Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.04.1979, Qupperneq 1

Dagblaðið - 18.04.1979, Qupperneq 1
frýálst úháð dagblað 5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979 — 88. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022. Banaslys íTungufossi: VITAÐ UNIBILUNINA ÁÐUR EN SLYStt) VARD — margra manna gáleysi, vanir menn áttu að vita um hættuna, segir skipaeftirlit ríkisins Banaslys varð um borð í Tungu- fossi laust eftir hádegi i gaer. Bóma féll niður, þegar verið var að opna lestarlúgur. Fimmtíu og tveggja ára gamall verkamaður varð fyrir henni og lézt hann samstundis. Ekki hafði tekizt að hafa samband við nána ætt- ingja mannsins í morgun. Verður nafn hans ekki birt aðsvostöddu. Skipaeftirlit Siglingamálastofn- unar íslands, öryggiseftirlit ríkisins og rannsóknarlögregla könnuðu at- vik. í ljós kom, að tvö öryggi í spilinu sem notað var til að opna lúgurnar, voru biluð, að sögn eftirlitsmanns Siglingamálastofnunar. Þegar slysið varð skyndilega við bilun í spili voru viðgerðarmenn frá vélsmiðju komnir um borð i Tungu- foss til þess að gera við bilunina. Urðu þeir vitni að þessu hörmulega slysi. Blaðafulltrúi Eimskipafélags íslands, Sigurlaugur Þorkelsson, kvaðst ekki hafa fengið nein gögn um slysið í morgun og gæti hann ekki sagt neitt um það, og ekki heldur bil- unina, sem vitað var um. Þegar bóman féll var verið að nota hið bilaða spil til þess að taka ofan af lestarlúgum sem fyrr segir, til þess að hægt væri að nota annað spil meðan gert væri við bilaða spilið, að sögn skipaeftirlitsins. „Þetta er margra manna gáleysi en vanir menn eiga að vita um þá hættu, sem þarna var af notkun spilsins, sem bilaði með þessum afleiðingum,” sagði talsmaður skipaeftirlitsins í við- tali við DB í morgun. .gg Gleöilegt sumar —þökk fyrír veturínn mmmmmmm^mm^mmmmm^mmmmmmmm^m—^^^—mmmmmmmmmmmm^^^^^^—mammmmmmmm Rúmlega milljón króna skemmdarverk á söluskála Mikil skemmdarverk voru unnin á sölu- og benzínskála Esso í útjaðri Hellissands í fyrrinótt. Voru fjórar stórar rúður sem mynda framhlið skálans, svo og ein á vesturhlið brotnar með grjóthnullungum. Síðan var gerð atlaga að reikni- vélum og ýmsu öðru sem inni í skálanum var. Var hann sem rúst eftir árásina. Síðar kom i Ijós að ýmsu hafði verið stolið úr skálanum, mest þótóbaki. Lögreglumanni staðarins bárust tvær óljósar lýsingar á manni sem frá skálanum fór, en fólk vaknaði við brothljóðin og lætin. Eftir þeim var handtekinn ungur maður sem í gær viðurkenndi verknaðinn. Var annar maður í vitorði með honum þannig, að hann hafði farið með honum á staðinn en horfið þaðan áður en verknaðurinn var framinn. Skemmdirnar á skálanum hafa verið lauslega metnar á rúmlega milljón krónur. -ASt. Sumardagurinn fyrsti er á morgun og þess sjást raunar ýmis merki f þjóðlífinu. Þannig var vorlegt um að litast á Akranesi i gær þegar grásleppukarlarnir voru að gera klárt fyrir vertiðina sem átti að hefjast á miðnætti i nótt. Voru Skagamenn bjartsýnir á að vertiðin yrði góð og vonuðu að ekki gerði suðvestan átt þvi þá fylltist allt af þara sem hamlar veiðinni mjög. Hver bátur er með 80—100 net og á myndinni sjáum við Jóhannes Eyleifsson með net á leið i bát sinn sem auðvitað heitir Leifi. Hafrannsóknastofnun: TOM TILFINNINGA- SEMIOG HNÚTUKAST — einkennir allar umræður um fiskvernd og nýtingu fiskstofna, segir Jakob Jakobsson fiskifræðingur Sérfræðingar Hafrannsóknastofn- unar eru sammála um það að svoköll- uð kvótaskipting á afla sé eðlilegasta leiðin til að stjórna fiskveiðum hér við land og tryggja að ekki verði um of gengið á fiskstofnana. Jón Jónsson, forstjóri stofnunar- innar, sagði á fundi með fréttamönn- um i gær, að allt benti til þess að með þeim aðgerðum, sem nú hefðu verið framkvæmdar eða ákveðnar, mætti takast að halda ársafla af þorski inn- an þeirra 280 til 290 þúsund tonna marka, sem sjávarútvegsráðuneytið stefndi að á þessu ári. Forstjórinn sagði þó að kannski hefði verið heppilegast að netavertíðinni hefði ekki verið haldið áfram eftir páska, heldur látið þar við sitja. Netaveiðum á að ijúka 1. maí næstkomandi. Jakob Jakobsson, aðstoðarfor- stjóri Hafrannsóknastofnunar, sagði að líklega væri meginvandinn hvað varðar_vernd fiskistofnanna hér við land vegna þess að engar markvissar umræður hefðu farið fram um þau mál hér á landi. Allar umræður hefðu einkennzt af tilfinningasemi og hnútukasti á milli landshluta og aðila, sem stunduðu mismunandi veiðiskap. Málin hefðu aldrei verið rædd á hlutlægan hátt, sagði Jakob Jakobsson, og allt farið í tóm rifrildi. Ölafur Karvel Pálsson fiskifræð- ingur benti á að engin heildaráætlun væri til um hvernig nýta ætti land'- grunnið og hafið upp af þvi. Fram kom að ýmsir aðilar eru að vinna að undirbúningi slikrar áætlunar en þar virtist hver aðili kúldrast i sinu horni. Aðspurður sagði Jón Jónsson að samvinna við sjávarútvegsráðuncyti hefði ávallt verið góð og samstarfið við núverandi sjávarútvegsráðherra væri mjög gott, enda væri hann vís- indalega menntaður maður og hefði mikinn áhuga á starfi stofnunarinn- ar. - ÓG GAJ/DB-mynd Sv.Þorm.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.