Dagblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979. Þessi bíll er til sölu Til sölu Volvo F 86 B árgerð 1972 með Ii rculeskrana, 3,5 tonn, ekinn aðeins 1500 km á nýupptekinni vél. N' r pallur og nvr búkkamótor, öll dekk ný nema á búkka. Gírkassi, drif og búkkitekin upp og yfirfarin veturinn 1977. Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála i sima 91— 41561. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að reisa 120 staurastæður í 66 kV háspennu- línu milli Lagarfossvirkjunar og Vopnafjarðar. Útboðsgögn fást á skrifstofu Rafmagnsveitn- anna Laugavegi 118 Reykjavík gegn 5.000 kr. óafturkræfri greiðslu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 1. júní nk. kl. 14:00 e.h. Rafmagnsveitur ríkisins VAL h/f auglýsir: Höfum á söluskrá fjölda vörubíla og vinnu- tækja, m.a.: hjólaskóflur, Leyland árg. 1970, Massey Ferguson 70 árg. ’74, Terlx 7251 árg. 1973 og 1974, Michigan 75B árg. 1972, nýinnflutt og yfirfarin af framleiðanda. Enn- fremur seljum við Benz 306, 18 manna. Mjög góður bíll. Okkur vantar á söluskrá jarðýtur og vörubíla. Vinsamlega hafið samband við okkur sem fyrst og látið skrá tækin. (VAþ VINNUVÉLA- & VÖRUBIFREIÐASALA. F4 VAGNHOFÐA 3 REYKJAVIK SÍMI 85265. JOSCfÍTlU Ingólfsstrœti 8, sími 15920. Dagsbrún og Eimskip herða öryggiseftirlit við höf nina Sameiginlegt átak gegn slysahættu Samkvæmt fyrirmælum Óttars Möller, forstjóra Eimskipafélagsins, er nú nákvæmlega skoðaður allur öryggisbúnaður á skipum félagsins. Þá ber þegar í stað að lagfæra það sem bilað kann að vera. Loks skal skila skýrslu til forstjórans um þessar aðgerðir strax og skipin koma næst til heimahafnar. Að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar, varaformanns Dagsbrúnar, kom þetta fram á fundi sem haldinn var með Dagsbrúnar- mönnum og forstjóra og deildarstjór- um Eimskipafélagsins. „Þetta eru meðal fyrstu viðbragða af hálfu stjórnenda Eimskips eftir hið hörmulega slys um borð í Tungufossv á dögunum,” sagði Guðmundur J. „Þetta þyrftu allir íslenzkir skipaeig- enduraðgera.” Þá hefur Eimskip ákveðið að ráða mann sem eingöngu hefur það starf að fylgjast með öryggisbúnaði í öllum tækjum við hafnarvinnuna, bæði í skipum og í landi. Meðal annarra aðgerða má nefna stofnun nefndar til að kanna orsakir slysa og rannsaka þær ítarlega. í henni eiga sæti Guðmundur J. Guðmundsson og Jóhann Geirharðs- son frá Dagsbrún, 2 menn frá Eimskipi og einn maður frá hafnar- stjóm. Fyrirhugað er að önnur skipa- félög tilnefni menn í hliðstæða nefnd. -BS. Raufarhöfn: Neyzluvatnið ódrykkj- arhæft fram á haust Framleiðsla röranna sem eiga að hafin á Reykjalundi. Um er að ræða færa ibúum á Raufarhöfn það átta tommu plaströr sem leiða á nær 8 neyzluvatn sem skort hefur þar er nú km leið frá lindunum við Hólsá niður i Raufarhöfn í vetrarham: þar var ekki alltaf auðvelt i vetur að afla vatns til heimilis- nota. DB-mynd: Jónas Friðrik. Grundartangi: Kynda ofninn sinn á ísals kaupi „Það lítur út fyrir að þetta takist i dag,” sagði Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Jámblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga, í