Dagblaðið - 28.04.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979.
7
Enn deilt um kristinfræðikennslu í Kennaraháskólanum:
Nemendur íhuga
að skila
auðu á prófi
„Héreraðallegaumaðraeðaand- nemendur frekar en andstöðu við
stöðu við hvernig að kennslunni er kennslugreinina sem slíka,” sagði
ktaðið og framkomu kennarans við Stefán Jóhannsson, nemandi í 3.
Ingólfur Guðmundsson, lektor:
"Fer hiklaustíhart”
— ef eitthvert „vesen” verður
,,Ég verð ekkert „billegur” ef
eitthvert „vesen” verður. Þá fer ég
hiklaust í hart,” sagði Ingólfur
Guðmundsson lektor í samtali við
Dagblaðið.
„Eg lít svo á, að lágmarks-
einkunninn eigi að vera 4,0 bæði í
trúarbragðafræðinni og kristin-
fræðinni. Það var hins vegar aldrei
'gengið í að kanna lagalegu hliðina á
þessu í fyrra. Niðurstöður ráðu-
neytisins eru komnar og þær breyta
engu um að kristinfræðin er sérstök
grein með lágmarkseinkunninni 4,0.
Annars er mín skýring sú, að
nemendurnir hafi hreinlega ekki
þorað í próf. Við létum nemendur
hafa meiri almenna trúarbragða-
fræði í fyrra og trúarbragðafræðin
var ekki deiluatriði. Engu að síður
varð útkoman hörmuleg. En þetta
hefur gengið betur siðan og
nemendur hafa áttað sig á að þessa
grein þarf að lesa ekki síður en
aðrar,” sagði Ingólfur.
-GAJ- Ingólfur Guðmundsson lektor.
bekk Kennaraháskóla íslands, en þar
eru nú skiptar skoðanir meðal
nemenda um hvort þeir skuli skila
auðu í kristinfræðiprófi, eins og
margir nemendur gerðu í fyrra og
mikla athygli vakti.
„Eins og hann kennir trúar-
bragðafræðina þá týnast
raunverulega öll önnur trúarbrögð,
kristinfræðin gleypir allan tímann.
Þá er einnig óánægja með að kenn-
arinn lagði aldrei fram
kennsluáætlun. Nú í vetur gerðist
það hins vegar í fyrsta sinn að hann
lagði fram kennsluáætlun án þess að
ráðgast við nemendur og leyfði ekki
heldur neinar umræður um greinina.
Samkvæmt reglugerð eiga nemendur
hins vegar að vera með í ráðum um
gerð reglugerðarinnar,” sagði
Stefán.
Aðspurður hvort hann teldi að
nemendur mundu skila auðu sagði
Stefán að í því máli væri
raunverulega hálfgerð biðstaða.
„Það er búið að leggja fyrir
ráðuneytið, hvernig túlka eigi viss at-
riði í reglugerðinni. Það var túlkað
þannig í fyrra þegar nemendurnir
neituðu að fara í prófið að nóg væri
að fá vissa meðaltalseinkunn yfir öll
árin og menn gætu þannig leyft sér að
fá núll í einni grein. Nú er Ingólfur
hins vegar orðinn hræddur um að
þetta endurtaki sig og krefst þess að
þessi túlkun verði á þann veg að
ekki megi fá núll. Við teljum það hins
vegar alveg nýja túlkun,” sagði
Stefán.
-GAJ-
Sænska hljómsveitin Samuelssons.
Samuelssons íFfladelfíu:
„SVAR GUDS
VIÐ ABBA”
Sænska hljómsveitin Samuelssons er
væntanleg til Reykjavíkur 2. maí á leið
sinni til hljómleikaferðar í Kanada.
Samuelssons flytja létta tónlist við
texta með trúarlegu innihaldi. Þeir hafa
skapað persónulegan stU, sem
einkennist af margrödduðum söng og
sterkum áhrifum frá bandarískri
„country” tónlist. Samuelssons þykja
ná góðu sambandi við áheyrendur sína,
hvort heldur þeir koma fram í hljóm-
leikahöll, kirkju eða undir berum
himni. Það segir meira en mörg orð að í
heimalandi sínu hafa Samuelssons.
fengið auknefnið: Svar Guðs við Abba.
Þeir hafa gefið út 15 stórar hljóm-
plötur, flestar gerðar í Nashville í
Bandaríkjunum. Samuelssons eru
vinsælir í Bandaríkjunum og hafa
komið fram í vinsælustu
sjónvarpsþáttum þar í landi. Þeir hafa
ferðast mikið um Evrópu og er þetta
raunar þriðja heimsókn hljómsveit-
arinnar hingað til lands.
