Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.04.1979, Qupperneq 15

Dagblaðið - 09.04.1979, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRlL 1979. Stutt rabb um páskamyndirnar —Ætlunin er að gera í stuttu máli grein fyrir þeim kvikmyndum sem borgarbúum gefst kostur á að sjá um páskana ' Innsbruck skíöafatnadurinn er eins og sniöinn á íslenska skiöamenn í íslensku veöurfari. yrði færð þangað frá Hafnarbíó. Hér verður aðeins rætt um nýjustu myndina Silfurrefirnir (The Silver Bears) þar sem hinar hafa verið sýnd- ar það lengi og hlotið umtal áður. Silfurrefirnir fjallar um hóp fjár- glæframanna sem eyða mestu af tima sínum til að plata hvorn annan. Þungamiðja myndarinnar er sviss- neskur banki sem bandarískur mafiukóngur kaupir, en bankinn er rekinn af Englendingnum Doc Fletcher sem Michael Caine leikur. Ýmsir aðrir áhrifamenn bæði í Bandaríkjunum og Englandi hafa einnig áhuga á þessum banka, svo mikil svikamilla fer í gang. Og að endinum þarf auðvitað ekki að spyrja. Þar sigrar náttúrulega sá slóttugasti. Leikstjóri er Ivan Passer en af öðrum leikurum má nefna Staphane Audran, Cybill Sheperd og David Wamer. Fljótlega upp úr páskum eða 17. apríl hefst frönsk myndavika í Regnboganum þar sem 7 myndir verða sýndar. f lok hátíðarinnar mun ætlunin að taka til sýningar hina umtöluðu mynd The Deerhunter ef allt gengur samkvæmt áætlun en það verður um líkt leiti og oscars- verðlaununum verður úthlutað en The Deerhunter er talin eiga von á stórum hluta þeirra. Af þessu sést að úr nógu verður að velja í Regnbogan- um á næstunni. Stjörnubíó: Fast á hæla Grease kemur Stjörnubíó með aðra táningamynd sem ber heitið Thank God It’s Friday. Þessi bandaríska mynd sem byggir töluvert á disco tónlistar- línunni fjallar um líflegt föstudags- kvöld í diskótekinu Zoo í Hollywood. Þangað kemur margt manna og í ýmsum tilgangi þótt flestir séu í ævintýraleit. Brátt fer að færast fjör í leikinn og fjölmörg ævintýri gerast. En segja má að kvöldið hafi orðið flestum ógleymanlegt. Leikstjórinn Robert Klane byggir myndina mikið á tónlist og dansi ásamt þeim afkáralega og oft skrautlega klæðaburði sem tíðkast I mörgum hinna stóru diskóteka. Tónabíó: Því er ekki að neita að forvitnileg- asta myndin verður hjá Tónabíó um páskana en það er Annie Hall. Þetta Keaton. Myndin virkar oft á tíðum sem sjálfsævisaga Woodys og er yfirleitt mjög hreinskilin. Hann fjallar um samband sitt við konur og sérlega þá Diane Keaton enda bjó hann í raunveruleikanum með henni um tíma. Þarna hittust tvær persónur sem höfðu það sameiginlegt að vera mjög óöruggar bæði gagnvart sjálf- um sér og umheiminum. Samt sem áðurgleymir Woody Allen ekki sinni frægu gamansemi þótt hún sé sett fram af meiri natni en oftast áður og betur i tengslum við efnið. í fyrra hlaut myndin m.a. osc- arinn fyrir bestu leikstjórn, og handrit ásamt því að vera kosin besta myndin. Þessi einlægni sem kemur fram í myndinni er sérstæð og sýnir mjög vel hug Woody AUen gagnvart viðfangsefninu. Einnig hefur leikur Diane Keaton sjaldan verið betri enda hlaut hún einnig oscarinn fyrir hann. Þá er lokið þessari stuttu saman- tekt um páskamyndirnar. Eins og að ,venju kennir ýmissa grasa svo hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nú er ekkert annað að gera en bíða eftir hátíðinni. Nýja Bíó: Nýja Bíó verður með dálítið sér- stæða mynd sem ber heitið All This and World War II. Þetta er tiltölulega óþekkt mynd frá árinu 1976 og er leikstjórinn Susan Winslow. Meginuppistaða myndar- innar eru gamlar fréttafilmur úr síðari heimstyrjöldinni auk brota úr gömium kvikmyndum sem fjöUuðu um sama efni eða hægt var að tengja striðinu. Þarna má sjá atriði úr myndun Tora Tora Tora og Patton, auk fjölda mynda sem ekki eru eins þekktar. TónUstin í myndinni er eftír þá félaga Lennon og McCartney en fiytjendur eru ýmsir þekktír Usta- menn eins og The Bee Gees, Bryan Ferry, Peter, Gabriel, Elton John, Rod Stewart og Status Quo svo ein- hverjir séu nefndir. Textar þeirra félaga Lennon og McCartney skipa stóran sess því myndefnið er valið og kUppt oft á tíðum eftir merkingu textans. Þannig verður tónUstin raunar þungamiðja myndarinnar. Regnboginn: Ekki var búiö að ganga endanlega frá hvaða myndir yrðu sýndar í öUum sölum Regnbogans en talið líklegt að ekki yrðu miklar breytingar frá því sem nú er, nema The Big Sleep Baldur Hjaltason er margverðlaunuð mynd sem Woody Allen leikstýrði með sjálfum sér í aðalhlutverki ásamt Diane Hér sjást tveir af bankaræningjunum f páskamynd Austurbæjarbiós Dog Day Afternoon. stæðulausu. Fallegur, þægilegurog níósterkur. Hannaóur af Austurískum tískufrömuóum Póstsendum samdægurs! VIÐ HLEMMTORG lAUGAVíGI 116 -5ÍMAR 14390* 26690 Kvik myndir

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.