Dagblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979. 3 GÆÐAMAT A ÍBÚÐUM NAUÐSYN- I —áðurenþær LEhVI I erufullgerðar Húseigandi hringdi: „Þann 30. marz sl. lét ég í mér heyra í lesendadálknum í sambandi við hornskökku veggina, skökku hurðirnar og skakka gólfið í íbúð minni. Kom fram í svari Gunnars Sigurðssonar byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar með þeirri grein að erfitt væri að hafa nákvæmt eftir- lit með slíku. Hér er að mínu áliti verið að gera hlutina flóknari en þeir þurfa að vera. Vitanlega er ekki hægt að fylgj- ast nákvæmlega með uppbyggingu hverrar íbúðar. Á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum leysa þeir þetta vandamál á þann hátt að gera nokk- urs konar úttekt á nokkrum íbúðum og geta þá verktakar búizt við eftir- litsmönnum hvenær sem er og hafa þar af leiðandi nokkuð gott aðhald. Hér væri t.d. hægt að senda mats- menn í eina ibúð af hverjum 15 sem byggðar eru og ef eitthvað virðist ekki í lagi er það verktakans höfuð- verkur en ekki kaupandans eins og er í dag. Þá væri hægt að koma í veg fyrir að fjöldi manns sæti uppi með svona hornskakkar íbúðir. Ég er sannfærður um að ef verktakar eiga það yfir höfði sér að fá gæðamat á verk sitt hvenær sem er þá hættum við kaupendur að fá í hendurnar gall- aðar íbúðir.” Það fer ekki á milli mála að svona mikill mökkur getur skyggt á sólina. Svört og stór ský —dregur fyrir sólu við brunaæf ingar slökkviliðsins Gunnlaugur Valdimarsson hringdi: „Hve mörgum tonnum af skít og óþverra ætli Slökkviliðið spýti út í loftið við brunaæfingar sínar við HeimHis- íæknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heimil- islæknir svarar" í síma 27022, ki. 13-15 alla virka daga. Reykjavíkurflugvöll? Ég vinn hér i nánd við svæðið og verð oft illilega var við að stór og svört ský dregur fyrir sólu vegna æfinganna. Og mér finnst þessir menn nota allt of oft sólardaga og gott veður til þessara æfinga. Nú þegar sífellt er verið að fjalla um mengun og vandamál sem koma upp í sambandi við hana finnst manni að stemma ætti stigu viö þess- ari eitrun.” Raddir lesenda Það virðist vera nauðsynlegt að koma á einhvers konar gæðamati á ibúðum. Flauefísbuxur kr. 9.500. Gafíabuxur kr. 8.900. Fataverzlun Hamraborg 14 Kópavogi Spurning dagsins Hvað ætlar þú að borða um páskana? Skafti Stefánsson bilaviðgeröamaður: Konan ræður því alveg en maður hefur náttúrlega sínar óskir og ég verð að segja að svinasteikin finnst mér alltaf bezt. Kolbeinn Kolbeinsson nemi: Mig langar mest í grillaða kjúklinga með frönskum kartöflum og salati. Sveinn Sævar Helgason vclvirki: Ég geri ráð fyrir að borða svínakótelettur og kjúklinga. Annars hef ég matseðil- inn ekki handbæran. Tryggvi Ingólfsson, vinnur á gröfu: Ætli það verði ekki svinakiöt. Villi Þór rakari: Svínakjöt, hangikj. hamborgarhrygg og Orabaunir. Áður en ég geng til matar þá verð ég að vera mjög vel snyrtur af sjálfum mér. Kristín Jónsdóttir hárskeranemi: Ég ætla að borða kjúkling, einhvern pott- rétt, hrygg og læri og svo ætla ég að drekka kók með öllu saman.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.