Samuelssons er þekktasta og
vinsælasta hljómsveit Svía, sem
eingöngu fæst við trúarlega tónlist.
halda eina hljómleika hér að þessu
sinni og verða þeir í Fíladelfíu, Hátúni
2, Reykjavík, miðvikudagskvöld 2. maí
kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis, en
samskot verða tekin fyrir kostnaði og
ef ágóði verður þá mun hann renna til
barna frá brostnum heimilum.
-GAJ-
Kven- og bamaUippingar
Permanent — Litanir
Lagningar — Blástur
HALLA
MAGNÚSDÓTTIR
Frumvarpið um topp-
tekjuskatt komið
Fimm þingmenn Alþýðuflokksins
standa að frumvarpi um
topptekjuskatt, sem DB hefur greinl
frá og fram kom í gær. Þingmennirnir
eru Árni Gunnarsson, Vilmundur
Gylfason, Bjarni Guðnason,
Gunnlaugur Stefánsson og Jóhanna
Sigurðardóttir.
„Fari launatekjur einstaklings yfir
12 milljónir á ársgrundvelli skal
innheimta sérstakan hátekjuskatt, sém
nemur 85 af hundraði af þeim tekjum,
sem eru umfram 1 milljón króna á
mánuði,” segir i fyrstu grein
frumvarpsins.
„Þennan sérstaka hátekjuskatt skal
innheimta mánaðarlega, þannig að ef
tekjur fara yfir 1 milljón kr. á mánuði
skal vinnuveitanda skylt að halda eftir
85 af hundraði af því sem er umfram 1
milljón kr. og leggja það inn á sér-
stakan reikning ríkissjóðs. Nái tekjur
launþega, sem áður hefur greitt
þennan skatt, ekki einni milljón króna
á mánuði síðar á tímabilinu, skal
endurgreiða honum af sama
reikningi,” segir í frumvarpinu.
Flutningsmenn segja að óbreytt
standi stefna Alþýðuflokksins um af-
nám tekjuskatts af almennum launa-
tekjum, sem eru skilgreindar svo að
þær séu tvöfaldar meðaltekjur verka-
manna, sjómanna og iðnaðarmanna.
Þess sé að vænta að þingsályktunar-
tillaga um þetta verði samþykkt nú
fyrir þinglok. Öðru máli gegni þegar
laun séu orðin „óheyrilega há”.
-HH.
ALLAR BIRGÐIR GÚM-
BÁTSINS EYÐILAGÐAR
Furðuleg og enn óútskýrð skemmd-
arverk hafa verið unnin á aðalgúm-
björgunarbát hins nýlega skips, Eld-
borgar, í Hafnarfjarðarhöfn. Upp-
götvuðust skemmdarverkin skömmu
áður en skipið átti að halda til kol-
munnaveiða, en það hefur legið í höfn
frá lokum loðnuvertíðar.
„Það var nánast fyrir tilviljun að
tegltjald þessa uppblásna 22ja manna
björgunarbáts var opnað en báturinn
stendur tilbúinn til notkunar niður-
tjóðraður á bátaþilfari,” sagði
rannsóknarlögreglumaður í Hafnar-
firði DB.
„Þar gat þá að líta ófagra sjón.
Allar matarbirgðir í bátnum höfðu
verið eyðilagðar með því að rífa og
tæta umbúðir þeirra. Hellt hafði verið
niður öllum vatnsbirgðum bátsins og
neyðarrakettur lágu í vatnselg ónýtar.
Yfir allt hafði svo verið hellt úr grútar-
brúsa sem í bátnum var hafður í þeim
tilgangi að lægja öldur í neyðar--
tilvikum.”
Tjald bátsins á bátadekkinu er
vendilega reimað aftur og hafa
skemmdarvargarnir gengið svo vel frá
því að unnu verki að ekki varð eftir
tekið. Tjaldið er hins vegar svo hátt, er
upp í bátinn er komið, að næstum
manngengt er.
Talið er nokkuð líklegt að þarna
hafi leit að deyfilyljum átt sér stað. Nú
til dags er hins vegar aldrei að finna slik
lyf igúmbjörgunarbátum. -ASt.
PlastiM liF
PLASTPOKAR
Einfold ákvörðun
Gullfaltegar og gagnlegar lopa- og ullarvörur, s.s. teppi, værðarvoðir,
peysur, húfur, vettlingar, sokkar, treflar, breeze-fatnaður o.m.fl.
Gjafavörur og skrautmunir úr kopar, keramik, kristal hornum o.fl. Sann-
kölluð meistaraverk og augnayndi. Fjölbreytt úrval - allir finna eitthvað
við sitt hæfi.
Heimsókn í Álafossbúðina er
einföld ákvörðun og örugg
lausn vanti þig þjóðlegar
eða fallegar gjafavörur.
VESTURGÖTU 2 - SÍM113404