Dagblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979. ,11 uðu þjóðanna. Yfirleitt var mjög erfitt að fá dvalarleyfi í Noregi á fjórða áratugn- um. Svo mun reyndar hafa verið í mjög mörgum löndum. Atvinnu- ástand var víðast mjög erfitt og stjómvöld einstakra ríkja gátu ekki né vildu taka að sér marga þá flótta- menn sem hröktust um heiminn. Til þeirra gyðinga og annarra sem vildu fá dvalarleyfi í Noregi voru gerðar mjög strangar kröfur. I fyrsta lagi máttu þeir ekki verða hinu opin- bera til byrði. Þeir máttu sem sagt ekki taka við neinum opinberum styrkjum af neinu tagi. Dæmi voru um gyðinga sem voru sendir aftur til Þýzkalands vegna þess að þeir höfðu brotið þetta skilyrði. Árið 1938 var gyðingum sem flutt höfðu frá Þýzka- landi til Nittedal vísað aftur til sins heimalands vegna þess að þeir höfðu notið fjárhagslegrar aðstoðar frá sveitarfélaginu. Árið 1938 var þó öll- um sem eitthvað vildu vita fullljóst hvert þýzkir nasistar stefndu í gyðingamálum. Innflytjendum var einnig bannað að taka að sér störf sem Norðmenn gátu og vildu annazt. Með þessum tveim skilyrðum tókst norskum yfir- völdum að fyrirbyggja nær alveg að gyðingar frá Þýzkal. flyttust til landsins. Þeir urðu nefnilega að sanna að þeim væri unnt að fram- fleyta sér og sínum í Noregi án þess að hafa neinar atvinnutekjur né neins konar opinbera aðstoð. Gyðingar frá Þýzkalandi áttu ekki auðvelt með að uppfylla skilyrðin.' Fyrir því sáu þýzk yfirvöld með þvi að innheimta svonefndan flótta- mannaskatt. I þann skati fór nefni- lega allt sem gyðingarnir áttu og ekk- ert var eftir til að framfleyta sér í öðru landi. Það var þvi nærri ómögulegt fyrir gyðinga að komast til Noregs. Þó voru þar nærri 5 hundruð slíkir þegar Þjóðverjar hernámu Noreg vorið 1940. Hvernig hafði þeim tekizt að fá búsetulevfi? Sumir höfðu komið á ólöglegan hátt inn í landið. Aðrir höfðu komið sem ferðamenn. Þeir gyðingar sem áttu ættingja i Noregi áttu einnig betri kosti en aðrir ef ættingjarnir gátu sýnt fram á að þeir gætu séð fyrir flóttamanninum. Aðrir gátu vísað til þess að þeir mundu fara dl Bandaríkjanna innan skamms. Reyndist sú röksemd nokkuð vel. Þeir sem á annað borð voru komnir inn fyrir landamærin áttu nokkra von um að ýmiss konar hjálparstofnanir greiddu götu þeirra þó engin trygging væri fyrir því. Áður hefur veriö minnzt á mannrétt- indanefnd þá sem einbeitti sér að að- stoð við pólitíska flóttamenn og var í tengslum við Verkamannaflokkinn. önnur samtök sem beittu sér fyrir að- stoð við flóttamenn af gyðingaættum voru kölluð Nansennefndin í höfuð landkönnuðarins og mannvinarins Friðþjófs Nansen. Þau samtök voru þó mjög fjárvana. Þó svo hin opinbera stefna norskra yfirvalda væri sú að halda innflutn- ingi gyðinga til landsins í lágmarki voru þó margir Norðmenn þessu mótfallnir. Þeir stjórnmálamenn sem létu sig málið verulega varða voru þó fáir. Heiðarleg undantekning var þó Carl Joachim Hambro, forseti Stór- þingsins. í bréfi til dómsmálaráðu- neytisins hélt hann því fram aö Norð- menn væru að verða alræmdir í heiminum