Dagblaðið - 18.04.1979, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRlL 1979.
DB á ne ytendamarkað/
ANNA
8JARNA50N i4
„EKKIVEIHR AF AÐ
EFLA VERÐSKYNK)”
[ — segja bréf ritarar sem taka þátt í könnun á kostnaði við heimilishaldið J
Greinilegt er af þeim bréfum sem um okkar að fólk er almennt mjög
okkur berast með upplýsingaseðlun- ánægt með það framtak Dagblaðsins
Sáralítill eða
enginn fjár-
hagslegur
ávinningur hjá
útivinnandi
húsmæðrum
„Þið þarna hjá Neytendasíðunni
fjölluðuð um daginn um að meðal-
talskostnaður á mann reyndist
hæstur í Reykjavík,” segir í upphafi
bréfs frá Rögnu Erlendsdóttur i Þor-
lákshöfn.
,,Má það furðulegt teljast, því það
er staðreynd að hægt er að kaupa
ódýrara í matinn i stórmörkuðunum í
Reykjavík heldur en í verzlunum úti
um landið.
Gæti ekki ein ástæðan verið sú, að
í Reykjavík vinna húsmæður al-
mennara úti heldur en viöa annars
staðar? Það þykir ekki merkileg
staða í dag að vera bara húsmóðir, en
fróðlegt þætti mér ef þið settuð upp
smá reikningsdæmi.
Ég er heima og í dag baka ég þrjár
jólakökur, ca 30 stk. kleinur og eina
tertu. Hvað kostar efnið í þetta og
hvaö kostar þaö hjá bakaranum?
Á morgun sauma ég t.d. galla-
buxur á litla barnið mitt (4 ára).
Hvað kostar efnið í þær og hvað
kosta þær í verzluninni. Síðan
skulum við segja að ég prjóni lopa-
peysur á fjölskylduna. Það tekur að
vísu dálitinn tíma, en er það ekki
ótrúlega margt sem konan getur
unnið heima og um leið passað
barnið sitt, eða bömin?
Hvað kostar fyrir eitt bam í leik-
skóla í fjóra tima á dag?
Ef við reiknum dæmiö til enda,
kemur þá ekki í ljós að því meira sem
við vinnum, því meiru eyðum við og
því meira greiðum við í skatta og þess
meira verður stressið.”
Heimavinnandi
húsmóöirin
sparar stórfé
Við þöAum Rögnu kærlega fyrir
þetta athyglisverða bréf. Við emm
henni sammála um að heimavinnandi
húsmæður spara heimili sínu stórút-
gjöld, fyrir utan að gera heimilið
r eira aðlaðandi fyrir þá sem þar
iúa.
Auðvitað kostar það ærið fé þegar
húsmóðirin vinnur utan heimilisins,
sérstaklega ef koma þarf einu eða
fleiri börnum fyrir í gæzlu.
Eins og Ragna bendir réttilega á
má gera ráð fyrir að útivinnandi hús-
móðir eyði meiri peningum heldur en
sú sem vinnur heima fyrir. Sú úti-
vinnandi skipuleggur yfírleitt ekki
matarinnkaup með jafn mikilli alúð
og hin, — þarf kannski stundum aö
kaupa inn í matartímanum, — freist-
ast kannski til þess aö kaupa pylsu-
pakka i staöinn fyrir fisk. Sú sem
vinnur úti þarf yfirleitt að endurnýja
fötin sin oftar, hún þarf oftar að láta
laga á sér hárið. Sú sem er heima
getur gert það sjálf og getur verið
lengur i sömu fötunum. Sú sem
vinnur úti verður einhvern veginn að
komast til og frá vinnu og með börn t
gæzlu. Það kostar bensín eða strætó-
peninga. Loks verður skattareikning-
urinn hærri eftir því sem tekjurnar
eru meiri.
Það sýnist því geta verið frekar
lítið sem útivinnandi húsmóðirin ber
úr býtum fjárhagslega, nema hún sé í
þvi betur launaðri stöðu. Því miður
er algengara að konur séu í þeim
störfum sem miður eru launuð. Hins
vegar tel ég að margar konur kjósi
frekar að vinna utan heimilisins,
jafnvel þótt hægt væri að sýna þeim
fram á annað, svart á hvítu.
