Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.04.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 21.04.1979, Qupperneq 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. APRÍL Í979. Vörukynningá þriðjudögum hjá MS Þeytirjóminn nýtur vinsælda Mjólkursamsalan hefur verið með kynningar á ýmsum réttum sem búnir eru til m.a. úr mjólkurafurðum í hinni nýju verzlun sinni að Laugavegi 162. Er þaö Guðríður Halldórsdóttir húsmæðrakennari sem sér um þessa vörukynningu, en hún hefur til um- ráða fullkomið eldhús í húsakynnum samsölunnar þar sem hún prófar uppskriftirnar um leið og hún „hannar” þær. Kynningarnar eru í verzluninni á hverjum þriðjudegi kl. 2—6. Bent Bryde mjólkurfræðingur og verzlunarstjóri samsölunnar á Lauga- vegi 162 sagði í samtali við Neytenda- síðuna að hann hygðist koma fyrir töflu yfir þá rétti sem kynntir yrðu fjórar vikur fram í tímann. Það eru mismunandi réttir sem fólk hefur áhuga á. Hann sagði að mikill áhugi væri á vörukynningunum, en fjölrit- aðar uppskriftir eru afhentar þeim sem vilja. í páskavikunni kom á markaðinn þeytirjómi sem er rjómi með 36% Aðalheiður Benediktsdóttir úr söludeildinni hljóp í skarðið fyrir Guðriði Halldórsdóttur uppskriftahönnuð samsölunnar á þriðjudaginn var og gaf fólki að smakka á gómsætu rauðrófusalati með kryddsíld. DB-mynd Bjarnleifur. fituinnihald. Á hann að þeytast mun betur en sá sem hefur 33% fituinni- hald og verða meiri að magni eftir að hann hefur verið þeyttur. Er nýi rjóminn aðeins dýrari en hinn venju- legi eða um 100 kr. lítrinn. Þeyti- rjóminn kostar 1106 kr. litrinn og 283 kr. pelinn. Venjulegur rjómi kostar 1007 kr. lítrinn og 258 kr. pelinn. Gefinn hefur verið út leiðbein- ingar- og uppskriftabæklingur með þeytirjómanum. Þar segir m.a. að til þess að ná sem beztum árangri við þeytingu sé bezt að geyma rjómann í Sl. þriðjudag var boðið upp á síld með rauðrófum úr eldhúsi Mjólkur- samsölunnar. Fengum við leyfi til að' birta uppskriftina sem er eftir Guð- riði Haildórsdóttur. Hún var hins vegar ekki viðlátin i þessari kynningu en Aðalheiður Benediktsdóttir hljóp í skarðið fyrir hana og gaf viðskipta- vinunum að smakka brauð með þessu gómsæta salati: 3 marineruð síldarflök 1 dós sýrður rjómi 1 epli 2—3 daga í kæliskáp og mikilvægt sé að hitastig hans sé sem lægst eða um 0—4°C. Einnig er mikilvægt að kæla bæði skál og þeytara áður en rjóminn er þeyttur. Afgang af þeyttum rjóma skal geyma í loftþéttu fláti í kæliskáp. Þeytirjóma sem geymdur hefur verið þeyttur er mjög auðvelt að þeyta upp aftur þannig að hann verði stífur. Þeytirjómann má einnig frysta með góðum árangri. í leiöbeiningun- um segir að aðeins skuli frysta nýjan rjóma. Ef á að þeyta hann, er nauð- 3 sneiðar rauðrófur 1 msk. sítrónusafi 1 msk. sykur Þerrið síldarflökin og rauðrófurn- ar, skerið flökin í bita, eplið og rauð- rófurnar í teninga og blandið í sýrða rjómanum ásamt sykri og sítrónusaf- anum. Berið fram vel kælt. Hráefnið í þessa uppskrift reiknast okkur til að kosti nálægt 650 kr. Þetta er tilvalinn réttur á kalt borð og bezt