Dagblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979.
Tilsölu:
Renault 4 Van F4 árg. '78
Renault 4 Van F6 árg. '77
Renault 4 Van árg. '75
Renault 4TL árg. '75
Renault 4TL árg. '71
Renault 5TL árg. '74
Renault 12TL árg. '77
Renault 12TL árg. '75
Renault 12 station árg. '75
Renault 12TL árg. '71
BMW 318 árg. '78
BMW 320 árg. '77
Opið laugardaga kl. 2-6.
Kristinn Guðnason
Suðurlandsbraut 20 - Sími 86633.
Matvælafræðingur —
efnafræðingur
Óskum að ráða til starfa nú þegar matvæla-
eða efnafræðing, helzt með sérþekkingu á fisk-
iðnaðarsviði, til eftirlits-, rannsókna- og til-
raunastarfa.
Umsóknir þurfa að berast sem fyrst og eigi
síðar en 7. maí nk. 0,,. ,. » .
Sildarutvegsnefnd,
Garðastræti 37.
Frá Mýrarhúsaskóla
Seltjarnarnesi
Innritun nýrra nemenda í allar deildir
skólans fer fram mánudaginn 30. apríl
næstkomandi kl. 09.00 til 15.00. Sími
17585.
Skólastjóri
Um bættan hag þeirra sem eiga við geðræn og
sálræn vandamál að stríða halda stofnfund
sinn föstudagskvöldið 4. maí kl. 21.00 í
Safnaðarheimili Langholtskirkju. Á fundinn
mæta: aðstandendur — læknar — sálfræð-
ingar — félagsráðgjafar — hjúkrunarfólk —
fulltrúar þingflokkanna og annað áhugafólk
um heilbrigðismál. Við hvetjum alla þá sem
áhuga hafa á málefninu til að mæta, ekki sízt
aðstandendur þeirra manna sem eiga við
geðræn og sálræn vandamál að stríða og þá
sem sjálfa hafa átt eða eiga við þau að etja.
NEFNDIN
DB á neytendamarkaði
Hvetja til öflugra átaka á
sviði neytendamála
— Frá aðalfundi Neytendasamtakanna
Eftirfarandi ályktun var gerð
einróma á aöalfundi Neytendasam-
takanna, sem haldinn var á miðviku-
dagskvöldið:
„Stjómvöld geri nú þegar öflugt
átak á sviði neytendamála til að
tryggja hagsmuni neytenda í landinu.
Aðalfundurinn vill benda á, að ennþá
hefur ekki náð fram aö ganga löggjöf
til tryggingar á stöðu neytenda í
viðskipta- og neytendamálum og
gildistöku löggjafar þar að iútandi
hefur verið slegið á frest. Þá vill aðal-
fundurinn benda á þá staðreynd, að
íslenzkir neytendur búa í dag við mun
lakari aöstæöur varðandi neytenda-
vernd en gerist hjá nágrannaþjóðum
okkar og við slíkt verður ekki lengur
unað. Skýringar á þessu er m.a. að
finna í þvi, að hérlendis rikir sem
jcunnugt er óðaverðbólga, sem slævir
verðskyn neytenda og gerir neytenda-
eftirlit næsta erfitt. Vöru- og
þjónustuframboð er hér á margan
hátt jafn margbreytilegt og gerist í
stórum þjóðfélögum, sem hafa
öfluga neytendastarfsemi og búa við
reglulega útkomu neytendarita. Af
þessari ástæðu þarf að veita þessum
málum mun meiri gaum en gert
hefur verið.”
Lambakótelettur með ostamaukl
í dag skulum við snæða okkar
góða og fræga lambakjöt, lamba-
kótelettur steiktar í ostamauki.
Uppskriftin er úr Sérréttum eftir Ib
Wessman. Reiknað er með þremur
kótelettum á mann. Þær eru hreins-
Deild NS stofnuð
norðan heiða
Akureyrardeild Neytendasamtak-
anna var stofnuð 17. marz sl. For-
maður deildarinnar er Steinar
Þorsteinsson. Eru heimamenn í
höfuðstað Noröurlands ánægðir með
þessa nýstofnuðu deild. í ráði er að
skrifstofa fyrir neytendur verði
opnuðá Akureyri 8. maí næstk.
aöar og þeim difið ofan í ostamaukið
og steiktar í frekar miklu smjörlíki
(við vildum mæla með smjöri) á
pönnu, en gætiö þess að pannan má
ekki verða of heit. Framreitt meö
smjörsteiktum kartöflum, brúnkáli
og feitinni sem steikt var upp úr.
Einnig má bera fram brúna sósu ef
vill.
Brúnkál
1/2 hvítkálshaus
4 matsk. sykur
salt
Skerið hvítkálið gróft, brúnið
sykurinn í potti og látið kálið út í á-
samt 2—3 msk. af vatni og svolitlu
.salti. Ekki skaðar að láta beikonsneið
út i pottinn. Kálið er siöan látið sjóða
þar til það er orðið vel meyrt.
Ostamauk
2egg
100 gr rifinn ostur
salt, pipar
3 msk. hveiti
Þeytið eggin vel og bætið hinum
hlutunum út i. Veltið kótelettunum
upp úr maukinu áður en þær eru
steiktar, eins og áður sagði.
Ef við gerum ráð fyrir að þessi
réttur sé fyrir fjóra (12 stk. kótelett-
ur, eða um 1,2 kg) reiknast okkur að
hráefnið í réttinn kosti um 2.375 kr.
eða rétt tæplega 600 kr. á mann.A.Bj.
Iþróttablaðið
bikar í úrslitum
Við fjölmennum á úrslitaleik bikarkeppninnar í Laugardalshöll. Þar
verður barist um nýjan stórglæsilegan bikar sem Iþróttablaðið hefur
gefið til keppninnar.
íþróttablaðið fjallar um íþróttir á vandaðan og ábyrgan hátt. Þar eru
íþróttir á prenti.
Áskriftarsímar 82300 og 82302