Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.04.1979, Qupperneq 27

Dagblaðið - 18.04.1979, Qupperneq 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRlL 1979. Ct Útvarp 27 Sjónvarp D LIFIBENOVSKÝ - sjónvarp í kvöld kl. 21.00: Spenna færist f leikinn Þættirnir um Benovský eru nú óðum að verða spennandi þótt þeir hafi farið hægt af stað. Þeir eru að nokkru leyti eins og aðrir myndaflokkar frá löndum austan tjalds að langan tíma tekur að byggja upp spennuna en þegar hún er komin á strik er hún mikil og óstöðv- andi. Það gerðist í síðustu þáttum að Benovský og vinur hans Omachel voru teknir höndum og dæmdir til útlegðar á Kamtstjatka í Síberíu. Þetta gerðist á dögum Katrínar miklu, þar sem fyrir kom að menn voru dæmdir í útlegð fyrir það eitt að skjóta fullir á rnynd af Pétri mikla. Omachel hafði orðið ríkum Tartarakaupmanni að bana, sem reyndist síðar hafa verið háttsettur i leyniþjónustu Rússa. Á þessum tíma áttu Rússar i vandræðum með Tartara sem Tyrkir æstu á móti þeim. Því má nærri geta að glæpur Omachels var stór. Á Kamtstjatka var vistin ömurleg og fangana dreymdi um það eitt að sleppa. Þeir völdu Benovský til þess að vera foringja sinn og sjá um flóttann. Benovský var þá að komast í kunningsskap við landstjórafjölskyld- una í grenndinni á þann hátt að hann hafði verið fenginn til að kenna dóttur landstjórans frönsku. Og þó Benovský sé giftur maður og eigi einn son hefur hann ástarsamband við stúlkuna. Þættirnir um Benovksý eru gerðir i samstarfi Sióvaka og Ungverja. Þannig er sá sem leikur Benovský Slóvaki en Ungverji sá sem leikur Omachel vin 1» Sá er leikur Benovský er Slóvaki en vinur hans Omachel er leikinn af Ungverja. Búningar allir i myndinni eru mjög vel gerðir og svara (il þess tíma sem myndin á að gerast á. Svo er og um sviðsmynd og handrit sem fylgir ævisögu Benovskýs út í yztu æsar. hans. Um helmingur allra leikara er frá hvoru Iandi. Hver talar sína tungu en síðan eru þættirnir „dubbaðir” eftir því hvert þeir eiga að fara. Þannig kemur okkar útgáfa „dubbuð” frá SIó- vakíu. Þýðandi þáttanna er Jóhanna Þráinsdóttir, sem lærði tékknesku, er hún dvaldist um tveggja ára skeið , Prag. Slóvaska er líkt mál og tékkneska en þó er nokkur munur á, líkt og á dönsku og sænsku. -DS. V______________________________________________/ t----------:-----------------------------------■s ANNA KARENINA—sjónvarp íDanaveldi: Frábær f lokkur um óhamingju íástum Danir eru nú um það bil að ljúka við að sýna framhaldsmyndaflokkinn önnu Karenínu í sjónvarpi hjá sér. Flokkurinn er gerður eftir samnefndri skáldsögu Leo Tolstoy. önnu leikur Nicola Paget sem við munum eftir úr Húsbændum og hjúum þar sem hún lék Elísabetu Bellamy. Karenin fursta, V mann hennar, leikur Eric Porter, sem við sáum síðast í stóru hlutverki í fram- haldsmyndaflokknum um Forsythe fjölskylduna. Elskhuga hennar, Vronskji, leikur Stuart Wilson. Sagan af Önnu Karenínu er ákaflega átakanleg saga um óhamingju í ástum. Anna, sem gift er gömlum karlfauski, fellir ástarhug til ungs greifa. Hann elskar hana á móti og þau ákveða að fara að búa saman. Þar sem Anna yfir- gefur mannsinn hefur hann rétt á að halda eftir ungum syni þeirra. Þau Anna og Vronskji eignast saman dóttur og allt virðist leika í lyndi. En það varir ek ki lengi. Rægitungur í Pétursborg geta ekki látið þau í friði og brátt sér Anna að henni er ekki vært í Rússlandi. Hún heldur á brott en unir sér ekki erlendis. í þeirri trú, að fyrnzt hafi yfir skömm hennar snýr hún aftur, en ástandið er óbreytt. Full örvæntingar og beiskju fremur hún sjálfsmorð. Myndaflokkurinn er talinn ákaflega vel gerður og spennandi. Leikurinn er einnig góður eins og við er að búast af aðalleikurunum, enda hafa dönsk blöð verið yfirfull af kynningum á hverjum einstökum þætti og er vandlega rakið i hverri viku hvað gerist næst. Við verðum bara að bíða og vonast eftir að fá að sjá þetta ágæta efni, ekki veitir nú af eins og stendur að lífga eitthvað örlítið upp á dagskrána. -DS. J Miðvikudagur 18. apríl 12.00 Dagskrá. Tónteikar Tilkynningar. 