Dagblaðið - 18.04.1979, Blaðsíða 11
r
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979.
hlutabréfa og annarra eigna sem
hækkað hafa í verðgildi af einhverj-
um ástæðum.
Skoðun fólks á sköttunum er mis-
munandi og sumir þeirra eru almennt
viðurkenndir sem réttlátir. Bretar
njóta líka mjög góðs almannatrygg-
ingakerfis. Sjúkrakostnaður, skóla-
vist og fleiri liðir er fólki þar að
kostnaðarlausu. Engir neita því þó að
almennir skattar í Bretlandi séu háir.
Opinberir aðilar hafa viðurkennt að
vart hafi orðið við vaxandi tilhneig-
ingu til þess að fólk taki að sér ýmis
störf sem ekki komist á opinberar
skýrslur og tekjur af þeim ekki gefnar
upp til skatts.
Frásagnir af iðnaðarmönnum sem
fengnir eru til að gera við á heimilum
fólks og gefa upp mismunandi kostn-
aðaráætlun fyrir unnið verk eftir þvi
hvort gefa á upp til skatts eða ekki
hafa birzt í brezkum blöðum. Stór
hluti leigubifreiðaflotans í London er
rekinn með bifreiðarstjórum sem fá
tekjur sínar skattfrjálsar og allir vita
að sú þjónusta mundi falla niður ef
annar háttur væri hafður á. Að sjálf-
sögðu fæst enginn ul að viðurkenna
þetta opinberlega en allir vita að
þannig erástandið.
Allir þrír aðalflokkar Bretlands
lofa nú bót og betrun í þessum efnum
og lofa að létta skattabyrðina, í það
minnsta að nokkru leyti. Helzt þykir
íhaldsflokknum hafa tekizt vel upp í
því að sannfæra almenning um að
þeir hyggist ætla að standa við orð
sín. Verkamannaflokkurinn á sér
gamla sögu sem fiokkur aukinna
skatta jafnhliða auknum almanna-
tryggingum.
Hætt er því við að erfiðara verði
fyrir James Callaghan og félaga að fá
fólk til að trúa loforðunum. Calla-
ghan, formaður Verkamannaflokks-
ins og fráfarandi forsætisráðherra,
hefur reyndar að sögn reynt að fá
hina vinstri sinnaðri forustumenn í
flokknum til að draga nokkuð úr
hugmyndum sínum um hærri skatta
og meiri samfélagslega þjónustu.
Telur hann slíka stefnu ekki nægilega
vænlega til fylgisaukningar um þess-
armundir.
Þrátt fyrir loforð íhaldsmanna um
skattalækkanir hefur James Calla-
ghan að margra mati haldið sig vel
innan þeirra marka sem skynsamleg
verða talin í þessum efnum. Þykir
ýmsum sérfræðingum í alþjóða fjár-
málum hann þar hafa haldið áfram
stefnu þeirri sem hann hefur rekið að
undanförnu í efnahagsmálum. Hefur
hinn fráfarandi forsætisráðherra
hlotið aðdáun margra fyrir ötula og
nokkuð árangursríka herferð sína
gegn verðbólgu á Bretlandi.
For-
heimskun
fyrir öll börn. Þetta er það brýnasta í
dag.
Má ég koma með eina spurningu.
Hvers vegna í veröldinni erum við
ER ÞAÐ NU: Öll börnin
á dagvistunarheimili?
í dag er líka nokkuð sem heitir
pilla, fyrir nú utan allar aðrar
getnaðarvarnir, sem fyrirfinnast á
markaðnum. Námsfólkið er í
„Einstaka mæður mundu kannski
vinna fyrir álíka launum og þarf til að
passa þrjúbörn.”
hér á íslandi að vera nokkuð að hafa
fyrir þvi að eignast börn? Vitið þið
ekki öll, að þaðer offjölgunarvanda-
mál í heiminum?
vandræðum með krakkana sína.
Þjóðfélagið getur ekki byggt nærri
nóg af dagvistunarheimilum. Fóstrur
ekki til (þær auðvitað miklu færari til
þess að ala upp börnin en hið bráð-
gáfaða námsfólk). Svo ekki sé talað
um venjulegt fólk, sem er svo miklu
sjálfsagðara að fari út á vinnu-
markaðinn i mjólkurbúðirnar,
tuskubúðirnar, finu bankana með
palesanderveggjum og uppbyggjandi
rándýrum málverkum eftir viður-
kennda listamenn, eða einhverja sem
áreiðanlega eiga eftir að verða frægir
(skv. umsögnum menningarvitanna).
