Dagblaðið - 09.04.1979, Side 14

Dagblaðið - 09.04.1979, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979. handblásarinn verðfrá kr.16.020.- RQNSQN Bráðskemmttleg lamn á mörgum vanda. Ýmsar breiddir og gerðir. Atmk-eik, Palisander, Santos- palhander, Orgpine, Askur, Fura, Coto, Almur, ^ Mahony, hnota, teak. ______________________________ Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Frábaer feradngaigjöf BYGGUNG SF REYKJAVÍK Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 10. apríl kl. 20.30 að Hótel Esju. Á fundinn er boðið borgarstjóra Agli Skúla Ingibergssyni, borgarráðsmönnunum Albert Guðmundssyni, Birgi ísl. Gunnars- syni, Björgvin Guðmundssyni, Kristjáni Benediktssyni og Sigurjóni Péturssyni og framkvæmdastjóra Húsnæðismálastjórnar, Sigurði E. Guðmundssyni. Pungamiðja pðskamyndar lónabiós er samband Woody Allens við Diane Keaton sem hér sjást í myndinni. Nú er orðið stutt í páskana og af því tilefni er ætlunin að kynna lauslega það sem kvikmyndahúsin bjóða viðskiptvinum sínum að sjá um hátíðina. Að öllum líkindum munu sum kvikmyndahúsin þegar vera farin að sýna páskamyndirnar þegar þetta birtist á prenti, en önnur munu hafa frumsýninguna á hinum hefð- bundna frumsýningardegi, annan í páskum. En hér kemur listinn. Austurbæjarbíó Austurbæjarbíó mun taka til sýningar bandarisku Myndina Dog Day Afternoon sem Sidney Lumet leikstýrði 1975. Myndin fjallar um sérstætt bankarán sem var framið í Brooklyn 1972. Þrír vopnaðir menn réðust inn í bankann og tóku allt starfsfólkið til fanga. Áður en þeim tókst að ljúka verkinu hafði lögrelgan um kringt bankann og skipað þeim að gefast upp. Tals- maður ræningjanna, Sonny að nafni, krafðist þess að flogið yrði með þá úr landi gegn því að þeir slepptu gíslun- um. Þar með var þetta orðið að stór- máli í fjölmiðlum. Síðar krafðist Sonny að lögregtan sækti eiginkonu sína, en þá fyrst kom í ljós tilgangur ránsins. Eiginkonurnar reyndust tvær en önnur þeirra var ,,karl- maður” sem Sonny ætlaði að fjár- magna kynskiptingu á með ráninu. Þessi mynd hefur hvarvetna fengjð góða dóma og þótt ótrúlegt sé er hún byggð á sönnum atburði. Heyrst hefur að Sonny seldi kvik- myndaréttinn af atburðinum fyrir dá- góöa summu sem hann notaði siðan til að borga kynskiptinguna enda gaf ránið eins og gefur að skilja lítið af sér. A1 Pacino fer á kostum í hlut- verki Sonny. Gamla Bíó: Að þessu sinni verður Gamla Bíó með tvær myndir í gangi um páskana. Fyrir krakkana verður Disneymynd á boðstólum. Er það myndin GUS með þeim Edward Asner og Don Knotts í aðalhlutverk- um. Fyrir þá sem eldri eru, tekur kvikmyndahúsið til sýningar spán- nýja breska mynd, sem ber heitið The Passageog var hún gerð í fyrra undir stjórn J. Lee Thompson. Myndin er byggð á bókinni The Perilous Pass- age eftir Bruce Nicolaysen og fjallar um svaðilför flóttafólks yfir Pyrenea- fjöllin. Myndin gerist í seinni heims- styrjöldinni og segir frá visindamanni sem flýr frá Frakklandi ásamt fjöl- skyldu sinni yfir til Spánar með hjálp frönsku neðanjarðarhreyfingarinnar. Allan tímann meðan á ferðinni stendur eltir þau þýskur SS foringi sem Malcolm McDowell leikur. Af öðrum leikurum má nefna Anthony Quinn sem leikur leiðsögumanninn og James Mason. Hafnarbíó: Ekki var búið að ákveða endan- lega hvaða mynd yrði sýnd í kvik- myndahúsinu um páskana, en talið líklegt að það yrði Nasty Habits. Myndin er byggð á bókinni The Abbess of Crew og fjallar á gaman- saman máta um valdatafl í nunnuklaustri eftir andlát abba- dísarinnar. Myndin er gerð í „Watergate” stil og er Michael Lindsay-Hogg leikstjóri en aðalhlut- verkin eru í höndum Glendu Jackson og Geraldine Page. Háskólabíó: Háskólabió mun skarta hinni umtöluðu stórmynd Superman um páskana. Flestir sem kynnst hafa teiknimyndablöðum á sínum yngri árum kannast við Superman. Þessi ódauðlegi kraftakall vann sér fastan sess í hugum ungmenna um viða veröld, enda sló myndin rækilega í gegn þegar hún var frumsýnd. Arið 1948 fannst komabarn í Bandaríkjunum sem hjónin Jonathan Kent og kona hans, tóku að sér. Barnið sýndi undraverða hæfileika á unga aldri en sagan segir að það hafi komið frá plánetunni Krypton. Plá- netan var að falla í átt til sólar, svo foreldrar barnsins sendu það með eldflaug til jarðarinnar, þar sem Kent hjónin fundu það. Eftir lát fósturfor- eldra sinna, fór snáðinn í norðurátt þar sem hann hitti anda föður síns, sem fór með hann í ferðalag um himingeiminn í 12 ár til að fræðast. Þegar hann snýr til baka þrítugur að aldri, fáum við að kynnast honum sem Clark Kent, öðru nafni Superman, en Kent starfar sem blaðamaður við Daily Planet. Það sem eftir er af myndinni sýnir Super- man listir sínar og ekki má gleyma rómantísku hliðinni sem er ástar- ævintýri hans og samstarfskonu hans. Óþarfi er að kynna þessa mynd nánar þar sem hún hefur þegar hlotið mikla kynningu. Þó skal getið að Christopher Reever í hlutverki Super- man hefur fengið mjög góða dóma en hann var lítt þekktur leikari áður. Aðrir helstu leikendur eru Marlon Brando, Gene Hackman, Margot Kidder og Valerie Perrine. Laugarásbíó: Laugarásbíó er þegar byrjað að sýna páskamyndina sína sem er Vígstirnið (Battleship Galactica). Þetta er ævintýramynd, sem l'jallar um samnefnt risastórt flugstöðvar- skip. Þetta er eina geimskipið, sem nýlendubúar fjarlægs sólkerfts eiga, eftir að hafa lent í stríði við hina hálf- mennsku Cylona og borið lægri hlut. Eina lausnin sem flóttafólkið telur ráðlega er að leita plánetu sem ber heitið Jörð en þar mun hægt að fá fæði og húsaskjól. En leiðin er löng og hættuleg og Cylonar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að þeir nái takmarki sínu. Vígstirnið er fyrsta myndin hér á landi sem sýnd verður með sensurroundtækni, sem er nýleg hljómburðartækni er byggist á hljóðbylgjum af lágri tíðni sem hefur þau áhrif að áhorfendur ekki aðeins heyra tóninn heldur skynja áhrif hans einnig. Af þessu tilefni hefur Laugarásbíó sett upp mikið hátalara- kerfi sem samanstendur af átta há- tölurum fremst i salnum, auk fjögurra aftast. Hefur kvikmynda- húsið hug á að endursýna a.m.k. Earthquake, sem var ein fyrsta myndin sem tekin var upp með sensurround tækninni.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.