Dagblaðið - 09.04.1979, Síða 40

Dagblaðið - 09.04.1979, Síða 40
N/ Ólafsvík: MISSTIAF BILFERÐ- INNIOG STAL RSKIBÁT Gftir ball í Ólafsvík á laugardags- kvöldið varð einn aðkomumaður i Grundarfirði viðskila við félaga sina þaðan og missti af samfloti við þá heim. Varð honum þá til ráða að rölta niður á höfn og leggja sig til hviidar i 'einhverjum bátnum. Er hann kom niður í einn bátinn, þekkti hann sig óvenjuvel, enda var þar á ferðinni Hringur SH 277, sem áður hafði verið í Hafnarfirði og hafði viðkom- andi verið 3 vertíðir á honum þá. Datt honum þá í hug að skjótast á honum inn til Grundarfjarðar, skar á ■ landfestar hans og báts, sem lá utan á, og lagði af stað. Athugull vegfar- andi sá ljóslausan bát halda út þrátt fyrir helgarfrí og innan stundar lögðu 3 lögreglumenn ásamt eiganda báts- ins sem skilinn var eftir i höfninni sem rekald af stað. Út undir öndverðarnesi maettu þeir Hring þar sem hann var á baka- leið tU Ólafsvíkur, fóru um borð, sönsuðu pUtinn og héldu báðum bátum heilum heim. Ungi sjómaður- inn sýndi ekki af sér neinn mótþróa né iUindi. -GS/HJ frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979. Lyklum Bfla- leigu LL stolið — Mikið um ránsferðir íReykjavík Lóan og spóinn komin Lóan og spóinn eru komin í fjöl- skrúðugu fuglafjöruna á Garðskaga. Óskar Sigurjónsson, náttúruskoðari í Garðinum, lét okkur vita og í fylgd með honum sáum við með eigin augum fuglana og það var ekki um að villast, en tU vonar og vara tókum við stóru fuglabókina með, geymdum hana i hólfinu, tU að sagan frá kríukomunni í fyrra, á ónefndu blaði, endurtaeki sig ekki. Hvort hér sé um að ræða óvenju snemmkomna fugla skortir okkur þekkingu á og eins hvort það boðar visst árferði, að þeir komi svona snemma í apr’il, þann 7. Annars sagðist Óskar hafa séð lóu þann þriðja apríl, á miUi Garðs og Leiru, en kunningjamir vUdu alls ekki trúa því að lóan væri svo snemma á ferð, allra sízt á jafnhörðum vetri og verið hefur. 'emm Var enn ekið of hratt — eða hvaði Harkalegur árekstur þriggja bila varð á mótum Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogar á tíunda tímanum í morg- un. Ekki var gott að átta sig á hvað skeð hafði og lögreglan neitaði að gefa nokkrar upplýsingar. En tveir Reykja- víkurbílar sneru norður og suður Skeiðarvoginn en milli þeirra var Siglu- fjarðarbíl á hliðinni, mikið skemmdur. ökumaður hans var fluttur í slysadeild talinn litið slasaður. Þvo burfti bensin Tveir nýir prófessorar við heimspekideild Sex umsækjendur eru um stöðu prófessors í íslandssögu, sem dr. Björn Þorstc .nsson hefur gegnt. Um- sóknarfrestur rann út hinn 31. marz sl. Umsækjendur eru: Björn Teitsson mag. art., Egill J. Stardal cand. mag., kennari, dr. Gunnar Karlsson, Helgi Þorláksson cand. mag., Ólafur Ásgeirsson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Akranesi, og dr. Sveinbjörn Rafns- son. Um prófessorsembætti Ólafs Hanssonar í sögu sóttu einnig sex menn. Hefur dómnefnd verið skipuð til að fjalla um þær umsóknir. - BS og glermylsnu af gatnamótunum og sáu slökkviliðsmenn um þann þátt. AST / DB-mynd SveinnÞorm. Ingvaríbaráttuna