Dagblaðið - 21.04.1979, Page 2

Dagblaðið - 21.04.1979, Page 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979. 2 r Oryggishjálmur- inn brotnaði Björgvin Kagnarsson kom á ritstjórn Dagblaðsins með öryggishjálm fyrir mótorhjólaökumenn af gerðinni Boeri Indy er hann hafði keypt hjá verzluninni Sportval. ,,Ég keypti þennan hjálm fyrir u.þ.b. 4 mánuðum. Geymdi ég hann uppi á u.þ.b. tveggja metra háum skáp. Svo illa vildi til að hjálmurinn við tveggja metra fall niður á gólf datt i gólfið og brotnaði. Fór hlífin fyrir hökuna alveg í sundur og stór sprunga er i hnakkanum. Vildi ég fá hjálminn endurgreiddan þar sem ég tel að slíkur hjálmur eigi ekki að geta brotnað við svona lítið fall. Ekki vildu þeir hjá Sportvali gera neitt fyrir mig og töldu það ekki sitt mál þótt svona hefði farið. Sit ég því uppi með brotinn 12.000 króna öryggishjálm.” DB hafði samband við Svein Grét- ar Jónsson hjá verzluninni Sportval: „Engin ábyrgð er á hjálmum þessum og er þvi verzlunin ekki skaðabótaskyld. Hvort hér er um verksmiðjugalla að ræða getur verk- smiðjan ein dæmt um og þarf að Föt í yf irvíddum —auglýst í smáauglýsingum DB Lesandi hringdi: „Ég las grein i lesendadálk Dag- blaðsins þriðjudaginn 17. apríl, en i henni kvartar feit kona yfir því að fá skki föt á sig. Ég vil benda þessari konu svo og öðrum sem í erfiðleikum eiga með að fá á sig passleg föt, á að undir dálknum fatnaður í smáaug- lýsingum Dagblaðsins eru oft auglýst föt i yfirviddum. Vona ég því hér með að fólk lesi þessar smáauglýsing- ar ef það vantar föt I yfirvíddum.” Litiö í smáauglýsingar Dagblaösins. Þarermargt aöfinna. Endursýnið söng- lagakeppnina —fyrir f ermingarbörnin Sigríöur Guöiniiiidsdóltir hringdi: ,,Mig langar til þess að fara fram á .if songlagakeppnin sem sýnd var i sjonvarpinu 2. páskadag verði endur- sýnd. Þann dag var nefnilega fermt hjá mér eins og mörgum öðrum og þess vegna misstum við af þessum þætti. Sonur minn, sem verið var að ferma, sagði t.d. að þessi sönglaga- keppni væri það eina sem sig hefði langað til að sjá i sjónvarpinu í lengri tíma. Ég veit að ég mæli fyrir munn margra þeirra sem létu ferma hjá sér þennan dag eða voru í ferminear- veizlum, svo ég tali nú ekki um ferm- ingarbörnin sjálf þvi þau hafa örugg- lega langmest gaman af svona þáttum." ÞÓRSftCAFE STAÐUR HINNA VANDLÁTU Hver annar en staður hinna vandlátu býður upp á tvö FLOOR SHOW á sama kvöldi í FYRSTA SINN Á ÍSLANDl| Opiðfrákl 7—02.00 Lúdó&Stefán ogdiskótek Indíánastúlkurnar Kim og Carmel leika listir sínar Fjölbreyttur matseðill Borðpantanir í síma 23333. Ef vel er að gáð má sjá hvernig hjálmurinn hefur brotnað að framan. senda hjálminn út til þess að fá úr því skorið. Það er sjálfsagt að gera það, en slíkt er gert á kostnað kaupanda og er kostnaðurinn við það gífurlegur. Það má benda á að hjálmur sem þessi er ætlaður til skjóls fyrir höfuðið og þegar ökumaður ber hann er augljóst að annað átak myndast við högg heldur en ef hann er tómur og skoppar niður á gólf. lnnan í þessum hjálmum er viður- kenningarstimpill frá fjölda landa. Við höfum selt mikið af þessum hjálmum og ekki fengið neinar kvartanir,” sagði Sveinn Grétar að lokum. Opinberir starfsmenn — höldum fast í umsamdar kauphækkanir Þrir opinberir starfsmenn skrifa: Nú stendur yfir mikil herferð flestra forystumanna okkar (ekki allra þó) fyrir þvi að við, sem nú verðum fyrir því að missa af áður samningsbundnum launahækkunum, gefum þessa hækkuneftir. Forystumenn okkar láta þau boð út ganga að aðildarfélögin skuli sam- þykkja það sem þeir hafa um samið