12.25 Veðurfrcgnir. Frtttir. Tilkynníngar. Tónlcikar. 13.20 Litli barnatíminn. Stjómandinn, Sigrióur Eyþórsdóttir, rabbar um sumardaginn fyrsu og lesnar verða tvær smisögur eftir Sigurbjom Sveinsson. 13.40 ViðvinnunarTónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,Jiíi nðtt gleymist aldrer' eftír Walter Lord. Gisli Jónsson les þýðingu slna (3). 15.00 Mlðdegistðnleikar. Zino Francescatti leikur með Fflharmaniusveitinni i New York Fiðlukonsert I Ddúr op. 77 eftir Johannes Brahms; Leonard Bemstcin stjómar. 15.40 Islenzkt mit Endurtekinn þáttur Gunn- laugs Ingólfssonar frá 14. þ.m. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn- ir). 16.20 Popphora: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Útvarpssagi barnanna: „Leyniskjalið" eftir Indriða (itfsson. Hofundur les (8). 17.40 Á bvftum reitnm og svðrtnm. Jón Þ. Þór flytur skákþátt og segir frá skákþingi lslands. 18.10 Tónlcikar Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttír. FréttaankL Tilkynningar. 19.35 Gestír 1 ðtvarpssaL 20.00 Úr skðialifinu. Kristján E. Guðmundsson stjómar þæltinum, þar sem fjallað verður um fjölgun nemenda á framhaldsskóiastigi. 20.30 „SHdirhreistiir”, smisaga eftír Guðlang Arason. Höfundur les siðari lestur. 21.00 Tuttugustu aldar tónlisL 21.30 Kvmði eftir Bjaraa Thorarensen. Þorleifur Hauksson les. 21.45 Sextándu aldar tðulist fyrir gítar og áslátt* arhljóðfxri. Siegfried Behrtnd og Siegíried Fink leika. 22.10 Loft og láð. Pétur Einarsson sír um flug- málaþátt og raeðir við Bjðm Jónsson deildar- stjóra um Alþjóðaflugmálastofnunina og tengsl hennar við bland. 22.30 Veöurfregnir. Frétlir. Dagskrá morgun dagsins. 22.50 Úr tðnlistarllfinu. Knútur R. Magnusson sér um þáttinn. 23.05 Svðrt tónlisL Umsjón: Gerard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.50 Fiéttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 19. apríl Sumardagurinn fyrsti 8.00 Heilsaö sumrí. a. Ávarp úlvarpsstjóra, Andrésar Bjömssonar. b. Sumarkomuljóðcftir Matthias Jochumsson. Herdis Þorvaldsdóttir leikkona lcs. 8.10 Fréuir. 8.15 Veðurfregnir. Útdráttur úr forystugreinum dagbl. 8.30 Vor-ogsumarlög.sunginogleikin. 9.00 „Voriö og sumarið'’ úr Árstíðunura eftir Josepb Haydn. Edith Mathis. Nicolai Gedda, Franz Crass syngja ásamt Madrigalakómum í Múnchen með hljómsveit Rikisóperunnar í Múnchen; WolfgangGönnenwein stj. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 „Vorhljómkviðan”. Nýja fílharmoníu- sveitin i Lundúnum leikur Sinfóniu nr. I op. 38 eftir Robert Schumann; Otto Klemperer stjómar. 11.00 Skitamessa. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón leikar. 13.30 Vaglaskógur. óskar Halldórsson dósent les stutt erindi eftir Jón Kr. Kristjánsson á Viðivöllum i Fnjóskadal. 13.45 Sigfósar-syrpa.Sinfóniuhljómsveit íslands leikur lög eftir Sigfús Halkiórsson; Páll P. Páls son stjómar. 14.00 Erum við á réttri leið? Finrúíorg Schcving stjómar þæui um uppeldismál. Rætt við Jar- þrúði Ólafsdóttur, Guðfinnu Eydal og Krist- ján Guömundsson. 14.30 Miðdegistónleikan Frá landsmóti islenzkra bamakóra á Akureyri 17. marz sl. Sextán bamakórar viðsvegar að syngja íslenzk og erlend lög- 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn- irl. 16.20 „Vorsónatan”. Mischa Elman og Joseph Seiger leika Sónötu nr. 5 i F-dúr fyrir fiðlu og pianóeftir Ludwig van Beethoven. 