Dagblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979.
Skídamenn:
Skíóavikugestir
Muniö sérréttaseðHinn
HÓTEL MÁNAKAFFI
Sími 94-3777. ísafirði
Uganda:
Óvíst er hvort blaða-
mennimir fjórir
em lífs eða liðnir
pFYRIR PASKANA-
snitiur og brauðtertur. I
Pantanir í síma 16740.
Brauðbankinn
Laufásvegi 12 — Sími 16740.
Verktakar.
Palllaus Mercedez Benz 2224 árg. 74 til sölu.
Upplýsingasímar, 93—8210,93—8326.
Náttfata-
markaður
Ingólfsstræti 6
Náttkjólar frá kr. 2000.-
Sólsloppar frá kr. 3000.-
Sokkabuxur á kr. 400.-
Peysur og barnafatnaður brjóstahaldarar, yfir-
stœrðir í undirfötum og margt margt fleira.
Látið ekki happ úr hendi sleppa.
Túlípaninn
Ingólfsstræti 6.
ÍpÖRS §CAFE j
STAÐUR HINNA VANDLÁTU
The Bulgarian Brothers
skemmta
Fjölbreyttur matseöill
Borðpantanir í síma 23333. ^
í 7—11.30. / "
I
Enn er ekkert vitað um afdrif fjög-
urra evrópskra blaöamanna, sem
reyndu að komast til Uganda með því
að sigla á litlum báti frá Kenya yfir
Viktoríuvatn. Orðrómur er á kreiki
um að fjórir hvítir menn hafi verið
handteknir í Uganda á föstudags-
kvöld og teknir af iífi skömmu
seinna.
Tveir blaðamannanna eru þýzkir
og starfa hjá Stern. Hinir tveir eru
sænskir, annar frá Expressen en hinn
blaðamaður frá Svenska dagbladet.
Vestrænum sendiráðsstarfsmönnum í
Kampala, höfuðborg Uganda, hefur
enn ekki verið leyft að sjá lík mann-
anna fjögurra. Þvi er ekki hægt að
segja með vissu, hvort þar sé um að
ræða blaðamennina. Ekkert sam-
band hefur hins vcgar náðst við þá
frá því að þeir yfirgáfu Kenya fyrir
helgi.
Samkvæmt fréttum sem bárust frá
Kampala í gær átti utanríkisráðu-
neyti Uganda að hafa tilkynnt að
mennirnir fjórir, sem drepnir voru,
hafi veriö vopnaðir leigumorðingjar.
Það styrkir enn gruninn um að þarna
hafi ekki verið um sænsku og þýzku
blaðamennina að ræða.
Engum erlendum fréttamönnum
hefur verið hleypt inn í Uganda það
sem af er þessu ári.
Það voru hermenn úr liði Idi Aminsá
sem handtóku hvitu mennina fjóra ál
föstudagskvöld og styttu þeim aldur J
Her Amins á nú i vök að verjast o J
hefur hörfað út á kaffi- og bnnanaJ
ekrur i námunda við Kampala.f
Jerry Brown og Linda
Ronstadt ferðast
saman um óbyggðir Kenya
Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu,
kom flugleiðis til Kenya í gær. í fylgd
með honum var rokksöngkonan heims-
fræga Linda Ronstadt. Þau hyggja á
ferðalag um óbyggðir Kenya næstu
daga.
Á flugvellinum tók herskari frétta-
manna á móti Brown. Hann var meðal
annars spurður að því, hvort eitthvað
væri hæft í þeim orðrómi að hann
hygðist kvænast söngkonunni í Kenya.
Ríkisstjórinn kom sér undan því að
svara spurningunni beint.
,,Ég vildi gjarnan komast hjá því að
velta fyrir mér einkalífi minu. Mestall-
ar þær kjaftasögur, sem þið hafið
heyrt, eru ósannar,” sagði Jerry
Brown.
Linda Ronstadt sneiddi hjá frétta-
mönnunum og neitaði að svara nokkr-
um spumingum. Jerry Brown viður-
kenndi — en með nokkurri tregðu þó
— að söngkonan hefði komið til lands-
ins með sömu þotu og hann. Hann
kvaðst vera kominn til að heimsækja
vini sína í Kenya og hygðist dvelja þar í
landi til vikuloka.
Þeir sem skipulögðu óbyggðaferð
ríkisstjórans og söngkonunnar, vildu
ekkert segja um hvaða leið þau hygðust
fara. Þó er fastlega búizt við að þau
muni heimsækja Fílhöfðabúðirnar ná-
lægt Kilimanjarofjalli á morgun og
leggja síðan leið sína til bæjarins Lamu
á austurströnd Kenya. Sá bær hefur á
síðustu árum orðið afar vinsæll meðttl
vestrænna auðmanna.
Linda Ronstadt hefur oft verið
bendluð við Jerry Brown rikisstjóra
að undanförnu.
Chicago, Bandaríkjunum
Enn finnast fómariömb
kynferðismorðingjans
Lögreglan í Chicago telur sig hafa
fundið þrítugasta og þriðja fómarlamb
kynferðismorðingjans John Gacys. í
gærkvöld fannst hálfrotnað lík af
ungum manni í á einni skammt sunnan
við Chicago. Talið er að það sé af
fimmtán ára gömlum pilti, sem saknað
hefur verið síðan í desember.
Ekki er hægt að fullyrða að líkið sé
af piltinum, Robert Piest, fyrr en
tennur hans hafa verið kannaðar.
IJohn Gacy þótti mjög barngóður og
brá sér oft í trúðsbúning til að
skemmta nágrannabörnunum. 33.
fórnarlamb hans fannst i á nærri
Chicago í gærkvöld.
Það var reyndar hvarf Piests.sem
leiddi lögregluna á slóð Gacys. Við hús
hans fundust þá fljótlega lík 29
drengja. Þrjú lík til viðbótar.sem
fundizt hafa í ám nærri Chicago, eru
talin vera af fórnarlömbum morðingj-
ans.
John Gacy er 37 ára gamall bygg-
ingaverkamaður. Hann var tvíkvænt-
ur. Að sögn lögreglunnar hefur hann
játað að hafa haft mök við 32 drengi á
undanförnum sjö árum og síðan kyrkt
þá áeftir.
Gacy er nú í sjúkrahúsi vegna
röskunar á blóðsykri hans, sem 20 daga
hungurverkfall olli. Hann er nú á
batavegi.