Dagblaðið - 21.04.1979, Page 13

Dagblaðið - 21.04.1979, Page 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1979. 13 Em Woody við af þeim bestu Allen tekur fyrirá hvíta tjaldinu samband sitt Diane Keaton Þótt Woody Allen sé hér alvarlegur á svip hefur hann sannarlega ástæðu til að vera ánægð- ur með móttök- urnar á Annie Hall. BaWurWattason Woody Allen) og sambúð hans við Annie Hall (leikin af Diane Keaton, en hún heitir réttu nafni Diane Hall), þá fer varla milli mála að hér tekur Woody Allen fyrir sambúð sína við Diane Keaton, en þau bjuggu saman um tíma. Hér er því um nokkurs konar ævisögu að ræða þótt erfitt sé að átta sig á hve raunveruleikanum er vel fylgt eftir. En Woody AUen og Alvy Singer eiga margt sameiginlegt. Báðir þjást af öryggisleysi, eiga erfitt með að umgangast fólk, þó sérlega kvenfólk, og hugleiða dauðann mikið. Einnig hefur Woody Allen eins og Singer gengið lengi til sál- fræðings til að fá lausn á sálrænum vanda sínum. Þannig eru ótal atriði sem tengja saman þá Singer og Allen. Annie Hall virkar sem endurspegl- un á lifi Woddy Allen og sýnir lífs- viðhorf hans í hnotskurn. Að festa þannig sjálft líf sitt á filmu er mikið þrekvirki er krefst gagnrýnjns hugar- fars ásamt djúpstæðum skilningi á eigin vanda. Þetta hefur Woody Allen tekist þótt ótrúlegt megi virðast og skapað þannig stórbrotna mynd. Að vísu tekur sinn tima að melta allt það efni sem kemur fram í myndinni, sem er oft sett fram í mjög smellnum setningum. En eftir að sýningu er lokið heldur maður áfram að sjá nýjar og nýjar hliðar á Alvy Singer. Ástæðan gæti verið sú að hver og einn finnur eitthvað úr sjálfum sér hjá Alvy Singer og á þannig við sömu vandamál að etja og hann þótt þau séu oftast af annarri stærðargráðu. Frábær leikur Diane Keaton Það sem gerir myndina ekki síst trú verðuga er leikur þeirra Woody Allen og ekki síst Diane Keaton. Enda telja margir að þau hafi ekki þurft að leika, þvi þetta hafi verið þeim svoeðlilegt. Sum atriði myndar- innar eru óborganleg eins og þegar þau hittust í fyrsta skipti sem var á tennisvelli. Fyrir utan að vera bráð- fyndið atriði og vel leikið, sýndi það hvernig tveir óöruggir persónuleikar reyna að ná sambandi hvor við annan. Þetta atriði skiptir töluverðu máli því upp frá þessu sést hvernig Annie Hall yfirvinnur þetta öryggis- leysi og verður smátt og smátt sjálf- stæðari meðan Alvy Singer nær ekki Diane Keaton tekur við Oskarsverðlaununuml978 fyrir bestan leik en það \ ar einmitt i Annie Hall. Það er Janet Gaynor sem afhendir verðlaunin. tökum á vandanum. Á undan kynnum Alvy Singer af Annie Hall höfðu áhorfendur séð hann ganga í gegnum tvö hjónabönd (eins og Woody Allen) og kynnst ýmsum erfiðleikum sem hann átti við að stríða í æsku þannig að þetta kom ef til vill ekki á óvart. Ingmar Bergman og Woody Allen Kvikmyndir koma töluvert við sögu í Annie Hall. Fljótlega í mynd- inni sjáum við þau Annie Hall og Alvy Singer hittast fyrir utan kvik- myndahús þar sem verið var að sýna Bergman myndina Face to Face (sem gerð var úr sjónvarpsþáttunum Ansikte mot Ansikte). Er þetta engin tilviljun því Woody Allen hefur alltaf verið mikill aðdáandi Bergmans og nýjasta mynd hans, Interior, er talin undir sterkum áhrifum hans. Einnig kemur mikið við sögu myndin The Sorrow And The Pity, sem er umdeild heimildar- mynd og fjallar um hersetu nasista i París í síðari heimsstyrjöldinni. Þá má ekki gleyma atriðinu i biðröðinni fyrir framan kvikmyndahúsið þar sem einn úr röðinni þusar heilmikið um Fellini og Marshall McLuha þangað til Alvy Singer tekur til sinna ráða. Öll þessi atriði eru hlutar að púsluspili sem myndar persónuleik- ann Alvy Singer. Þannig væri endalaust hægt að telja upp gullkorn sem koma fram í Annie Hall en hér verður numið staðar. Þess í stað ætla ég að ljúka þessari grein með tilvitnun frá Groucho Marx, sem Woody Allen notaði í upphafi myndarinnar og lýsir nokkuð vel lífsviðhorfi hans. En setn'ingin hljóðar á þessa leið: ,,Ég vildi ekki verða þátttakandi i þeim klúbbi sem hefði mig sem meðlim.” Haiti: Annie Hall. Leikstjón: Woody Allen. Handrit: Woody ANen og MarshaH Brickman. Kvikmyndun: Gordon WHIis. Klipping: Wendy Greene Bricmont. Tónlist: Carmen Lombardo. Gerð í Bandarikjunum 1977. Sýningarstaðun Tónabfó. Aðalhlutverk: Woody AHen, Diane Keaton, Tony Roberts. Þegar rætt er um gamanmyndir síðari ára eru nöfnin Woody Allen og Mel Brooks einna fyrst nefnd. Báðir byggja þeir myndir sínar upp á fyndnum en oft öfgafullum tiltækj- um ásamt hnitmiðuðum samtölum. Frá mínum bæjardyrum séð hefur þó verið einn stór galli á myndum þeirra. Þær vilja verða leiðigjarnar þegar fer að síga á seinni hluta þeirra. Þetta átti sérlega við myndir Woody Allen — þangað til kom að Annie Hall. Þar breytir hann um takt og sleppir að mestu öfgunum án þess þó að týna fyndninni, sem þess í stað verður hnitmiðaðri. Einnig notar hann samtölin óspart til að koma til- finningum sínum og skoðunum á framfæri í stað þess að láta verkin tala eins og svo oft áður. En það sem gerir gæfumuninn er í mínum augum hreinskilni hans og einlægni gagnvart áhorfendum í framsetningu efnisins. Þannig nær hann að gera áhorfendur opnari og næmari gagnvart inn- takinu. Misheppnuð sambúð Þótt myndin fjalli um gaman- leikarann Alvy Singer (leikinn af G R Æ N U E F I N HVERJU FORELDRAR EIGA RÉTT Á AF BÖRNUM SÍNUM — OG HVERJU EKKI Ann Landers Texti og myndir eftir William Wiesner SAGA HANDA BÖRNUM Á ÖLLUM ALDRI 0NHEIM sr Minningarnar streymdu fram. Einu sinni var eitthvað til\ sem var hinn öruggi og formfasti heimur bernskunnar. Svo, þegar hann var aðeins tíu ára, neyddu kringum- stceðurnar hann til að snúa baki við bernskunni. I þessari stuttu skáldsögu segir höfundurinn áhrifa- mikla sögu um dreng og afa hans, um gagnkvœma ást þeirra og trúnað. pp- /VPRIL JdolííU CÁg I'TUTIUU, Urval BÓK t BLAÐFORMI

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.