Dagblaðið - 18.04.1979, Síða 28
frýálst, óháð daghlað
MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979.
Suðureyri:
Hnúfubakur
íheimsókn
Hvalir gera víðreist um þessar
mundir og er þess skemmst að minnast
er andarnefja gaf upp öndina í fjörunni
og DB greindi frá í gær.
Hnúfuþakur gerði sér dælt við íbúa
Suðureyrar i gær og dólaði í allan gær-
dag fyrir utan plássið, mönnum til
augnayndis. Eitthvað virtist skepnan
vera dösuð og engir sprettir voru í
hvalnum, þótt siglt væri á mótorbát
nær alveg upp að honum. Hann bara
bylti sér. Hann tók þó aðeins á er hann
strandaði og losaði sig með bægsla-
gangi og skvettum.
Hnúfubakurinn kom inn með aðfall-
inu í gærmorgun og virtist svo sem
hann væri villtur og synti hann í hringi.
Þegar aftur fór að falla út barst hvalur-
inn einnig út með sterkum straumun-
um. Þegar hann var kominn á dýpra
vatn var eins og hann áttaði sig og synti
til hafs.
Hvalurinn var um 12—15 metra
langur og var það börnum á Suðureyri
mikið ævintýri að fylgjast með. SS/JH.
Spila plötur
f ram á vor
„Þrír sólarhringar eru takmarkið að
vaka og spila hljómplötur,” sagði
Elvar Gottskálksson, er við hittum
hann að máli i Skátaheimilinu í Kefla-
vík þar sem hann sat við plötuspilar-
ann ásamt Guðjóni Axelssyni, en þeir
félagarnir leggja þessar vökur á sig í
fjáröflunarskyni fyrir Heiðarbúa í
Keflavík. „Áheitalisti liggur hérna
frammi og hafa nú þegar allmargir ritað
sig á listann, þar sem menn skuldbinda
sig til að greiða 50 krónur fyrir hverja
klukkustund sem við höldum augunum
opnum.”
Skrautrituð gestabók liggur einnig
frammi og í heimilinu eru seldir gos-
drykkir og sælgæti. Elvar og Guðjón
hófu maraþonspilið klukkan eitt á
annan í páskum og hyggjast ljúka því.
að morgni sumardagsins fyrsta, sem
sagt spila fram á vor. Um tölu hljóm-
platna vissu þeir ekki en fólki er vel-
komið að koma með eða senda þeim
plötur til að spila. Báðir voru hressir í
gærkvöld er við litum inn hjá þeim, að
minnsta kosti heyrðust engar hrotur.
-emm
Hafþóríreynslu-
ferðálaugardag
Ætlunin er að rannsóknarskipið
Hafþór fari í reynslusiglingu næstkom-
andi laugardag. Þessi skuttogari, sem
fyrrum hét Baldur EA og var síðan
notaður við Iandhelgisgæzlu í síðasta
þorskastríði, hefur nú verið tólf
mánuðum lengur í viðgerð heldur en
upphaflegavarráðgert. -ÓG.
.....- - .— --'v. -
SmyglíMúlafossi:
Falið í leynihólfum og sérbún-
um olíubrúsum
Rúmlega 180 flöskur af vodka
fundust við leit tollvarða um borð.í
Múlafossi í Reykjavíkurhöfn í gær-
morgun. Auk vodkans fannst
rtokkurt magn af sígarettum og 55
kíló af skinku.
Tveir vélstjórar skipsins hafa
viðurkennt að eiga varninginn, en
hann var falinn að mestu leyti í leyni-
hólfi fyrir aftan viðgerðarborð í
vélarrúmi.
Tólf flöskur af áfengi voru faldar í
olíubrúsa sem hafði verið opnaður,
tæmdur og fylltur af flöskum, Hafði
olíubrúsanum síðan verið lokað á ný
og það mjög haganlega.
Er blm. DB kom um borð í Múla-
foss í gær hitti hann fyrir 1. stýri-
mann, en hann hafði ekki hugmynd
um málið, hvað mikið hefði fundizt,
né hvar. Þá náði blm tali af yfirvél-
stjóra og hann kom af fjöllum um
málið. Þó vildi hann alls ekki hleypa
ljósmyndara niður í vélarúm.
Fyrir páskahelgina fundust
rúmlega hundrað flöskur af áfengi í
Hofsjökli. Hluti af smyglvarningnum
var 95% vínandi.
-HP.
Flöskurnar í miðhillunni og kjötdós-
irnar á gólfinu eru hiuti af smygl-
varningnum, sem fannst í Múlafossi í
gær. A litlu innfelldu myndinni má
sjá oliubrúsa, sem tólf Vodkaflösk-
um hafði verið komið fyrir í. Síðan
var botninn skrúfaður í á ný og
málað yfir skrúfuhausana.
DB-myndir: Ragnar Th.
Krafla:
Landrisið
aldreimeira
„Það heldur áfram landris hér á
Kröflusvæðinu og skjálftum fjölgar
hægt og hægt,” sagði dr. Páll Einars-
soná skjálftavaktinni í Mývatnssveit.
„Landhæðin er komin talsvert hátt
yfir það sem hún var hæst áður. Land
hefur nú risið í einn mánuð fram yfir
það sem hæst var áður. Landið í
kringum Leirhnúk er nú 12 sm hærra
en þegar síðasta kvikuhlaup byrjaði.
Það er ekkert hægt að segja um,
hvenær eða hvar næsta umbrotahrina
verður. Það getur orðið hvenær sem er
og við bara bíðum,” sagði Páll.