fyrir stefnu sína gagnvart gyðingaflóttamönnum frá Þýzka- landi. Hambro taldi höfuðpaurinn í þessu öllu vera formann þeirrar nefndar sem tók ákvörðun um land- vistarleyfi erlendra ríkisborgara. Hét sá Ragnvald Konstad. Dómsmálaráð- herrann Tryggvi Lie vildi þó aldrei hreyfa við honum og tók hvað eftir annað fram að nefndin væri aðeins að framfýlgja stefnu norskra stjóm- valtia. Konstad var talinn mjög hliðhollur þýzkum nasistum og víst er um það að eftir afsögn allra dómara í norsk- um hæstarétti í desember árið 1940 tók hann sæti í þeirri stofnun sem koma átti i staðinn. Konstad var dæmdur í átta ára þrælkunarvinnu í lok styrjaldarinnar fyrir samvinnu við Þjóðverja. Grein Harald Skjönsberg lýkur með eftirfarandi orðum: Þau eru fá löndin sem hafa • ástæðu til að vera stolt yfir aðstoð þeirri sem þau veittu þýzkum gyðing- um. Ekkert land veitti þó færri gyðingum landvistarleyfi en Noregur. Svíar hleyptu nærri tíu sinnum fleiri inn í land sitt án þess þó að það gefi þeim neina ástæðu til aö hrósa sér af. í sænska sjónvarpinu var fjallað um stefnu stjórnvalda í innflytjendamál- um á fjórða áratugnum. Niðurstaðan var sú að stefna þeirra hafi verið for- kastanleg og alltof lítið gert fyrir hina nauðstöddu gyðinga. Lokaorð greinarinnar eru þau hvort norska sjónvarpið leggi í að fjalla um aðstoð og stefnu norskra stjórnvalda við gyðinga á sama tíma. Kjallarinn AgnarGuðnason Það er nokkuð stór hópur fólks, sem ekki neytir smjörs. Ástæðumar fyrir því eru mismunandi. Nokkuð margir áh’ta að smjör sé meira fitandi en smjörlíki. Það er byggt á miklum misskilningi. Orkugildi þessara fitutegunda er það sama, en niðurstöður rannsókna benda þó til þess að smjörlíki sé meira fitandi en smjör. Sumum er ráðlagt af heilsufarsástæðum að neyta frekar smjörlikis en smjörs þótt það sé byggt á hæpnum forsend- um. í þriðja lagi er sá hópur nokkuð stór, sem kaupir frekar smjörlíki en smjör í sparnaðarskyni. Langlíklegasta leiðin til að auka neyslu á smjöri, er að lækka verð á mjólkurfitu, en hækka í staðinn verð á mjólk og fitusnauðum afurðum. Sala á ostum hefur nærri þrefaldast á siðastliðnum 18 árum. Osta- og smjörsalan hefur lagt mikla áherslu á ostakynningar og auglýst ostana mjög vel. Það má gera ráð fyrir veru- legri aukningu í sölu osta á næstu ár- um. Enda er neysla hér á landi tiltölu- lega lítil, miðað við það sem hún er í nágrannalöndum okkar. Vistheimili og sjúkrahús fái ódýrt smjör Það mun vera staðreynd að á elli- heimilum, ýmsum sjúkrahúsum og dagvistunarstofnunum sé frekar notað smjörlíki en smjör og það sé eingöngu gert til að lækka matar- reikninginn. Á elliheimilum munu margir vistmenn una þessu illa og sumir eru svo forsjálir að hafa með sina eigin smjörklínu, þegar sest er að borðum. Vegna hinna miklu smjörbirgða og þar sem ekki er auðhlaupið að breyta verðhlutföUum á mjólkurvörum, ætti nú fyrst um sinn að selja þessum stofnunum smjör á niðursettu verði. Það mætti sérpakka smjörið í 5—10 kg skammta og merkja það sérstak- lega. Þótt svo að framleiðendur mundu taka á sig