Dagblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979. MMBIAÐIÐ ]frfálst, úháð dagblað Útgefandk Dagttlaöið hf. framkvœmdast^óri: Svainn R. Eyjótfsson. Rttsljóri: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jór. Btrglr Pétursson. Rttstjómarfultiól: Haukur Halgason. Skrifstofustjórí ritstjómar Jóhannas RaykdaL Iþróttin HaMur Bfmonarson. Aðstoðarfréttastjórar AtJI Btsinarsson og Ómar Valdi- marsson. Mennkigarmál: Aðalstsinn Ingótfsson. Handrit Asgrimur Pálsson. Blaðamann: Anna Bjamason, Asgsir Tómasson, Bragl Blgurösson, Dóra Stafánsdóttir, Qissur Sigurðs- son, Gunnlaugur A. Jónsson, HaMur HaHsson, Halgl Pétursson, Jónas Haraldsson, ólafur Qairsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir Ami Pifl Jóhannsson, Bjamlslfur Bjamlatfsson, Httrður Vflhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Svainn Þormóösson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkari: Þrálnn Þoriatfsson. Sttkistjórt Ingvar Svsinsson. Dralfing- arstjóri: Már E.M. Haldórsson. Rttstjóm SUumúla 12. Afgraiösla, áskrtftadaild, augtýslngar og skrifstofur ÞvarhoM 11. Aöalsfml blaðsins ar 27022 (10 Nnuri. Askrtft 3000 kr. á mánuði Innanlands. i lausasttlu 150 kr. ekUaklð. Satning og umbrot Dagblaöið hf. Siöumúla 12. Mynda- og pltttugerð: HHmk hf. Sfðumúla 12. Prantun: Arvakur hf. Skatfunni 10. Steingrímur í klafa Eggjasöluleyfi eru sá óskadraumur landbúnaðareinokunar, sem nú skal knýja fram. Steingrímur Hermannsson landbúnaðarráðherra gengur um með frumvarp í sextíu greinum í tösku sinni, þar sem í hverri grein eru ákvæði um einokun Framleiðsluráðs og nýrrar ---------------- kjaranefndar landbúnaðarins yfir búskap í landinu. Framleiðsluráði er ætlað að drottna yfir öllu, sem landbúnað má kalla, frá eggjum og blómum út í loðdýrarækt. í 42. grein frumvarps Steingríms segir svo: „Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hefur á hendi yfirumsjón með sölu og dreifingu eggja í landinu. Það skal stuðla að nægu framboði á eggjum og að markaðurinn nýtist sem bezt, þannig að fullnægt verði sanngjörnum óskum framleiðenda og neytenda.” Og i 43. grein: „Framleiðsluráð getur viðurkennt Samband eggja- framleiðenda sem heildsöluaðila eggja í landinu, enda sé það opið öllum framleiðendum og meirihlutasam- þykki innan samtakanna liggi að baki ósk þeirra um slíka viðurkenningu.” Þá segir: „Eggjasölusamlagi, sem viðurkennt hefur verið samanber 43. grein, er heimilt að halda eftir allt að 10% af skráðu heildsölu- verði til að mæta kostnaði við flokkun, mat á eggjum, dreifingu þeirra og markaðsöflun.” Ákvæðin um éggjasöluna eru aðeins eitt af mörgum dæmum um einokunartilraunirnar, sem frumvarp Steingríms felur í sér. Allt skal sett undir ofurvald nokkurra forkólfa landbúnaðarkerfisins. Sumar nýlegar tillögur Steingríms Hermannssonar um sam- drátt í landbúnaðarframleiðslu hafa verið örlitið og alltof lítið spor í rétta átt. Jafnvel þeim smáa árangri, sem þar hefur komið fram, eyðir ráðherrann jafnóðum með öðrum, óheillavænlegum tillögum. Þannig felur þessi síðasta frumvarpssmíð í sér, að bændum verði selt nokkurs konar sjálfdæmi um ákvörðun niðurgreiðslna. Framleiðsluráð og kjara- nefnd eiga samkvæmt frumvarpinu að fá slíkt vald um niðurgreiðslur, að þessár stofnanir mundu í fram- kvæmd ráða niðurgreiðslunum nema í því ólíklega til- viki, að landbúnaðarráðherra og ríkisstjórn legðu mikið kapp á að eyða áhrifum þessara landbúnaðar- stofnana. Með kjaranefndinni yrði upp tekið það, sem kallað hefur verið beinir samningar bænda og ríkisvalds um verðlagningu landbúnaðarafurða með 3 fulltrúum frá hvorum. Hætt yrði að þykjast hafa fulltrúa neytenda með í ráðum um þau mál. Forkólfar