Dagblaðið - 09.04.1979, Side 27
27
\
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979.
/' _.......
Hef nd M jallhvítar
Leikfélag Manntaskólans á Akurayri:
GRlSIR GJALDA, GÖMUL SVlN VALDA
Höfundur: Böðvar Guömundsson
Leikstjóri: Kristfn A. Úlafsdóttir
Tónlist Sverrir PáN Eriandsson.
Sjaldgæft held ég hljóti að vera að
einn og sami menntaskóli rúmi innan
sinna vébanda bæði leikritahöfund
og tónskáld — og það í hópi kennara-
liðs en ekki nemendanna sjálfra. En
svona er nú ástatt á Akureyri. Og af
þeim kringumstæðum helgast nýi
skóialeikur menntaskólans sem verið
er að leika í félagsheimilinu í Kópa-
vogi þessa dagana. Það má vel skilja
ef skólaleikarar á Akureyri þykja
öfundsverðir af þessum starfskröft-
um: áreiðanlega er á marga lund
þakklátara og skemmtilegra að fást
við heimafengið viðfangsefni af
þessu tagi heldur en nokkurra ára
gömul verkefni atvinnu-Ieikhúsanna
sem í vetur hafa verið tíðust viðfangs-
efni á skólaleikjum. Sýning Mennta-
skólans á Akureyri I Kópavogsbíó um
helgina var líka prýðilega skemmti-
leg, og haföi auk hins nýstárlega efnis
til að bera í ríkum mæli venjulega
kosti skólaleikja, fjör og glaðværð og
gáska í meðförum leiks.
Eins og fyrri leikir Böðvars
Guðmundssonar, handa Alþýðuleik-
húsinu, er Grisir gjalda. . . gagngert
saminn handa tilteknum leikhóp, og
ræðst sjálfsagt bæði efnisval og
meðferð þess af þörfum hins fjöl-
skipaða skólaleiks. Hvorugt er
reyndar ýkja nýstárlegt: Böðvar er
sem áður alveg eindreginn móralisti
þegar hann yrkir fyrir leiksvið, og
eins og áður er fyndni og hnyttni og
leikandi hagmælska aðalprýði
leiktextans. Leikritið er að sögn
helgað börnum á barnaári og yrkis-
efnið uppeldi og uppeldismál, heimur
barnsins eins og hann birtist í sögum
og ævintýrum á bók eða bíó eða í
sjónvarpi, og í veruleikanum i fjöl-
skyldu og skóla og sveitinni. Hér er
hrært í sætan graut heimi Mjall-
hvítar, Tarsans og villta vestursins
með indianum og kúrekum, og ýmis-
legum neyslu-, ítroðslu og uppeldis-
hugmyndum, siðum og venjum sam-
tíðar.
Það er nú aldeilis ekki nýtt að
vandlætast út af uppeldismálum í
leikhúsi — nýleg leikrit af svipuðu
tagi, hvort með sínu mótinu, eru
Vatnsberarnir í Alþýðuleikhúsinu,
og skólasýning Þjóðleikhússins,
Grænjaxlar, í fyrra. Skemmtilegast
þótti mér þetta takast í Grísir gjalda
þar sem efnið snerist upp í rakta
dellu, skopfærslu og skrumskælingu
hins viðtekna barnaefnis eða að sínu
leyti jafnviðtekinna uppeldishug-
mynda. Dýrðaratriði af þessu tagi í
sýningunni voru til dæmis „hefnd
Mjallhvítar” og „Tarsan frelsar
Jane” úr barnasögunum, eða þá t.d.
lýsing rútuferðar og smalamennsku
með söng sauða í sveitinni, að
ógleymdu moröinu á kennslukon-
unni. En móralinn í leiknum má
vafalaust leggja út af snertingu hinna
tveggja heima, bama og fullorðins
sem þar er öðru hverju lýst, og
ævinlega felur i sér ofbeldi og yfir-
gang, kaup og neyslu í stað mann-
legrar snertingar. Hnyttnust og háðu-
legust verður þessi tenging í lok leiks-
ins, þar sem faðirinn, nýkjörinn á
Atriði úr Grisir gjalda.
þing, frelsar börn sín ásamt Tarsan,
dvergum og indíána úr prisund gegn
því að „fá hitt” hjá kvenhetjum
barnasagnanna, Jane og Mjallhviti.
Hinir tveir heimar eru reyndar bara
einn.
En ég held sem sé að leikrit
Böðvars Guðmundssonar verði þá
skemmtilegast þegar efnið er dellu-
bornast og þar verður hæðnisádeila
hans beinskeyttust. Efnið er frjáls-
lega saman sett, atriðin laustengd i
eins konar kabarettstíl, en það sem
best tekst er býsna leikin skop-
færsla og háðfærsla alls konar
alkunnugs hugmyndaefnis sem
raunar er alveg verulegt. Og það
nýtist leikendunum býsna vel í líflegri
og ljómandi skemmtilegri sýningu.
Það má vel mæla með leikhúsferð í
Kópavog í kvöld — þá sýna Akur-
eyringar skólaleik sinn í þriðja- og
síðasta sinn hér syðra.
