Dagblaðið - 28.04.1979, Side 24
Halldór Pálsson saxófónleikari.
Ljósm: Tíminn.
Halldór
spilar
með
ABBA
Halldór Pálsson, saxófónleikarinn
góðkunni, leikur á hljóðfæri sitt í einu
lagi á nýjustu plötu hljómsveitarinnar
ABBA, sjálfu titillaginu, Voulez-Vous.
ABBA er með vinsælustu hljóm-
sveitum heims, svo að það telst
töiuverð upphefð að fá að láta ijós sitt
skína með slíkri hljómsveit.
Halldór hefur um nokkurra ára
skeið starfað í Sviþjóð. Hann er i hópi
færustu saxófónleikara íslenzkra og
hefur leikið á nokkrum hérlendum
hljómplötum. Þykir ávallt fengur að fá
hann til að spila með í nokkrum lögum,
þegar hann kemur hingað til lands i
sumar- eða jólafrí.
Nýja ABBA-platan, Voulez-Vous,
kemur á markaðinn hér á landi í lok
næstu viku. Hún kom út i Svíþjóð og
Danmörku á mánudaginn.
-ÁT-
Blíða á daginn en
kalt á nóttinni
Stuðlafoss lestaði 3631 kassa af
freðftski frá hraðfrystihúsinu á Eski-
firði á siðasta degi fyrir verkfall far-
manna.
Hólmatindur landaði á Eskifirði á
þriðjudag 88 tonnum af fiski. 15—20
tonn af aflanum var karfi og ufsi en
hitt góður þorskur. Skipið fer aftur á
veiðar á miðvikudagskvöld.
Sama blíðan er á Eskifirði dag eftir
dag allt frá sumarmálum. En þegar sól,
kveður á kvöldin er ískuldi enda ísinn
stutt fráokkur.
-ASt/Regína, Eskifirði.
Davíð Oddsson á
móti dr. Gunnari
— í varaf ormannskjörinu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins
z' Ðavíð Oddsson borgarfulltrúi er
sá maður sem sennilegast er að teflt
verði fram á móti dr. Gunnari
Thoroddsen í kosningu varafor-
manns Sjálfstæðisflokksins á lands-
fundinum, sem hefst næstkomandi
fimmtudag.
Sem kunnugt er hefur verið talað
um það manna á meðal að mótfram-
boð verði á landsfundinum í
embætti formanns og varaformanns.
Flestir hafa talið að Albert Guð-
mundsson fari fram á móti Geir Hall-
grimssyni i formanninn. Fari svo,'
muni manni einnig verða teflt fram á
ii
Davfð
Oddson.
Dr. Gunnar
Thoroddsen.
mód dr. Gunnari í varaformanninn.
Einkum hafa verið nefnd Matthí-
as Bjarnason, Ragnhildur Helga-
dóttir og Matthías Á. Mathiesen.
Margt veldur þvi að þau muni ekki
gefa kost á sér, þótt eftir yrði leitað.
Andstæðingum þess að kosið sé um
formann og varafbrmann, eins og
skipulagsreglur flokksins mæla þó
fyrir um, telja að styrkur þessara
þingmanna muni nýtast betur með
stuðningi þeirra við framboð
Davíðs. Hann er eindreginn
stuðningsmaður Geirs og and-
stæðingur Alberts í formanns-
stöðuna.
Óvíst er enn að mótframboð komi
á landsfundinum, sem byrjar á
fimmtudagskvöld með hátiðlegri
setningu í Háskólabíói.
-BS.
Innbrot í heimavist Hjúkrunarskólans:
„Leit út eins og
versti glæpamaður”
— óboðinn deli skreið inn í herbergi nema — málið ekki kært fyrr en
kl. 17 ígær
,,Ég rumskaði við það að einhver
skreið eftir gólfinu í herberginu mínu
ot svo virtist sem hann ætlaði upp í rúm
til mín. Ég hrópaði upp en sló um leið
til mannsins, sem þá forðaði sér á
hlaupum.”
Það var óskemmtíleg lífsreynsla
fyrir unga stúlku, nemanda í
Hjúkrunarskóla íslands, að fá í
fyrrinótt heimsökn óboðins dela beint
inn á herbergi heimavistar Hjúkrunar-
skólans.
Kauði forðaði sér og hefur ekki
náðst. „Hann var með nælonsokk yfir
hausnum,” sagði stúlkan, „og leit út
eins og versti glæpamaður. Hann var í
gallabuxum, og hvitri peysu, með
Gangur heimavistarinnar, þar sem
delinn reyndi við hverja hurð, þar til
ein reyndist ólæst.
DB-myndir Ragnar Th.
Eldhúsglugginn á fyrstu
svalirnar við hliðina.
hæð
Greina mátti fótspor i glugga eldhúss
á fyrstu hæð, þar sem gluggajárn hafði
verið brotið upp.
svarta hanska og í strigaskóm. Hann
var þrekinn og ógeðslegur.
Hann komst inn í herbergið mitt því
ég hafði gleymt að læsa hurðinni.
önnur stelpa hér á vistinni heyrði í
honum en hann reyndi að opna allar
herbergisdyr á þessari hæð, áður en
hannkomst innhér.”
í eldhúsglugga á fyrstu hæð skóla-
hússins mátti sjá fótspor á gluggasyllu.