bændasam- takanna fengju með því enn aukið vald um verðlagningu. - Nefndin tæki ákvarðanir ekki einungis um verðlagn- ingu landbúnaðarafurða heldur einnig um kjaramál bændastéttarinnar almennt. Þá eru í frumvarpinu ákvæði, sem veita nokkrar heimildir til greiðslu uppbóta, eftir að því fimm ára tímabili lýkur, sem landbúnaðarráðherra hefur mjög auglýst, að ætti að verða endalok útflutningsuppbóta. Jafnframt þessari frumvarpsgerð heldur ráðherrann áfram tilraunum til að smygla 3,5 milljörðum í út- flutningsuppbótum, fram hjá fjárlögum þessa árs með sérstakri lántöku, sem greiða skal á fimm árum. Um þessi mál stendur slagur í ríkisstjórninni, sem gera má ráð fyrir, að fari enn vaxandi. Síðustu tillögur landbúnaðarráðherra sanna, hversu fjarri hann er enn að átta sig á nauðsynlegu fráhvarfi frá ríkjandi landbúnaðarstefnu. Hann er í klafa land- búnaðarforkólfanna, sem allir vita, bændur jafnt og aðrir landsmenn, að hafa unnið mikið ógagn um langt árabil. Heimastjóm á Grænlandi: Fertugur prestur verður forseti landsstjómarinnar Það er ekki hvað minnst stórum persónulegum sigri að þakka að trúlega verður fertugur prestur frá Julianeháb á Grænlandi fyrsti for- maður landsstjórnarinnar þar. Hann heitir Jonathan Motzfeldt og er for- maður Siumuts-flokksins. Meirihluti Siumuts-flokksins á nýja grænlenzka landsþinginu þýðir ennfremur vissa sveiflu í stjórn- málum þar í landi því að þar hefur hinn hægfara flokkur Atassut haft meirihluta til þessa. Jonathan Motzfeldt vann mikinn persónulegan sigur í kosningunum, fékk meira en 50% greiddra atkvæða í heimabyggð sinni og flokkurinn í heild vann þrjá af fjórum fulltrúum syðri-byggðarinnar í kosningunum. Moztfeldt er einn af hugmynda- fræðingunum að baki þreifingum um heimastjórn í Grænlandi. Felldur sem formaður í átta ár hefur Jonathan Motzfeldt verið varaformaður í landstjórn Grænlands og hann er talinn í hópi hægfara manna í Siumuts.Á þingi flokksins í fyrra var hann af þessum sökum felldur sem formaður af stuðningsmönnum Lars Emil Johans- sen sem talinn hefur verið mun lengra til vinstri og á sæti á þjóðþingi Dana í Kaupmannahöfn. Meginorsök þessa voru nokkrar jákvæðar yfirlýsingar í garð Efnahagsbandalagsins. Samt varð niðurstaða þessara átaka sú að Jonathan var settur í embætti for- manns á ný af ótta við klofning í flokknum. Þetta hafði Jonathan að segja um niðurstöður kosninganna: „Meirihluti flokksins á lands- þinginu gefur Siumut svigrúm til þess að setjast niður í rólegheitum og undirbúa áætlun um stefnu Græn- lands undir heimastjórn.” Chemnitz sópaði að sér atkvæðum Þó að Atassut-flokkurinn hafi tapað í kosningunum voru kosning- arnar persónulegur sigur fyrir lands- stjórnarmanninn Lars Chemnitz og formann flokksins. Hann hlaut hvorki meira né minna en 37% allra atkvæða í Godtháb og varð þar með til þess að tryggja flokknum þrjá af fimm fulltrúum miðbyggðarinnar. Chemnitz viðurkennir ósigur Atassut og hefur hvatt til þess, að flokkurinn sýni virka stjórnarand- stöðu gegn Siumut. NYTING AUÐLINDA SJÁVARINS Ekki er ofmælt þótt sagt sé að þorskurinn sé bæði lífæð og fjöregg íslensku þjóðarinnar. Hlutdeild þorsksins í heildarvöruútflutningi landsmanna hefur verið um eða yfir 50% á undanförnum árum. Því miður verður ekki með sama sanni sagt að þjóðinni hafi auðnast að læra að virða og meta þennan lífgjafa sinn í samræmi við mikilvægi hans fyrir þjóðarbúið. Vegna aukinnar sóknar og meiri og betri veiðiskipa og veiðitækni á síðustu árum, ekki einungis hér við land heldur um allan heim, hafa forsendur fyrir því að unnt sé að líta á auðlindir hafsins sem allt að því ótæmandi gjörbreyst. Fiskstofnar eru ofveiddir um heim