Dagblaðið - 28.04.1979, Page 11

Dagblaðið - 28.04.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979. Formaður Siumut-flokksins, Jouathan Motzfeldt. „Við höfum beðið ósigur en við verðum að hugsa fyrir því að tryggja Grænlandi góða framtíð ef til heima- stjórnar kemur,” segir hann. Chemnitz er 53 ára og hefur aflað sér kennaramenntunar í Grænlandi og Danmörku. Er talið líklegt að hann notfæri sér þá menntun sína jafnframt því sem hann gegnir stöðu formanns stjórnarandstöðunnar. Aðalframbjóðandi Siumuts- flokksins i Miðbyggðinni, þ'jóðþings- maðurinn Lars Emil Johannssen, hlaut einnig mikinnfjöldaatkvæða en nýtur þó mun minna fylgis en Chemnitz. Kjör hans mun trúlega þýða að hann lætur af þingmennsku til þess að taka við ráðherrastöðu í atvinnu- málaráðuneyti Grænlands, sem setja á á laggirnar. Varamaður hans á þingi er borgarstjórinn i Julianeháb, Henrik Lund. Fyrrum þjóðþingsmaður, Moses Olsen, náði ekki kjöri fyrir Siumut í Holsteinsborg en hann á möguleika á þvi að ná uppbótarþingsæti. Það vakti undrun margra að stóru flokkarnir tveir deildu með sér þing- sætunum i Disko-héraðinu í norðri þar sem búizt hafði verið við að Atassut færi með sigur af hólmi vegna skeleggrar baráttu Otto Stenholdts. Hann og bróðir hans, Konrad, hlutu báðir þingsæti. Um það bil sjö af hverjum tíu greiddu atkvæði í kosningunum á Grænlandi. Við þjóðaratkvæða- greiðsluna um heimastjórn i janúar greiddu aðeins 62.4% atkvæði. Ábyrgðarstaða Jörgen Peder Hansen Grænlands- málaráðherra i stjórn Ankers Jörgensen í Kaupmannahöfn hefur þegar óskað hverjum og einum sigurvegara til hamingju með hinar nýju stöður þeirra ílífinu: „Það er að mínu áliti ákaflega þýðingarmikið fyrir grænlenzkan stjórnmálamann að fá að vera með í að móta hið nýkjörna þing landsins og leiða, heimastjórn fyrstu spor hennar.” -HP. .......... .... \ veiðanna miðað við núverandi ástand. 95 nótaskip f yrir 20 Fallvötnin okkar eru takmarkaðar auðlindir og endurnýjanlegar í svipuðum skilningi og fiskstofnarnir í hafinu. Engu okkar dettur þó i hug að gera út tvö álver á borð við álverið í Straumsvík á eina Búrfellsvirkjun. Þar höfum við komist að samkomu- Kjallarinn Reynir Hugason lagi um að nýta auðlindina, fall- vatnið, sameiginlega en ekki hver fyrir sig og við höfum takmarkað sóknina í auðlindina við eitt álver. Á sama tíma og okkur finnast þessi grundvallarsjónarmið sem nýtingar- rétturinn á auðlindum þjóðarinnar sjálfsögð að því er varðar fallvötnin, látum við það viðgangast, svo dæmi sé tekið, að gera út 95 nótaskip til síldveiða á siðastliðnu hausti til þess að veiða magn sem færri en 20 skip gátu hæglega veitt. Jafnframt hafa að undanförnu oftlega verið leidd að því sterk rök að þorskveiðiflotinn sé alltof stór og talið er að unnt eigi að vera að ná á land öllum þeim afla sem óhætt er að taka í náinni framtið með mun minni flota. Sjálfgefið er að of stór veiðifloti leiði til mikils aukakostnaðar við veiðarnar. Bæði er stofnkostnaður fiskiskipa mikill og einnig er reksturs- kostnaður umtalsverður. Það fjár- magn sem varið er til kaupa og reksturs á fiskiskipum umfram þarfir með tilliti til veiðiþols stofnanna kemur fram í minnkaðri arðsemi veiðanna, en fyrst og fremst leiðir það til lækkunar á almennum lífs- kjörum í landinu. 