Þar hafði verið rifið upp gluggajárn og
bendir flest til þess að þar hafi kauði
laumað sér inn. Svalir eru við hlið
gluggans og má komast þar á milli.
Arnar Guðmundsson, deildarstjóri i
Rannsóknarlögreglu ríkisins, sagði í
samtali við fréttamann blaðsins í gær-
kvöld að RLR hefðí ekki borizt
tilkynning um atburðinn fyrr en kl.
17:10 í gær. Skólastjóra var fyrst
kunnugt um það sem gerzt hafði laust
fyrir hádegi, eftir að blaðamenn DB
höfðu verið á staðnum.
og Arnar sagði málið vera í rannsókn-.
-JH/ÓV.
Heimabruggið skal stöðvað:
RIKID TAPAR 3 MILUORDUM
— vegna stórminnkaðra áf engiskaupa
Tekjur ríkissjóðs af áfengissölu á
sl. ári voru u.þ.b. 1.5 milljarði kr.
lægri á sl. ári en gert var ráð fyrir á
fjárlögum ársins 1978. Þá eru tekjur
ÁTVR af áfengissölu á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs um 20% lægri en
gert hafði verið ráð fyrir.
Þetta eru meginástæður þess að
lagt verður fram stjórnarfrumvarp á
Alþingi um einkasölu á öl- og vín-
gerðarefnum, auk gerla. DB greindi
frá frumvarpinu í gær.
Verði ekkert aðhafst til þess að
hamla gegn heimabrugginu hefur það
í för með sér að tekjur ÁTVR verða
a.m.k. 3 milljörðum lægri í ár en gert
var ráð fyrir að þær yrðu samkvæmt
fjárlögum.
Nýlega var að tilhlutan fjármála-
ráðuneytisins athugað fræðilega hve
mikið áfengi mætti framleiða úr þvi
magni bruggunarefna sem stærsti
innflutningsaðili þessara efna, þ.e.
Hafplast eða Áman, flutti inn á árinu
1978.
Niðurstöður athugunar þessarar,
sem unnin var af ölgerðarverkfræð-
ingi, leiddu í ljós að úr ofangreindum
efnum, sem aðeins umræddur aðili
flutti inn, mátti framleiða áfengi sem
samsvarar u.þ.b. 250 þúsund 0.7 lítra
flöskur af brennivíni með 40%
rúmmálsprósentu styrkleika.
-JH.
frjálst, úhád dagblað
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979.
18áraíþað
heilaga
án leyfis
Aldurstakmarkið um stofnun
hjúskapar án foreldraleyfis lækkar úr
20 í 18 ár samkvæmt stjórnar-
frumvarpi, sem kom fram í gær.
Stjórnarfrumvarp um lækkun lög-
ræðisaldurs úr 20 árum í 18 ár liggur
fyrir Alþingi. Því þykir rétt, að laga-
ákvæðum, þar sem áskilið er um sam-
þykki foreldra við hjúskaparstofnun
barns þeirra innan við 20 ára aldur,
verði einnig breytt ásamaveg.
-HH.
Akureyri:
700 stunda
yfirvinnuþak
r r ■ | ■ r
a ari nja
járnsmiðum
Járnsmiðir á Akureyri ætla að tak-
marka yfirvinnu sína umfram dagvinnu
við sjö hundruð stundir frá og með 1.
maí til aðalfundar ársins 1980 eða í um
það bil eitt ár. Ekki hefur verið
óalgengt að járnsmiðir á Akureyri hafi
unnið á milli eitt þúsund til fimmtán
hundruð stundir í yfirvinnuáári.
Sveinafélag járniðnaðarmanna á
Akureyri telur þetta ekki æskilegt á-
stand til frambúðar með tilliti til
vinnuálags og fjölskyldulífs félags-
manna sinna.
í samþykkt félagsins frá 17. apríl
síðastliðnum kemur fram að endur-
skoða á yfirvinnutakmörkunina að ári i
ljósi þeirrar reynslu sem þá hefur
fengizt. -ÓG.
Flunkunýjum
hraðbát stolið
Flunkunýjum 22 feta plastbáti með
aflmikilli utanborðsvél og tilheyrandi
áhöldum var stolið í fyrrinótt frá
bryggju í vesturhöfninni í Reykjavik.
Eigendur urðu ránsins varir á níunda
tímanum og gerðu lögreglu viðvart.
Kom þá í ljós að menn höfðu sézt losa
bátinn og koma honum á frían sjó upp
úr kl. 4 i fyrrinótt.
Báturinn fannst fyrir hádegi. í gær
við Bátanaust í Elliðaárvogi. Úr honum
hafði verið stolið talstöð og var
báturinn eitthvað skemmdur.
-ASt.
Eyrarbakkahöfn:
Skjótar úrbætur
Ekki voru starfsmenn Hafnamála-
stofnunar ríkisins lengi að taka við sér
eftir strand þriggja báta í Eyrarbakka-
höfn í síðustu viku, sem DB greindi frá.
Strax á fimmtudag var dýpkunar-
prammi kominn á bryggjuna og farinn
að moka sandinum upp úr höfninni og
standa nú vonir til þess að Bakka-
bátarnir þurfi ekki framar að standa
fastirrétt utan við bryggjuna.
GAJ/MKH, Eyrarbakka.