Dagblaðið - 09.04.1979, Síða 10

Dagblaðið - 09.04.1979, Síða 10
10 MMBIAÐIÐ frfálst, óhád dagblað Útgsfandk DagbMUð hf. r- Framkvnmdastjóri: 8v«inn R. ÉyJ6Hason. l..*st}6ri: J6nas Ktktjántaon. 'FréttastJÖH: J6n Birglr Pétursson. R)tatj6marfu8trút Haukur Hstgason. 8krtfstofustJ6H rttstjömar Jöhannss RsyUdaL Iþróttir. Halur 8knonarson. AöstoAarfréttastj6rar. Adi 8tskwsson og Ómar VakJF marsson. MsrmingarmáfcAAalotslnn lng6lfsson. Handrit Asgrimur Pálsson. BlaAamsnn: Arma Bjamqson, Asgslr T6masson, Bragi Slgurðaaorv P6ra 8tsfánsd6ttk, Qlssur Slgurðs- son, Gunnlaugur A. J6nsson, HaMur Hsðsson, Hslgl Pétursson, J6iáas Haraldsson, Ólafur Qsksson, ólafur J6nsson. Höqpdn: Quð|6n H. Pálssori. Lj6smyndln Aml Pál Jéhannsson, Bjamlslfur RjámlaHsson, Hðrður Vlhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-. son, Svsinn Porm6ðsson. Skrtfstofustj6rt: ólsfur Eyj6Hsson. Gjaldksrk Þrálnn ÞorisHsson. 8ðlus1j6ri: Ingvar Svéinsson! Dtafflng- arstjóri: Már E.M. Hald6rsson. Rltstjóm Siðumúla 12-Afgrslösls, áskrtftadslld, auglýslngar og skrtfstofur ÞvsrhoM 11. AlhMml bMMnl ar 27022 (10 Onurl. Áskrtft 3000 kr. * nOnuði kinanland.. 1 IwismMu 150 kr. slntskiO. Sstnhng og umbrot D^gtaMIA hf. StðunkSs 12. Mynds- og ptOtugsrð: HOmk hf. MOumúls 12. Prsntun: Arvskur hf. SksHunnl 10. Opinber geðbilun Steingrímur Hermannsson land- búnaðarráðherra er um þessar mundir að reyna að smygla 3.5 milljörðum viðbótarkróna í útflutningsuppbætur landbúnaðarafurða framhjá samþykkt- um fjárlögum þessa árs. Búast má við, að honum takist þetta, þótt Alþýðu- flokkurinn þvælist enn fyrir. Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið, landbúnaðarflokkar ríkis- stjórnarinnar, hafa samþykkt að styðja þessa ráðstöf- un áalþingi. Svo kann að fara, að landbúnaðarflokkar ríkis- stjórnarinnar leiti á náðir stjórnarandstöðunnar, þriðja landbúnaðarflokksins, til að fá málið í gegn. Og ekki ætti að standa á upphafsflokki Ingólfskunnar. Smyglið fer fram á þann hátt, að ríkið fær 3,5 milljarða að láni í útlöndum. Framleiðsluráð land- búnaðarins f£":r þessa peninga til að greiða bændum uppbót á núverandi útflutningsuppbætur. Ríkið sjálft á síðan að endurgreiða lánið á 4—5 árum og verður þá í tæka tíð að finna smugur á fjárlögum næstu ára. En rikisstjórnin sleppur með 3.5 millj- arðana framhjá fjárlögum þessa árs. Með viðbótarpeningunum eru ráðgerðar útflutnings- uppbætur og niðurgreiðslur landbúnaðarafurða árið 1979 komnar upp í 27.5 milljarða króna. Það eru 6—7 milljónir króna á hvert einasta býli í landinu! Þá er ótalinn annar stuðningur ríkisins við land- búnaðinn, svo sem margvíslegir styrkir til bygginga og ræktunar, sjálfvirk lán á hagkvæmustu kjörum o& síðast en ekki sízt innflutningsbann á landbúnaðar- afurðum. Illskárra væri að borga hverjum bónda þessar 6.7 milljónir króna á ári gegn því, að hann hætti að búa, hætti að sóa gjaldeyri í olíur, tæki, áburð og fóður og hætti að íþyngja neytendum með afurðum langt yfir heimsmarkaðsverði. Sannleikurinn er sá, að erlend aðföng landbúnaðar- ins eru svo dýr, að þau jafngilda gjaldeyristekjum af útfluttum afurðum landbúnaðar og búvöruiðnaðar, svo og gjaldeyrissparnaði af því að flytja ekki inn mat á heimsmarkaðsverði. Sannleikurinn er líka sá, að Sovétmenn kaupa smjör hjá Efnahagsbandalaginu á 108 krónur kílóið meðan íslenzkir neytendur og skattgreiðendur kaupa það hjá hinum innlenda landbúnaði á 3.037 krónur. Hingað komnar mundu ársbirgðir þjóðarinnar af smjöri Efnahagsbandalagsins ekki kosta nema 200 milljónir króna, meðan ársneyzla þjóðarinnar af smjörfjalli landbúnaðarins kostar hana 4.200 milljónir króna. Innlenda smjörið er sem sagt 4 milljörðum of dýrt. Og hér er bara verið að ræða um smjörið og ekki aðrar þær landbúnaðarafurðir, sem við leyfum okkur að framleiða hér á mörkum freðmýrabeltisins, náttúru landsins til stórtjóns. Hin opinbera landbúnaðarstefna á íslandi er hrein geðbilun. Hún dregur niður lífskjörin í landinu og stuðlar að atgervisflótta úr landi. Á endanum eyðir hún sjálfstæði þjóðarinnar, ef ekki verður gripið í taumana í tæka tíð. Sú stefna landstjórnarmanna að reyna að hverfa frá offramleiðslu til framleiðslu, er miðuð sé við innan- landsmarkað, er örlitið spor í rétta átt. Hún sýnir að minnsta kosti, að þeir eru byrjaðir að átta sig. En í verki er gamla geðbilunin í fullum gangi. Frá- hvarfs frá offrammleiðslu sér hvergi áþreifanleg merki. Tilraun Steingríms Hermannssonar landbúnaðarráð- herra til að auka útflutningsuppbætur ársins um 3.5 milljarða er skýrt dæmi um þetta. