toga sem endaði með Sveitabrúð-
kaupi Södermans, i Gröndalsþýðing-
unni. Undir lokin var kórinn loks bú-
inn að syngja sig i „stuð” og þá gekk
allt miklu betur. Vonandi hafa þau
náð „stuðinu” strax í upphafi hinna
tveggja hljómleikanna. Það má segja
kómum til hróss að hann syngur
hreint og fólkið nennir að læra texta
og raddir utan að svo það hefur nót-
urnar í hausnum í stað þess að vera
með hausinn ofan í nótunum. Kristín
Jóhannesdóttir er duglegur stjóm-
andi og ef henni tekst að hrista úr
kómum árans taugaspennuna verður
hann vel frambærilegur áður en var-
ir.
Gullu lúðrar í höll
Lúðrasveit Hafnarfjarðar hélt sína
hljómleika á laugardag í íþróttahöll-
inni þeirra í Firðinum. f einu orði
sagt: þessir hljómleikar voru stór-
góðir. Lúðrasveit Hafnarfjarðar
heppnaðist allt sem hægt er að ætlast
til að heppnist hjá íslenskri lúðra-
sveit. Sveitin nýtur þeirrar gæfu að
hafa nóg rúm fyrir nýliða og fellur
ekki í þá gryfju að setja upp glæsi-
prógramm byggt á leigðum atvinnu-
mönnum sem síðan hverfa úr hópn-
um að hljómleikum loknum. Sveitin
er vel öguð og velur sér verkefni við
hæfi. Efnisskráin var í hefðbundnum
stíl og vel uppsett. Hljómleikarnir
hófust stundvíslega með Florentiner-
marsinum og síðan rann efnisskráin
snurðulaust og af öryggi. Gafiara-
mars Atla Guðlaugssonar var fmm-
fiuttur — gerðu meira af þessu
Atli — og fyrri hluti hljómleikanna
svo tæmdur með Tjarnarmarsi Páls
P. Pálssonar og þar kom einmitt
styrkur L.H. hvað best i ljós, nefni-
lega hinar vel mönnuðu milli- og
undirraddir sem annars vill oft vera
vant hjá íslenskum lúðrasveitum.
Eftir hlé kom svo Skólahljómsveit
Hafnarfjarðar skemmtilega á óvart.
Altalað hefur verið að hún hafi verið
höfð í algjöru fjársvelti undanfarið
hjá bæjaryfirvöldum og svona á ein-
mitt að fara að því að ná árangri. 19
krakkar, með einhvern samtíning af
gömlum lúðrum, blésu eins og englar
undir stjóm Reynis Guðnasonar. Já,
það var hressandi tilbreyting að heyra
í krökkum sem aldir eru upp við það
frá byrjun að blása hreint og af
smekkvísi í stað þess að freta hver í
sínu horni. Einmitt! Bara að svelta —
það var lóðið. Svo lauk ,,stóra lúðra-
sveitin” hljómleikunum með sama
glæsibrag undir öruggri handleiðslu
Hans Ploders Franssonar. Takk fyrir
skemmtunina.
„Sjaldan hefur blás-
aramúsík farið
jafn þægilega
í taugarnar á mér”
íslenski blásarakvintettinn.
Tónleikar í Bústaóakirkju á vegum Kammer-
múslcklúbbsins (frestaöfrá 12. mars).
Efnisskrá:
Kvintett, opus 43, eftir CaH Nieben,
Kvartett nr. 6 eftir Rossini,
Þrjú stutt stykki eftir Jacques Ibert,
Dúó fyrir klarinettu og fagott, eftir Beethoven,
Kvintett eftir Hector VHIa Lobos.
Undramargir lögðu leið sína í Bú-
staðakirkju í gærkvöldi þótt illa
hefði verið auglýst og halda hefði átt
tónleikana fyrir þremur vikum. En
þangað fór enginn fýluferð.
Þeim félögum hefur tekist að móta
heilsteyptan kvintett þótt músík-
menntun sína hafi þeir sótt í þrjár
ólíkar áttir.
Þau hjónin Manuela og Sigurður
Ingvi eru fulltrúar austurrískrar tón-
menntar eins og hún gerist best. Þeir
Stephensenbræður sóttu sína mennt-
un til heimsborgarinnar London en
Hafsteinn hélt vestur um haf og nam
við Curtis skólann. ÖU þættu þau
gjaldgeng í góðum hljómsveitum úti í
heimi og stundum veltir maður því
fyrir sér hvaö dragi fólk aftur heim.
Eða hefur nokkrum manni dottið í
hug að kalla hana Manuelu „tengda-
dóttur íslands”? Nei, slíkt er ekki
brúkað um listafólk af erlendum
uppruna sem gerist „alvöru” íslend-
ingar og deilir með okkur kjörum i
súru og sætu.
Allt í liðinn
Það tók þau brot framan af fyrsta
kaflanum í Nielsenkvintettinum að
ná saman en þegar komið var fram i
menúettinn var allt smollið í lið.
Þessi kvintett hans Nielsens er annars
skrambi gott verk og líklega hættir
okkur til að vanmeta Nielsen af því
að hann var danskur.
Rossinikvartettinn var leikinn af
glæsibrag og gáska, eins og raunar
tilheyrir. Það er rétt eins og Rossini
hafi tekið tréblásararaddir úr nokkr-
um af forleikjum sínum og dembt
saman i eitt hressilegt sælkerasalat.
Litlu stykkin hans Iberts, þrælerf-
ið, hljómuðu eins og þau áttu að
gera, svona rétt eins og það væri ekki
nokkur vandi að spila þau.
Það er öruggt að hann Beethoven
hefur samið dúóið fyrir klarínettu og
fagott á milli þess sem hann fékk sér í
nefið, og þarna var Sigurður Ingvi í
essinu sínu, dyggilega studdur af
Hafsteini sem skilaði fagottröddinni
af stakri prýði.
Ríkislistamenn
Liklega hefur Villa Lobos gengið
um snuðrandi til að komast að hvað
væri erfiðast á hverju hljóðfæri fyrir
sig áöur en hann settist niður við að
semja kvintettinn sinn. Ekki stóö það
þeim félögum fyrir þrifum og þeir
luku þessum tónleikum með glæsi-
brag. Ég held að þessum tónleikum
verði einna best lýst i heild með hin-
um fleygu orðum Jóns í Möðrudal:
„Sjaldan hefur blásaramúsík farið
jafnþægilega í taugarnar á mér.”
Þessi „íslenski tónsnillingakvint-
ett” heldur brátt til Frakklands að
taka þátt í alþjóðakeppni. Heyrst
hefur að honum hafi verið heitið
fararstyrk sem nemur tuttugu og
fimm þúsund krónum á mann. Þetta
hlýtur annars að vera lygi, eða bara
aprílgabb. Svona hópur á að fara á
nákvæmlega sömu kjörum og aðrir
sem sendir eru á vegum ríkisins að
sækja ráðstefnur og fundi, þ.e. ferðir
greiddar og dagpeningar til uppi-
halds.
Ef vel ætti að vera ættu þeir félag-
arnir að fá leyfi frá öðrum skyldu-
störfum, á launum, i eins og þrjá má-
uði til undirbúnings slíkri keppni, en
slíkt gerist nú varla nema þau verði
Evrópumeistarar, að minnsta kosti,
fyrst.
Tónlist