-GAJ-
Nýtt
launa-
þak?
— rætt í ríkisstjóminni
— tillaga á þingi um
launalækkun
hjá f lugmönnum?
Rikisstjórnin hefur rætt möguleika á
að setja nýtt þak á laun, að sögn
Magnúsar H. Magnússonar félags-
málaráðherra í niorgun.
Magnús sagði, að slíkt launaþak yrði
að setja i nýju formi, þannig að for-
sendur kjaradóms féllu. Það yrði að
leggja á brúttólaun og ná meðal annars
til uppmælingamanna og loðnusjó-
manna, svo að dæmi væru nefnd. Ella
yrði þaðekki að gagni.
Ekki treysti ráðherra sér til að segja
við hvaða tekjumörk slikt þak gæti
orðið sett, en mörkin yrðu hærri en.
voru á fyrri þökum, enda um brúttó-
laun að ræða.
Kauphækkun flugmanna hefur
valdið óróa víða í stéttum. Magnús
sagði, að Flugleiðir hefðu ákveðið að
lyfta þakinu á launum flugmanna, sem
hefði alls ekki verið í samræmi við
neina sáttatillögu. Flugleiðir hefðu litið
svo á, að ella fæy.u flugmenn í mál fyrir
félagsdómi og fengju þakinu lyft frá
síðustu áramótum. Ef strax yrði samið,
slyppi fyrirtækið við málaferli og að
borga aftur í timann.
Ekki er ómögulegt, að fram komi frá
einhverjum þingmönnum tillaga um,
að launahækkunin verði tekin af flug-
mönnum eða henni að minnsta kosti
frestað. Magnús H. Magnússon sagði,
að slíkt gæti verið vafasamt, því að
vera mætti, að flugmenn gætu þá jafn-
óðum fengið hækkunina aftur fyrir
dómi.
- HH
Lömb, kiðlingar og kengúrubarn
— heilsa sumrinu glaðlega í Sædýrasaf ninu
Þó víða megi nú sjá merki vors og
jafnvel sumars eftir langan og harðan
vetur eru vorkomumerkin hvergi
augljósari en í Sædýrasafninu. Dýrin
hlýða kalli náttúrunnar og hafa bein-
línis hrakið veturinn á brott. Nýfædd
lömb hlaupa þar um í hlýnandi veðri og
kiðlingar taka sín fyrstu spor. Úr poka
kengúrunnar er lítið afkvæmi einnig
farið að gægjast á íslenzka vorið. Vetur
konungur er þegar kvaddur í Sædýra-
safninu og dýrin heilsa sumrinuhressi-
lega.
-ASt-DB-myndir R. Th.Sig.
TEKINN FYRIR OLVUN
Á ALMANNAFÆRI
— þegar hann kærði óþrif af hundi
„Vesalings hundurinn er hér tjóðr-
aður að húsabaki alla daga. Þegar
vindátt stendur hérna á eldhúsglugg-
ann, berst hinn versti fnykur inn um
alla íbúð, svo að hér er bókstaflega
ólfft,” sagði maður nokkur í Reykja-
vík, sem kærði út af þessum óþrifum,
en sagði sínar farir ekki sléttar af
samskiptum við lögregluna.
„Mér hefur oft dottið ,í hug að
kæra þennan óþrifnað til lögreglunn-
ar,” sagði maðurinn, „en mér þykir
vænt um dýr og hefi þess vegna
veigrað mér við að láta verða af því, ”
bættihann við.
„Það var ekki fyrr en ég var orðinn
hreifur af víni um helgina og lyktin
var mig lifandi að drepa, sem ég lét
slag standa og hringdi í lögregluna,”
sagði hann.
„Tveir stæðilegir nýliðar í lögregl-,
unni komu fljótlega,” sagði kærand-
inn, ,,og skýrði ég mitt mál.”
Skemmst er af þvi að segja, að lög-
reglumennirnir knúðu dyra á efri
hæð hússins. Fór kærandinn út á
skyrtunni og gægðist fyrir húshornið
til þess að heyra orðaskipti lögreglu
og hundseiganda.
„Það skipti engum togum að þegar
annar lögregluþjónninn varð mín
var, kom hann niður af tröppunum
og sagði að að ég væri handtekinn
fyrir ölvun á almannafæri,” sagði
kærandinn.
„Ég mótmælti þessu. Bæði sagðist
ég ekki vera ölvaður og auk þess væri
ég nánast heima hjá mér en ekki á al-
mannafæri. Ég komst ekki upp með
neitt múður og var farið með mig á
lögreglustöð. Þar var það fljótlega
mat varðstjóra, að handtakan væri
óréttmæt og ástæðulaus,” sagði sá
sem kærði hundinn.
Hann lauk máli sínu á þessa leið:
„Ég var frelsinu feginn og fór heim í
ólyktina aftur. Þar lék hundurinn við
hvern sinn fingur en eigandinn var
þungur á brún. Ég fór að velta því
fyrir mér, hvar það gæti endað, ef
maður kærði lögregluna, þegar
maður lenti í þessum fjanda fyrir að
kæra lykt af hundi.”
- BS
Móttaka smá-
auglýsinga
Móttöku smáauglýsinga lýkur
kl. 18 í dag, síðasta vetrardag.
Móttaka fyrir smáauglýsingar,
sem eiga að birtast í næsta blaði
— á föstudag — verður opin á
morgun, sumardaginn fyrsta, kl.
18—22.