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979. y Umsvíf á Svalbarða Siglingar rússnesku skipanna hafa ef til vill átt aö sýna Norðmðnnum hvað þeir væru berskjaldaðir 1 reynd. En utanríkismálastofnun Norð- manna setti einnig fram þá tUgátu, að Rússar væru að endurskoöa viðvörunarkerfi sitt. Talið er, að yfir- mönnum Rauða hersins hafi brugðið illa í brún, þegar flugvél, frá Suður- Kóreu villtist langt inn í Rússiand, í fyrravor, án jjess að nokkur varnar- sirena ræki upp tíst. Á Svalbarða hefur rússneska stjórnin leyfi til að hafa þyrfluflug- völl. Eyjan liggur ekki langt frá Sambandið milli Oslóar og Moskvu batnar á ný — eftir talsverða spennu Undanfariö ár hefur ríkt talsverð spenna miUi Norðmanna og Rússa. Ýmis smáatvik hafa vakiö grun um, að Rússar væru að reyna aö færa sig upp á skaftið gagnvart þessu grannríki — eða minnsta kosti að gá, hvað þeir kæmust upp með. Norðmenn hafa verið óánægðir með siglingar rússneskra könnunarskipa i norskri landhelgi, og aukin umsvif Rússa á Svalbarða. Eins spannst nokkur þræta út af því, að sovézk herflugvél hrapaði niður á norskt svæði. En eftir fund, sem nýlega var haldinn í Moskvu, virðist ástandið vera að batna. Þar hittust þeir varnarmálaráðherra Norðmanna, Jóhann Jörgen Holst, og Dmitri F. Ustinov, marskálkur, stéttarbróðir hans austantjalds. New York Times telur sig hafa áreiöanlegar heimUdir fyrir því, að vissar ögranir siöastliðið haust hafi vakið Ulan bifur Norðmanna. Þeir óttuðust, að rússneski björninn væri að reyna að teygja sig út fyrir skikann sinn. Um svipað leyti bárust þær fregnir frá Finnlandi, að Ustinov marskálkur, sem var þar á ferð, hefði tvívegis stungið upp á sameiginlegum heræfingum Rússa og Finna. Þessu áttu Finnar að hafa hafnað. En Norðmenn óttuðust, að í fram- haldi af þessum heræfingahug- myndum mundu Rússar krefjast þess að Norðmenn hyrfu frá því áformi að staðsetja NATO-vopn í nyrztu héruðum lands síns — til að verjast hugsanlegum árásum Rússa. Þessi ótti reyndist ástæðulaus, því Múrmansk, þar sem sovéski kjarn- orkukafbátaflotinn á sér ból. f ágúst siðastl. komust norskir blaöamenn aö þvi, að Rússar höfðu stækkað flugvöllinn og þangað var komin herþyrla, og voru Norðmenn lítið hrifnir af þessu. En ekki sauð þó upp úr milli þjóðanna tveggja fyrr en sovézk herflugvél af TU—16 gerð hrapaði á Hope-eyju, sem tilheyrir Svalbaröa, en liggur afskekkt, syöst og austast á eyjasvæðinu. Norðmenn lögðu eignarhald á „svarta kassann”, með upplýsingum um flug vélarinnar áðurj en hún hrapaöi, og neituðu að skila honum aftur þrátt fyrir kröfur Rússa. „Við bjuggumst ekki við því, að kassinn geymdi nein spennandi hern- aðarleyndarmál, ” var haft eftir norska varnarmálaráðherranum, Holst. „Við vildum bara undirstrika, að eyjan væri í okkar landhelgi.” Rússar tóku þetta óstinnt upp, birtu skammir í blöðum sínum, hættu við að senda fulltrúa sinn til Oslóar og frestuðu heimboði Jóhanns Jörgens Holsts til Moskvu. Á endanum fengu þeir svarta kassann sinn og fóru aftur að bjóða Holst varnarmálaráðherra í heimsókn, sem hann nýlega þáði. Norðmenn hafa tekið þá stefnu að vera ákveðnir og gefa ekki eftir. Þeir virðast lika vona, að Rússar sjái, að aukin spenna verður einungis til að gera Norðmenn hliðhollari NATO, sem annars sætir oft harðri gagnrýni þarflandi. IHH. Rússar settu aldrei fram slika kröfu. Hins vegar virtust þeir stundum sfðasta sumar — og haust — vera að þreifa fyrir sér um það, hvaö Norðmenn mundu vera eftirgefan- legir í utanríkispólitík sinni. Fjórtán sinnum í júlí og ágúst urðu menn þess varir að sovézk skip sigldu eða lágu i norskri landhelgi. . .. ^-----------------------

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.