allan og veiðigeta fiskveiðiflotans er víða' mun meiri en afrakstursgeta stofnanna leyfir. Slikt ástand getur ekki endað nema á einn veg, nefni- lega með skelfingu, verði ekki blaðinu snúið við hið bráðasta og farið inn á þá braut að beita áhrifa- ríkum aðgerðum til þess að stjórna því, að stærð fiskiskipaflotans verði í samræmi við afrakstursgetu stofn- anna og jafnframt unnið að því að byggja upp hina ofveiddu fiskistofna til hámarksarðgjafar. Okkur Islendingum verður að lærast það, sem og öðrum þjóðum, fyrr en siðar að lita á auðlindir hafs- ins sem endanlegar og endurnýjanleg- ar. Einnig verðum við að átta okkur á því að því óskynsamlegar sem við nýtum þessar auðlindir, þeim mun minni arð færa þær þjóðarbúinu og. þar með fylgi óhjákvæmilega að lífs- kjörin í landinu verði lægri. Mikill misbrestur er á því að hinn almenni borgari haft handbærar þær grundvallarupplýsingar, sem honum eru nauðsynlegar til þess að geta tekið ábyrga afstöðu til þessara mála sem honum eru þó svo mikilvæg. Mikil þörf er á því að almenningi verði vandlega kynntar allar stað- reyndir varðandi nýtingu sjávarauð- lindanna, bæði að því er varðar veiðar og vinnslu. Augljóst virðist að eigi að takast að stjórna fiskveiðum og koma á skyn- samlegri nýtingu fiskauðlindanna er mikil þörf á því að einmitt þeim sem málið er skyldast, þ.e. sjómönnum, útgerðarmönnum, fiskverkendum og starfsfólki i fiskiðnaði, verði kynnt ástand stofnanna og horfurnar um nýtingu þeirra á næstu árum. Einungis með því að þessir hópar séu vel upplýstir um allar staðreyndir málsins er unnt að búast við árangri af stjórnunaraðgerðum. Sterkir, fjárhags- legir hagsmunir Þvi miður hefur fiskveiðiflotinn, einkum sá hluti hans sem getur stund- að þorskveiðar, vaxið töluvert síðan hinar alvarlegu aðvaranir um tak- markað veiðiþol þorskstofnsins komu fram seint áárinu 1975. Stjórnvöld reyndu þá þegar að spyrna við fótum og stöðva frekari skipakaup, en sú viðleitni hefur tak- markaðan árangur borið, m.a. vegna þeirra óhemju sterku fjárhagslegu hagsmuna sem að baki skipakaupun- um hafa legið, en ekki síður vegna þess að umtalsverðan tíma hefur tekið fyrir þjóðina að átta sig á því hver alvara er að baki aðvarananna um takmarkað veiðiþol fiskstofn- anna og að taka fullt tillit til þeirra í gerðum sínum. Hin nýju viðhorf í sjávarútvegi krefjast nýrra viðbragða af hálfu þjóðarinnar. Fyrir 2—3 áratugum voru réttu viðbrögðin til þess að auka. aflann og arðsemi veiðanna að kaupa ný skip og taka upp nýja og betri veiðitækni. Sams konar aðgerðir nú gefa alls ekki sama árangur, a.m.k. ekki að þvi er varðar þorskstofninn. Aukin sókn og fjölgun veiðiskipa hefur ekki lengur í för með sér aukinn heildar- afla. Aukin sókn hefur aðeins í för með sér minni arðsemi veiðanna og minni afla á hverja sóknareiningu. Bætt veiðitækni hefur i för með sér að færri fiskar sleppa við að vera veiddir timabundið á meðan nýtt jafnvægi er að nást milli stofnsins og hinnar nýju veiðitækni. Ef viðkom- andi stofn er ofveiddur má einnig líta á bætta veiðitækni sem nýja ógnun við stofnir.n og hættan á útrýmingu vex að sama skapi. Hin nýju viðhorf gera og kröfu til þess að þjóðin hætti að lita á auðlind- ir hafsins sem nokkurs konar al- menning sem hver og einn hafi ótak- markaðan og óskoraðan rétt til að nýta að vild sinni og getu. Framvegis verða borgararnir að gera með sér samkomulag í einu eða öðru formi um nýtingu auðlindanna, sem ekki stofnar auðlindunum í hættu og felur jafnframt i sér aukningu á arðsemi $ „Aukin sókn hefur aðeins í för með sérj minni arðsemi veiðanna og minni afla á hverja sóknareiningu.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.