1 þessu máli fara hagsmunir einstaklinga og jafnvel hagsmunir heilla byggðarlaga oft ekki saman við hagsmuni þjóðarinnar. Frá sjónar- hóli einstaklingsins eða byggðarlags- ins getur vel verið hagkvæmt að kaupa fiskiskip til þess að tryggja sér þar með hlut í heildarkökunni og þetta gildir jafnvel í því misvægi milli sóknar og afrakstursgetu stofnanna sem nú hefur skapast. Það verður váentanlega hlutskipti stjórnvalda á næstunni að tryggja þjóðarhag með því að takmarka sóknina í ofveidda fiskstofna og draga úr uppbyggingu eða jafnvel minnka fiskveiðiflotann eða að öðrum kosti að finna hluta hans ný verkefni. Fiskimiðin umhverfis landið eru nægilega gjöful ef þau eru nýtt af fyrirhyggju og með fullu tilliti til afrakstursgetu stofnanna til þess að geta veitt okkur öllum, þótt fleiri værum, örugga og mjög góða lifs- afkomu um ókomin ár. Hrunog jarðskjálfti Ef miðin verða hins vegar illa eða óskynsamlega nýtt og fiskstofnarnir taka að hrynja hver af öðrum líkt og nú horflr að óbreyttu, getur landið orðið litt byggilegt. Þorskstofninn einn sem um þessar mundir er í mestri hættu, er nægilega dýrmætur til þess að verði honum útrýmt eru allar líkur á því að það leiði til efna- hagslegs hruns fyrir þjóðarbúið. Sérfræðingar eru flestir sammála um það að framtíð þorskstofnsins muni ráðast á allra næstu árum. Hættan á viðkomubresti i stofninum er yfirvofandi á meðan hrsgningar- stofninn er jafnlitill og hann er nú. Enginn getur sagt fyrir um það hvenær hrun stofnsins muni verða ef sókninni verður fram haldið sem hingað til. Hins vegar á sama hátt og menn geta reiknað út og séð fyrir að jarðskjálfti muni verða á komandi árum á Suðurlandi, þykjast menn einnig sjá fyrir hrun stofnsins, aðeins að hrunið muni vera nær okkur í tíma en jarðskjálftinn. Þörf er á nokkurri hugarfarsbreyt- ingu hjá þjóðinni. Hún verður að fórna nokkru af því athafnafrelsi sem fram til þessa hefur þótt sjálfsagt og eðlilegt en er ef grannt er skoðað ef til vill einungis frelsið til að hugsa bara um sjálfan sig og taka ekki tillit til meðbræðra sinna. Þjóðin þarf að fela stjórnun á nýtingu auðlinda sjávarins alfarið forsjá þjóðkjörinna fulltrúa sinna og öðlast í staðinn betri lífskjör og tryggari lífsafkomu ákomandi árum. Reynir Hugason verkfræðingur 11 reykvískrar alþýðu 1. maí, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er framundan. Vinnandi fólk hefur þann dag fylkt liði gegn stöðugum árásum auðstéttarinnar á kaup þess og kjör og lagt áherslu á mikilvægustu faglegu og pólitísku kröfur hvers tíma. Að þessu sinni er ljóst að skipulagðar verða a.m.k. 3 kröfugöngur og aðgerðir í Reykjavík þann 1. mai. Ein á vegum Sameiningar 1. maí — gegn kjara- -skcrðingu, ein á vegum fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna og ein á vegum svokallaðrar Rauðrar verkalýðs- einingar(RVEI). Um leið og stjórn Sameiningar 1. maí — gegn kjaraskerðingu, skorar á vinnandi fólk og alla baráttusinna að taka þátt í aðgerðum Sameiningar 1. mai, vil ég skýra í stórum dráttum stefnu okkar. En um leið er nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um stefnu andstæðinga okkar, þ.e. RVEI og fulltrúaráðsins. Stefna Sameiningar 1. maí byggir á þremur meginþáttum, sem þó eru innbyrðis nátengdir: 1) Barátta gegn stöðugum yfirgangi og árásum auðstéttar á kjör og réttindi verkafólks. Arásir þessar hafa birst í skýrustu formi undan- farna mánuði og ár, þegar kaup- hækkanir eru teknar af verkafólki i krafti lagasetninga, þegar verkfalls- réttur er skertur eða jafnvel í einstaka tilfellum afnuminn með öllu, þegar kaup er skert gegn loforðum um „hliðarráðstafanir” og „félagsmála- pakka”, sem seint eða aldrei opnast. Svo mætti lengi telja. Styður kaupránsiðjuna 2) í þessum leik með vinnandi fólk fer æðsta forysta verkalýðssam- takanna með eitt mikilvægasta hlut- verkið. Hún ber augljóstlega meira fyrir brjósti hag þjóðskipulags auðstéttarinnar, heldur en hag verka- fólks. En hún er líka leiksoppur hags- muna hinna svokölluðu verkalýðs- flokka, Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks. í tíð „endurreisnar” Geirs Hallgrímssonar var kjararáni og samningsbrotum mótmælt, að vísu aðeins til málamynda. Þannig var „olíubannið” hreint ekkert olíubann og „útflutningsbannið” var ekkert útflutningsbann. En nú, í stjórnartið A-flokkanna, er engu mótmælt. Nú er sú tíð að verkalýðsforystan býðst jafnvel til að verja kjaraskerðinguna fyrir verka- fólki og hún styður kaupránsiðju ríkisstjórnarinnar fullum fetum. Og þá er ótalið, að allar meiriháttar ákvarðanir tekur verkalýðsforystan án verulegs samráðs við stéttarfélögin og án nokkurs samráðs við verkafólk almennt. Forystan gerir sig seka um öruggustu stéttasamvinnu við auðvaldið og valdníðslu. 