Á undanförnum árum hafa heima-
vinnandi húsmæður verið gerðar
hálftortryggilegar og margar konur
hálf fyrirverða sig fyrir að vera
„bara” húsmæður. Þetta er þó óðum-
að breytast. Fólk er almennt að byrja
að gera sér grein fyrir því að ef hús-
móðurstörfin eru vel og samvizku-
samlega af hendi leyst og gengið dl
þeirra eins og hverrar annarrar vinnu
eru þau hreint ekkert smáræði!
Margir halda að meö því að vera
„bara” húsmóðir sé hægt að sofa til
hádegis á hverjum degi og gera alla
hluti eftir dúk og disk! Þessar „einu
sönnu” fara á fætur á morgnana um
leið og annað heimilisfólk og vinna
sín störf eins og hver annar. Þannig
er líka hægt að eiga sínar frístundir
eins og aðrir í þjóðfélaginu.
Gaman væri að heyra álit fleiri les-
enda á þessu máli.
- A.Bj.
og Vikunnar að vekja áhuga fólks um
verðlagsmál almennt.
„Ekki veitir af að auka verðskyn
fólks áður en það glatast alveg,” er
setning sem lesa má í mörgum bréf-
um sem okkur hafa borizt.
Nú er aprílmánuður hálfnaður og
marzseðlarnir farnir að berast. Enn
vantar okkur seðla frá ýmsum sem
áður hafa verið með í könnun okkar
á kostnaði við heimilishaldið. Eins og
við höfum svo oft bent á áður, er það
mikils virði fyrir allan útreikning, að
sem flestir séu með að staðaldri.
Margir hafa spurt um hvað sé ætl-
azt til að standi í dálkinum , ,annað’ ’.
í rauninni er sá dálkur mjög athyglis-
verður og snöggtum hærri hjá flest-
um en sá sem ætlaður er fyrir „mat
og hreinlætisvörur”. Við höfum hins
vegar ekki tekið liðinn „annað” með
í okkar útreikninga, höfum dálkinn
hins vegar með til þess að fólk geti
haft þessa tölu fyrir sig sjálft.
Þannig er hverjum í sjálfsvald sett
hvað fært er í þann lið
Margir úti á landsbyggðinni hafa
sent okkur tölur um hvað þeir þurfa
að greiða til þess að hita upp hús sín
og eru þær sumar allhrikalegar.
Höfuðborgarsvæðið — eða öllu
heldur öll hitaveitusvæðin — eru þar
með mun hagstæðari útkomu. Víða
úti á landi er rafmagn einnig mun
dýrara en á höfuðborgarsvæðinu. —
Vöruverð er hins vegar í mörgum til-
fellum hærra úti á landsbyggðinni
vegna flutningskostnaðar frá höfuð-
borginni.
Það kom þó í ljós er við reiknuðum
út meðaltalskostnað við matarkaup
eftir sex mánuði að kostnaðurinn var
langhæstur í Reykjavík og nágranna-
byggðunum. Við eigum ekki neina
tiltæka skýringu á þessu, því úti á
landi eru yfirleitt ekki stórmarkaðir
eins og á höfuðborgarsvæðinu, þar
sem hægt er að gera hagstæð inn-
kaup. Kannski eru húsmæður úti á
landi bara hagsýnni og „halda betur
á hlutunum” en höfuðborgarhús-
mæðurnar.
í bréfi sem okkur barst frá Þor-
lákshöfn koma fram mjög athyglis-
verðar vangaveltur yfir þessari út-
komu. Er bréfið birt annars staðar á
síðunni.
Við birtum nú marzseðilinn og
hvetjum sem' flesta til þess að fylla
hann út og senda okkur hið allra
fyrsta.
- A.Bj.
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í
upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu
af sömu stærð og yðar.
Kostnaður í marzmánuði 1979
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annað
kr.
Alls kr.
m yiki\
Fjöldi heimilisfólks
i