Tónlist
Hljóðfærið hans Jóns
Mozart af myndum með hárkollu, en
Beethoven átti liklega aldrei slikan
grip. Það leiöir aftur hugann að
hvort það hafi ekki verið ægivald
tískunnar sem réð mestu um stíl
tónverka Mozarts. Sumir telja líklegt
að e-moll messan hafi verið tilbúin
frá hans hefldi í barokstíl, en hann
hafi hreinlega ekki komist upp með
að skila henni frá sér I stil sem kom-
inn var úr tísku. Mozart þurfti að
vinna fyrir salti i grautinn eins og
annað fólk og því telja margir að
hann, af sinni alkunnu snilld, hafi
endursamiö stóra hluta hennar á
Hver fyrir
sig...
Ólöf söng Kyrie en Elísabet
Laudamus te. Báðar hafa þær stöllur
feikn góðar, miklar og vel skólaðar
raddir. Ólöf naut sín vel I Kyrie.
Laudamus er svo af allt öðru tagi,
gæti allt eins verið ein af óperuaríum
Mozarts og mann langaði svo sannar-
iega til að fara í óperuna ( hvaða
óperu?) við að heyra í Elísabetu. Þær
stöllur hefðu að skaðlausu mátt
draga örlítið meira af í Quoniam,
þegar Garðar bættist í hópinn.
Garðar hefur ekki raddstyrk á við
þær stöllur og galt þess í samsöngn-
um. Þetta kom einnig áberandi fram í
Benedictus í lokin. Garðar hefur
laglega rödd og góöan textaframburð
og bætir það honum upp styrkleysið
að töluverðu leyti. HaUdór kom vel
frá sínu hlutverki. Það er ekki bein-
síðustu stundu og af því stafi hin
mikla sundurgerð messunnar.
Hljóðfærifl
hans Jóns
Jón Stefánsson og liðsmenn hans
hafa hér með bætt enn einni skraut-
fjöður i hattinn. Jón hefur smiöað
sér gott hljóðfæri þar sem kórinn
hans er og kann líka aö leika á þaö.
Þaðgætiverið nógugaman.að fáað
heyra þau glfma við verk eins og
Sköpunina. Verk sem hljómar
fegurst I meðförum litils en góðs
kórs.
Kór Langhohsklrkju;
Tónlekar í Háteigskirkju.
Viflfangsofni: C-moll messa W. A. Mozarts,
K-427
Einsöngvarar: ólöf K. Haröardóttir, EUsabet
ErHngsdóttJr, Garflar Cortes og Halldór
VHhelmsson.
Hljóflfœraleikarar úr Sinfónfcihljómsveit
(slands.
Stjómandi: Jón Stefánsson.
Á síðasta áratug og á þessum sem
nú er aö líða varð mikil endumýjun
og viðbót I organistastéttinni. Einn af
þessum nýju mönnum er Jón Stefáns-
son. Jón hefur ekki látið sér nægja að
flytja hinn einfalda sálmasöng mess-
unnar okkar, heldur ótrauður lagt á
brattann og glímt við önnur og
erfiðari viðfangsefni.
Uppskera
erfiðisins
Er það vel, því að Jóni hefur
tekist að koma upp úrvalsgóðum kór.
Það hefur líklega kostað hæfilegan
skammt af þrjósku, bjartsýni,
dugnaði, frekju og sjálfstrausti, að
ekki sé minnst á óbilandi trú á mál-
staðinn. Uppskeran er líka eftir þvi,.
Það þola ekki allir kórar af þessari
stærö, innan við 50 manns, að
tvískipta röddum. Til þess hefur
hingað til þurft mun stærri kóra hér á
landi. Kór Langholtskirkju stendur
svo sannarlega fyrir sínu.
línis á söng Halldórs að heyra að
söngnám hans hafi farið fram í hjá-
verkum að öllu leyti. Hann stendur
fyllilega jafnfætis mörgum forfröm-
uðum söngvumm. Einsöngvararnir
stóðu sig vel en samt finnst mér eins
og þeir hefðu mátt samæfa kvartett-
inn í Benedictus betur. Þeir sungu
hann um of hver I sínu lagi.
Hljómsveit
við hæfi
Hljómsveitin skilaði sínu verki
með prýði. í svona litilli hljómsveit
reynir mjög á strengina en þeir náðu
vel saman, enda valinn maður í
hverju rúmi. Blásaraliðiö hljómaði
vel saman og það hafði á sér gott
taumhald og yfirgnæföi ekki.
Að vinna fyrir
saltinu í
grautinn
Hljómsveitarbúningur verksins er
að sjálfsögðu töluvert annar en í upp-
hafi. Til dæmis er ömggt aö homa-
raddirnar eru að stómm hluta
básúnuraddir að uppmna, en básún-
ur gegndu gjarnan því hlutverki að
styrkja fámennar karlaraddir.
Þannig hafa framfarir I hljóðfæra-
smíði breytt til muna heildarblæ
verka. Einnig tók tlska hrööum
breytingum, i tónlist ekki síður en I
klæðaburði og öðru. Viö þekkjum