allan kostnað vegna verðlækkunar til þessara stofnana, þá yrði það þeim hagstæðara, en að flytja smjörið út og greiða útflutn- „Vinnumar” okkar Hvað ert þú að gera hérna? Ja, þetta er nú eiginlega hin vinnan mín, segir Sverrir kennari hálf vandræðalega. Sverrir kennari situr við borð og selur gamla bíla. Það er nefnilega þannig, segir Sverrir, að launin duga ekki og ég verð að hafa tvær vinnur. Raunar er ég líka handritalesari hjá útgáfufyrir- tæki, svo það má segja að ég sé í þrem vinnum. Á sumrin er ég svo fararstjóri hjá ferðaskrifstofu og ég á einnig hlut i trillu og það er mikil búbót í því og líka afslöppun. Þetta gengur auðvitað ekki nema vegna þess að aðalvinnuveitandi minn, ríkið, er liðlegur. Ég fæ að Ijúka kennslunni fyrir hádegi oger þá laus úr henni. Svo er ég líka dálítið frjáls hérna og handritalesturinn get ég tekið með mér og unnið hann á kvöldin og um helgar. Ég get meira að segja lesið dálítið hérna, segir Sverrir og tekur prófarkir upp úr stresstösku þessu tU sönnunar. Frasar sem blóm í hnappagat í litlu þjóðfélagi verða allir að vinna mikið! í litlu þjóðfélagi er einstaklingurinn „miklu þýðingar- meiri en meðal stórþjóðanna.” Það „kostar svo miklu meira” að reka svona lítið þjóðfélag og halda uppi allri þjónustunni. Þessar fáránlegu fullyrðingar klingja i eyrum sýknt og heilagt. Þarna étur hver eftir öðrum, flestir i hugsunarleysi en aðrir nota frasana sem blóm í hnappagatið á hátíðar- stundum eða við atkvæðaveiðar. Þessi þjóðtrú fslendinga er bæði vitlaus og hættuleg. Þetta sýna staðreyndir. Vinnan er orðin að trúarbrögðum út af fyrir sig. Vinnu- þrælkunin ruglar allt verðmætamat og gerir umsamin laun afstæð og einskis nýt. Þegar upp er staðið kemur í ljós að það þarf raunar minnst tvær vinnur til að lifa. Laun fyrir aðal- vinnuna hafa vegna þessa stöðugt verið að minnka og litið er á hana sem vissa kvöð sem þarf að koma frá sem allra fyrst, annaðhvort fyrri hluta dags eða með vaktafyrir- komulagi þar sem hægt er að ljúka vinnuvikunni á 3—4 dögum. Síðan er keyrt áfram eins og orkan leyfir og raunar miklu meira en það. Sá hluti fólks sem annaðhvort getur ekki eða vill ekki setjast undir árina á þessari galeiðu verður eftir. Það fólk sem ætlar að lifa af lög- bundnum vinnutima býr við svo þröngan kost að í mörgum tilfellum liggur það niður undir hungur- mörkunum. ingsbætur með því. Það gæti munað um 2000 kr. á hvert kg, þó svo að smjörið yrði selt á svipuðu verði og smjörliki. Ekki er óhugsandi að ríkis- sjóður kæmi frekar til móts við fram- leiðendur í auknum niðurgreiðslum til heilbrigðisstofnana á smjöri, en að greiða útflutningsbætur með því. Nýtt viðbit Með því að blanda saman jurta- og mjólkurfitu og framleiða feitmeti hliðstætt og gert er í Sviþjóð og víðar, er hugsanlegt að neysla á mjólkurfitu mundi aukast. í Sviþjóð nefnist þetta feitmeti „Bregott” og inniheldur 4/5 mjólkurfitu og 1/5 jurtafitu. Samanlögð neysla á smjörlíki og smjöri hefur verið á undanförnum árum um 20 kg á hvern íbúa. Það mætti gera ráð fyrir að mjólkuriðn- aðurinn gæti