Dagblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 28.04.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979. Bragi Halldórsson í framboð gegn Einari $ „Eitt helzta baráttumál mitt yrði að greiða eitthvað fyrir því að sam- band FIDE og Skáksambands íslands yrði með öðrum hætti en nú er og verið hefur,” sagði Bragi Halldórs- son skákmaður en hann verður í framboði gegn Einari S. Einarssyni, forseta Skáksambands íslands, á aðalfundi Skáksambandsins i dag. „Auk þess mun ég að sjálfsögðu reyna að vinna að eflingu skákar- innar í landinu. Jú, það má segja að sambandið milli S.í. og FIDE ráði nokkru um framboð mitt. Ég tel mig njóta stuðnings meðal skákmanna, jafnvel betri skákmanna þjóðarinnar sem sumir hafa verið mjög óhressir með það ástand sem verið hefur og því viljum við breyta,” sagði Bragi. Bragi Halldórsson er íslenzkufræð- ingur að mennt og kennir íslenzku og sögu i Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur einnig kennt við Menntaskól- ann í Hamrahlíð. Undanfarin ár hefur Bragi verið einn af sterkari skákmönnum þjóðar- innar og á nýafstöðnu Skákþingi íslands hreppti hann fjórða sætið. Hann varð hraðskákmeistari Norður- lands 1971. Bragi hefur annazt skák- kennslu og þýtt nokkrar skákbækur. Hann var gjaldkeri S.I. á árunum 1972—74. Aðalfundurinn hefst kl. 13.30 i dag — telursignjóta stuðnings „betri skákmanna þjóðarinnar” í kaffiteríunni í Glæsibæ og eiga um 80 fulltrúar rétt til fundarsetu. -GAJ- 4C Bragi Halldórsson að tafli á nýaf- stöðnu Skákþingi íslands. Þar hreppti hann fjórða sætið. DB-mynd Ragnar Th. „Andóf 79”: — Átta félög hafa sent BSRB mótmæli „Þetta verður örugglega fellt,” sagði Pétur Pétursson þulur er hann talaði til félaga sinna i mötuneytinu að Borgartúni 7 i gær. DB-mynd Ragnar Th. „Okkur hefur verið tekið skínandi vel. Því hefur verið haldið ranglega fram að við værum einhverjir útsendar- ar Sjálfstæðisflokksins en það er auðvitað tóm vitleysa. Barátta okkar er fyrst og fremst stéttarleg hagsmuna- barátta og æ fleiri hafa snúizt á sveif með okkur enda fylgir fjöldinn okkur í þessu máli,” sagði Pétur Pétursson út- varpsþulur í viðtali við DB, en hann hefur haft forgöngu um „Andóf’79”. „Andóf ’79” eru samtök and- stæðinga 3ja% samkomulags ríkis- stjórnarinnar og stjórnar BSRB og hafa þau kynnt málstað sinn víða und- anfarið. „Við höfum farið i mötuneyti og kynnt viðhorf okkar,” sagði Pétur. „Við höfum þegar heimsótt mötuneyti Pósts- og síma, Skattstofunnar, Toll- stofunnar, Veðurstofunnar, mötuneyti borgarstarfsmanna, mötuneytið í Hafnarhúsinu og í sjálfu musteri ótt- ans, Arnarhvoli, þar sem okkur var tekið fagnandi,” sagði Pétur ennfremur. Þá hafa félagar í „AndóFi ’79” heimsótt fundi i Keflavík, Hafnarfirði og á Akranesi. Átta félög innan BSRB hafa þegar sent stjórn BSRB mótmæli sin við sam- komulaginu og hvernig að þvi hafi verið staðið: Félagsráð félags íslenzkra símamanna, Stéttarfélag íslenzkra félagsráðgjafa, Félag gagnfræðaskóla- kennara í Reykjavik, Starfsfélag Ríkis- útvarpsins, Starfsmannafélag Sjón- varpsins, Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar og kennarar af Suðurnesjum. Á laugardag verður opinn fundur í Félagsstofnun stúdenta þar sem baráttumál „Andófs ’79” verða kynnt og flutt dagskrá helguð þeim. -HP. KYNNINGARFUNDIR í MÖTUNEYTUM BYGGING S/F Bygging S/F hefur flutt starfsemi sína að Skeifunni 3,1. Athugið breytt síma- númer, 39030—39035. Bygging S/F Grindavík Dagblaðið vantar umboðsmann í Grindavík. Uppl. gefur Guðrún Gunnarsdóttir í síma 92- 8294 og afgr. í Reykjavík sími 27022. MMBIABIÐ Hóp- og parareið unglinga, indíánar og Lína langsokkur Skreyttir indíánar og Lína lang- sokkur munu m.a. skemmta á fjölbreyttri barna- og unglingahátíð Hestamannafélagsins Fáks á morgun, sunnudag. Keppni í hestaíþróttum og alls kyns sýningaratriði með hestum verða aðalþáttur hátíðarinnar og tækifæri mun svo gefast til að komast á hestbak og fá tekna af sér litmynd á hestbaki. Unglingahátiðin hefst með keppni unglingadeildar Fáks kl. 10 á velli Fáks við Elliðaár. Úrslitum keppninnar verður siðan lýst á aðalskemmtihá- tíðinni sem hefst klukkan þrjú á morgun. Þá sýnir unglingadeildin glæsilega tölthesta og indíánarnir og Lína langsokkur riða fram völlinn. Þá verða til taks hestarnir sem hægt er að komast á bak á og prófa lítillega og ljósmyndarar til að taka myndir. Sýnd verður einnig parareið með alls konar skiptingum og uppstillingum. Þá verður og hópreið unglinga í Fáki. — á f jölbreyttri hátíð Fáks á morgun í tilefni bamaárs Enginn aðgangseyrir er að sýningunni en eitthvert gjald verður tekið fyrir að fá að skreppa á hestbak og einnig fyrir Ijósmyndirnar. Fé, sem inn kemur rennur til stuðnings unglingastarfi innan Fáks. Til skemmtunarinnar er efnt í tilefni barnaárs og vill Fákur sýna svart á hvitu hve vel hestamennska er fallin til samvinnu mismunandi aldurshópa. 1 henni þekkist ekkert kynslóðabil. Fjölskyldur hestamanna skortir aldrei sameiginlegt umræðu- eða áhugaefni. -ASt. Brayttur OPÍD KL. 9—9 i Allar skreytingar unnar af fag- , mönnum.____ Ncag bllaitcaBI a.oi.k. á kvöldla niOMÍAMXHH HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 Síldverkunarmaður Óskum að ráða til starfa vanan síld- verkunarmann. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf þurfa að berast sem fyrst og eigi síðar en 7. maí nk. Síldarútvegsnefnd, Garðastræti 37. Mánudag 30. apríl kl. 20:30. OLOF RUIN prófessor frá Stokkhólmi: „Sverige, frán regeringsstabilitet till instabilitet.” Fyrirlestur. Allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.