Dagblaðið - 21.04.1979, Side 1

Dagblaðið - 21.04.1979, Side 1
5. ÁRG. — LAUGARDAGUR 21. APRÍL1979 — 90. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. „Já, ég heyrí mjög veV’ ,,Já, ég heyri vel,” sagði Gunnar litli Þór og ljómaði allur þegar hann reyndi nýju heyrnartækin í fyrsta sinn í gær. Gunnar Þór Pétursson, sex ára drengur, fékk í gær langþráð heyrnar- tæki og reyndi þau í fyrsta sinn í skólanum. Hann er nemandi í sex ára bekk Árbæjarskóla og hefur stundað nám þar í almennum bekk, þrátt fyrir það að hann sé heyrnarskertur. Dagblaðið fjallaði mjög um mál Gunnars Þórs Péturssonar sl. haust þar sem greint var frá því að drengurinn þyrfti sérstök heyrnartæki, til þess að geta stundað nám í almennum skóla, þar sem hann er vel staddur á vegi varð- andi mál og orðaforða og þarf því ekki að stunda nám í heyrnleysingjaskólan- um. Heyrnartæki þessi voru aftur á, móti tolluð sem lúxusvarningur og hækkuð í tolli frá 15% í 35%, auk þess sem á þau var lagt 30% vörugjald og síðan 20% söluskattur ofan á. Þetta gerði það að verkum að foreldrar drengsins höfðu ekki ráð á að kaupa tækin sem þá áttu að kosta með öllum gjöldum 725 þúsund krónur. Eftir mikil skrif um málið og baráttu gegn „kerfinu” gekkst félagsmálaráð- herra, Magnús H. Magnússon, fyrir því að átta slík tæki voru pöntuð og greiðir Tryggingastofnun ríkisins tækin. Gunnar Þór fær nú eitt tækjanna og Heyrnar- og talmeinastöð íslands deilir út hinum tækjunum til þeirra sem þau þurfa. „Ég var farin að hafa áhyggjur af Gunnari,” sagði Guðrún Kristín Antonsdóttir, kennari Gunnars. ,,Það var heyrnarskerðingin sem háði honum en ekki skilnings- eða áhugaleysi. Hann missti ákveðna stafi við lestur en nú ætti það allt að ganga betur. Þessi heyrnartæki eru möguleiki hans til þess að vera eins og önnur börn. Það er yndislegt að fá þetta. Nú get ég náð sambandi við hann hvar sem er í kennslustofunni en áður varð hann að miklu leyti að lesa af vörum mínum. Þetta skilar áreiðanlega fljótt miklum árangri.” —JH. M Gunnar/Þór Ijómaði í gær enda ástæða til. Nú heyrir hann vel i kennaranum sínum og getur fylgzt vel með eins og önnur börn. DB-mynd Hörður. Fólk vill hafa tímann frjalsan — sjá 35. skoðana- könnun DB um lokunartíma vínveitingahúsa — bls. 6 Sjórall 79: FR-menn mynda fjarskiptanet umhverfis landið — bis. 5 > * - langþráð heyrnartæki komin til 6 ára drengs - sameinuð barátta við Mkerfið” ber árangur Vauðsynleghjíli IPflriÁ .,iibak>Bu .Þettaer I miögsorg- legtslys 1 .hjggstkegaröerta .UrirwWtf JRYGGINGARÁÐK) þæfirenn máuð "SSUISÉASKRinjlM engITheÍmÍld í lögum ps= AÐ FELIJV NIÐUR TOLLINN Ó* kerfiðað leyu rf jTRYGGINGARÁÐ HUNDSAR |BeiðnirAðherrans_ •SSTíTTÁ HÉÝRNÁR =£ TIEKIPÖNTUÐ tj -btynuröwWHeihu»«n»d*rstöó»»n«iMrroun^ : B^yggfngaráT jTeiði tækín ’^MWiyöldai geðbiluð?” — iséndát sftur á meðan kerfið tumnialio Þjóðverjar f hrakningum á Ströndum Hjálparsveitir á ísafirði voru kall- aðar út í gærmorgun vegna tveggja Þjóðverja sem höfðu daginn áður farið frá Látravík og ætluöu að vera við Lónsfjörö um kl. 18 en þar beið bátur eftir þeim. Þega/ þeir voru ekki komnir fram á miðnætti var haft samband við Jóhann Pétursson vita- vörð í Hornbjargsvita en Þjóðverj- arnir höfðu dvalið hjá honum. Hann hafði engar spurnir haft af þeim frá því að þeir fóru frá honum. Morgun- inn eftir voru hjálparsveitirnar kall- aðar út. En skömmu eftir að sveitirn- ar höfðu lagt upp á gúmbátum frá ísafirði barst tilkynning um að Þjóð- verjarnir hefðu komið aftur niöur að Látravik eftir að hafa lent í hrakning- um á heiðinni. Ætla þeir að halda til hjá Jóhanni vitaverði þar til léttir til á heiðinni og mun hann þá fylgja þeim áleiðis. Þjóðverjar þessir höfðu fyrir páska haldið í Veiðileysufjörð og þaðan til Látravikur og höfðu lent i ,hinum mestu hrakningum á þeirri leið og var annar þeirra orðinn tölu- vert illa haldinn er þeir komu aö Hornbjargsvita. Þaðan höfðu þeir síðan haldið án þess að láta Jóhann vita, aðeins skilið eftir boð til hans um að hann sæi til þess að bátur biði þeirra í Lónsfirði. - GAJ ✓

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.