Dagblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 1
 5. ÁRG.- ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL1979 - 85. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. „Dimission” hjá menntskælingum Nemendur Menntaskólans í Hamra- hlíð voru að „dimitera” í góða veðr- inu í morgun, þ.e. að fagna því að síð- asti kennsludagurinn þeirra í skólanum var runninn upp. Á slíkum degi þykir við hæfi að klæðast 4 óvenjulegan hátt, og þessi mynd var tekin við Shell- bensínstöðina á Miklubraut en þar höfðu tvær skrautlega klæddar fylk- ingar verðandi stúdenta mælt sér mót laust fyrir kl. 9 í morgun. Þaðan var svo gengið fylktu liðið að skólanum þar sem kennarar skyldu kvaddir. - GAJ / DB-mynd Hörður Flugleiðir: Eigenda- skiptí á ir/ohluta- bréfa? — óf ormlegar kannanir í gangi Formlega hafa engin hlutabréf i Flugleiðum, í því magni sem nú hefur heyrzt, verið boðin til sölu, sam- kvæmt heimildum, sem DB telur áreiðanlegar. Samkvæmt sömu heimildum, hafa eigendur hlutabréfa að nafnverði rúmlega 200 milljónir króna, leitað hófanna við Eimskipafélag íslands hf. um hvort þar væri áhugi á slíkum kaupum. Þá munu fleiri aðilar hafa sýnt kaupunum áhuga, en Eimskipa- félagið ekki gefið jákvætt svar við umleituninni. Félagið á um 20% hluta. Óstaðfest er að hér sé um að ræða hlutabréf í eigu Sveins Valfells og Sigurðar Helgasonar forstjóra. Formlegt framboð á hlutabréfum verður aðeins með þeim hætti að stjórn Flugleiða hf. fyrir hönd félagsins séu boðin hlutabréf, enda á félagið forkaupsrétt á þeim. Þá hefur heyrzt, að starfsmanna- félög hafi sýnt áhuga á að kaupa einhver hlutabréf. Nú hafa félagar í Starfsmenn hf., sem er félag Flug- félagsstarfsmanna, sem stofnað var 1966, ákveðið að leggja það niður og skipta þá félagar með sér hlutabréfa- eign þess. Orlofsdvöl hf. er svo félag fyrrver- andi Loftleiðastarfsmanna. Ekki er talið að það félag hafi bolmagn til hlutabréfakaupa í þvi magni, sem hér er talað um. Það mun nema um 11 % alls hlutafjár Flugleiða hf. -GS. Stjórnarkjör Flugleiða í dag: Stjórnarformaðurinn gef ur ekki kost á sér Kristján Guðlaugsson, stjórnarfor- maður Flugleiða hyggst ekki gefa kost á sér við stjómarkjör í félaginu í dag, og sömuleiðis Svanbjörn Frímannsson fyrrv. bankastjóri. Þá mun Thor R. Thors forstjóri ekki gefa kost á sér í varastjórn. Fyrir- hugað er að fækka um 2 i aðalstjóm og 1 í varastjórn. Orðrómur hefur verið uppi um að Örn O. Johnsson, aðalforstjóri, hygðist ekki gefa kost á sér, en í viðtali við DB i morgun sagði hann það tilhæfulaust nú, þótt hvarflað hafi að honum að draga sig í hlé. -GS. * \ STEINULL HF. H0FÐAR MAL — gegn Innkaupastof nun Reykjavíkur Steinull hf. í Hafnarfirði hefur ákveðið að höfða mál gegn Inn- kaupastofnun Reykjavíkur vegna ólögmætra aðferða við tilboðaöflun í einangrunarefni til Hitaveitu Reykja- víkur. Aðalkrafa stefnanda verður sennilega um skaðabætur vegna þeirra aðferða, sem beitt var ti! þess að hafna tilboði lægstbjóðanda, Steinullar hf., eftir venjulegt útboð. Hinar meintu ólöglegu aðferðir bitnuðu á viðskiptahagsmunum Steinullar hf. en stjórn Innkaupa- stofnunarinnar ákvað að leita eftir þessum viðskiptum hjá SÍS / ELKEM, samkvæmt undirboði frá þeim, nokkru eftir að tilboð sam- kvæmt útboði voru opnuð og ljóst var hvernig lægsta tilboð var. - BS ...... Tilraunir til að koma Einari S. f rá bíða skipbrot: Björn Fr. neitar að fara í framboð „Nei, ég hef ekki léð máls á því að gefa kost á mér sem forseti Skáksam- bands íslands,” sagði Björn Fr. Björnsson fyrrum sýslumaður er DB hafði samband við hann í morgun. Hann sagði að þess hefði verið farið á leit við hann en afstaða hans væri þessi og hún væri endanleg. Hann mundi ekki gefa kost á sér. Vitað er, að Birni hafði verið aflað töluverðs stuðnings innan skákhreyfingar- innar, og var talið að Björn hefði gefið kost á sér. Nú hefur hann hins vegar tekið af skarið um að svo er ekki. Hafa menn innan skák- hreyfingarinnar haft á orði, að frétt DB í gær hafi komið á mjög óheppi- legum tíma og dregið verulega úr líkunum á að tækist að koma Einari S. Einarssyni forseta Skáksam- bandsins frá. En fyrir því berjast ákveðnir hópar innan hreyfingar- innar. -GAJ- JonVoightog JaneFonda hlutu bæði óskarsverðlaun — Sjá erl. f réttir á bls. 6-7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.