Dagblaðið - 09.04.1979, Page 36

Dagblaðið - 09.04.1979, Page 36
36 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979. Ritstjóri Kirkjuritsins: Ríkisskólunum misbeitt —til að gera kristin f ræði torkennileg „Hins vegar hefur rlkisskólum hér á landi sem víðar veriö misbeitt um langt skeið til þess að gera kristin fræði tortryggileg, jafnvel brosleg, auvirðileg og úrelt,” segir sr. Guðmundur Óli Ólafsson, ritstjóri í Orðabelg nýútkomins Kirkjurits. „Smáir en mjög einbeittir hópar pólitískra hugsjónamanna og ofstækismanna, sem telja kristna trú einn helzta þröskuld í vegi sínum, hafa neytt færis og m.a. fylgt fast í spor aldamótaguðfræöinganna, þeirra nytsömu sakleysingja, og hert dyggilega á efagirninni og tor- tryggninni sem þeir höfðu vakið.” Siðar í sömu grein segir sr. Guðmundur Óli: „Feður íslenzks ríkis — og raunar einnig feður íslenzkrar kirkju — komust forðum að þeirri niðurstööu að bezt væri að þjóðin hefði einn átrúnað, því að ella yrðu lögin sundur slitin og síðan' friðurinn — þjóðareiningin. Er ekki komið að oss, sem nú erum á dögum, að gera upp hug vom (sama efni? Er ekki komiö að umboðsmönnum islenzka rikisins, íslenzkra þjóð- kirkjuþegna í skólum landsins að gera upp hug sinn til kristinna fræða, gera sér grein þess hverjum þeir skuli' þjóna og með hverjum hætti? Ella kynni sá dagur að koma fyrr en varir að slíta þyrfti sundur ríkið og kirkjuna, kirkjuna og skólann, síðan lögin og þar með friðinn. ” Miklar umræður hafa að undan- förnu yerið í hópi presta og annarra kirkjunnar manna um sambúö rikis og kirkju. f fyrrnefndri grein Kirkju- ritsins er fráfarandi ritstjóri þess, sr. Guðmundur Óli, með innlegg í þá umræðu eins og dæmið sem tekið er hér að ofansýnir. -GAJ- —Breið snjódekk—i G-60-14 ásamt 165 x 13 BR. 78x13 B. 78x14 DR. 78x14 ER. 78x14 195/75RX 14 205/70R x 14 FR. 78x14 HR. 78x14 600 x 15 F. 78x15 FR. 78x15 GR. 78x15 HR. 78x15 LR. 78x15 Póstsendum Nýkomin amerísk dekk á mjög hagstæöu verði GÚMMÍViNNUSTOFAN SKIPHOL Tl 35 - SÍMI31055 Smurhrauðstofqn BJORNINN Njálsgötu 49 — Simi 15105 BÓLSTRARINN H/F. Húsgögn Leðurklædd sófasett. Sófasett meðáklæði. Raðsófasett. Áklæði í miklu úrvali. BÓLSTRARINN H/F. ■ ^ Hverfisgötu 76. Sími 15102. M ^eimlliömatur íhádeginuidag Eins og íslendingar og Frakkar vilja hafa hann Grisakæfa Terrine de porc kr. 750 Lambakjötsréttur De castelnaudary kr. 1.900 Lambalifur En persilade kr. 1.900 J Kjöt og kjötsúpa kr. 2.600 Minolta vasaljósmyndavélar FILMUR OG VÉLAR S.F, A óskalista fermingarbamsins Skólavörðustíg 41 — Sími 202S5 Stofan hans Villa Þórs I Ármúla 26 er ein rúmbezta hárskurðarstofan I höfuðborg- inni. DB-mynd Hörður. Miklu fleiri láta klippa sig á jarðhæð en 2. hæð Villi Þór, hárskeri í Ármúlanum, er kominn niður á jörðina. Hann varð fyrstur íslenzkra hárskera, að því er við vitum, til að opna hárskurðarstofu á 2. hæð þegar hann flutti úr Síðumúlanum í Ármúla 26. Og nú hefur hann opnað á jarðhæöinni eina af rúmbeztu hár- skurðarstofum í bænum, gólfplássið á annað hundrað fermetrar og klippt og lagt og krullað á tveimur hæðum, því sérklefi er á miUihæð hins mikla stofu- geyms. Villi Þór, sem byrjaöi einn þegar hann hóf að vinna sjálfstætt, með bjartsýnina eina að vopni, er nú með þrjá sér til aðstoðar, hárskurðar- meistara og tvær stúlkur og er önnur þeirra svo tU búin með sitt nám. Á þessari stofu eru klipptir og snyrtir fleiri blaðamenn en á nokkurri annarri stofu í bænum, enda stofan miðsvæðis í „blað-Síðumúlahverfinu”. Mikil aukning hefur orðið á umsvifum hjá VUIa Þór, traffikin stór- aukizt á jarðhæðinni enda alhUða þjónusta veitt körlum og konum með flunkunýjum tækjum og öðrum þeim græjum sem beztar þekkjast. -ASt. Kópavogshæli: NÝBREYTNI í HELGIHALDI Nýmæli hafa verið tekin upp í kirkjulegri þjónustu á Kópavogshæli. f stað formlegra guðsþjónusta á helztu hátíðum kirkjunnar kemur sóknar- presturinn, sr. Árni Pálsson, reglu- bundið hvern mánudag á allar deildir hæUsins. Hefur hann stutta samveru- stund á hverri deild, sem einkennist af einföldum frásögnum og bænum, fjör- legum söng með gítarundirleik og mikilli þátttöku vistmanna, í hreyfi- söngvum sér í lagi. Einn þroskaþjálfarinn á Kópavogs- hæli, Agnes Jensdóttir, hefur nýverið lokið námskeiði í Noregi um kristna fræðslu meðal þroskaheftra. Starfar hún með sr. Áma. Fastur þáttur i starfi KópavogshæUs er samvera allra vist- manna og starfsfólks síðdegis á föstu- dögum. Er þá dagskrá með ýmsum hætti. Skipuleggur Agnes eina sUka samverustund mánaðarlega og er áherzlan á kristinni boðun og söng. Sr. Ámi Pálsson kynnti sér kirkjulegt starf meðal þroskaheftra í Bandaríkjunum sl.sumar. -GAJ- Kirkjan ræðir við stjórnmálaflokkana Kirkjuráð hefur nýverið skipað nefnd er skal eiga viðræður við stjóm- málaflokkana um málefni kirkjunnar. í nefndinni eiga sæti Gunnlaugur Finnsson fyrrv. alþingismaður, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, Sig- urður E. Guðmundsson framkvæmda- stjóri og sr. Jónas Gíslason lektor. Hafa stjórnmálaflokkarnir verið beðnir að tilnefna fuUtrúa frá sinni hálfu. Er nefninni ætlað að kynna stjórnmálaflokkunum sjónarmið kirkj- unnar og greiða þannig fyrir framgangi kirkjulegramálaáAlþingi. -GAJ-

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.