Og hvað kosta nú öll þessi dag-
vistunarheimili? í verðbólgulandi
eins og okkar er vitanlega ekki hægt
að segja, hver stofnkostnaðurinn er á
dagvistunarhöllunum hér i henni
miklu höfuðborg landsins, Reykja-
vík. Hvað skyldu skattborgarar
borga aðeins fyrir þær? Síðan standa
hallirnar lokaðar og læstar, að
mestu, allar helgar og frá kl. 6—7 á
kvöldin og áfram næstu tólf tímana.
Ekki má nýta þær til annars, þa
mengast andrúmsloftið fyrir blessuð
börnin, sem eiga rétt á góða uppeld-
inu í þjóðfélaginu.
Hvað kostar það svo að hafa
barnið á dagvistunarheimilinu. Jú,
heilar 26.000.- kr. og þetta er aðeins
30%. Því að restina til þess, aðeins,
að halda rekstrinum gangandi, 70%,
borgar borgin eða 60.700. — =
samanlagt 86.700.- kr. Fyrir 2 börn
þá kr. 173.400, fyrir 3 böm kr.
260.100. Hvar er gróðinn?
Einstaka mæður myndu kannski
vinna fyrir einhverjum álika launum
og þarf til að passa 3 börn. Hvaðan
koma þá peningarnir til þess að
byggja dagvistunarheimilin?
Hvað kostar í strætó, hvenær er
tími til að bæta fötin (kaupa bara
nýtt)? Hvenær er timinn til að tala
við börnin? Æ, fyrirgefið, þau hafa
fengið nóga uppbyggingu fyrir það
andlega og vonandi líklega það
likamlega á stofnuninni.
Rúsínan í pylsuendanum er svo, að
með þvottakonum og öðru þvi starfs-
liði, sem á dagvistunarheimilinu
vinnur, passar þar, hver og einn, um
4, 1 barn.
Nú tek ég skrifstofuliðið, sem
kemur börnunum á hinar margum-
töluðu stofnanir ekki með í reikning-
inn.
Spurning í lokin. Hvernig stendur
á því að það fólk, sem er nú er komið
til vits og ára og hefur aldrei (fæst af
því) verið á dagvistunarheimili,
stendur samt alveg fyrir sínu? Eða
gerir það kannski enginn? Það verður
aldeilis munur þegar dagvistunarkyn-
slóðin tekur við. Eigum við strax að
fara að hlakka til?
Erna V. Ingólfsdóttir.
sem einhverra hluta vegna er nú einn
ákafasti talsmaður reglustrikunnar,
skipulagningar og ofstjórnar.
Kaldrifjuð
hagspeki
Reynir Hugason hefur gerst tals-
maður þeirrar hagfræði, að helst
ekkert skuli þrífast, sem ekki skilar
hámarksarði, en þar er hann á sama
máli og kratastrákarnir. Þessir aðilar
hafa einkanlega haft horn í síðu
íslensks landbúnaðar, sem nú sem
sakir standa býr við offramleiðslu-
vanda.
íslenskir bændur þurfa ekki verk-
fræðiþekkingu til að sjá þennan
vanda. Þeim er ljóst, að þjóðin getur
ekki keypt offramleiðsluna enda-
laust, og því ræða þeir og ráðamenn
þeirra ýms ráð til þess að minnka
framleiðsluna, taka upp nýjar
búgreinar og jafnvel að fækka
nokkuð í stéttinni.
Bændur eru svo manna líklegastir
til þess að finna þau ráð, sem til heilla
verða án þess að leggja í eyði stórar
sveitir og kippa þar með fótum und-
an atvinnu þúsunda í þorpum og
bæjum í landinu. Tveir verkfræðing-
ar, Reynir og Jónas Bjarnason, Jónas
Kristjánsson Dagblaðsritstjóri og
nokkrir kratastrákar hafa einkum
haft sig í frammi með gagnrýni á
íslenskan landbúnað.
Allir þessir menn gera sig seka um
sömu reginskyssuna, eða það að
reikna með því að vandinn sé
auðleystur, einfaldlega með því að
fækka bændum. Þessir menn tala
jafnvel um, að það myndi margborga
sig að fiytja bændur á mölina og
greiða þeim kaup, aðeins ef þeir þá
framleiddu ekki landbúnaðarvörur.
Svona heimskuleg einföldum mála
er alls ekki sæmandi verkfræðingum
eða ritstjóra, þótt sjálfsagt séaðgera
ráð fyrir að kratastrákarnir séu svo
vitlausir.
Það er sannarlega tímabært, að
þeir, sem vilja láta taka mark á sér í
umræðu um landbúnaðarmálin og
ekkert sjá fært annað en fækkun
bænda, geri almenningi grein fyrir,
hvernig og hvar finna á aðra vinnu
fyrir þær þúsundir manna, sem lifa
nú á þjónustu við landbúnaðinn.