náð um helmingi af þessari sölu. Smjörsalan gæti hrapað niður í 3 kg á mann, en sala á „Lífið er vinna og aftur vinna" En sannleikurinn um vinnu íslendinga síðustu áratugi er rikis- leyndarmál. Einhvers staðar langt í undirvitundinni blundar þó gömul kennd, sem kölluð hefur verið heilbrigð skynsemi. Þó hefur þetta fyrirbæri verið barið niður. Það hefur lotið í lægra haldi fyrir sefjuninni og einnig vegna þess að öll þau öfl sem móta skoðanir fólks hafa verið einstaklega samhent um að þegja yfir þessu leyndarmáli. Stjórnvöld hafa gengið á undan með vondu fordæmi og margir þeirra manna sem gegna, að margra áliti, mikilvægustu störfum i þjóðfélaginu hafa unnið tvær vinnur eða fleiri. Kjallarinn Hrafn Sæmundsson Undanfarin ár hafa til að mynda margir alþingismenn haldið áfram í gömlu vinnunni sinni þó að þeir hafi verið kosnir til þess lítilræðis að leiða lýðinn og setja honum skynsam- leg lög. Stór hluti háskólakennara og framhaldsskólakennara hefur tvær vinnur og mikill hluti embættis- manna hefur fleiri en eina vinnu, annaðhvort sem aukaverkefni eða beinlínis við önnur störf. Og þegar kemur niður á lægri plön launataxtanna heldur sama fyrirkomulagið áfram, en þá af meiri nauðsyn. Lífið ér vinna og aftur vinna. Skjálfti Það eru tvær aðalhliðar á þessu vinnuæði fólks. Annars vegar er hin efnahagslega „Bregott” yrði 7 kg á mann. Þá yrði heildarsala á mjólkurfitu í viðbiti 8.6 kg á hvern íbúa. Heildarsala á smjör- fitu yrði þá um 450 tonnum meiri yfir árið en hún var í fyrra. Skólamjólk og betri námsárangur Við erum eftirbátar flestra þjóða í V-Evrópu hvað varðar aðstöðu i skólum til að sjá nemendum fyrir hollri fæðu á skólatímanum. Mjólkursamsalan í Reykjavík hefur lagt sitt af mörkum til að auðvelda sölu á mjólk í skólum á sölusvæði hennar. Frá MS eru afgreiddar mjólkurvörur daglega í 41 skóla. Þessir skólar hafa fengið lánaðar kælikistur hjá Mjólkursamsölunni. í þeim skólum, sem fá mjólk, munu vera rúmlega 10 þúsund nemendur. Meðalsala á dag í þessum skólum er 1150 litrar af nýmjólk og kókómjólk. Auk þess eru seldir um 55 lítrar af jógúrt. Nemendur greiða fullt verð hlið sem er raunar flóknari en sést í fljótu bragði. Hins vegar er svo hin hliðin sem snýr að manninum, sem vitsmunaveru í þróun samfélagsins. íslendingara hafa gert flestar þær vitleysur í efnahagsmálum undan- farin ár sem með góðu móti eru fram- kvæmanlegar. Samnefnari allrar þessarar heimsku er sá grunntónn að allt skuli frjálst og stjórnlitið. Afleiðingar þessa eru nú smám saman að koma í ljós. Það er búið að drepa megnið af fiskinum. Það er búið að fylla geymslurnar af illseljanlegum landbúnaðarvörum og það er búið að nýta erlenda lána- möguleika fram yfir alla skynsemi og binda komandi kynslóð með innlendum skuldbindingum líka. Þessar staðreyndir eru nú loks að renna upp fyrir fólki. Og hvernig er fólk svo búið undir að borga gjald- þrotið. Þrátt fyrir allar vinnurnar eru menn illa staddir. Þrátt fyrir miklar tekjur undanfarinna ára hefur peningakerfi þjóðarinnar og innheimtuform skatta verið þannig