Dagblaðið - 18.04.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979.
Ekki flogið vegna veðurs
—eða vegna eldsneytisskorts?
Reykvísk húsmóðir hringdi:
„Ég get ekki orða bundizt yfir
dæmalausri framkomu sérleyfishafa
við viðskiptavini, sem ég varð vitni
og aðili að um helgina. Lög um sér-
leyfi hljóta að leggja sérleyfishöfum
skyldur á herðar og þeir því að vera
ábyrgir fyrir vanefndum á þeim.”
Húsmóðirin keypti tvo farseðla
með Vængjum til Siglufjarðar fyrir
börn sín. Rétt áður en gengið var til
flugvélar var tilkynnt að vélin myndi
lenda á Sauðárkróki og ekki fara til
Siglufjarðar og sagt að ástæðan væri
óveður á Siglufirði.
Farþegum var skipað í bíl á
Sauðárkróki og aka átti til Siglu-
fjarðar. Reyndist bíllinn ekki hæfur
til snjóaksturs og varð stopp í Siglu-
fjarðarskriðum. >ar urðu farþegar
að húka og biða þar.til aðstandendur
þeirra komu tii að sækja þá. Far-
angur komst ekki með i bílinn og
varð eftir á Króknum.
Er til Siglufjarðar kom var þar
blíðskaparveður og hafði verið allan
daginn, svo helber ósannindi voru að
ekki hefði .verið hægt að fljúga
þangað vegna veðurs.
Húsmóðirin hringdi í forstjóra
Vængja og þá kom önnur skýring á
flugáætlunarbreytingunni. Sagði
hann að vélin hefði ekki eldsneyti til
Siglufjarðarflugs og til baka, en á
Siglufirði fengist ekki eldsneyti.
,,Er það rétt að ekki sé til flug-
vélareldsneyti á Siglufirði? Af hverju
eru tvær skýringar mjög ólíkar
gefnar hjá sama fyrirtæki á- flug-
áætlunarbreytingu? Hverjar eru
skyldur sérleyfishafa i svona
tilvikum?”
DB fékk það staöfest hjá Ellert
Kárasyni hjá Olíufélaginu Skeljungi á
Akureyri að tankur Vængja á Siglu-
firði hefði verið tómur umrædda
helgi, 7. og 8. apríl. Skeljungur á
Akureyri sér um að fylla þann tank
samkvæmt beiðni frá Vængjum. Sú
beiðni barst ekki fyrr en mánudag 9.
april.
Spurning
dagsins
Hvernig finnst
þér sýningin?
(Spurt á ljósmyndasýningu fréttaljós-
myndara í Norræna húsinu).
Jóhanna Carlsen: Mér finnst hún gcð.
Myndin af eplinu 'eftir Friðþjóf Helga
son er til dæmis alveg þrælgóð og marg-
ar aðrar mjög góðar.
Höskuldur Gylfasun nemi: Eg held að
hún sé bara nokkuð góð. Til dæmis er
myndin Horft út um glugga eftir
Friðþjóf Helgason mjög góð.
Hver annar en staður hinna
vandlátu býður upp á tvö
FLOORSHOW
á sama kvöldi
í FYRSTA SINN Á ÍSLANDl|
Opið frá kl. 7— 01.00
Lúdó&Stefán og diskótek
The Bulgarian Brothers
Ekki karfi
eingöngu
— heldur stór og fallegur
þorskur líka
Austfirzkur togarasjómaður hringdi:
,,Mig langar að taka fram vegna
síendurtekinna frétta í útvarpinu af
karfaveiðum Þjóðverja í Rósagarðin-
um fyrir Suðausturlandi að við
togarasjómenn á Austurlandi höfum
ekki orðið varir við allan þennan
karfa. Uppistaðan í þessum veiðum
Þjóðverja er stór og fallegur þorskur.
Karfi og einnig grálúða eru mjög lítið
brot af veiðum þeirra þar. Við höf-
um verið á þessum slóðum meira og
minna í allan vetur og höfum ekki
fengið mikinn karfa á þessum slóð-
um.”
Karfi mun lítiö notaður hér til mann-
eldis. Mest mun hann vera fluttur út.
DB-mynd Cecil Bæringsson.
ÞÓRS|CAFE
STAÐUR HINNA VANDLÁTU
/ndíánastú/kurnar
Kim og Carmel
/eika listir sínar
Fjölbreyttur
matseðill
Borðpantanir
í sítna 23333.
Raddir
lesenda
Hringið
ísíma
27022
milli kl.
13 og 15,
eða skrifið
Hreinn Magnússon: Mér lizt yfirleitt
vel á sýninguna og margar myndannr
eru mjög skemmtilcgar. Myndin af Meg-
asi er til dæmis mjög góð og myndin frá
Slippnum í Reykjavik eftir Ragnar
Axelsson.
Unnur Sigurðardóttir: Mér lizt mjög vcl
á þetta. Myndin af eplinu eftir Friðþjóf
er svolitið sniðug og margar eru góðar
ogerfitt aðgera uppá milli þeirra
Róbert Guðfinnsson: Mér lizt mjög vcl á
hana og ég er mjög hrifinn af þessu
framtaki Ijósmyndaranna. Ég held að
hún komi mjög vel út i heildina.
Guðrún Jónsdóttir: Mér lizt ágætlega á
sýninguna og það er bara gaman að
henni. Margar myndanna eru mjög
skemmtilegar og það er gaman að endur-
lifa fréttaatburði á þennan hátt.