Reynir Hugason fjallar um
málefni landbúnaðarins á sérstæðan
hátt. Það er líkt og hann setji
reglustriku á nef sér og horfi síðan
fram eftir henni, á eitt atriði mála,
en eins og flestum mun ljóst, verður
útkoman sú, að viðkomandi verður
rangeygður og ekki nóg með það,
hann sér nánast ekkert til hliðar.
Þannig fer Reyni oft og einatt.
Reynir segir að ekkert mál sé að
taka 2000 jölskyldur úr sveitum og
skapa þeim nýtt lífsviðurværi. Þetta
gerðum við vegna Vestmannaeyja-
gossins 1973, segir hann. Sé þetta
dæmi tekið sýnir það vel, hve Reynir
sér skammt frá reglustrikunni.
Vestmannaeyingar voru vissulega
fluttir um set, en þeim var alls ekki
skapaðnýtt lífsviðurværi. Þeir komu
með báta sína og tæki inn i hinar
nýju byggðir, og í raun gerðist
tæplega annað en það, að vinnu-
staðurinn varð annar, og þannig
algerlega út í hött að líkja þessu við
flutning 2000 fjölskyldna úr
sveitum.
Þá gleymir Reynir öllum þeim
fjölskyldum, sem lifa á bændum.
Það gera raunar fleiri, svo ekki er
Reynir einn um að vera með
reglustriku á nefinu.
Hamingja eða
peningar
Sú kaldrifjaða hagspeki, sem
Reynir Hugason og skoðanabræður
Kjallarinn
Krístinn Snæland
hans hamra sífellt á, er i rauninni sú,
að fjármagni skuli alls ekki varið til
annarra atvinnugreina en þeirra sem
skila hámarkshagnaði. Allt, sem er
litið og smátt og ekki skilar gróða
samkvæmt ströngustu kröfum, skal i
eyði lagt. Svo skal einnig fara með
það sem of stórt er og skilar ekki há-
marksarði.
Að fjármagn skuli skila arði er
vissulega æskilegt, en jafnvel fyrir
þjóð getur verið skynsamlegt að fjár-
festa í fyrirtækjum, sem sjálf eru
rekin með tapi.
Þegar t.d. taprekstur var á
Siglósíld, þá var samt ugglaust
verulegur þjóðhagslegur hagnaður af ,
rekstri fyrirtækisins, og ef skattar og
gjöld starfsfólks til rikisins hefðu
verið reiknuð til tekna fyrirtækisins,
þá er vísast, að verulegur hagnaður
hefði komið út. Við skulum líka
athuga, að ef þessir talsmenn
auðhyggjunnar væru sjálfum sér
samkvæmir, myndu þeir væntanlega
taka fleira fyrir en bændastéttina.
Ef reka á þjóðfélagið með ýtrustu
hagkvæmni, verður líka að fækka
kaupmönnum, leggja niður þessar
óhagkvæmu smáverslanir, þá verður
iíka að fækka þessum iðnmeisturum,
sem eru að hokra hver á sínu smá-
verkstæði. Þá verður að fækka öllum
þessum bílaumboðum og setja á
stofn eitt eða fáein stórumboð. Loks
ætti að sjálfsögðu að banna
mönnum að vera að stunda skak,
einir á smábátum.
Ef þessir menn, sem tala um að
fækka bændum, eru af alvöru að
hugsa um þjóðarhag, en ekki að elt-
ast við það tískufyrirbæri að skamma
bændur, þá er sannarlega kominn
timi til þess, að þeir skrifi skammir
um einhver ofangreindra atriða.
Það er svo mín skoðun, að leiðin
til lifshamingju sé oft fólgin í litilli
verslun, litlum báti, litlu búi, litlu
verkstæði eða litlu fyrirtæki. Allt
þetta hlýtur að vera þyrnir i auguni
þeirra, sem meta allt eftir hagnaðar-
voninni og horfa rangeygðir l'ram
eftir reglustrikunni.
Spurningin er þannig alls ekki sú,
hvort betra sé 20 kjúklinga bú á
hafnarbakkanum í Reykjavík eða
allur annar landbúnaður, heldur sú,
hvort við eigum að láta eftir okkur að
basla hamingjusöm i sátt við lifið og
tilveruna, þótt gróðinn verði þá eitt-
hvað minni.
Kristinn Snæland.
„Spurningin er alls ekki sú, hvort betra
sé 20 kjúklinga bú á hafnarbakkanum í
Reykjavík eða allur annar landbúnaður,
heldur hvort við eigum að láta eftir okkur að
basla hamingjusöm i sátt við lífið og tilver-
una, þótt gróðinn verði þá eitthvað minni.”