Dagblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 13
Inga Huld DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979. „BIANI - ÞAÐ HEITIR Tveir ungir spekingar sátu á gólfinu á Kjarvalsstöðum, og veltu fyrir sér listaverki. Það var andlits- mynd, skorin út í tré og heldur ófrýnileg. Munnurinn var tannlaus sprunga. Þeir góndu lengi á þetta ótútlega fés, unz annar sagði: „Ætlar þú að fá þér franskar tennur?” „Bjáni”, sagði hinn. „Það heitir fralskar tennur.” Allt í kringum þá var fólk að hamast. Sumir voru að rogast með fangið fullt af listaverkum inn í húsið, aðrir að koma þeim fyrir. Voru verkin bæði fjölbreytt og lit- hvert skipti. Svo verða sýndar kvik- myndir sem börn hafa gert. Enn- fremur verður sýnivinna nemenda, bæði í vefnaði og heimilisfræðum. Þúsundir barna eiga þarna þátt og eru þau á aldrinum 2ja til 16 ára. í dagbókinni okkar hérna í DB verður skýrt nákvæmlega frá því hvað verður á boðstólum klukkan hvað á hverjum degi en við viljum aðeins benda á að virka daga hefjast skemmtiatriðin ekki fyrr en hálfsex. Er það gert til að foreldrarnir missi ekki af neinu. Þetta verður greinilega hin skemmtilegasta hátíð. Fyrir utan húsið hefur verið gert glæsilegt tafl- F.v. Guðrún, Jóhanna, Kristján og Stefán, í 7. bekk. Þau eiga sér margar óskir en verða þær nokkurn tima uppfylltar? skrúðug og víða mátti sjá hvernig ómerkilegur efniviður eins og strigi og pappírsdrasl var hafinn í æðra veldi og hafði ummyndazt í furðudýr eða kostulegar mannsmyndir. Það var verið að undirbúa listahá- tíð barnanna sem opnuð verður í dag. Og þar verður líf í tuskunum! Drunginn sem hvílt hefur yfir þessu umdeildaólánshúsi, Kjarvalsstöðum, er rokinn á bak og burt. borð úr gangstéttarhellum, en nemendur úr Hvassaleitisskóla smiðuðu taflmenn. Geta þeir gripið í það sem vilja. Svo mega allir krakkar koma með myndir og hengja þær upp einn dag. Og þarna verða vef stólar sem gestir mega æfa sig á. Síðasta daginn, 6. mat, mega allir krakkar koma með flugdreka, sem þau hafa búið til sjálf. Og guð gefi að þá verði sæmilegt veður! Guð gefi að viðri vel fyrir flugdrekana Það er Fræðsluráð Reykjavíkur og mörg sérkennarafélög sem að sýningunni standa. Ekki þarf að taka sérstaklega fram í tilefni af hvaða ári. Markmiðið er að örva sköpunar- gleði barna í skólanum og gefa þeim tækifæri til að sýna hvað þau geta. Og það er svei mér ekki litið. Alla daga til og með 6. maí verður húsið opið frá 14—22. Aðgangur er ókeypis. Auk fjölda mynd- og smíðisgripa, sem prýða salina, verður tvisvar á dag flutt tónlist eða leikþættir eða dansar. Eitthvað nýtt í Ofsafjör Tiu manna nemendahópar úr ýmsum skólum munu skiptast á að vera með sýnivinnu í heimilisfræði. Þau ætla að brýna fyrir hátíðar- gestum að næra sig á hollustufæði áður en þau fara í skólann og þegar þau koma heim — en forCast sjoppurnar. Þau ætla að sýna meðferð á síld og grænmeti og baka gerbollur, strekkja dúka og fægja mataráhöld þangað til þau verða eins og silfur. Fjórir krakkar úr 7. bekk Ár- bæjarskóla voru að undirbúa þessa vinnu, þau Kristján, Stefán, Guðrún og Jóhanna (æ, það er svo hátíðlegt, skrifaðu bara Jóka). 7 mundum við óska þess að fá hundrað þúsund óskir í viðbót!” Þvi miður höfum við ekki pláss til að birta 100 þúsund óskir í blaðinu en hérna koma þrjár og virðast réttlætis- mál. ’ 1. Samastað fyrir 14—15 ára krakka í Reykjavík. „Vantar ofsalega — verðum að hanga á sjoppunum,” sagði Guðrún. 2. Okkur vantar sumarvinnu. „Nú er alveg búið að leggja niður unglinga- vinnuna, og svo var hún bæði of létt og illa borguð,” sagði Jóka 3. Betri skólabækur og fle.ri valgreinar. „Bækumar em miiiiuí þær sömu og mamma mín n> taði,” sagði Stefán, „svo dæmi sé tekið úr landafræðinni þá eru sum þorpin sem þá voru 50 manna nú komin upp í 700.” Krakkarnir fjórir voru fremur svartsýnir á skjótar úrbætur. „Æ, þetta er allt svo klikkað,” sögðu þeir um leið og þeir kvöddu. En eftir að hafa séð hvernig börnin hafa með hugarflugi sínu — og stuðningi góðra kennara — blásið lífi í Kjarvalsstaði þá verður að játast að Reykjavík yrði miklu, miklu skemmtilegri borg ef börnin fengju þar meiru að ráða. -IHH. Við spurðum hvernig strákunum fyndist heimilisfræðin en hún er skylda í 7. og 8. bekk, valgrein í 9. Þau sögðu að strákarnir mót- mæltu gjarna fyrst, segðust ekki vera kellingar, en svo væri ofsafjör þegar þeir væru byrjaðir. Kristján sagði sér þætti leiðinlegt að vaska upp en ágætt að búa til matinn. — Hvað finnst þér um að strekkja dúkana? — O, maður lætur sig hafa það! — Ætlarðu að hjálpa konunni þinni við hússtörfin þegar þar að kemur? Býst við því — það er að segja ef ég nenni því. Einangrun 0i Plasieinangrun, sieinull, gleruíl tn/eða án ál- pappírs, álpappírsrúllur, glerullarhólkar, plast- einangrunarhólkar. Allt til einangrunar - og verðið hefur náðst ótrúlega langt niður vegna magninnkaupa. Byggingavörudeild J|i Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 öskupokakerling breiðir faðminn móti gestum. Milli blómanna gægist Sif, 6 ára. Um skólann sinn segir hún: „Það er mest gaman i friminútunum. Þá eru strákarnir alltaf að stríða okkur. Það cr svo skemmtilegt.” DB-myndir Bjarnleifur. Æ, þetta erallt svo klikkað Þetta voru greindir krakkar og þegar við fórum að spyrja þá, hvaða ósk þeir ættu sér heitasta úr hendi stjórnmálamanna og borgar- skipuleggjara sagði Kristján: „Þá —Listahátíð barnanna hefst í dag á Kjarvalsstöðum þar sem ímyndunarafl og sköpunargáfa hinna yngri ræður ríkjum FRALSKAR TENNUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.