Dagblaðið - 18.04.1979, Page 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979.
19
Tillögur Parísarbúa í Grjótaþorpi:
Heitan hver á Hallærisplanid
—og Umferðarmiðstöðina afturá Lækjatorg
Frönsk stemmning! Allabaddarí,
fransí! Hvað dettur manni í hug þegar
París er nefnd? Léttúðugar vændis-
konur og can-can-dansar, skáld að
drekka sig brjáluð í grænu absinti,
kaffihúsin þar sem svo mörg heim-
spekileg vandamál hafa verið rædd. Og
stöku sinnum leyst.
Varla er hægt að hugsa sér nokkuð
ólíkara en París og Reykjavík að kvöld-
lagi. Það er eins og Reykjavík sé þá
steindauð — og fer versnandi því fyrir
nokkrum árum voru þar 15 kaffihús
opin á kvöldin en nú Úfir Mokka eitt.
Jú, og Hótel Borg. (Reyndar var eitt
splunkunýttaðopna, Nessý).
Og samt fundum við innfæddan
Parísarbúa, Gérard Lemarquis, sem
hefur setzt að í þessu líflausa plássi.
Það var ástin sem teygði hann út í þessa
firru. Hann féll fyrir Kristinu
Unnsteinsdóttur skólabókaverði og
síðan var ekki að sökum að spyrja.
Þau settu upp heimili í Grjóta-
þorpinu. Því timburhjallarnir, sem
margir vilja helst rifa, voru þeim
menjar um horfinn UfsstU, tengsl við
fortíðina og það fólk sem þá lifði.
Fólk að labba
Gérard kemur til dyra útklindur í
málningu því hann var að mála bláar
öldur á alla veggina í baðherberginu.
En ríkjandi lykt er af jólakökubakstri.
Það er Kristín sem stendur fyrir því:
„Aldrei þessu vant,” segir hún.
„Venjulega er það Gérard sem býr til
matinn, góðan og franskan. Ég þvæ
upp. Barnið pössum við til skiptis. Svo
á ég að laga til en sem betur fer tekur
hann aldrei eftir þvi hvort ég geri það
eða ekki.”
Auk jólakökunnar er boðið upp á
expressó-kaffi, þrælsterkt og rauðvíns-
glas. Þóþaðnúværi!
Ég kemst fljótt að því að þótt þau
hjón séu bæði starfandi við bókasöfn
og kennslu þá er ómögulegt að ræöa
við þau bæði í einu. Hann talar með
svo miklu handapati og suðrænum hita
um hugmyndir sínar (mjög skemmtileg-
ar) um það hvemig mætti skapa
rammíslenzkt borgarlíf á Hallæris-
planinu, sem er beint fyrir neðan glugg-
ann hjá þeim (unglingarnir pissa allt i
kringum húsið), að Kristín kemst
ekkert að. En hún er að fást við
spennandi hluti, rekur, með öðrum,
barnabókaútgáfu í kjallaranum. Við á-
kveðum að tala um hana seinna og gef-
um Frakkanum orðið.
„Líf i borg er ekki stórhýsi sem bilar
keyra á milli. Líf í borg er fólk að labba
úti á götu. Maður sem fer með bréf á
Pósthúsið og labbar síðan yfir á
Hressó að fá sér kaffi skapar meira líf í
borginni en tvö þúsund manns að
dansa í sama kassanum, eins og Sigtúni
eða Tónabæ.”
Franskt-islenzkt heimili við Bröttugötu. Gérard, Tómas og Kristin.
DB-mynd Bjarnleifur.
Sundlaugarnar
beztar
„Það er engin lausn fyrir
unglingana að loka þá inni i upphituðu
stórhýsi. Ekki fyrir þá fullorðnu
heldur. Spurningin er: hvernig er hægt
að gera íslendingum bærilegt að vera
úti þrátt fyrir rokið og rigninguna?
Hvemig er hægt að skapa skjól?
Fólk sem alltaf situr inni í upphit-
uðum bílum eða húsum verður fram-
andi í sinu eigin loftslagi. Eins og hvítu
mennirnir í hitabeltislöndunum sem
hniga í yfirlið þegar þeir koma út úr
loftkældum hýbýlum sínum.