við ríkisstjórnina. Þótt við vitum að við getum ekki talað fyrir munn allra opinberra starfsmanna, þá höfum við hugboð um að flestir i okkar röðum hafi verið á móti því að forystumennirnir (Kristján & Co.) léðu máls á því að ganga svo á samninga okkar sem nú verður raunin, ef ekki verður á móti spyrnt. Við opinberir starfsmenn eigum ekki að vera sérstakur stuðnings- hópur fyrir eina rikisstjórn frekar en aðra. Þegar fyrri rikisstjórn sat var forystulið okkar ekkert að víla fyrir sér mótmæli gegn kjaraskerðingu hennar — og svo á að vera nú, og ekki síður, þar sem þessi ríkisstjórn þykist auk þess vera hlynnt laun- þegasamtökum almennt talað. Og það er ekkert sérstakt kjara- bótaratriði að fá einhvern verkfalls- rétt viðurkenndan í staðinn fyrir að sleppa þeim umsömdu kauphækkun- um, sem nú áttu að gilda. Forysta Félags ísl. símamanna hefur ein staðið gegn þessari endemis tilraun til þess að hnoða opinberum starfsmönnum saman í höndum „stórklikunnar” og mættu fleiri fylgja á eftir. Við skorum eindregið á starfs- bræður okkar og systur um allt land að ljá í engu máls á þvi að gefa umsamdar launahækkanir eftir. Við erum ekki í stakk búnir til slíks. Launahæstu stétt landsins, flpg- mönnum, er rétt á silfurfati kauphækkun sem nemur frá90—270 þúsund krónum, rétt fyrir páska- hátíð, til þess að ekki þurfi að stöðva flutning annarrar launahæstu stéttar- innar i landinu, loðnuskipstjóranna, til útlanda, meðan stórhriðin og hafisinn þjarmar að sauðunum sem eftireru í landinu. Annað en hrein og bein afneitun um eftirgjöf á launum okkar nú við atkvæðagreiðslu væri fráhvarf langt aftur í tímann, þvi það yrði aðeins fyrsta skref forystunnar með að afnema rétt okkar. Stöndum saman og fellum beiðni forystunnar i at- kvæðagreiðslunni. Auðvitað væri æskilegast að fleiri létu heyra frá sér um málið. Getraunirnar — innsigli og teningakast 1825—0918 skrifar: Mig langar til að hripa niður nokkrar Iinur um getraunirnar hér því mér finnst vægast sagt hneyksli hvernig að þeim er staðið. Til að byrja með þá er það oft þannig yfir vetrartímann að ekki er hægt að fljúga á ýmsa staði úti á landi. Ef seðlarnir komast ekki á rétt- um tíma til Reykjavíkur eru þeir einfaldlega ekki teknir með. Ekki er heldur hægt að fara með seðlana til sýslumanns til að innsigla þá og er þá að minu áliti verið að lýsa vantrausti á þá embættismenn. Þetta er nátt- úrlega fyrir neöan allar hellur. Því næst vil ég víkja að frestun leikja. Hér tiðkast það að kasta upp teningi ef leikjum er frestað. í Englandi eru aftur á móti kvaddir til sérfræðingar til þess að spá um hver úrslitin hefðu getað orðið. Hvers vegna er ekki hægt að nota niður- stöðurensku sérfræðinganna hér? Ég er líka sannfærður um að sala get- raunamiðanna dytti ekki svona niður ef niðurstöður þessara sérfræðinga væru notaðar. DB hafði samband við Sigurgcir Guðmannsson hjá getraununum: „Dómsmálaráðuneytið hefur tekið fyrir þann möguleika að fá seðlana innsiglaða hjá sýslumönnum vegna leiðindamála er upp hafa komið i slíkum tilfellum. Einnig er útilokað að styðjast við niðurstöður enskra sérfræðinga vegna þess að 55 leikir eru á getraunaseðlum í Englandi og þessir sérfræðingar gera ekkert í málunum fyrr en 25 leikjum hefur verið frestað. Það er því augljóst að slíkt á engan veginn heima hjá okkur. Við notum hins vegar sama kerfi og Danir og Norðmenn, að því undan- skyldu að þeir kasta upp teningi ef einum leik er frestað, er hér er honum kastað ef þremur eða fleiri leikjum er frestað.”

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.