að borða smurt rúgbrauð með. - A.Bj. synlegt að frostið sé ekki alveg farið úr honum. Það er ótrúlega mikill „litamis- munur” á 33% rjómanum og þessum nýja 36%. Sá fyrmefndi virðist eins hvítur og mjólk viö hliðina á þeim síðarnefnda. Hins vegar era umbúðir utan um nýja rjómann ekki komnar til landsins þannig að hann er seldur í gamalkunnu rjómaumbúðunum. - A.Bj. Raddir neytenda Hversu mikið fyrir þrjá? 5996—9560 hringdi: Mig langar til að fá upplýsingar um hve háa peningaupphæð 3ja manna fjölskylda þarf í mat á mánuði. Við borðum góðan og næringarríkan morgunverð, síðan borða tvö okkar snarl í hádeginu og öll þrjú borðum við heita máltíð á kvöldin. Einnig væri gaman að fá uppskrift að einhverjum góðum og hollum morgunverði. Úr eldhúsi Mjólkur- samsölunnar G/æsi/egt úrva/ af SVEFNPOKUM íslenzkir diolinpokar frá Magna kr. 12.600.- NORSKIR POKAR FRÁ HELSPORT Helsport Heia, verð kr. 22.900.- Fylltur með dacronfiber, 90 cm rennilás að framan Lengd 215 cm, þyngd 1.5 kg, lægsta hitastig: + 5C~ Siesta Super, verö kr. 22.600.- 280 cm opinn rennilás, hœgt er að renna tveimur saman. Fylltur með dacron HOLLOFIL, nýja fibernum sem líkist dún. Lengd 200 cm, þyngd 1.8 kg, lœgsta hitastig: 0°C. SAVALEN, verð kr. 26.500.- 200 cm hiiðar-rennilás. Fylltur m/dacronftber Lengd 225 cm, þyngd 1.7 kg. lœgsta hitast.: 0°C VANDRERN, verö kr. 30.700.- Fylltur m/dacron HOLLOFIL, 90 cm hliðarrennilás Lengd 225 cm, þyngd 1,75 kg, lægsta hitast.: —10°C. BJÖRNOYA, verð kr. 43.500.- Fylltur að ofan með andadún. Neðan m/dacron- ftber. Þyngd 1.5 kg, lægsta hitastig: —12C. TIRICH MIR, verð kr. 78.300,- Fylling: ca 600 gr hviturgæsadúnn. Lengd 230 cm, þyngd 1.35 kg, lægsta hitast.: —25°C. PÓSTSENDUM TROLLHEIMEN, verð kr. 58.900,- Fylling-.ca 600gr grár gœsadúnn. Lengd 230 cm, þyngd 1.2 kg, lægsta hitast.: —5°C. DUNLERRET, verð kr. 76.500,- Fylling:ca 700 gr andadúnn. Lengd 230 cm, þyngd 1.8 kg, lægsta hitast.: —20°C GLÆSIBÆ - SÍMI30350 Hollur morgun- matur æski- legur Svar: Það getur líklega enginn svarað spurningunni sem varpað er fram i bréfkorninu hér að framan, hve háa peningaupphæð þriggja manna fjöl- skylda þurfi í mat á mánuði. Það hlýtur alltaf að vera einstaklingS- bundið hve mikið hver fjölskylda þarf. Hins vegar getum við upplýst að meöaltalskostnaður þeirra þriggja manna fjölskyldna sem sendu okkur upplýsingaseðla fyrir febrúarmánuð reyndist vera 61.134 kr. eða 20.378 kr. á mann. Uppskrift að hollum og góðum morgunverði gæti t.d. verið eftirfar- andi: Súrmjólkurglas eða ávaxtasafi, soðið egg, 2 grófar brauðsneiðar með osti og einhver ávöxtur. — Til eru' margar tegundir af „heilsukorni” sem margir kjósa að snæða í morgun- mat. Gallinn er aðeins sá að þetta heilsusamlega fæði er yfirleitt nokk- uð dýrt í innkaupi ef þess er neytt ein- göngu. Hins vegar er það ekki dýrt ef það er notað t.d. út í súrmjólk eða ými. í öllum skrifum um mataræði og venjur er lögð rík áherzla á að fólk borði einmitt hollan og staðgóðan morgunverð og ættu sem flestir að

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.