Þröngu göturnar í borgum
Suðurlanda eru hugsaðar sem vernd
gegn brennandi sólarhitanum. Þannig
er alls staðar byggt í samræmi við
ríkjandi veðráttu. Jafnvel gos-
brunnarnir em fremur hugsaðir til að
veita svala en til skrauts. Vatnsúðinn er
kælandi en þó er kannski táknræn
þýðing gosbrunnanna enn meiri. í hita-
mollunni er gott að horfa á iskalt
vatnið gusastupp.
Á íslandi eru það sundlaugarnar,
sem mest eru sniðnar eftir aðstæðum.
Þar skríður fólk ofan í heita pollana
þegar því er orðið kalt. í miðbænum
Umferðarmiðstöðin að flytjast aftur.
í öllum borgum,” heldui hann á-
fram, „er líf og fjör kringum járn-
brautarstöðvarnar. Þar fallast borgin
og sveitin í faðma. Og þar er upphafs-
stöðdraumanna.
Þeir sem koma til borgarinnar eru
með hugann fullan af draumum fé og
frama i nýju umhverfi. Og þeir sem
fara út í heiminn til að leita ævintýra
leggja héðan upp. Umferðarmiðstöðin
er hallærisplan fullorðna fólksins. Hún
á að vera í miðbænum en ekki ein-
angruð úti í mýri.”
Lýðræði
götunnar
„Götulífið,” segir hann ennfremur,
,,er andstæða við formlegt félagslíf.
Þar ríkir engin stéttaskipting. Þar mæt-
ættu að vera svona „hitapoUar”, smá-
skýli til að ylja sér við stutta stund.
Og gosbrunnarnir ættu að sjálf-
sögðu að vera heitir! Þið hafið nú
hverina! Fólki mundi hlýna við að
horfa á þá! Ástfangin ungmenni að
stara í hrifningu á gufubólstrana, hugs-
ið ykkur!
Upphafsstöð
draumanna
Jafnvel þótt ungUngarnir pissi um
helgar allt í kringum húsið hjá þeim
Kristínu þá er Gérard ekkert
hneykslaðuráþeim.
„Þau skapa líf! Þau koma hérna
upp í Grjótaþorpið til að pissa, labba
út í Pósthússtræti, koma aftur að pissa.
En mér finnst þetta bara svo niður-
lægjandi fyrir þau. Það þyrfti að vera
opið hérna klósett á kvöldin. Og
margir litlir staðir til að hreyfa sig á
milli. En það þyrfti að banna bílana.
Þvi þegar maður hefur gengið um
stund úti í kuldanum, þá er svo gott að
setjast einhvers staöar inn og fá sér
heitt kaffi. Þá mundu kaffihúsin lifna
við.”
Hann hefur talað sig heitan: „Til að
mynda straum af einhverju þarf tvo
póla. Nú höfum við Hallærisplanið en
Lækjartorg er dautt. Þangað ætti
ast gamUr og ungir, ríkir og fátækir.
sorgbimir og glaðir, fuUir og ófúDir. En
farirðu á fund í félagi þá er fólkið i
þvi mest af sama tagi. Það er úr sömu
þjóðfélagsstétt og jafnvel annaðhvort
eintómt kvenfólk eða eintómir karlar.
Formlegt félag er alltaf einhvers konar
hálflokaður klúbbur.
En á iðandi lifi götunnar eiga allir
sama rétt. Það er það sem gerir
götulífiðsvo heillandi.”
-IHH.
Þótt Hallærisplanið sé nöturlegt þá er það að minnsta kosti lifandi um helgar. Þarna
standa fætur út um bflglugga. Eigandinn virðist fremur á leiðinni inn en út.
DB-mynd Ragnar Th.
LUXO leslampar RONSON rakvélar
■ ■
Wm
BRAUN hárburstar
RONSON hárþurrkur
KALDRIK hárliðunarjárn PHILIPS rakvélar
í Austurveri, Háaleitisbraut 68,
sími 84445 og 86035