Biðskákir voru tefldar á skákþingi íslands í gær. Þar gerðist það helzt að Ingvar Ásmundsson nældi sér í 2 vinninga úr 2 biðskákum og hefur hann nú blandað sér í baráttuna um efstu sætin. Hefur hann hlotið 2,5 vinninga og á auk þess biðskák. Haukur Angantýsson er efstur með 4 vinninga, Björn Þorsteinsson er annar með 3 vinninga og Ingvar er Inú kominn í þriðja sætið með 2,5 og biðskák. -GAJ- Björn Fr. Bjömsson gefur kost á sér Framboð gegn Einari S. formanni S.Í. Dagblaðið hefur fregnað að Björn Fr. Björnsson fyrrum sýslumaður muni gefa kost á sér sem formaður Skáksambands íslands gegn Einari S. Einarssyni. Framboðsfresturinn .rennur út núna 12. apríl og ekki er vitað um önnur framboð. Einar S. Einarsson núverandi formaður Skák- sambandsins hefur enn ekkert viljað láta hafa eftir sér um hvort hann gefi kost á sér áfram en menn hallast mjög að því að núverandi stjórn muni gefa kost á sér áfram og þar á meðal formaðurinn. -GAJ- Þeir fingralöngu voru mikið á ferð- inni í Reykjavík um helgina. Einna til- finnanlegast mun það reynast að hjá Bilaleigu Loftleiða var brotizt inn og stolið peningakassa sem f voru lyklar aö öllum bílum bilaleigunnar. Kann það að draga dilk á eftir sér. Víða annars staðar voru óboðnir gestir á ferð. í Seljakjöri var ruplað og rænt en einnig mikil skemmdarverk unnin. Farið var í sælgætisgerðina Crystal við Víðimel, einnig inn hjá SS í Austurveri og i húsi í Austurborginni var stolið miklum verðmætum, á aðra milljón m.a. í gjaldeyri. - ASt. Hafísinn: Sjómönnum bætt aflatjónið „Það verður að bæta sjómönnum aflatjónið, sem þeir hafa orðið fyrir, vegna þess að hafísinn hefur hindrað, að þeir gætu sótt sjó,’.’ sagði Árni Gunnarsson alþingismaður, formaður hafisnefndar, í viðtali við DB í morg- un. Árni sagði að tjónið Skyldi bætt með því að gefa sjómönnum á þessum svæðum færi á að fjölga úthaldsdögum með sérstökum leyfum. Þá yrði að bæta netatjón. Vitað væri að netatjón á Siglufirði einum næmi 18 milljónum. Hafisnefnd auglýsti í gær eftir upplýsingum um tjón vegna haf- íssins og væri því enn ekki unnt að spá í tölur. Ámi sagði að ennfremur þyrfti nefndin að greiða fyrir flutning á olíu, fóðurvörum og áburði til hafissvæð- anna. - HH KALDA VATND VANTAR Það er ekki aðeins á bílaþvotta- I plönunum, sem menn verða frá að I hverfa vegna vatnsskorts. I síðustu I viku varð þrisvar sinnum að hætta I að hleypa fólki ofan í Sundlaug l Vesturbæjar af því að ekki var nægilegt aðrennsli af köldu vatni. Vatnsþrýstingurinn var svo lágur að ekkert kalt vatn fékkst úr sturtunum í kvennaklefunum, en þeir eru á annarri hæð. Frá því Sundlaug Vesturbæjar voru teknar í notkun hefur alltaf’ verið hálfgert ólag á kaldavatns- rennslinu þangað. Smátt og smátt hefur ástandið versnað og er nú að verða óviðunandi. Hverjar or- sakirnar eru vita menn ekki fyrir vist. Sumir gizka á, að pipulagnirnar að lauginni séu of þröngar, aðrir að fiskvinnslustöðvarnar á Grandanum og Nesinu taki allt vatnið til sin. Enda er ástandið áberandi miklu betra um helgar. -IHH. I

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.