gær. „Straumi mun verða hleypt á bræðsluofninn kl. tvö í dag ef allt gengur að óskum. Þeir eru að bera saman bækur sínar hér tækni- mennirnir og enn hefur ekkert komið fram sem breytt gæti því að við gangsetjum ofninn.” Jón sagði að rafmagninu yrði hleypt á í áföngum en í ofninn hefur verið látið svolítið af koksi og járni. „Það tekur um tíu daga að hita ofninn, þurrka hann og á þeim tíma bakast rafskautin. Það er því enn heldur lítið að sjá og engin viðhöfn hér þrátt fyrir þennan merka áfanga, sem við höfum unnið að í nánast einni samfellu síðan bygging ofnsins hófst.” Fyrir nokkrum dögum tókst sam- komulag við verkalýðsfélögin á staðnum um kaup og kjör verk- smiðjufólksins á Grundartanga og sagði Jón að þeir samningar væru að mörgu leyti sniðnir eftir því sem gerist hjá ísal. -HP. Eldur í mannlausu húsi íKeflavík — tjónið mikið Eldur kom upp i húsi sem er í byggingu við Heiðarbraut 9 i Keflavík i fyrrinótt. Er þarna um parhús að ræða, íbúð á tveimur hæðum, og kom eldurinn upp á efri hæðinni. Til- kynning um eldinn barst kl. 4.46 og 50 mínútum síðar var slökkvistarfi lokið. Miklar skemmdir urðu á húsinu, pússning er illa sprungin og ónýt og sperrur brunnu mikið þó eldurinn kæmist ekki upp úr þakinu. Húsið var tilbúið und- ir tréverk og eigandi þess búinn að koma á staðinn viðarþiljum og fleiru sem allt brann. Helzt er gizkað á að kviknað hafi í út frá rafmagni en málið er í rannsókn. -ASt. kauptúnið. Sveitarstjórnarmenn á Raufarhöfn gera sér vonir um að neyzluvatnsmálin verði komin í lag fyrir haustið. Eins og fram hefur komið í DB hefur nánast ríkt neyðarástand í neyzluvatnsmálum á Raufarhöfn í vetur. Tvær af þremur vatnsholum þar eru ónýtar — úr þeim kemur óneyzluhæft vatn. Hafa heimamenn orðið að bera vatn í koppum og kirnum úr einu nothæfu vatnsholunni utarlega í plássinu. Sveitarfélagið hefur nú fengið loforð um nauðsynlega fyrirgreiðslu, m.a. vænt peningalán frá Lánasjóði íslenzkra sveitarfélaga. Að vonum hlakka íbúar á Raufarhöfn mjög til þess að úr vanda þeirra leysist. -ÓV. 150 KR. MEÐ SVR — fóru fram á 60% hækkun „Áætlaður rekstrarhalli eykst því um nálega 220 milljónir króna í ár, þrátt fyrir 25% meðaltalshækkun far- gjaldanna frá 28. apríl. Frá þeim tíma hefði þurft að hækka fargjöld SVR um 60% að meðaltali til þess að áætlað framlag borgarsjóðs héldist óbreytt á þessu ári, og var það sú hækkun, sem sótt var um til verðlagsyfirvalda,” segir í greinargerð frá Strætisvögnum Reykjavíkur sem fylgir tilkynningu um 25% hækkun á fargjöldum með vögnunum frá og með deginum í dag. Rikisstjórnin heimilaði hækkun þéssa á fundi sínum i fyrradag en eins og segir í greinargerðinni sóttu forráða- menn fyrirtækisins um 60% hækkun. Að afgreiðslu rikisstjórnarinnar lokinni hækka einstök fargjöld úr 120 kr. í 150 kr., stór farmiðaspjöld úr 3000/32 miðar í 4000 kr./34 miðar, lítil farmiðaspjöld úr kr. 1000/9 miðar í 1000/7 miðar og farmiðaspjöld aldraðra úr 1500/32 miðar í kr. 2000/34 miðar. Fargjöld barna verða óbreytt, 35 kr„ og farmiðaspjöld 500 kr. 30 miðar. -HP.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.