3) Það er ekki aðeins hér á landi, sem alþýða manna á undir högg að Kjallarinn Sumarliði ísleifsson sækja. I 3ja heiminum sérstaklega sjáum við skefjalausa kúgun og yfir- gang heimsvaldastefnunnar, einkum yfirgang risaveldanna tveggja, Bandarikjanna og Sovétríkjanna. í Suðaustur-Asíu þverbrjóta Víet- namar og Sovétmenn rétt þjóða Kampútseu og Laos til sjálfstæðis. Risaveldin tvö makka um hag palestínsku þjóðarinnar og Banda- ríkin reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að halda sionistarikinu ísrael á floti. í Eritreu á austurhorni Afriku berjast landsmenn mjög örðugri baráttu gegn útrýmingarher- ferð fasistanna í Addis Ababa, sem njóta dyggs stuðnings Sovétríkjanna og leppa þeirra á Kúpu og i :S-Jemen. Sameining 1. maí leggur mikla áherslu á stuðning sinn við baráttuna í þessum löndum. Við legg- um sömuleiðis ríka áherslu á verndun sjálfræðis íslands, og þar með úrsögn úr NATO og brottför hersins. Sér- stökum baráttumálum kvenna og námsmanna eru einnig gerð skil. Nokkur helstu kjörorð okkar I. maí eru: Gegn stéttasamvinnu verka- lýðsforystunnar við auðstéttina. Gerum stéttarfélögin að baráttutækjum. Félagar BSRB: Fellum samkomulagið — fullan samnings- og verkfallsrétt. Engan niðurskurð félagslegrar þjónustu. Island úr NATO — herinn burt. Til baráttu gegn yfirgangs- og stríðs- stefnu risaveldanna. Víetnam út úr Kampútseu. Kvennabarátta ágrund- velli stéttabaráttu. Næg og góð dag- vistarrými fyrir öll börn. Jafnrétti til náms. Fulltrúaráðið og Rvei Afstaða Sameiningar 1. maí til aðgerða fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna og RVEI er í stuttu máli þessi: Við teljum fulltrúaráðsað- gerðirnar engan valkost fyrir fólk og ekkert meiri valkost þrátt fyrir ýmsa „rauða frasa” sem fram koma á stöku stað í yfirlýsingum þess. Rót- tæknislegar yfirlýsingar fulltrúa- ráðsins í ávarpi þess i tilefni 1. maí eru lýðskrum eitt. Það sem máli skiptir er að láta verkin tala. Fulltrúaráðið er útréttur armur verkalýðsforystunnar, sem heimtar aukna samvinnu vtð auðstéttina, samþykkir bljúg árásir auðstéttarinn- ar og ríkisvalds hennar á kjör alþýðu. Hvað „Rauóíi vci kul>ðsanmgu" viðvíkur, þá kann sumum að finnast litið bil á milli skoðana hennar og Sameiningar 1. maí hins vegar. En er það staðreynd? Nei. RVEI (eða öllu heldur Fylkingin, sem er stoð og stytta RVEI) og Sameining 1. maí hafa fullkomlega andstæðar stefnur, bæði hvað varðar afstöðu til innati- ríkismála og alþjóðamála. RVEI/Fylkingin hampar Sovét- ríkjunum sem „verkalýðsríki” (!) og styður sovéska útþenslustefnu í Afriku og Asíu. RVEI/Fylkingin hefur margoft lýst stuðningi við starf og stefnu verkalýðsforystunnar. Nú síðast hafa Fylkingarfélagar i BSRB sent frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir hvetja fólk í BSRB til að greiða atkvæði með sam- komulagi BSRB-forystunnar við ríkisvaldið. Vinnandi alþýða í Reykjavík! „Rauð verkalýðseining” og fulltrúaráðið eru ekki valkostir 1. maí. Eflum baráttuna gegn árásum auðvaldsins og undirlægjuhætti verkalýðsforystunnar. Tökum þátt i kröfugöngu og fundum Sameiningar l.maí — gegn kjaraskerðingu. Sumarliði R. ísleifsson, járniðnaðarnemi. „Fulltrúaráðið er útréttur armur verkalýðsforystunnar, sem heimtar aukna samvinnu við auðstéttina...” Áskorun til

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.