Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.04.1979, Qupperneq 23

Dagblaðið - 09.04.1979, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979. 23 Erlend myndsjá * Einhvern veginn tengir margur maðurinn hinn svokallaða „gæsagang” her- manna við þýzku nasistana. Það mun þó vera mesti misskilningur að eigna þeim þetta sérkennilega fótaspark. Herir fjölmargra þjóða munu telja gæsaganginn sérstakan heiðursvott sem aðeins beri að viðhafa við hátiðleg tækifæri. Svo var í Egyptalandi, þegar Menachem Begin forsætisráðherra ísraels kom til höfuð- borgarinnar Kairó i fyrsta skipti á dögunum. Poul Möller fyrrverandi fjármálaráð- herra Danmerkur lætur sig ekki muna um að þramma um götur Kaupmannahafnar með spjöld þar sem skorað er á fólk að kaupa danskar vörur. Kannski eigum við von á því að þeir Halldór úr Borgar- nesi og Matthías úr Firðinum þrammi um með spjöld merkt KAUPH) ÍSLENZKT — KAL'PID ÍSLENZKTM Hressilegur göngutúr mundi i það minnsta ekki skaða blessaða mennina og ekki sakaði þó Tómas sá sem nú situr á ríkiskass- anum slægist i hóp forvera sinna. Sérdeiiis huggulegur stuttjakki sem hún Margrét Johansen i Store Regne- gade í Kaupmannahöfn hefur gert og ekki er pilsið síðra. Efnið i fiikunum er blanda af bómull, hör og gerviefni og sú sem herlegheitunum klæðist heitir Yvnnne Jensen.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.