háttað að þegar örlítið slaknar á þá byrjar fólk að skjálfa. Innheimtuform beinu skattanna og verðbólgan er þannig að vinnu- þrælarnir hafa verið neyddir til að taka lán hjá sjálfum sér. Þeir borga skattana eftir á og það má hvergi slaka á þrældómnum til að dæmið gangi upp. Yfirvöld og verkalýðs- hreyfingin hafa einnig alið á þeirri blekkingu að það sé hagkvæmt að borga skattana með minni krónum. Eilif verðbólga verður að geisa til að dæmið gangi upp og fyrir hendi þurfa að vera endalausir möguleikar til að þræla og þræla. Vegna negatífra vaxta hafa menn ekki átt kost á því að geyma peninga til eins eða neins og einstaklingarnir reyna þess vegna að fjárfesta, ekki aðeins sína peninga, heldur einnig annarra ef möguleiki er á því. Vegna þessa alls getur spilaborgin hrunið hvenær sem er. Sú hliðin sem snýr að manninum, sem vitsmunalegum einstaklingi er ekki síður ömurleg. Stór hluti fólks vafrar áfram í hálfgerðum sljóleika. Ekkert kemur fólki lengur við. Nánast hvaða lýðskrumari eða auglýsingatæknir sem er getur teygt fólk til nánast hvers sem er. Og stjórnmálamennirnir spila á þetta ástand. Hlutur þeirra er verri en annarra vegna þess að þeim hefur verið treyst fyrir því að stjórna þjóðfélaginu á skynsamlegan hátt. Það hafa þeir ekki gert. Hrafn Sæmundsson, prentari. fyrir þessa mjólk. Annars staðar á Norðurlöndunum er mjólkin annað- hvort gefin eða mjög mikið niður- greidd. Þannig ætti þetta að vera einnig hjá okkur. Samkvæmt könnun, sem gerð hefur verið á neysluvenjum nemenda i skólum landsins, vantar mikið á að þeir fái góða undirstöðumáltíð áður en farið er i skólann og mikill hluti nemenda hefur ekki með sér nesti. Það virðist því vera full þörf á, að úr sé bætt. Það verður ekki gert svo vel sé, nema að skipulagt verði af skóla yfirvöldum, að allir nemendur eig kost á að fá kjarngóðan mat í skólun um. Ekkert er hollara fyrir unglinga en að fá mjólkurafurðir. Yfirleitt munu börn yngri en 6 ára fá nægilega mjólk og eldra fólk neytir mjólkur í jríkummæli. Unglingar á aldrinum 12 til 18 ára eða svo hafa aftur á móti dregið úr neysiu mjólkur og neyta í þess stað óhollari drykkja. Þannig að veruleg hætta getur verið á að þessir unglingar liði fyrir næringarefna- skort. Það er ekki aðeins að þjóna hagsmunum mjólkurframleiðenda, sem lagt er til að nemendum öllum skólum sé gefinn kostur á að fá ókeypis mjólk og aðrar mjólkuraf- urðir, heldur er það engu síður í þágu nemendanna sjálfra og ekki ofsagt þótt því sé haldið fram, að það sé hagsmunamál allrar þjóðarinnar að æska þessa lands sé vel á sig komin andlega og líkamlega þegar skóla- göngunni lýkur. , Agnar Guðnason blaðafulltrúi bændasamtakanna Leiðir til aukinnar neyslu: • Aukin kynningá réttum úr dilkakjöti og meðferðþess • Hcekkuð smásöluálagning á dilkakjöti • Lækkað verð á mjólkurfitu • Ókeypis mjólk í skólunum • Lækkað verð á smjöri til heUbrigðisstofnana (tímabundið) • Aukin fjölbreytni í mjólkurafurðum • Aukið samstarf milli neytenda ogframleiðanda. —■■ i. i i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.