16.40 Lagið mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.30 Barnatími. Fóstumcmar sjá um efnisval ogflutning. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt máL Árni Böövarsson flytur þátt inn. 19.40 Íslenzkir einsöngvarar og kórar syngja. 20.10 Leikrit: „Vitni saksóknaraos” eftir Agöthn Christie. Þýðandi: Inga Laxness. Leik stjóri; Klemenz Jónsson. Persónur og leik- endur: Sir Wilfrid Robarts.....Glsli Halldórsson Leonard Vole.........Hjalti Rögnvaldsson Romaine.................Helga Bachmann Myers................Steindór Hjörleifsson Mayhew.....................ÆvarKvaran Wainwright dómari.........ValurGíslason Carter................Guðmundur Pálsson Heame leynilögreglufulltrúi............. ............................Helgi Skúlason Réttarritari............Valdemar Helgason Janet Mac Kenzie.................Guðbjörg Þorbjamardóttir Gréta................Kolbrún Halldórsdóttir Hin konan..................Lilja Þórisdóttir 22.00 Kvöldtónleikar Islenzkra listamanna. a. Kammerkórinns yngur sumarlög. Sóngstjóri: Rut L. Magnússon. b. Sinfóniuhijómsveit tslands leikur lög eftir Emil Thoroddsen; Páll P. Pálsson stj. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun dagsins. 22.50 Viðsjá: Hermann Sveinbjömsson sér um þáttinn. 23.0 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmundur Jónsson ogGuðni Rúnar Agnarsson. 23.50 Fréuir. Dagskrárlok. Sjónvarp Miðvikudagur 18. apríi . 18.00 Barbapapa. Endursýndur þáuur úr Stund- inni okkar frá slðastliðnum sunnudegi. » 18.05 Börnin leikna. Kynnir Sigriður Ragna Sigurðardótur. 18.15 Hiátnrleikar. Bandarískur teiknimynda flokkur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.40 Knattleikni. Breskur myndaflokkur i sjö þáttum, þar sem enskir landsliðsmenn í knau spymu eru að æfmgu og I lcik, og þeir veita leíðbeiningar. í fyrsta þætti er rakin saga knattspyrnunnar, og Mick Channon lýsir undirstöðuatriðum hennar. Þýðandi og' þulur Guðni Kolbeinsson. 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækni og vfsindi. Umsjónarmaður ömólfur Thorlacius. 21.00 Lifi Benovský. Fimmti þáttur. Afanasia. Þýðandí Jóhanna Þráinsdóuir. 22.15 Lax i ha-ttu. Mynd þessi lýsir tjóni þvi, sem reknetabátar vakla á norska laxastofnin- um. Þeir veiða fisk, sem laxabændur hafa ræktað með ærinni fyrirhöfn, og netin saera og cyðileggja fjölda föka, sem ganga siöan I ámar, en eru varla mannamatur. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 22.35 Dagskrárlok. IMILFISK Nú er sterka ryksugan ennþá sterkari... NILFISK SÚPEK. NYR SÚPER-MÓTOR: Áður óþekktur sogkraftur. NY SOGSTILLING: Auðvelt að tempra kraftinn. NYR PAPPÍRSPOKI MEÐ HRAÐFESTINGU, annþó stærri og þjálli NÝ SLÖNGUFESTING: Samboðin nýju kraftaukandi keiluslöngunni. stöðugri, iiprari, auðlosaður i stigum. sogorka í sérflokki Ofantaldar og fleiri nýjungar auka enn hina sigildu verðleika Nilfisk: efnisgæði, markvisst byggingariag og afbragðs fylgihluti. Hvert smá- atriði stuðlar að soggetu i sárfiokki, fullkominni orkunýtingu, dæma- lausri endingu og fyllsta notagildi. Já, svona ar Nilfisk: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel,.ár eftir ór, með lágmarks truflunum og tilkostn- aði; varanleg: til lengdar ódýrust. heimsins bezta ryksuga! Stór orð, sem reynslan róttlætir. z------------------------—-——— Afborgunarskilmálar. M |jKa|:. 1 I I 9 9 Traust þjónusta. 0 9 9 9 FYRSTA FLOKKS FRÁ M M VB9 9 99#% Hátúni - Sími 24420

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.