Dagblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979. Ferð fyrir f jóra með Smyrli til Bergen losar800 þúsund: „Þar með er sá draumur búinn líka” „Þetta er verð sem við búumst við, að muni geta staðizt í allt sumar, við reiknuðum það út með tilliti til gengissigs, aukins kostnaðar og þar fram eftir götunum,” sögðu forráða- menn ferðaskrifstofunnar Úrvals, sem er umboðsaðili fyrir ferjuna Smyril, en fyrsta ferð hennar frá íslandi til Noregs verður 2. júní nk. Það er langt i það, en að sögn Úrvals er óðum að seljast upp í feröirnar. Vekur það nokkra athygli, þvi far- gjaldið fyrir manninn aðra leiðina Seyðisfjörður/Bergen hefur hækkað um rúmar 20 þúsund krónur frá því í fyrra. „Þá er þessi draumur búinn,” sagði einn bíleigandi, sem hafði hugsað sér að spara með því að taka bílinn með á ferjunni fyrir mun minni upphæð y fir til meginlandsins. Hann á tvo krakka, 13 ára stelpu og strák sem verður 15 ára í sumar. Bíllinn er af venjulegri gerð og stærð, en þau höfðu ætlað sér að fara með viðleguútbúnað og gista við og við á hótelum. „Fara einhvern hring eins og gengur og gerist, til Þýzka- lands og aftur norður eftir,” sagði frúin. Hækkun fargjaldsins setur hins vegar verulegt strik í reikninginn. Það er nefnilega ekki langt í að far- gjald fram og til baka fyrir fjöl- skylduna og bílinn með uppihaldi á leiðinni og ferðum til og frá Seyðis- firði til Reykjavíkur nálgist milljónina. Fargjaldið fyrir þrjá fullorðna og stelpuna í fjögurra manna klefa er kr. 491.400. Seyðisfjörður / Bergen fram og til baka fyrir utan fæði. Það má reikna með fæði fyrir þau fjögur ca 15.000 kr. á dag og ferðirnar fram og tilbakataka 11 daga. Þaðersamtals kr. 165.000. Fyrir bílinn, sem er rétt um fimm metrar að lengd, kostar kr. 68.400. Ferðirnár með Smyrli einum fram og til baka Seyðisfjörður / Bergen sam- tals kosta kr. 724.800. Ferðin Reykjavík / Seyðisfjörður með bénsini og mat á leiðinni fer ekki undir 40.000 hvor leið, svo þar eru 80.000! viðbót. Ferðin Reykjavík / Bergen / Reykjavík kostar því 804.800 kr. Og þá er til þess að taka, að maður er staddur í Bergen og á eftir að aka langar vegalengdir, vUji maður fara niður til miðhluta Evrópu. Til samanburðar má geta þess, að þrátt fyrir allt kostar far fyrir þau fjögur fram og til baka til Kaup- mannahafnar með flugvallarskatti alls kr. 286.500 kr. og er þar miðað við farmiða sem gUdir mest í einn mánuð. Bílaleigubíll (Golf) kostar um 294.000 kr. í þrjár vikur og bens'm fyrir 5000 km akstur um 80.000 kr. Samtals kostar ferð fyrir fjóra fram og til baka tU Kaupmannahafnar með bUaleigubil í þrjár vikur og 5000 km akstri þá um 660.000 kr. Mismunur- innerum 144.000 kr. Miðað er við bensínverð eins og það er í Þýzkalandi i dag, eða rúmar 146 krónur lítrinn. Þess má einnig geta, að að sögn forráðamanna Úrvals er eftirspurn í ferðirnar með Smyrli, þrátt fyrir þessa hækkun, mikil. Færeyska ferjan Smyríll hefur þegar flutt fjölda Islendinga til Evrópu og bfla þeirra en nú hcfur orðið umtalsverð hækkun á fargjaidinu. LIFRARBUFF Raddir neytenda L. A Vi 500 g nautalifur 125 g smjörliki 1 stk. egg 3 dl vatn 2stk. laukur 1—2 bollar rasp salt og pipar Lifrin er hökkuð einu sinni, egg, rasp með salti og pipar hrært vel saman við. Laukurinn skorinn í sneiðar og brúnaður. Bufftn mótuð og velt upp úr hveiti, einnig brúnuð í feitinni, vatni hellt yfir og látið krauma í 5— 6mínútur. Verðáuppskrift: 800 kr. I Frá og með þriðjudeginum 10. apríl endurbætum við rjómann til að auðvelda þeytingu. Fituinnihaldið er aukið úr 33% í 36%. Ahrifin verða: • Miklu auðveldari þeyting. • Auðveldara er að sprauta rjómanum • Rúmmál þeytirjómans eykst, og skreytingar halda sér betur. hann verður u.þ.b. 10% drýgri en fyrr, þegar búið er að þeyta hann. Neytendur eru beðnir velvirðingar á því að gömlu umbúðirnar verða í notkun meðan beðið er eftir nýjum. MJÓLKURSAMLÖGIN UM LAND ALLT. * ' „Hvar fæst full frystikista?...” - Ég skal viðurkenna i byrjun, að ég er ekki pennafær manneskja, enda aldrei skrifað í blöð, en nú finnst mér ég mega til. Ég skil ekki þessar konur, sem eru með þennan búreikning. Þær stæra sig af litilli eyðslu, en klykkja svo út með því, að þær eigi stóra frystikistu sem sé full. Hvernig er það, þurfa þær aldrei að kaupa í þessar kistur sínar? Ég á 310 1 kistu, sem ég fylli á haustin. Svo smáeyðist úr henni yfir árið, maður gerir oft betri kaup með því að kaupa í stórum slumpum, en það er nú ekki þar með sagt, að það kosti ekki neitt! Mér fmnast dæmin villandi, þar sem ekki kemur fram sú tala sem fer í kaup á mat í frystikistuna. Maður gæti haldið að stund gömlu ævintýr- anna væri að renna upp, kistan væri alltaf full, hversu mikið sem úr henni væri tekið. Það væri nógu gaman að fá vitn- eskju um það hvar þær fengjust, það eru ábyggilega margir sem myndu spara til þess aðeignast slíkan grip. Væri ekki skynsamlegra að áætla verð á þeim mat sem úr kistunni er tekinn í það og það skiptið og færa það með öðru inn á búreikninginn? Þannig finnst mér að það ætti að vera til þess að eitthvert vit væri í slíkum reikningum. Svava Sigurðar, Selfossi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.